Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. 17 Menning Menning Menning Tryggvi Emilsson langbest að lýsa og segja frá sveitalifi og sveitabúskap. Einhverjir bestu þættirnir í Konu sjómannsins snúast um búskapinn á Hamri: fæðingu Sæ- valds í fyrsta þætti, viðskilnað Sigríð- ar við sveitina í öðrum. Og ekki er vert að gleyma frásögn af flutningi Guðrúnar, eldri systur hennar sem þar hefur búið búi sínu, frá Hamri löngu síðar. Tryggvi getur skrifað um dauða hluti, bæjarhúsin á Hamri, búrkeraldið þar, heyin við bæinn, þannig að engu er líkara en hlutirnir eignist sitt eigið líf í frásögninni, sjálfir órofa þáttur mannlífs. Og hann lýsir fólkinu í þessum heimi, Fal vinnumanni í sveitinni í fjörutíu ár, Randíði gömlu verkakonu á Klöpp, þannig að það stendur ljóslif- andi fyrir sjónum lesanda. Sagan dregur enga dul á harðn- eskju sveitalífsins, öðru nær, þótt það sé í og með séð í rómantísku ljósi að hefðbundnum hætti, sbr. bæði veður- og náttúrulýsingar í upphafi sögunnar, fyrirboða og vitranir. Hin átakanlega frásögn af barni öreigans í upphafsþættinum nægir ekki sög- unni, heldur er hún aukin róman- tískri örlagasögu. Fæðing Sævalds verður jafnharðan ,,ákall örlag- anna”: veldur því að Sigríður flytur um síðir i hús Hreggviðs enda reynist Sævaldur náskyldur Hreggviði, syst- ursonur hans. Þarna eins og víðar i sögunni virðast frásagnarformúlur reyfarasögu farnar að móta í hönd- um höfundar frásagnarefni veru- leikans. Það er engin ástæða til að draga í efa efnislega Iýsingu sögunnar á stéttaskiptingu, andstæðum auðs og örbirgðar. Sveitasamfélagið er að vísu stéttskipt, Ijóst til dæmis að hreppstjórinn, frændi fólksins á Hamri hefur reynst þeim harðdrægur landsdrottinn. Samt sem áður er um- fram allt samheldni með sveitafólk- inu. „Satt að segja elskuðu þær og virtu þcnnan öldung,” segir um syst- urnar á Hamri og hreppstjórann. í kaupstaðnum er þessu allt öðruvísi farið, slík elskusemi fjarri lagi, þar takast á ósættanlegar andstæður. Faktorinn kemur eins og úr öðrum heimi, akandi í kanaog klæddur í loð feld. Það má berjast við hann og sigr- ast á honum. En önnur skipti eru ísjárverðari. Sævaldur fóstursonur Sigríðar, sem hana dreymdi að yrði prestur, villist á menntabrautinni, ánetjast faktor, verður tengdasonur hans og verslunarstjóri og er þar með numinn á burt úr heimi þeirra Sigrið- ar, Hreggviðs og systkina sinna, og raunar dauðamerklur ntaður upp frá því í sögunni. Hjördís dóttir Hregg- viðs lætur glepjast af auðmanni sem dregur hana svívirðilega á tálar, hrindir henni út í dauðann — og ferst að vísu sjálfur fyrir vikið. Þau börn þeirra hjóna eru á hinn bóginn hólpin sem halda sig við sína stétt, gæði og gildi lífsins fólgin í trúnaði við eðli og uppruna sinn, hollustunni og samstöðunni með sín- um líkum. Aftur er heimur veruleika í sögunni túlkaður i ljósi einfaldra rómantiskra hugmynda um andstæð- ur ills og góðs, lifsins og dauðans, sögufólkið fyrst og síðast persónu- gervingar lífsgilda sem sagan vill kveða lof. í einskonar bókarauka eru þrjár smásögur, innfjálg ástarsaga, Blóð vornæturinnar, listavel sögð dýra- saga, Heimdragi.og loks rómantisk smásaga, Ljósið, þar sem saman er spunnið efnivið þjóðsögu og raunsæ- islegrar frásagnar úr sveitalífi með aðdáunarverðu móti. sjálfu, bæði vegna þeirra kynna sem Lárus hafði af ýmsu frændfólki sínu auk þess sem Jón Gislason aflaði Bókmenntir Bjami Vilhjálmsson upplýsinga með viðtölum við fólkið sjálft, líklega mest varðandi yngstu kynslóðina. Bókin ber þess öll glöggt vitni, að ekkert hefur verið til sparað að gera liana sem bezt úr garði. Hvorki Lárus né Guðjón læknir falla í þá freistni að gera heilaga dýrlinga úr ættmenn- um sínum. Framan við hið eiginlega bókarefni er Ijósprentað Æfiágrip og útfararminning Björns sýslumanns Blöndals eftir séra Svein Níelsson, Reykjavík 1848, rit upp á 62 bls., nú sjálfsagt orðið nauðafágætt, og síðan ljósprentað handrit af ættartölu ætt- föðurins, sennilega eiginhandarrit séra Sveins Níelssonar, 29 bls. að lengd, og er þar rakin framætt Björns sýslumanns. Eitt af þvi sem prýðir bókina og gefur henni stóraukið gildi, er sá fjöldi mynda, sem henni fylgir. Eru það sumpart heilsíðu- myndir af konu, börnum og tengda- börnum ættföðurins, myndir úr handritum og af gömlum bæjarhús- um. Því miður er ekki til nein mynd af sjálfum ættföðurnum. Þessar myndir eru allar ótölusettar. En auk