Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. .19 Mannlíf fyrir norðan Mannlíf fyrir norðan Mannlíf fyrir norðan 99Sá félaga mma hverf a í snjof lóðið" — Kristján Grant segir hrakningasögu ár vélsleöaf erð inn á öræfi , ,Þetta er í annað skiptiö sem við lend- um í hrakningum í þeim ótal sleðaferð- um, sem við höfum farið inn á öræfin, jafnvel inn á jökla. Nú bíðum við bara með hryllingi eftir þriðju hrakningun- um, lagsmaöur, því að er ekki allt þeg- arþrennter?” Þetta voru orð Kristjáns nokkurs Grant þegar ég hitti hann á fömum vegi á mánudaginn var. Hann var hress að vanda, jafnvel þótt hann segði sínar farir ekki alveg rennisléttar. Hann haföi nefnilega lagt í öræfaferð á snjósleðum fyrir helgina, en hún endaði nú ekki alveg samkvæmt áætl- un. Hann og félagar hans urðu aö skilja sleðana eftir innst inni í Eyjafjarðar- dal, en þaðan gengu þeir til byggða við illan leik. Með Kristjáni í för voru Vilhelm Ágústsson, Jón Bjarnason og Bjarki Tryggvason. En gefum nú Kristjáni orðið. Hór eru Stjáni og Vllli við farkosti sina inni á öræfum íslands. Spáð góðu „Við lögðum af stað inn á hálendið föstudaginn 10. mars. Við höföum ekki gert neina ákveðna ferðaáætlun, en það var spáð góðu veðri næstu 2 daga, samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum. Þess vegna reiknuðum viö með að komast víða um hálendið, til að mynda inn í Hveravelli, Laugafell og víðar. Það var líka blíða, þegar við lögðum upp af Öxnadalsheiði, inn Kaldbaksdal og upp á Nýjabæjarfjall. Þá var klukkan um 4 og sóttist ferðin vel til að byija með, en ögn fengum viö að svitna viö að komast upp úr dalbotninum í lausasnjó. En svitinn þornaði fljótt því að það var rennifæri inn Nýjabæjar- fjall og viö vorum komnir fyrir kvöld- mat inn í Landakot, sem er kofi, sem við eigum inn af Þormóðsstaðadal. Þennan kofa byggöum við nokkrir félagar í bænum, en fluttum hann síðan í heilu lagi inn á hálendiö. Hann er oft búinn að veita okkur sk jól síðan. Við ætluðum okkur inn að Hveravöli- um daginn eftir. Þess vegna ákváðum við aö fara í Laugafell um kvöldið, tU að stytta okkur leiðina daginn eftir. LaugafeU er skáU Ferðafélags Akureyrar og þangað var gott og hlýtt aökoma.” Það má skjóta því inn í frásögn Kristjáns, að við LaugafeU er UtU laug, sem að mestu er gerð frá náttúrunnar hendi þó að mannanna hendur hafi bætt því við sem þurfti. Þar hefur margur f erðalangurinn látið líða úr sér þreytuna og í gestabók skálans má finna þessa vísu. Kristján Grant og Vilhelm Ágústsson hafa farið margar vólsleðaferðir inn ó örmfi. Hór eru kallar við laugina við skála Ferðafóiags Akureyrar i Lauga- lýsingum frá Veðurstofunni um Gufu- nesradíó. Skilaboðin, sem við fengum, voru á þá leið að veðrió væri betra norðan við okkur, en ætti að versna þegar kæmi fram á daginn. Við skyld- um því haska okkur af stað sem fyrst. Við trúöum á þetta og drifum okkur því af stað í hveUi. TU að byrja með ákváð- um við að fylgja stikum, sem stika leiðina frá LaugafeUi niður í Eyjafjarðardalsbotn. En við misstum fljótlega af stikun- um og þá var ekki um annaö að ræða en taka kompásstefnu á dalbotninn. Við sáum ekki nema rétt fram fyrir nefið á okkur og skafrenningur var mikill. Við þurftum því oft að taka upp kompásinn til að rétta af stefnuna. Eft- ir tveggja tíma ferð komum viö að möstrum, sem á sínum tíma voru reist við botn Eyjafjarðar tU að mæla þar ísingu. Það var nú