Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. 23 , ,Bilasa la er vanþakklátasta og leidliilegasta ævistarfið” — segir Halldór Siiorrason. elsti bflasali landsins. í lielgarvidtali Þegar ekiö er vestur Skúlagötu og litiö er á vinstri hönd gefur að líta lágreistan kofa meö skilti yfir hurö. Þar stendur áletrað Aöalbílasalan. Umhverfis þetta litla timburklædda húskrili — sem er skrifstofa fyrir- tækisins — gefur aö Uta býsnin ÖU af bílum. Á hverjum þeirra er áfastur gulur miöi sem segh- aö þeir séu falir fyrir einhverja tugi þúsunda. Þetta er elsta starfrækta bílasalan í landinu. Hana hefur frá fyrstu tíö rekið alhnerkilegur maöur, Halldór Snorrason aö nafni. Hann hefur fengið á sig þaö skrítna orð að vera heiðvirðasti bílasölumaður borgar- innar, og þó víðar væri leitað. Skaftfellingur í Eyjafirði HaUdór er fæddur á bænum Breiöabólstaö í Síðu, og er því Skaft- feUingur aö uppruna. Foreldrar hans, Snorri HaUdórsson fyrrver- andi héraðslæknir og Þórey EUiars- dóttir, skildu þegar Halldór var á ööru ári og fluttist hann ásamt móö- ur smni norður i land. Þau mæögrn settust að á því fornfræga setri Kálfs- skinni á Árskógsströnd í EyjafU-öi, þar sem bróðir Þóreyjar, Jón bóndi Einarsson, rak bú sitt. Þar ólst Hall- dórupp. „Það átti að heita kreppa í landinu á þessum árum,” segir HaUdór þeg- ar hann minnist þessara ungdóms- ára, „en ég var of ungur tU þess aö taka eftir því aö þröngt væri í búi,” bætir hann viö. „Helsta dægradvölin var að horfa út á Eyjaf jörðinn og feg- urö hans. Þar var aUtaf eitthvaö nýtt aðsjáoguppgötva.. .” HaUdór var eiginlega poUi þegar hann fékk fyrst áhuga á bUum. Og innan við lögaldur var hann ásamt félögum smurn búinn aö fjárfesta í einum sUkum og farinn aö aka um vegi og vegleysur. „Þetta var Ford vörubíU, árgerö 1931, einstaklega spennandi gripur,” segir HaUdór. — Þú starfaðir á þessum „grip” í Bretavinnunni á Akureyri. Hvemig varþaö? „Já, og þaö er sennilega eitthvert f uröulegasta starfiö sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Vinnan fólst í því að aka skít, aur, mold og grjóti í skip- in sem komu með vélar og varning til herstöðvarinnar við kaupstaðinn. Það þurfti að fyUa lestar skipanna af jarðvegi áður en þau sigldu út á Atlantshafið því ekki máttu þau vera of létt íþæráhættusömu ferðir sem voru um hafið á stríðstímanum. Þetta var vægast sagt furðuleg iðja, en aö sögn nauðsynleg. Mér var oft hugsaö tU þeirra ólánssömu manna sem höfðu þann starfa í viðkomu- höfnum skipanna erlendis að moka aurinn upp úr þeim svo hægt væri að lesta þau að nýju. Það hlýtur að hafa verið auma vinnan. ” Höfðu yndi afað slá til Bretans — VarekkieinhvermetingurmUU mörlandans og tjaUans norður á Akureyri? „Jú vissulega. Það gekk oft á ýmsu. Bretamir vom af og tU fuUir. i Þá mátti búast við slagsmálum því á þessum tíma voru til Akureyringar sem vora miklir slagsmálahundar. Einkum voru það strákar úr Glerár- þorpi sem höfðu yndi af aö berja Bretann.” — Tðkst þú þátt í að berja á Bretanum? „Nei, ég hef alla mina tíð verið andsnúinn barsmíðum, og ástæðan er kannski sú að ég hef aldrei talist stæltur eða vöðvamikUl maður. Eg var væskUl og reyndi því aö forðast slagsmálin viöBreta.” — Kannski eins gott, því skömmu síðar sigUrðu tU Bretlands og hefur þar nám í verslunarfræðum. Hvem- ig lagðist England eftirstriösáranna íþig? „Það var mjög ánægjulegt að vera þar og búa. Ég dáist eiginlega að Bretum hvemig þeir hegðuðu sér eft- ir stríðssigurinn. 