Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. 5 Margrét Margeirsdóttir. Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri, formaður Alfa-nefndarínnar: „MIKILL ÁR- ANGUROGÁ EFTIRAÐ VERDA MEIRI” „Það er í rauninni réttara að þeir fötluðu svari því hvaða árangur hefur orðið af þessu ári. Þó held ég að alveg óhætt sé að segja að árangurinn hafi orðið mikill og eigi eftir að verða meiri, því það er ótalmargt sem hefur verið ýtt af stað á árinu og á eftir að bera árang- ur á lengri tíma,” var svar Margrétar Margeirsdóttur, deildarstjóra í félags- málaráðuneytinu, en hún hefur verið formaður hinnar svokölluðu Alfa- nefndar. Sú nefnd hefur haft það hlut- verk að samræma og skipuleggja að- gerðiráárifatlaðra. ,,Við höfum starfað reglubundið og á okkar vegum eða í tengslum við okkur hafa starfað aðrar nefndir, bæði að einstökum viðfangsefnum og í ýmsum sveitarfélögum, en þar hafa meðal annars 20 Alfa-nefndir starfað. Það hefur verið unnið að frumvarpinu um málefni fatlaðra, sem nú er komið fram, að könnunum, að ferlimálum og ekki sízt geysilegt kynningarstarf. Þá er margt ótalið. Þetta starf og allt starf að málefnum fatlaðra er ótrúlega margbrotið og brgytilegt, því fötlun er svo margvísleg og eins eru aðstæður ólikar hjá fötluðu fólki á ýmsum aldursskeiðum. Þess vegna hefur það komið af sjálfu sér að við höfum haft mjög nána samvinnu við hina fötluðu og aðstandendur, svo og hin ýmsu samtök þeirra. Sú sam-. vinna hefur verið ákaflega ánægjuleg og eins að finna hve mikill hljóm- grunnur er hjá almenningi í landinu fyrir því að fatlaðir njóti þess jafnréttis í þjóðfélaginu sem verða má.” Hvað eru margir fatlaðir á landinu? ,,Þvi get ég ekki svarað af neinni ná- kvæmni, til þess eru gögn of ófull- komin ennþá. jín þeir sem njóta ör- orkubóta munu vera hátt i 10 þús. Á hinn bóginn ertalið að nálægt því 10. hver maður eigi við einhvers konar fötl- un að stríða, líkamlega eða andlega, af sjúkdómum, slysum eða öðrum or- sökum.” HERB. Hljómsveitin Lojpippos og Spojsippus. JÖRVAGLEÐIÁ HÓTEL BORG Tónlistar- og tónleikalíf Reykja- vikur hefur verið með miklum blóma nú í vetur en hefur þó nýlega færzt nokkur deyfð yfir vegna lokunar NEFS sem hefur verið aðalhljóm- leikastaður fyrir allar þær hljóm- sveitir sem upp hafa sprottið á þessu herrans ári. Lokun NEFS setur óneit- anlega stórt strik í reikninginn hvað varðar framtíð ýmissa hljómsveita og einnig hljómleikahald yfirleitt. Nokkrar hljómsveitir hafa því ákveðið að gera tilraun til að brúa bilið, milli jóla og nýárs, með hljóm- leikum á Hótel Borg í kvöld, þ. 29. desember. Það varður haldin Jörva- gleði (ætti eiginlega að heita Borgar- gleði en það er annar handleggur). Á Jörvagleðinni koma fram þrjár hljómsveitir, Purrkur Pillnikk, Q4U, sem mætti kalla hina einu sönnu pönkhljómsveit landsins, og loks Lojpippos og Spojsippus sem flytur tónlist sem ekki heyrist oft hér á Iandi og ættu menn og mýs að drífa sig, allir saman nú, 1 3 5 . . . . Og ofan á þetta bætist svo sjálfur allsherjargoðinn, Sveinbjörn Bein- teinsson sem ætlar að kveða rimur að fornum sið. Það eru víst