Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. Tal og Vaganjan efstir í Talllnn — og Kasparov tefldi glæsilega í 8. skákmni gegn Beljavsky Þaö hefur oft verið haft á orði að afskaplega erfitt sé fyrir skákmenn frá Vesturlöndum að tefla í Sovét- rikjunum. Bæði er að skákmót þar eru að öðru óbreyttu heldur sterkari en þeir eiga aö ven jast og eins hitt að þau taka yfirleitt mun lengri tima. I stað biöskáka kvölds og morgna, eins og tíökast á opnu mótunum svo- kölluðu, eru sérstakir dagar fyrir biöskákir, sem oft eru ekki tefldar fyrr en eftir margra daga yfirlegu skákmanna. Slikt er auövitaö af- skaplega þroskandi og lærdómsríkt og því má segja að eitt skákmót í Sovétríkjunum sé á við 10 opin mót á Vesturlöndum, því að eins og allir vita þá skapar æfingin meistarann. Ég hugsaði mig því ekki um tvisv- ar er mér barst boð um að tefla á minningarmóti Keresar í TaUinn í Eistlandi þótt aðeins vika væri til stefnu og litill timi til undirbúnings. Mótið átti að vera af styrkleikaflokki 11, en á síðustu stundu heltist Polugajevsky úr lestinni. 16 ára gamaU skákmeistarí Eistlands, OU að nafni, kom í staðinn og mótiö féU niður um einn styrkleikaflokk, meðalstig 2487 Eló-stig. En stjama 011 átti eftir aö skina skært á mótinu og einnig annars heimamanns, Jahn Ehlvest, sem er núverandi Evrópu- meistari unglinga. Ehlvest þurfti að vinna rúmenska stórmeistarann Suba í síöustu umferð til þess að ná stórmeistaraáfanga og efsta sæti ásamt Tal og Vaganjan. En hann tapaði og varð að gera sér 3.-5. sætiö að góðu, sem í sjálfu sér er þó frábær árangur sem skákáhuga- menn í Eistlandi kunnu vel að meta. Tal og Vaganjan urðu sem sagt efst- ir og jafnir, eins og mótstaflan gefur til kynna. Taflmennska Tal var gloppótt, en hann var óheppinn að tapa gegn Kámer og hefði þess vegna getað orðið einn efstur. Vaganjan tefldi mjög vel, enda hefur sigurganga hans verið óslitin undan- farið og ber fyrst að nefna yfirburða- sigur á skákmótinu i Hastings. Báöir vel aö sigrinum komnir og jafntefli þeirra innbyrðis í síðustu umferð vom því rökrétt úrslit. Ég átti erfitt uppdráttar framan áf. Tapaði óveröskuldað fyrir J ansa í 3. umferð og missti niður vænlegar stöður gegn Veingold og Bönsch. Skákir minar voru langar og strang- ar og átti ég flestar biðskákir af öllum keppendum mótsins, eða jafn- margar og vinningamir urðu, 7 að tölu. Þeirri vinningatölu náði ég með því að vinna Kámer í síðustu umferð og er hún í fullu samræmi við stiga- tölu mína. En ég má vel við una, því aö á tímabili var útlitið dökkt. Við látum skákir frá mótinu víkja að sinna fyrir öðmm skákviöburði þar eystra, einvigi Kasparovs og Beljavsky. Eg átti þess kost að fylgj- ast með 8. skák einvígisins, sem fram fer í Moskvu. Áhugi er mikill og sjaldan hef ég séð jafn- marga stórmeistara samankomna, nema ef vera skyldi í Lone Pine. Ekki voru þeir sviknir af skákinni, sem var í hæsta gæöaflokki, þökk sé líflegri taflmennskuKasparovs. Með sigri í skákinni jók hann forskot sitt í einvíginu upp í 5—3 og nægir þá að- eins eitt jafntefli til viðbótar til að tryggja sér sigurinn. Hér kemur 8. skák einvígisins: Hvítt: Atexander Beljavsky Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0—0 6. Be3 a6 7. Bd3 c5! ? Byrjunarleikina tefldu báðir kepp- endur mjög hratt, enda hefur kóngs- indverska vörnin varla komið Beljavsky á óvart, þótt Kasparov beiti henni nú í fyrsta skipti i einvíg- inu. Hins vegar fór kliður um salinn er Kasparov lék c-peðinu fram, því að þessi peösfórn býður upp á miklar sviptingar. Beljavsky þiggur gjöf- ina, en auövitaö kom 7. d5 einnig til greina. 8. dxc5 dxc5 9. Bxc5 Rc610. Re2 Rd7! Afraksturinn af heimavinnu Kasparovs, og nú fór Beljavsky aö hugsa. Textaleikurinn er afar eðli- legur, en áður hefur veriö leikið 10. - Re5, sem h vítur þarf ekki aö óttast. 