1 sama skóla og ég var í var einn Þjóðverji við nám. Annars námu þar eingöngu Bretar, aUt strákar sem að meira eða minna leyti höfðu barist gegn Þýskalandi. En þeh- létu það ekkert á sig fá í sam- skiptum sínum við þennan Þjóð- verja, og fyrir það eitt met ég þessa menn mikUs. Þeir tóku honum sem jafningja, góðum vini, þó svo að þeir hefðu veriö aö drepa ættmenn hans nokkrum mánuðum áður.” Íslendingar taki enskar bjórstofur til fyrirmyndar — Þú ert hrifinn af Bretum. Enskt þjóðlíf, er það ekki að mörgu leyti ólikt því íslenska? „Þjóðlíf Breta er í mun fastari skorðum en hjá okkur. Bretar era mjög ábyggUegir menn og bera mjög mikla virðingu fyrir umhverfi smu, bæði fyru- náunganum sem slíkum svo og eigum hans og verðmætum. Mér finnast þeir sérstaklega þægi- legt fólk að umgangast. Þeir taka mark á því sem hver og einn segir, vú'ða mjög skoðanU- náungans og eru ekki aUtaf að þræta og rakka niður það sem aðrir segja sem er nokkuð sem við Islendingar eram mjög gjarnirá aðstunda.” — Sjentilmennskan er í fyrir- rúmi? „Já, það er hún, enda hafa Bretar bjór að drekka og sínar bjórstofur að hittast á þar sem þeir ræöa hlutina í ró og næði án æsings eöa útúrsnún- inga. Þaö eru þessar heUlandi bjór- krár og óþvingað andrúmsloft þeirra sem gera Breta einstaka. Ég er sannf ærður um að þetta rakk og niðurrif okkar IslendUiga væri fyrir bí, ef hér væru starfræktar bjórstofur. Þar gæti fólk sest niður og leyst srn mál í rólegheitum yfir bjórkrús. Og jafnframt mundi fækka skrifum í dagblöðin þar sem fólk er að argast út í allt mögulegt. Þetta af- greiddi fólk á bjórstofum þar sem það opnaöi sig og blési út sínum lífs- skoðunum. Þessa ensku bjórspeki, ef svo má kalla, ættu Islendingar að taka sér til fyrirmyndar.” — Það hefur verið haft á orði að þú sért mjög enskur í þér og menn segja í gríni að Bretar hafi heilaþvegið þig. Hvað segirðu umþetta? | „ Nei, nei, hvaða vitleysa. Ég er fyrst og fremst íslensk rólyndissál. Eg hef nú alltaf verið ákaflega dag- farsprúður maður, að ég held. Jú, jú, i ég met Breta mikUs, en ýmsar aðrar þjóðir heilla mig einnig. Island er ekki allur heimurinn, ekki satt! Trú- lega er snefill af heimsborgara í okk- I uröllum.” — En situr EnglendUigurinn ekki alltaf í þér? „Jú, ætli megi ekki segja það. Ég fer til Englands alltaf af og tÚ og þar finnst mér ég vera kominn í skemmtilegt umhverfi þar sem mér liði vel og notalega. Það er ákaflega gaman aö ferðast um Bretland, aka þvert og endilangt um þetta eyland, og koma við á ýmsum útimörkuöum sem jafnan eru haldnh- víðs vegar um landiö á sumrin. Þar er ljúft að gramsa í gömlu dóti, stundum rekst ég þar á hluti ofan af Islandi, til dæmis gamlar íslenskar bækur, sér- staklega ferðasögur um Island. Á einum slíkum útimarkaði, að ég held í fyrrasumar, fann ég íslenskan ask, meira en hundrað ára gamlan. Ég spurði afgreiðslukonuna í gríni hvort hún vissi hvaöan þetta ílátværikom- ið. Hún sagöist halda að það væri frá Norðurlöndunum. Ég nefndi við hana íslenskan uppruna