Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 53
53
ýmist óbeinlínis. En þá er jafnframt eftir því aö
muna, aö þar, alveg eins og hér í Canada, er engin
ríkiskirkja. Og vafalaust fyrir þá sök hefir kristindóm-
urinn náð að hafa meiri þýðing til þjóðlífsframfara en
ella myndi.
Vér getum nú annars litið nær oss til þess að
finna sönnun fyrir því, að kristindómurinn muni frem-
ur styðja að tímanlegri velgengni manna en hið gagn-
stæða, þótt það geti virst undarleg mótsögn. Mér
sýnist sönnunin liggja fyrir oss í félagslífi voru, Vestur-
Islendinga, þótt ævisaga vor hér í þessu landi sé ekki
lengri en hún enn er orðin. Ekki verður því neitað,
að býsna mikið fé er sá hlutinn af fólki voru hér, sem
tckið hefir sér andlega byggistöð innan kirkjunnar, bú-
inn að leggja fram kristindómsmálunum til efiingar,
kirkju vorri til uppbyggingar. Og þau útgjöld öll hafa
þeir af löndum vorum hér algjörlega haft umfram út-
gjöld hinna Vestur-íslendinganna, er ekki hafa verið
með í hinum kirkjulega félagskap. Ætla mætti þá,
að þessir síðarnefndu menn, sem lausir hafa verið við
auka-útgjöldin til kirkjunnar, væri að sama skapi
stöndugri í efnalegu tilliti, sem þau sérstöku gjöld hafa
verið mikil, er hinir hafa á sig lagt kristindómsmál-
efnisins vegna. En það sést ekki, og eg hygg, að
naumast neinum detti slíkt í hug. það myndi vissu-
lega vera nær sanni að segja, að hinn jarðneski hagur
kirkjumannanna íslenzku hér sé að jafnaði öllu betri
en hinna, sem standa utan kirkju. Og ætti þetta eitt
að vera oss Islendingum nægilega sterk sönnun fyrir
því, að yfir höfuð að tala er kristindómurinn mjög sterkt
afl til tímanlegra framfara og veraldlegrar velgengni,
—cða að minsta kosti fyrir því, að yfir höfuð verða menn