Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 124
124
a5 bíða eftir því, að hafa óskasteininn í lófa sínum ?
Maðurinn, sem vinna vill til þess að krafsa eftir blóm-
jurtum vona sinna og minninga undir snjónum með
berum höndunum, þótt hann blóðgi sig á gómunum
og rífi neglurnar frá kvikunni*), ætti þó að vera vilj-
ugur að leggja eitthvað ekki lítið í sölurnar til þess að
geta orðið engill. Sannarlega mætti búast við því, að
hann færi ekki að bíða eftir því, að hann hefði nú .
óskasteininn í lófanum, svo að engillinn alveg af
sjálfu sér gæti eins og dottið niður í hann. Hann,
sem vill leggja svo hart að sér til þess að geta náð í
,,blómjurtir vona sinna og minninga“, ætti vissulega
ekki að kvarta, þótt hann rispaði sig ögn á grjóti, til
þess að geta orðið engill. Nema þetta, að ,,krafsa
eftir blómjurtum vona sinna og minninga undir snjón-
um með berum höndunum.þótt hann blóðgi sig á góm-
unum og rífi neglurnar frá kvikunni“, séustórorð tóm
eða — draumur! Ó já, ekki þarf mikinn karlmanninn
til þess að krafsa, svo að neglurnár rífi frá kvikunni“
— í draumi! það er þó ekki ervitt verk að glíma við
steina — í draumi!
Menn hafa reynt sig töluvert á því að finna upp
svo kallaða ,,eilífðar-vél“, vél, er hreyfi sig sjálf, án
þess nokkurn tíma að standa kyrr. Menn hafa þá
verið að reyna að eignast einn þennan þjóðsagna-
,, dýrgrip ‘ ‘.
Hin svo kölluðu „kristilegu vísindi“ (Christian
science), réttu nafni ,, ókristilegt óvit“, sem breiðst
hafa töluvert út hér í landi og á Englandi, eru eigin-
lega ekkert annað en kenning um, að maðurinn ann-
aðhvort eigi eða geti eignast ,,dýrgripi“ þjóðsagn-
anna,—þurfi svo ekki að glíma við neina steina.
*) Eimr. V, bls. 140,