asksins og hún var mjög hróöug að fá þá vitn- eskju. Þegar ég svo gekk frá búðar- borði þessarar konu, heyrði ég að hún var farin að kalla til næstu viðskiptavina að hún hefði til sölu : ■ merkan ask frá sögueynni Islandi. Þessi smásaga er lítið dæmi um það hversu gaman getur verið að rölta um þessa útimarkaði í Englandi.” Gat ekki hætt; gróðinn var svo mikilll — Hverfumheim til Islands. Hvað veldur því að þú ferð að vasast í bíla- braski? „Allt frá unglingsáram var ég staðráðinn í þvi að gera eitthvað upp á eigin spýtur, vera sjálfstæður at- vinnurekandi eða eitthvað í þeim dúr. Mér leiðist að vera undirtylla, vil ráða mér s jálfur. Það var svo einhverju sinni að ég heyrði aö lítil bílasala tveggja manna í Aðalstræti hefði verið gerð upp, og húsnæði hennar væri til leigu. Þetta var í byrjun sumars og ég bjartsýnn, ákvaö þvi að slá til og prófa bílasölu í þessu húsnæði þó ekki væri nema fram á haustmánuði. En salan gekk vel og gróöinn varð svo mikill, að ég ílentist í þessu starfi. Mér bauðst raunar staða í Lands- bankanum um þetta leyti en tók ekki því boði þvi sem fyrr segir þá græddi ég svo mikið á bílasölunni að banka- launin sem þá voru komust ekki í hálfkvisti við sölumennskuna. Eftir á að hyggja, hefði ég betur mátt velja starfann í bankanum, væri, ef svo hefði farið, orðinn bankastjóri nú! Það er alveg hugsanlegt, margir minna gömlu skólabræðra gegna slíkum stöðum í dag.” — Hefðir betur mátt velja banka- vinnuna, segirðu. Er ekkert gaman aðselja bíla? „Það er leiðinlegasta starfið sem hugsast getur, að mínum dómi, og ég meina það. Og ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvers vegna í andskotanum ég skuli enn standa í þessum viðskiptum. Sennilega spila peningar þar inn í. Það er nokkuð j gott upp úr þessu að hafa miöaö við \ margtannaö. En leiðindin eru óskapleg í þessu starfi, ég undirstrika það. Ég er misnotaður svo mikið og ekki aðeins ég, heldur bílasölumenn yfirleitt. Það er ekkert tillit tekið til manneskjunnar í manni í þessum viðskiptum. Það er verið að hringja í mig á öllum tímum sólarhrings, verið að lýsa einhverjum bíl og spurt ] hvað hægt sé að fá fyrir hann, hvem- ig og hversu fljótt. Og varla kem ég á ; mannamót án þess aö menn séu aö abbast upp á mig með sína einkabíla, vilja helst að ég sjái til þess að hann i seljist ekki síðar en á morgun og ef I ég segi nei þá spyrja þeir hinir sömu sig, hvers konar leiðindahundur ég sé, geti ekki gert sér smágreiða og svo framvegis. Þetta era sem sagt óskapleg leiðindi sem af þessu hljót- ast. Fólk misnotar mann algjörlega í þessu starfi og ber enga virðingu fyrir manni sem lifandi vera. Það virðir mann einskis þó maður sé allt- af að ausa í það upplýsingum og ráð- gjöf. Og ef maður svarar ekki alltaf jafnblíðlega og elskulega þá er maður borinn út sem ofstopi, óalandi og óferjandi aumingi sem ég pers- ónulega er ekki. Ég þoli bara ekki stundum þetta eilífðarrex í fólki og hegða mér þá samkvæmt því. Hvað sem þessu líður þá hef ég alltaf haldiö áfram aö selja bíla. Ég skil sjálfan mig ekki að því leyti! ” Bílasvindlið kemur svona íbylgjum — Til era menn sem leggja bíla- sölu og svindl að jöfnu. Er mikið svindlað í bílaviðskiptum hérlendis? „Þessi bissness gefur fullt