Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 4
Glæsileg íþróttahöll risin í Breiðholti —keppnissalurinn45x30 metrar og rými fyrir800 áhorfendur ÐV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. Glæsileg íþróttahöll meö rými fyrir 800 áhorfendur hefur, svo lítið hefur borið á, verið að rísa í Reykja- vík undanfarna mánuði. Þetta næst- stærsta íþróttahús höfuðborgarinnar verður tekið í notkun á mánudag. Mitt í nýju íbúðahverfi í Breiöholti vann f jöldi iönaðarmanna af miklum krafti viö að ljúka íþróttahöllinni við Seljaskóla er DV-menn litu inn í gær. Hendur voru látnar standa fram úr ermum enda á aö ljúka verkinu fyrir klukkan 13 á mánudag. En til þess að þaðtakistþarfaðvinna umhelgina. Iþróttahöllin veröur formlega tekin í notkun með athöfn eftir rúma viku en íþróttakennsla hefst strax eftirhelgi. Framkvæmdir viö þetta mikla mannvirki hófust fyrir ári en stöðv- uöust í nokkra mánuði síöastliðið sumar. Samanlagður byggingartími erekkinemarúmirátta mánuðir. Höllin er einingahús. iþróttasalur- inn er 45X30 metrar og lofthæð 7 metrar. Áhorfendasvæði verða á útdraganlegum pöllum sem koma reyndar ekki fyrr en í sumar. í salnum er handknattleiksvöllur til alþjóölegra leikja, 40 x 20 metrar að flatarmáli. Þá veröur hægt að leika körfuknattleik á þremur völium í einu sem hver um sig er af löglegri stærö fyrir landsleiki. Einnig er í salnum fjöldinn allur af badminton- og blakvöllum, svo eitthvaðsénefnt. Afkastamikil loftræsting og fuli- komin lýsing eru í húsinu. Lýsingin dreifist mjög jafnt um salinn. Tvær stillingar eru á birtumagni, kennslu- Iýsing og keppnislýsing. Búningsklefar eru tveir fyrir alls 120 manns. Tvö gufuböð eru í húsinu og rúmgott anddyri. Húsið er sérlega aögengilegt fötluðum. Arkitekt var Guömundur Þór Páls- son hjá Arkhönn sf., hönnuöur Ágúst Jónsson verkfræðingur, sem jafn- framt stjórnaöi framkvæmdumfyrir hönd sameiginlegrar byggingar- nefndar menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. -KMU. Flestum að óvörum verður þessi næststærstí iþróttasalur höfuð- borgarsvæðisins, á eftir Laugardalshöll, tekinn i notkun á mánu- dag. D V-m ynd: Bjarnleifur. . " ' ad ~ Lárus og fé- lagar mæta Aberdeen — íundanúrslitum Evrópukeppni bikarmeistara Lárus Guðmundsson og félagar hans hjá Waterschei drógust gegn skoska liðinu Aberdeen i undanúrslitum Evrópukeppni bikarmeistara. Fyrri leikur liðanna fer fram í Aberdeen 6. apríl en liðin mætast síðan í Water- schci 20.apríl. Eins og kom fram í DV á fimmtu- daginn þá vildi Lárus vera laus við aö mæta Aberdeen í undanúrslitunum en honum varð ekki að ósk sinni. Austria Vín og Real Madrid mætast í hinum undanúrslitaleiknum, þannig að allt bendir til aö Real Madrid og Aber- deen leikitil úrslita í keppninni. Juventus frá Italíu dróst gegn pólska Iiðinu Widzew Lodz í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliöa og Hamburger SV leikur gegn spánska meistaraliðinu Real Sociedad í hinum undanúrslitaleiknum. Miklar bkur eru á því að Juventus og Hamburger leiki til úrslita í Aþenu. Bohemians Prag mætir Anderlecht í undanúrsbtum UEFA-bikarkeppn- innar og Benfica leikur gegn Craiova frá Rúmeníu. Stefnir því í að Ander- lecht og Benfica leiki til úrslita í UEFA. -sos. Á morgun, boðunardegi Mariu, verður haldin kirkjuhátið í Hallgrims- kirkju. Barnakór syngur / eftírmiðdagsguðsþjónustunni', Mótettukór- inn verður með kaffisölu og opnuð verður sýning á fimmtiu myndum eftir Barböru Árnason; myndskreytíngum hennar við Passíusálmana. Hérereinþeirra teikninga. -FG. /DV-mynd: GVA. Hitaveita Rangæinga vermirenn „Hitaveitan hefur gengið eölilega. Það var byrjað að dæla aftur úr hol- unni á föstudag í síðustu viku,” sagöi Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu og formaður stjórnar Hitaveitu Rangæ- inga. Um 25 sekúndulítrum af yfir 90 gráöa heitu vatni er nú dælt upp úr bor- holunni aö Laugalandi í Holtum. Hinir tvö hundruö húseigendur i Rangár- vallasýslu, sem tengst höfðu hitaveit- unni, viröast því geta verið áhyggju- lausir. Ljóst er að bilun í dælum olli heita- vatnsleysi Rangæinga í hálfan mánuö. Talið er aö dælumar hafi bilaö vegna þess að vatn náöi ekki að renna stöðugt um þær. Hvers vegna vatnsleysið varð hafa menn ekki skýringu á. Fram hefur komið að einum degi áður en fyrsta dælan bilaði hafði hún verið færð þrjátíu metrum neðar í borholuna, frá 100 metra dýpi niður á 130metradýpi. -KMU. (IÐSKÝLIÐ CÖPAVOGSBRAUT115 ÍMI 40581 - KÓPAVOGI Öl — sæigæti og ýmsar ný/enduvörur Opið virka daga kl. 8—23.30 Opið um helgark/. 9—23.30 Vorvaka í Kópavogi — hjá Norræna félaginu Hin árlega vorvaka Norræna félagsins í Kópavogi verður haldin sunnudaginn 20. mars nk. kl. 20.30 í Hamraborgll. Aöalsteinn Davíösson menntaskóla- kennari spjallar um þá þjóð sem nefnd er FINNAR í fornum bókum íslenskum og finnska galdra. Þá blaðar Gunnar Guttormsson vísnasöngvari í söngvasyrpu sinni, rif jar upp og fer með norræna söngva. Loks verður sýnd gullfalleg kvik- mynd frá Eystribyggð á Grænlandi en þangaö áætlar Norræna félagiö aö fara þrjár ferðir á sumri komanda. Upplýs- ingar um þær verða veittar á fundinum. Áður en vakan hefst, kl. 20.00, verður haldinn aðalfundur félagsdeildar- innar. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.