Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ; i i i i i' ! ( i I i 1 r Smáfrétttr Vinsældalistiiui Aö þessu sinni er þaö Tóti trommari í hljómsveitinni Vonbrigöi sem velur tíu vinsælustu lögin sín þessa stundina. Eins og sjá má kennir hér margra góöra grasa. Athygli skal vakin á því að listinn er ekki valinn eftir 1,2,3-röð- inni. PSYCHIC TV SIOUXSIE AND THE BANSHEES KILLING JOKE CLOCK DVA THEFALL CHROME GANG OF FOUR D.A.F. BAUHAUS On power Cascade Birds of a feather 4 hours Marquis cha cha Amagedon He’d would sen in the army Kebab tráme LagiartjaNick. Nú á næstunni er von á plötu frá Þorláki Kristins- syni, öðru nafni Tolla. Þetta er sólóplata og nýtur Tolli þar aðstoðar reyndra manna, m.a. Megasar. Plata þessi var tekin upp i stúdió Grettisgati. Fyrir réttri viku voru haldnir tónleikar á Veitinga- húsinu Borg sem i sjálfu sér er ekkert óeðlilegt, nema hvað þeir voru ha/dnir kl. 16 á laugardagseftir- miðdegi. Þar léku hljómsveitirnar sem höfðu leikið á Borginni fimmtudagskvöldið áður. Þessi konsert var haldinn tH að gefa þeim sem ekki komast inn á konserta á fimmtudögum tækifæri tii að sjá og heyra það sem er að gerast í lifandi tónlist i dag. Miðaverði var stillt mjög i hóf og voru menn bjart- sýnir á að þetta myndi ganga. En raunin varð önnur, þvi alls mættu tuttugu manns á konsertinn. Óvist er hvort önnur tilraun verður gerð, enda niðurstöðurnar ekki upplífgandi. - O - Vonbrigði, frábær spdmmermska. Síöastliðið fimmtudagskvöld léku hljómsveitirnar Kikk og Von- brigöi á Yeitingahúsinu Borg. Þegar inn kom klukkan rúmlega ellefu voru svona fimmtíu mann- eskjur mættar á staðinn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum voru alls um hundrað manneskjur þegar flest var. Fullkomlega smánarleg mæting. Konsertinn hófst með því að hljómsveitin Kikk, sem saman- stendur af gítarleikara, bassaleik- ara, hljómborösleikara, trommu- leikara og söngkonu, lék. Tónlist þeirra er hreint og tært rock’n roll, að vísu smá-kryddað með nýbylgjuáhrifum. Söngkonan er bara skrambi góð og heldur grúpp- unni að vissu leyti uppi, en hún mun hafa sungið áður í hljómsveit- inni Meinvillingunum sem tóku þátt í Músíktilraunum SATT og Tónabæjar hér um árið. Hljóðfæraleikararnir skiluðu sínu verki sæmilega en þó bar stundum á óröryggi en í heild var þetta bara nokkuð gott. Hljóm- sveitin Kikk flytur einungis enska texta. Minntu mig einna helst á Blondie og/eða Pretenders. Eftir að hljómsveitin hafði lokið leik sinum kom svo langt og leiðin- legt hlé, og þessar örfáu hræður sem inni voru röngluðu eirðarlaus- ar fram og aftur. Það var meira að segja kalt. Næst og siðust á sviðiö var Vonbrigði. En hún bætti svo sannarlega rós í hnappagatið eða f jöður i hattinn sinn þennan siðasta klukkutima. Mikið andskoti er hún orðin góð. Eftir nokkur lög gerði hljómsveitin sér lítið fyrir og keyrði prógrammið út í gegn án þess að stoppa. Áheyrendur virtust fDa þetta vel eftir uppkklappinu að dæma. Allur hljóðfæraleikur hjá henni er orðinn miklu ákveðnari og hreint út sagt óaðfinnanlegur. Þessi spilamennska hlýjaði manni óneitanlega þarna inni i kuldanum og siðan hurfu allir út í bylinn, flestir sælir og ánægðir með konsertinn. En eitt atriði setti strik i reikninginn, hvar í helv. var allt1 fólkið? Með þessu áframhaldi verður ekki mikiö um lifandi tónlist hér í borg. Æ æ, farið þið nú að drífa ykkurá tónleika. -0 — Þorlákur, Tolli, Kristinsson, bróðir Bubba og Begga i Egó, er með sóló- plötu i deiglunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.