margir sem hafa áhuga á að heyra hvernig Islend- ingar áður fyrr styttu sér og öðrum stundir. Jörvagleðin hefst kl. 21 og stendur til 01. -OVJ. Olíubirgdamál vamaríiðsins: Ólafur hugar aö Helguvík Skýrsla um olíubirgðamál varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli og hugs- anlega olíuhöfn í Helguvík rétt utan við Kefiavík hefur verið í athugun hjá utanríkisráðherra frá í haust. Ólafur Jóhannesson tjáði DV að hann gæti ekki skýrt frá framhaldi málsins, at- huguninni væri ólokið. Ljóst er aö olíubirgðageymarnir sem varnarliðið notar nú og eru rétt við byggð á mðrkum Njarðvíkur og Keflavikur verða að vfkja, enda eru þeir nærri vatnsbólum. Samstaða er í bæjarstjórn Njarðvíkur um að styðja fiutning birgðastöðvarinnar til Helguvíkur og er fulltrú Alþýðu- bandalagsins, Oddbergur Eiríksson, meðal helztu talsmanna Njarðvíkinga um þá ráðstöfun. Samflokksmaður hans í bæjarstjórn Keflavíkur, Karl Sigurbergsson, er hins vegar tals- maöur svokallaðrar ESSO-leiðar. En Oliufélagið hf. lagði á sínum tíma til að olíubirgðastöðin yrði fiutt lengra upp á heiði. Ráðagerðir um birgðastöð í Helguvík snúast annars vegar um gerð nýrrar hafnar og hins vegar um mikla niðurgrafna olíugeyma. Engu að síður þyrfti að leggja olíuieiðslu upp á völl og hafa þar geyma fyrir dagleg not. En aðalrök Olíufélagsins eru þó þau að Helguvík sé svo nærri byggð að áður en vari verði birgða- stöð þar orðin fyrir á ný. Eins og DV hefur áður skýrt frá þykir Helguvík eitt álitlegasta hafnar- stæði á Suðurnesjum fyrir stórskip, vegna aðdýpis og skjóls, og hafa augu manna beinzt að víkinni bæði fyrir olíubirgðastöðina og fyrir flutn- inga vegna áformaðrar stóriðju á Reykjanesi. -HERB. Cannes: íslenzki „já-drykkurinn” f 2. sæti Ungur barþjónn úr Keflavík, Björn VífiU Þorleifsson, varð í 2. sæti á Evrópumeistaramóti barþjóna sem haldið var í Cannes f Frakklandi og lauk nýlega. Á þessu móti, sem var fyrsta kokkteil-keppni barþjóna þar sem eingöngu keppendur frá Evrópu mættu, varð Björn í 2. sæti í „long drinks” kepninni. Hlaut hann verð- launin fyrir drykk sem hann nefndi „Qui” eða ,,Já” eins og hann hét á íslenzku. í mótinu tóku þátt á annað hundr- aö barþjónar frá 20 Evrópulöndum og voru veitt verðlaun bæði fyrir kokkteila og long drinks. Þetta er fyrsta kokkteilkeppnin sem Björn VífUl tekur þátt í erlendis. Hann er 30 ára gamall, búsettur í Keflavík og var lengi þjónn á barnum í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en nýbyrjaður að starfa í Leikhús- kjallaranum. -klp- 4) Teletext Þráðlaus upplýsingamót taka, t.d. frá erlendum tölvu- bönkum í gegnum gerfihnetti. Cable-tv Móttaka á sérstakri tíöni (4,43 MHz NTSC) notuð til sendinga á sjónvarpsefni eftir köplum, gefur möguleika til afspilunar af mynd- segulböndum sem nota önnur kerfi er PAL. lót-| r. .. Ivu-L,í p4_ Satellite a I Móttaka frá gerfihnatta- ° sendingum. Viewdata Móttaka upplýsinga af þræði (símalína) frá tölvu eða upp- lýsingabönkum og/eða til notkunar við t.d. heimilis- tölvu. FINLUX MEST SELDU LITSJ0NVÖRPIN Á ÍSLANDI LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.