meiri grísinn að hitta svona nákvæmlega á dalinn í þessu lika veöri. Strákarnir hurfu ísnjóflóðið Við fórum síðan niður í dalbotninn og byrjuðum að fikra okkur niður dalinn. Hann er mjög erfiður yfirferðar á snjósleðum því að hlíöarnar eru snar- brattar fram í á, og ána leggur sjaldnast. Enda höföum við ekki fariö nema 4 km þegar við komum að hraunsnefi, sem er þverhnípt fram í á og ófært öllum farartækjum eins og aðstæður voru. Við fórum því af sleð- unum til að kanna aðstæður. Ég gekk á undan, eða öllu heldur skreið, því að snjórinn var svo mikill og laus að hann Vildishús á vildisstað vildislaug í kríka. Vildismenn fá vildisbað og vildiskonur líka. En þessi vísa á ekkert skylt við ferðalag þeirra fjórmenninga, alla- vega ekki síðasta hendingin. Gefum því Krist jáni orðið áf ram. Villi snillingur við eldavélina Villi fór strax í það að elda matinn, enda er hann snillingur við eldavélina, drengurinn sá. Kvöldverðurinn var heldur ekkert rusl, en þegar við höfð- um lokið við að vaska upp og ganga frá var tekið í spil. Um kvöldið fór hann að blása á suð- vestan og herti vindinn heldur um nótt- ina. Um morguninn var leiðindaveður og leituðum við því eftir veöurupp- náði upp í klof. Strákarnir voru um 10 metrum á eftir mér. Þegar við vorum komnir þar sem brattinn var mestur hljóp snjóflóð fyrir aftan mig. Mér leist ekki á blikuna þegar ég sá félaga mina hverfa í flóðið með öskrum og ópum, án þess að ég gæti nokkuð að gert. En sem betur fer þá sluppum við með skrekkinn því að flóðið var þunnt þar sem það lenti á strákunum og þeir gátu fljótlega rifið sig úr því. ViUi var ögn aumur í öxlinni á eftir, því að hann var með skóflu í hendinni og lét hana ekki lausa hvernig sem snjóflóðið togaði á móti. Hann vissi sem var að hún gæti komið í góðar þarfir þannig að snjó- flóöið varð að láta í minni pokann. Ekki um annað að ræða en ganga Nú var ekki um annaö að ræða en ganga, en við áætluöum að það væri um 16 km leið til næsta bæjar. Við tók- um með okkur nógan mat því að við vissum að framundan var erfitt göngu- færi og það fór eftir því að oftast óðum við sjóinn í hné. Oft urðum við því að stoppa til að kasta mæöinni. Kom sér vel að viö höfðum með okkur heitt vatn á brúsa og súpuduft sem var hressandi í kroppinn. En við vorum allir í góðu skapi og það hefur mikið að segja að bjartsýni ríki viö svona aöstæöur. Bjarki og Jón voru í sinni fyrstu vél- sleðaferð inn á hálendið og kom vel í ljós að ekki þarf að óttast um dugnað þeirra í slíkum ferðum. Um sexleytið um kvöldið komum við að Hólsgerði sem er fremsti bær í Eyjafirði að vestanverðu. Þá vorum við orðnir þreyttir, en þreytan leiö fljótt úr okkur við þær stórkostlegu móttökur sem við fengum hjá heimilis- fólkinu í HólsgerðL 1 lokin vil ég nota tækifæriö og þakka þeim heiðurshjón- um fyrir kaffið og góögerðirnar. Um kvöldið komumst við til okkar heima, en nú er framundan leiðangur til að bjarga sleöunum og öðrum búnaði sem uð urðum að skilja við okkur fremst fram í Eyjafjarðardal,” sagöiKristján Grant í lok samtalsins. -GS/Akureyri SYNUM NYJU LINUNA SAUX Húsgagnasýning sunnudag kl. 14—17. Sgnum nýju húsgagnalínuna SALIX. Þessi fallegu húsgögn hafa vakid mikla athygli. Gódir greidsluskilmálar: 20% út — eftirst. á 9 mán. TRÉSMIÐJAN EWEP sín/ SIÐUMULA 23 SÍM139700 HUSGA GNA VERSLUN GUÐMUNDAR SMIÐJU VEGI2 SÍMI45100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.