11. Bf2Rde512. Rcl? Nú lendir hvítur í miklum erfið- leikum. Hann varö að freista þess aö blíöka goðin og gefa peðið til baka með 12. Bc2, en ljóst er að hvítur berst fyrir tafljöfnun. 12. -Bh6! Ovæntur leikur og afskaplega óþægilegur. Svartur hótar manns- vinningi og eftir 13. Be2 gæti fram- haldið orðið 13. -Dxdl 14. Rxdl Be6 15. b3 Rb416.0-0 Rc217. Hbl Ra318. Hal Bg7! og vinnur. Beljavsky hugs- aði sig nú lengi um og hafði þegar notað rúma 1,5 klst. af umhugsunar- tíma sínum. Kasparov hins vegar að- eins 17 mínútur, þar af 15 á síðasta leik sinn. 13. Rd5 e614. Bb6 Dg515.0-0 Besti möguleiki hvíts, því aö eftir 15. Re3 Rd7! vinnur svartur. 15. -exd516. f4 Dh417. fxe5 d4! Frá „strategískum” sjónarhóli stendur svartur til vinnings. Hvítur situr uppi með veikleika í peðastööu sinni og biskup hans er í augnablik- inuúrleik. 18. Re2 Be3+19. Khl Rxe5 20. Bc7! Nánast eini leikurinn, því að hótun svarts var 20. -Rg4, sem nú má svara með 21. Bg3. En svartur fær nú Skuldabréf koma til greina. Til sölu er stillitölva ALLEN SMART SCOPE Upplýsingar í síma 98- 1638 eftir kl. 19. Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum veröur haldinn á Hótel Esju þriðjudaginn 29. mars 1983 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. Önnur mál. STJÓRNIN Til sölu BMW 520i 1982 BMW 316 1982 BMW520 1980 BMW 316 1978 BMW 518 1982 BMW 315 1982 BMW 518 1980 RENAULT20TL 1978' BMW323Í 1981 RENAULT12 TL 1978 BMW320 1982, RENAULT 12 TL ’ 1975 BMW320 1981 RENAULT5TL 1980 BMW320 1980 RENAULT 4 TL 1980 BMW320 1977 jRENAULT 4 van F6 1980 BMW 318i 1982 RENAULT 4 van F6 1979 BMW 318i 1981 OPIÐ LAUGARDAG FRA KL. 1-6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 W BOLS-verðlaunin: Banvænt afkast Jean Besse Hollenska stórfyrirtækiö BOLS veit- ir árlega verðlaun fyrir hug- myndaríkustu spilamennskuna í sókn eða vöm. Á síðasta ári komu verölaunin í hlut gamals bridgemeistara, Jean Besse frá Sviss. En við skulum gefa svissneskum bridgeblaðamanni, Nick Nikitine, orðið: „í fjórðu umferð heimsmeistara- keppninnar, milli sveitar Ortiz Patino frá Sviss og sveitar frá Japan, dæmdi Jean Besse samning til dauða með snilldarvörn, sem hins vegar vannst á hinuborðinu. Suður gefur/n-s á hættu: \Q Bridge Stefán Guðjohnsen Norduh ♦ G65 <?ÁK 0 G9876 * 1032 Vt.MI J< ÁlJSUJU A 10982 K74 109 V 876532 O DIO O Á3 * Á9654 SuDUIt A ÁD3 V DG4 C K542 * KD8 *G7 Með Besse í austur gengu sagnir á þessaleið: Suður Vestur Noröur Austur 1T pass 3T pass 3G pass pass pass Vestur spilaöi út laufafimmi, blindur lét tíuna, Besse gosann og sagnhafi gaf. Afram komu lauf og vestur drap kónginn með ásnum. Enn kom lauf og Besse gerði gott tilkall til BOLS- verölaunanna með því að kasta tígul- ásnum í slaginn. Eftir það var engin leið fyrir sagn- hafa að ná níu slögum. Að lokum gaf hann fjóra slagi á lauf auk tíguldrottn- ingar, sem var hin þýðingarmikla inn- koma fyrir frílaufin eftir hið banvæna afkast bridgemeistarans. Bridgefélag Hornafjarðar Staðan í sveitakeppni eftir 4 um- ferðir: Svissneski bridgemeistarinn Jean Besse ásamt Ortis Patino, forseta Heims- sambandsins og fulltrúa BOLS-fyrirtækisins Undanúrslit í slandsmótsins uni helglna á Hótel Loftleiðum Undanúrslit Islandsmótsins í bridge hófust í gærkvöidi á Hótel Loftleiðum og er spilað aö venju í fjórum sex sveita riðlum. Tvær efstu sveitir úr hverjum riöli komast síðan í úrslitakeppnina, sem einnig veröur spiluð á Hótel Loftleið- umí páskavikunni. Tvær umferðir veröa spilaöar á skír- dag, tvær á föstudaginn langa, tvær á laugardag og lokaumferðin á páska- dag. Núverandi Islandsmeistarar eru sveit Sævars Þorbjömssonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.