Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. Borgarstjórn: KAUPIN Á VIÐEY HUJTU SAMÞYKKI Kaup Reykjavíkurborgar á Viðey voru samþykkt með öllum greiddum atkvæöum á borgarstjórnarfundi í gærkvöld. Áður haföi kaupsamning- ur borgarinnar og seljanda, Olafs Stephensen, verið samþykktur í borgarráði. Kristján Benediktsson gagnrýndi á fundinum hvernig staðiö hefði veriö að undirbúningi málsins af hálfu borgarstjóra og lét bóka yfirlýsingu þessa efnis ásamt Sigurjóni Péturs- syni. Davíð Oddson borgarstjóri, kvaöst ekkert vilja um bókunina segja. „Þaö var vel staðið aö undirbúningi málsins, enda náðist árangur. Þetta hefur verið reynt í 29 ár og ég held aö þeir ættu frekar að velta fyrir sér hvemig að undirbúningi hefur verið staðið þann tíma heldur en þegar loksins næst árangur. Aö ööru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta,” sagði Davíð. -PÁ. Brunarústir Álafossverksmiðjunnar. Maðurinn féll i ullina hægra megin við gröfuna. DV-mynd: S. Maðurféll af þakbita f brunarústum Álafoss: Ullin tók af höggið Karlmaður um þrítugt féll niður af þakbita í brunarústum Alafossverk- smiðjunnar í Mosfellssveit um klukkan 16.30 í gær. Það varð honum til happs að fyrir neðan var mikiil Þráinn Hafsteinsson, Selfossi, sem stundarnámí háskólanum í Alabama, USA, setti nýtt Islandsmet í tugþraut á móti í Flórída nú í vikunni. Náði hann mjög jöfnum árangri, hlaut 7718 stig og varð annar 23 keppenda. Sigurvegar- inn var aðeins betri með 7782 stig. Eldra íslandsmetið var 7589 og átti Stefán Hailgrímsson þaö. Árangur Þráins í einstökum greinum var: 100 m 11.3, langst. 6,60, kúluvarp 15,50, hástökk 1,88 , 400 m ullarbingur. Hann féll í ullina en rann þaðan á steinsteyptgólfið. Til öryggis var hann fluttur á slysadeild. Hann mun ekki hafa meiðstmikiö. 49.7,110 m grhl. 15,4, kringlukast 50,46, stangarst. 4,05, spjót 57,54 og 1500 m 4:25.1 mín. Greinilegt er að Þráinn getur bætt þennan árangur verulega. A hann mun betri árangur í kringlukasti, spjótkasti og hástökki. Þar stökk hann jafnhátt Islandsmeti unnustu sinnar, Þórdísar Gísladóttur, IR, sem einnig stundar nám í Alabama. Meö þessum árangri náði Þráinn lágmarksafreki fyrir heimsmeistarakeppnina í H elsinki í suma r. -hsím. Maöurinn var að vinna viö hreins- un í rústunum þegar sperra brast. Viö það missti hann jafnvægið með fyrrgreindum afleiöingum. Falliö varumfimmmetrar. -KMU. Þráinn Hafsteinsson. íslandsmet Þráins í tug- þraut í Flórída För SÁÁ-manna utan: Kanna áhuga íslend- inga vestanhafs — ogLinduGray „Hugmyndin meö þessari ferð er að athuga áhuga islendinga vestan- hafs á að leggja söfnuninni lið. Auk þess vaknaði sú hugmynd að fá ein- hvem frægan aðila vestanhafs, sem tengist áfengisvandamálinu, til að koma hingaö til að lífga upp á söfnunina og skemmta lands- mönnum í sjónvarpsþætti sem SÁÁ mun sjá um í sjónvarpinu laugar- daginn 9. apríl. Nafn leikkonunnar Lindu Gray hefur verið nefnt, sem og fleiri nöfn.” Svo segir í fréttatilkynningu sem DV hefur borist frá Samtökum áhugamanna um áfengisvanda- málið, SÁÁ, í framhaldi af frétt blaðsins um að forráöamenn söfnunar SÁÁ hafi fariö vestur um haf í þeim tilgangi að fá leikkonuna Lindu Gray til að koma hingað. „Kostnaður vegna þessarar ferðar verður ekki greiddur af því fé sem kemur inn í söfnuninni né heldur hugsaniegur kostnaöur af hingað- komu erlends aöila. Þennan kostnaö greiöa aðrir aðilar, innlendir og erlendir,” segirSÁÁ. -KMU. Aðstöðu vantar til rann sókna á veiðarfærum . Á aöalfundi Landssambands islenskra netaverkstæöiseigenda, sem haldinn vár nýlega, var samþykkt ályktun þar sem landssambandið beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að strax veröi hafist handa við að koma upp hér á landi viðunandi aðstöðu til tilrauna og rannsókna á veiöarf ærum sem verða mætti til hags- bóta fyriraðila í sjávarútvegi. Formaður Landssambands íslenskra netaverkstæðiseigenda er Haukur Þorvaldsson, Hornafirði. -SþS PASKAR Sýningin hefst í dag, laugardaginn 19/3, 1983, kl. 15 Sýningartími næstu daga kl. 14-22. Verið velkomin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.