Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 111
111
hann á þessum staö talar um orðin sín, meinar hann
einmitt hugsanirnar, en ekki þá skrásetning þeirra,
sem vér höfum í nýja testamentinu. Og þegar hann
talar um, að ritningin geti ek-ki raskast (Jóh. io, 35),
meinar hann þaS auSvitaS til efnisins, en ekki til orS-
anna. þær framfarir, sem vér mennirnir tökum í
skilningi kristindómsins, eru aS mjög miklu leyti fólgn-
ar í því, aS losast undan þrældómi bókstafsins. Og
eg fæ ekki betur séS en aS árangurinn af þeim rann-
sóknum, sem hér er um aS ræSa, sé einmitt greinilegt
og göfugt spor í þá átt.
Eins og þegar hefir veriS tekiS fram, halda allir
trúaSir vísindamenn því föstu, aS í gamla testament-
inu sé guSleg opinberun, aS GySingar hafi veriS út-
valin þjóS, aS þar höfum vér undirbúninginn undir
nýja testamentis opinberunina. þeir halda því föstu,
aS eftir aSalefni sínu og innihaldi sé gamla testa-
mentiS saga þeirrar opinberunar og í þeim skilningi
guSs orS. HiS verulega gildi gamla testamentisins
hefir ekki rýrnaS hiS allra minsta í huga þeirra. GuSs-
hugmyndin er öldungis óbreytt, eiginlegleikar drottins
algjörlega hinir sömu. SambandiS milli guSs og
manna nákvæmlega hiS sama. Mannlegar skyldur
gagnvart guSi og mönnum allar hinar sömu.
Gamla testamentiS bendir alt í áttina til Krists eftir
sem áSur, þótt langt sé frá, aS þaS gjöri þaS alls staS-
ar jafn-ljóslega ; þaS er til dæmis ógnar mikill munur
í þessu tilliti á Estersbók, OrSskviSum Salómons og
Prédikarans bók annars vegar, og DavíSs sálmum eSa
hinum óviSjafnanlega kafla hjá spámanninum Esajas,
sem byrjar 40. kapítula og endar meS þeim 66., hins
vegar. Höfundar gamla testamentisins hafa allir ver-