Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 163
103
um dýrum, fjöllum og fossum, mönnum og mannvirkj-
um og merkum stööum. í bókinni eru alls konar
upplýsingar, sem koma sér einkar vel fyrir alþýöu
manna, og ættu allir að vita það um landið sitt, sem
í henni stendur. Einkum er þetta ágæt bók fyrir
Vestur-íslendinga, sem annars standa fremur illa aö
vígi með þekkingu á ættjörð sinni. Henni hefði átt
að fylgja ofur lítið kort, á stærð við það, sem Morten
Hansen gaf út hér um árið. — Eg leyfi mér enn sem
fyrr aö gefa þessum alþýðubókum beztu meðmæli
mín. þær eiga það skilið, að þeim sé vel tekið ; það
er svo prýðilega til þeirra vandað af útgefandans hálfu,
bandið laglegt og verðið einstaklega lágt, svo öllum
þeim, sem bókum unna, ætti að finnast þetta eiguleg-
ar bækur. það er ekkert að þeim, nema hvað þær
eru litlar. En væru þær stærri, yrði verðið hærra, og
þá gengju þær líklega lakar út. Eg vona, að þetta
fyrirtæki herra Odds Björnssonar hafi heilmikla þýð-
ingu fyrir íslenzka bókagjörð. Prentararnir í Reykja-
vík hafa enn þá mikið af honum að læra.
r Nokkuð af bókum Bókmentafé-
B. M. oisen: lagsins fyrir þetta ár er nú komið
XJrn kristni- hingað vestur, en þó ekki alt.
tökuna. Merkilegast ^ er minningarrit dr.
Björns M. Ólsen, rektors latínu-
skólans, um kristnitökuna á íslandi árið iooo. Mönn-
um færi fljótt að þykja vænt aftur um Bókmentafé-
lagið, ef það færi að gefa út margar bækur, sem jafn-
mikið væri að græða á og jafn-mikil unun að lesa eins
og þessa bók. Prestaskólakennari séra Eiríkur Briem
hafði birt ágrip af fyrirlestri, sem hann hafði haldið í
félagi íslenzkra stúdenta með kristilegu verkefni í
Reykjavík.. það erindi var örstutt, en prýðis vel frá
því gengið, og er ekki ólíklegt, að það hafi orðið eins
konar tilefni til þess, að Björn Ólsen samdi minning-