Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 113
113
þaö, þó höfundurinn taki það fram þegar í byrjun, að
hann hafi haft sömu rannsóknar-aðferö og hver sem
helzt annar sagnaritari. það var áður á þessari öld
búið að sýna fram á hina niannlegu hlið nýja testa-
mentisins og gjöra þá hlið á lífi frelsarans miklu ljós-
ari en áður; fyrri aldir höfðu lítið sem ekkert um
hana hugsað. Fyrst höfðu margir mesta ógeð og
megna ótrú á því starfi. Nú eru menn fyrir löngu
búnir að átta sig á því, hvað það var nauðsynlegt og
hve mikla framför það hafði í för með sé. Hið sama,
sem búið var að gjöra með nýja testamentið, hefir nú
einnig verið gjört að því, er gamla testamentið snertir.
Hið sama ógeð hefir nú komið fram. Menn fella sig
ekki við þetta, skilja það ekki, halda, að svo og svo
miklu af eignum og óðulum trúarinnar sé varpað fyrir
borð. En það varir að eins skamma stund þangað
til menn átta sig, enda eru menn að þokast þegar
býsna langt í þá áttina. það er stór og mikill munur
á því, hvernig um þessar rannsóknir er talað nú víðs
vegar í kirkjunni eða var fyrir svo sem tíu árum síðan.
Fyrir löngu síðan var hinn frægi guðfræðingur Robert-
son Smith gjörður rækur úr skozku kirkjunni fyrir
þessar skoðanir. Nú halda allir guðfræðiskennarar
skozku kirkjunnar þeim skoðunum fram, sem hann
var þá gjörður' rækur fyrir, og eru hafðir í 'návegum
þrátt fyrir það.
Aðal-mótbáran gegn niðurstöðu þessara nýju
rannsókna er enn ónefnd. það er frelsarinn sjálfur,
— hvernig hann vitnar til gamla testamentisins, talar
um Móse sem höfund Mósebókanna, Davíð sem höf-
und þeirra sálma, er guðfræðingunum nú kemur sam-
an um að ekki séu eftir hann, alveg á sama hátt og
8