Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. Mannlíf f yrir norðan Mannlíf fyrir norðan Mannlíf fyrir norðan Edward Fredriksen blés Ijúfa Ingimar nokkur Eydal Mk að venju sveiflu úr básúnunni. Hann kom til við hvem sinn fingur. Akureyrar í haust frá Svíþjóð og kennir við Tónlistarskólann. Auk þess hefur hann leikið Ijúfa dinner- músík á píanó fyrir Sjalla-gesti að undanförnu. Sjaldan fellur eplið o.s.frv., segir máltækið. Það sannast á Ingu Ey- dal, sem söng áheyrilega. Finnur Eydal var i banastuði. Árni Friðriksson kann tökin á trommunum. jassveís** í sjaUa«",m — Jasskl ií bbnr Akureyrar f ormlega stof naður ,,A stofnfundinum gengu 54 félagar í klúbbinn þannig aö það virðist vera mikill jassáhugi meðal Akureyringa,” sagði Eiríkur Rósberg, einn af stjórn- armönnum í nýstofnuðum Jassklúbbi Akureyrar, í samtali við DV. Jassklúbbur Akureyrar var form- lega stofnaður á jasskvöldi í Sjallanum sl. sunnudagskvöld. Þar réð sveiflan Það er fengur fyrir Akureyringa að Birgir Karlsson og Grímur Sigurðs- son hafa snúið aftur til heimahag- anna, en þeir gerðu garðinn fræg- an með Ragga Bjarna á sínum tíma. rikjum og ýmsir akureyrskir jassistar létutil sínheyra. Þessa dagana stendur yfir jassnám- skeið á' vegum Jassklúbbs Akureyrar þar sem rúmlega 40 manns njóta til- sagnar Pauls Weeden. Stendur nám- skeiðið út næstu viku, en því lýkur með heljarmikilli jassveislu í Sjallanum á föstudagskvöldið 25. mars. Þar koma fram 5 hljómsveitir, bar af 18 manna „big band” hljómsveit. Liðsmenn þessara hljómsveita eru allir félagar í Jassklúbbi Akureyrar. Á efnisskránni verða hefðbundin jasslög, flest hver af léttara taginu, þannig að þaö má búast við miklu fjöri í Sjallanum nk. föstu- dagskvöld. Paul Weeden hefur áður haldið jass- námskeiö á Akureyri en þaö var fyrir réttu ári. Þá blossaði upp mikill jass- áhugi og námskeiðinu lauk með mikilli jassveislu að Hótel KEA. Þar skrifuðu hátt á 2. hundrað manns nöfn sin á lista, en í yfirskrift hans var hvatt til stofnunar jassklúbbs á Akureyri. Klúbburinn er nú orðinn að veruleika og í fyrstu stjóm hans eiga sæti, auk Eiríks, þeir Atli Guðlaugsson, Baldvin Ringsted, Haukur Sigurðsson og Ingi- mar Eydal. Að sögn Eiríks eru fyrirhuguð jass- kvöld í Sjallanum af og til, ýmist með akureyrskum eða aðfengnum lista- mönnum. Nefndi Eiríkur í því sam- bandi aö Jassklúbbur Akureyrar væri þegar kominn í samband við Jazzvakn- ingu í Reykjavík. Má því búast við að Jassklúbbur Akureyrar geti fengið þá eriendu jassista noröur, sem til lands- inskoma á vegum Jazzvakningar. Meðfylgjandi myndir eru teknar á stofnfundi Jassklúbbs Akureyrar sunnudagskvöldið 13. mars 1983. -GS/Akureyri. Snjókorn________Snjókorn_________Snjókorn Hvorki Tosca né Kristján sungu „Það verður gaman að heyra í Kristjáni, en hvað eru þeir að draga þessa Toscu hingað norður,” sagði maður við mann, eftir að fréttist af fyrir- huguðum flutningi Sinfóníunn- ar á óperunni Tosca á Akur- eyri, þar sem Akureyringurinn Kristján Jóhannsson átti að syngja eitt aðalhlutverkið. En það varð ekkert af óperuflutn- ingnum, þar sem Sinfónían komst ekki norður vegna veð- urs. Margir sárir Margir urðu vonsviknir og sárir þegar tónleikunum var af- lýst, enda höfðu þeir hlakkað til þeirra rétt eins og jólanna. Til marks um áhugann höfðu verið skipulagðar