Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 155
til þeirra, sem eru úti í ljósbirtunni. þetta kemur
bezt í ljós, þegar hann kemur til bæjar; honum líður
þá skelfing illa:—
,,Mér finst eins og tiærinn sé fjárhúsa-krans
og fólkið sé erfðamerkt hjörð,
öll framboðna varan sé skröksögu skreytt,
hver skoðun af flokksdrætti höll,
og stórgróðans aðferð mér strandhöggsleg finst,
og stelvísleg gjaldþrotin öll“.(9).
það er «kki gaman að lifa, þegar alt verður svona svart
fyrir augum manns. Hann lýsir kvöldkyrðinni, þegar
menn eru gengnir til svefns, á þennan hátt:
,.Mælginni sjálfri sígur í hrjóst
og sofnar við hundanna gelt“ (60).
Viðskifti mannanna og vinaþel þeirra hvers til annars
finst honum líkast því, þegar ,,einliði“ leggur af stað
í ferð til að leita sér bjargræðis, en dagar uppi um
kvöld
,,hjá útlögstum ræningja her,—
og hlustar með lokuðum augunum á,
að óvinir læðast að sór“ 61).
það er ekki mildum augum litið á mennina og lífið,
þegar svona dómar eru feldir. Tiltrúin til mannánna
er hér algjörlega horfin. En gremju sína yfir mönn-
unum og lífinu lætur hann lang-mest bitna á kirkjunni
og aumingja prestunum. Ut yfir hana og þá tæmir
hann allar skálar bræði sinnar og virðist þar ekki finna
nokkura ærlega taug. Aðalhugsunin í þessum kvæða-
bálki, rauði þráðurinn, sem tengir hann saman, hug-
myndin, sem hleypt hefir þessari litlu bók af stað,
virðist vera sú,að gjöra prestana og kirkjuna eins ljóta
í augum manna og höf. er unt. Um það skal nú alls
ekki fengist. því alt stendur jafn-rétt eftir sem áður
og enginn verður hvorki verri né betri fyrir bragðið.
það mæðir mest á þann, sem út í vindinn slær. En
það stendur í óslftandi sambandi við alla Hfsskoðun
höf. og hugarstefnu, eins og þegar hefir verið sýnt.
Honum vérður þetta ósjálfrátt. Úr því honum áann-