ffamangreindra mynda eru á 136 ót'ölusettum blaðsíðum 726 tölusettar myndir, sem bæði eru af einstakling- um, en stundum af tveimur eða fleiri saman og af heilum fjölskyldum. Er þá verkið alls orðið 716 bls. að lengd. í nafnaskrá er síðan vitnað í númer það sem geymir myndir af hlutaðeig- andi persónu. Auk þess sem mynd- irnar eru áhugaverðar fyrir venjulega lesendur, kunna þær einnig að hafa mannfræðilegt gildi. Að svo miklu leyti sem ég hef próf- að nafnaskrána, sem verkinu fylgir, virðist mér hún traust. Sérkennilegt er þó að sjá alerlenda menn flokkaða undir skírnarnafni sínu (eða fyrsta staf i skírnarnafni) i skránni. T.d. er fyrstur á blaði A. Dybdal, forstöðu- maður í íslenzku stjórnardeildinni í Höfn. Hverjum skyldi detta í hug að leita hans undir A? Þegar að er gáð, er þó bót í máli, að einnig má finna hann undir Dybdal með tilvísun i A. Undir Gustavsson í skránni er vísað i Andreas, en þar hefði einnig átt að vera Agnes Jesica og Jolf Andreas. Ekki er hægt að ætlast til þess í riti sem þessu, að öllum einstaklingum af ættinni sé gert jafnhátt undn‘,'höfði. Hvort tveggja er, að meiin háfa um ævidaga sína verið misjafnlega mikið i sviðsljósinu og höfundur hefur þekkt misjafnlega mikið til fólksins. Einnig ber þess að gæta, að fjölmarg- ir þeirra, sem nafngreinir eru, eru enn ungir að árum og jafnvel smábörn, þegar ritið er samið. Þessi mismunun á fólkinu er því engan veginn óeðlileg og gerir að mínu viti ritið miklu til- breytingarmeira og áhugaverðara. Ég tel einsætt, að Blöndalsættin verði jafnan talin meðal merkustu ættfræðirita, sem út hafa komið á ís- landi. Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður GLÆSILEGASTA VERK SKJALD- BORGAR TIL ÞESSA Mikinn hval hefur nú rekið á fjörur fræðimanna og áhugamanna um íþróttir. Haraldur Sigurðsson bankafulltrúi á Akureyri hefur samið geysimikið verk um sögu skíða- íþróttarinnar erlendis og hérlendis, en það er kunnugt þeim sem þekkja Harald að hann hefur safnað í fróð- leikssarpinn svo að um munar og sárafáum mun þar vera til að jafna. Haraldur hefur ódrepandi og eld- legan áhuga á íþróttum og er þar öllum hnútum kunnugur af eigin raun. Um það sérefni, er þessi bók tekur til, er hann flestum fróðari, hefur enda átt sæti í stjórnum Skiða- ráðs Akureyrar og Skíðasambands íslands. Meðhöfundar að bók þessari eru Einar B. Pálsson og Þorsteinn Einarsson, svo og núverandi for- maður Skíðasambandsins, Hregg- viður Jónsson lögfræðingur. í forspjalli Svavars Ottesens fram- kvæmdastjóra í Skjaldborgarút- gáfunni kemur fram, að hér er lang- þráður draumur hans að rætast, allt frá því að hann horfði með undrun og aðdáun á kappa eins og Magnús Guðmundsson, Magga Binna og Badda Jún. Svavar treysti Haraldi Sigurðssyni best til þess stórvirkis sem hann dreymdi um að gefa út, og nú hefur draumurinn ræst. Til viðbótar því efni, sem áður voru nefndir höfundar að, rifja 50 íslandsmeistarar og Olympíufarar upp minningar sínar. Bókmenntir Gísli Jónsson Allt verkið er unnið af þeirri ná- kvæmni og alúð sem Haraldi er lagin, og mætti hann meira að gera að ausa til okkar nokkru af þeim hafsjó kunnáttu og þekkingar sem hánn er orðinn. Hann hefur til þessa verið alltof hlédrægur. Að sínu leyti má Skjaldborg vel við una. Hér skal ekki hikað við að fuli- yrða að þetta sé að öllu samanlögðu glæsilegasta frumútgáfa nokkurs verks, sem fyrirtækið hefur staðið að. Bókin er öll prentuð á mynda- pappír, enda sægur mynda stórmikil bókarprýði. Þetta er mikið framlag til íþróttasagnfræði, og metnaður sá, sem lýsir sér í verkinu öllu, ætti að vera æskumönnum nútímans áleitin eggjun til afreka á skíðum og i öllum öðrum greinum íþrótta. Fyrir allt þetta erum við, sem reynum að stuðla að heiibrigðu íþróttalífi og höfum leikyndi, höfundi bókarinnar og út- gefanda meira en lítið þakklátir. Bókin Skíðakappar fyrr og nú er nokkuð á fimmta hundrað blaðsiður, að öllu leyti unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri, fyrir- tækinu til heiðurs og sóma. Gísli Jónsson, Akureyri. SMÁAUGLÝSINGA- DEILD DAGBLAÐSINS & VÍSIS ÞVERHOLT111. SÍMI27022 VERÐUR OPIN UM ÁRAMÚTIN SEM HÉR SEGIR: þríðjudag 29. des. tilk/. 22.00 miðvikudag 30. des. opið tilkl. 18.00 Lokað gamlársdag ognýársdag Opið 3. janúar frákl. 14.00-22.00 G/eði/egt nýárl BIABWi & S trjálMÍ, ghái Hughluð AUGLYSINGADEILD SÍMI27022 PAW.*.*A«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.