Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 119
eru einlægt að reka sig á í lífinu og detta um*og meiða
síg á og hneykslast á. Mönnum er ákaflega illa við
þessa steina. þeir eru sá herfilegur farartálmi. Sitja
í veginum fyrir manni, svo ekki verður komist áfram,
nema með svo mikilli fyrirhöfn. Eða j?eir standa
þarna með fram veginum eins og ljótir sfinxar og
leggja fyrir menn spurningar, sem hneyksla og gjöra
menn vonda. Steinarnir gjöra Íífið svo ervitt — svo
grýtt. það væri þó sannarlega munur, ef enginn
steinninn væri, hvorki ofan jarðar eða neðan.
Ekki ætla eg mér nú samt að fara að tala illa um
steinana, þótt þeim gjörði það eiginlega ekki neitt til.
þeir geta ekki gjört að því, þótt þeir liggi þarna. —
Börnum er stundum kent að berja steina, ef þau
meiða sig á þeim. það væri víst betra að kenna þeim
að berja sig sjálf. — Nei, — eg ætla mér að taka mái-
stað steinanna.
Ekki er óhugsandi, að sumum þyki þá farið of
langt. Sumum þykir farið of langt, þegar talað er
máli dýranna. En hvað um það, hvað sumum kann
að þykja, — eg ætla mér að taka málstað steinanna,
enda heiti eg ,,höfuðið“ á þeim.
Hérna á dögunum var einn vinur minn að finna að
því við mig, að eg væri nokkuð ,,contrary“ (öfugur).
Býst eg við, að hann fái nú vatn á mylnuna sína og
slái því alveg föstu, að eg sé maður mjög þversum eða
að eg sé — ,,þversögn“. Nú, eg reyni að gjöra mér
það að góðu ; enda get eg ekki neitað því, að stundum
er mér ekki hægt að stilla mig um að verða þversum
eða „steinn í götunni“ fyrir mönnum, sem fara geyst.
Eg held sem sé, að það sé gagnlegt að detta um stein,
þótt maður meiðist ögn, eða reka á stein, þótt ,,brotni