hópferðir frá Húsavík og Skagafirði og fyrir- fram höfðu verið seldir 1.600 miðar. Þótti mörgum sem ráðamenn Sinfóníunnar hefðu getað sýnt örlítið meiri fyrir- hyggju og komið með mann- skapinn deginum fyrr, en hér var um að ræða 170 manna hóp. Því er til að svara að „ferða- mannabærinn” Akureyri býr ekki yfir hótelrými fyrir svo marga!! Snittur í þúsundatali Flutningur Sinfóníunnar á Tosca hefði orðið sögulegur viðburður á Akureyri. Þess vegna var búið að smyrja snitt- ur í þúsundatali handa mann- skapnum, en ég er þvi miður ekki alveg viss um hver ætlaðí að bjóða hverjum upp á þessar snittur. Það skiptir heldur ekki meginmáli úr því sem komið er. Hins vegar hef ég fyrir satt að nú sé hægt að fá þessar 7.346 snittur á hálfvirði. Um næstu helgi fást þær ábyggilega fyrir enn minna og ef beðið er fram yfir páska, má búast við að þær fáist ókeypis. Þetta er vinsam- leg ábcnding tU þeirra sem hyggja á veisluhöld!! Að deyja ekki ráðalaus ’ Fóru á einka- flugvél í Vasa- gönguna „Þad hefur miklu meira en hvarflad að okkur aó fara aftur á næsta ári þvf þetta var slíkt ævin- týri,“ sagói Gunnar Pétursson á Isafirói, er Morgunblaðió ræddi við hann í gærkvöld. Ounnar var^einn sex skíf* En urðu smmt ekki fyrstir!!!! Þeir verða að fá sér hraðskreið- arivélnæst. Alkóhól fyrir hvern? Því er svo við þennan Sinfóníuþátt að bæta að mönn- um bar ekki alveg saman um ástæðuna fyrir því að ekki var flogið. Gróa gamla á brenni- vínsleiti gaf mér eftirfarandi skýringu: „Sko, þau ætluðu að koma með fjórum Fokkerum norður, sem áttu að bíða á meðan óper- an væri flutt. Á Akureyri er ekki skýli fyrir vélarnar, en veður var þannig að búast mátti við að Lsing og snjór hlæð- ist á vélarnar á meðan þær biðu. Þá hefði þurft að afísa þær þegar að brottför kæmi og til þess þarf alkóhól, vinur minn. Taktu eftir því. En þegar að var gáð reyndist ekki til nema smálögg af þeim vökva á Akureyrarflugvelli, þó að birgðaskýrslur flugmálastjórn- ar segðu annað. Hvað orðið hef- ur um alkóhólið veit enginn. Hins vegar hefur góður og sannsögull maður bent mér á þá staðreynd að árshátíð starfsmanna flugvaUarins hafi veriö helgina á undan!! Hitt finnst mér trúlegra að Andrés vinur þinn Templar frá Alkó- hóli sé viðriðinn þetta mál. Ég hef nefnUega oft heyrt hann fjargviðrast yfir því að það sé nær að drekka alkóhóUð heldur en að gusa því öUu yfir flug- vélar.” Faðir andanna Þetta sagði nú Gróa mín frá brennivínsleiti og ég sel sögu hennar ekki dýrari en ég keypti. Af Andrési vini mínum er það að segja að hann er aUt- af sami vinur andanna, enda heitinn eftir þeim. Þess vegna rak hann upp stór augu þegar hann var á ferð í Hafnarfirði nýverið og ók fram hjá kirkju- garði þeirra Gaflara. Þar var stórt skUti sem á stóð: Bannað að gefa öndunum brauð. Lausn á vanda út- gerðarinnar? „Hafa sótt þann gula rösk- lega eftir strandið,” sagði í fyrirsögn í einu dagblaðanna fyrir skömmu. Með fréttinni birtist mynd af skipi á hUðinni uppi í fjöru og undir henni stóð: „Krossanes strandað í höfninni á Breiðdalsvík 2. febrúar sl. Síðan hefur skipið komið með 170 tonn að landi.” Ég reikna með að þama sé átt við 170 tonn af þeim gula, sem er dágóður afli á ekki lengri tíma, ekki síst þegar tU þess er tekið, að skipið er strand!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.