Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Síða 16
16
Spurningin
Hvernig finnst þér
nýja innheimtuauglýsing
sjónvarpsins?
Árný Rlchards húsmóðlr: Æ, ég veit
það ekki. Virðist allt sama ruglið. En
það getur vel verið að hún hafi áhrif og
þaöerjúfyrirmestu.
Guöný Guðbjörnsdóttir húsmóðir: Mér
finnst hún bara ágæt. Nei, hún hvetur
mig ekkert til að borga, því ég borga
hvortsemer.
Bryndis Pétnrsdóttir nemi: Hún er
ágæt. Mátulega vitlaus. Fólk tekur
ábyggilega eftir henni. Nú og það
kemst vel til skila sem henni er ætlað
að segja.
Unnur Erla Mamqulst nemi: Æi, mér
finnst hún hálfhallærisleg. Miklar
glansauglýsingar fara ákaflega í
taugamar á mér. Vona bara að fólk
viti aö það eigi að borga.
Kristinn Guðmundsson bflstjóri: Lítiö
spáð í þaö. Tel aö þessi veki ekki eins
mikla athygli og þær fyrstu. Annars
virka þær hálfhauærislega á mann, en
þaö skiptir víst ekki máli komi þær
boðskapnum til skila.
Jónína Bjömsdóttir húsmóðir: Finnst
hún bæði hlægileg og barnaleg. Og tel
allar þessar innheimtuauglýsingar
vera hálfkjánalegar. Eg vona hins veg-
ar að þær þjóni tilgangi sínum og fái
fólktil aö borga.
Gott verkefnaval
Þjódleikhússins
—en bréf ritari spyr nokkurra spurninga varðandi
leikrit Eugene O’Neill
Leikhúsáhugamaður hringdi:
Eg vil koma á framfæri þakklæti til
Þjóöleikhússins fyrir gott verkefnaval
í ár. Undanfarin ár hafa nokkur leiðin-
leg og léleg leikrit slæðst með, en ég fæ
ekki betur séö en í ár sé hvert eitt og
einasta leikrit ásjálegt.
Gaman er að því að íslensk verk eru
áberandi, svo sem leikrit eftir
Guðmund Steinsson, Birgi Sigurðsson,
Guðmund Kamban, Nínu Björk
Arnadóttur, Olaf Hauk Símonarson og
Svövu Jakobsdóttur.
Og andlegt fóður eru ekki síður
Oresteian og leikrit öndvegisskáldsins
Eugene O’Neill: „Long day’s journey
intoNight.”
Um síðasttalda leikritið langar mig
til að fá svör viö nokkrumspumingum.
Ég man ekki betur en aö þetta verk
hefði veriö sýnt hér á landi fyrir nokkr-
um áratugum, og þá hét það , Jfúmar
hægt að kveldi”. Var þaö Thor
Vilhjálmsson sem þýddi þá? Ef svo
var ekki hver gerði það og hvers vegna
er það þýtt upp á nýtt. Hvers vegna er
ekki gefiö upp íslenskt heiti nú? Er hin
fagra þýðing Húmar hægt að kveldi
ekkinógusnjöll?
Arni Ibsen hjá Þjóðleikhúsinu kvað
það rétt vera aö Long day’s joumey
into night hefði verið sýnt áður
hérlendis. Það var vorið 1959. Hann
sagði að það væri svo með leikrita-
þýðingar að það þyrfti oft að endur-
skoða þær til samræmis við breytt
tungutak.
Um titil verksins sagði hann að enda
þótt Jiúmar hægt að kveldi” væri
fallegur titilll þá væri hann ekki alveg
réttur. Það fælist það mikið i titlinum
að það hefði verið ákveðið að reyna að
finna betri titil en þann sem Sveinn
Víkingur valdi á ágæta þýöingu sina.
ÓGLEYMANLEGUR dagur
Á HEIMILISSÝNINGUNNI
Brosandi stýfa
þeir kaupið —segirkona
6299—6027 hringdi og kvartaði yfir aftur enda ráðherrar þess sí-brosandi sitt rjúkandi ráð lengur. Kaupið dygði
kaupráni og verðhækkunum. um leið og þeir stýfa kaupið. Hún kvaö ekki lengur fyrir lífsnauðsynjum.
Hún kvaðst hafa kosið Alþýðu- þáhafagengiðíliðmeökaupmönnum.
bandalagiö en ekki ætla að kjósa það Hún sagði að húsmæður vissu ekki
Það fer i taugaraar á bréfritara að ráð-
herrar Alþýðubandalagsins skuli leyfa
sér að skerða kaupið. Og það brosandi.
Anna (3252—3226) hringdi:
„Eg vil láta í ljós ánægju mína
með Heimilisýninguna í Laugardals-
höllinni.
Eg fór með bamabörn mín inn
eftir og áttum við saman ógleyman-
legan dag. Maður nokkur skrifaði í
DV um daginn og kvartaði yfir
gjaldeyrissóun í sambandi við
erlendu skemmtikraftana á sýning-
unni. Eg vil benda honum á að
athuga hvort það sé ekki margur
óþarfur hlutur sem maður kaupir
daglega og fluttur er inn fyrir
erlendangjaldeyri.”
Bréfritari átti áncgjulegan dag á Heimilissýningumii!