tilefni til svindlbrasks, því er ekki að neita. Braskið getur stundum verið yfir- gengilegt. Það er þannig alls staðar í heiminum. Þess vegna er jafnan litið niður á bílasala. Þeir þykja gran- samlegir menn. Það er varla fram- leidd sú gangsterkvikmynd þar sem ekki er fyrir hendi vondur bilasali. Þetta er orðið að almenningsáliti. Þegar upp komst um Watergate- hneykslið, sögöu menn um Nixon: Ég myndi ekki treysta honum til að selja bílinn minn! Þetta dæmi gefur góða hugmynd um álit fólks á bíla- sölum. Hvað viðskiptasvindli í bilasölu okkar Islendinga viðkemur, þá get ég sagt það eitt að þaö er töluvert um það. Það kemur í bylgjum. Stundum koma upp ævintýramenn og svindla sem þeir geta, hverfa síöan af landi brott áður en þeir era gripnir. Þess era mörg dæmi úr bílasölu. Annan tíma er lægð í svindlinu eða þegar engir stórglæframenn era að fást við bílaviðskipti.” — Hvernig er helst svindlað á sak- lausum bílaeiganda í dag sem vill selja ökutæki sitt á bílasölu? „Helsta aöferðin er sú að undir- bjóða bílinn. Þá fullvissar bílasalinn eigandann um að bíll hans sé mjög litils virði og setur á hann mjög lágt verð. Svo selur hann vini sínum úti í bæ bílinn á þvi verði, svona á pappíranum eins og það er sagt. Að endingu selur sami bílasalinn svo þennan bíl á sanngjörnu verði sem þá er kannski helmingi hærri upphæð en hann borgaði nefndum eiganda fyrirhann. Svo er einnig mikið svindlað með lélegum pappírum sem eru látnir ganga upp í greiðslur á bíl. Engin innistæöa er svo fyrir þessum pappirum þegar til kemur. Þá er hrappurinn búinn að selja bílinn. Svo þegar þetta pappírssvindl er búið að ganga í nokkurn tíma og farið er að ganga hart að manninum að greiða samkvæmt pappíranum, þá flýr hinn sami úr landi með stórgróðann. Eftir þessum manni er svo lýst í Lögbirt- ingablaðinu í nokkrum tölublöðum — en hann finnst hvergi, er að lifa lífinu iútlandinu. Það var einn svona bílasali að flý ja land um daginn. Hann kemur ekki aftur. Ég þekkti hann lítillega. Mér skilst að hann dvelji í Danmörku um þessar mundir. Ég er ekkert að nefna nafn hans í þessu viðtali, þetta er ágætis maður að öðru leyti en því aðhannsvindlaði drjúgt.” Þegarégátti Rolls Royce í tvo daga — Það hefur verið haft á orði um þig, Halldór, aö þú sért svo til eini heiðvirði bílasalinn í borginni. Hvernig hegðar góður bílasali sér? „Hann er fyrst og fremst góður sölumaður í öllum skilningi þess lýsingarorðs og að sjálfsögðu þarf hann aö gæta hagsmuna viðskipta- vinarins. Góður bilasali þarf svo helst að hafa útlitið með sér, það sakar síst. Nauðsynlegt er að vera traustvekj- andi og vera sæmilega ýtinn, mátu- lega ýtinn, og reyndar mjög ýtinn ef viðkomandi býr yfir þeim hæfileika, að geta farið leynt með það.. — Nær allan þann tíma sem þú hefur starfað sem bílasali hefur þú haft aöstöðu í vægast sagt mjög smá- um og látlausum byggingum. Fyrst í lekum kofa (sem raunar var að uppi- stöðu flutningakassi utan um innbú) í Aðalstræti og síðan húskríl- inu við Skúlagötu sem sennilega er minnsta söluskrifstofan í borginni og er einstök að því leyti að þar býðst ekki einu sinni salernisaðstaða, hvað þá önnur og meiri þægindi. Halldór, ertu svona nægjusamur maður, eða er það einhver meiriháttar hugsjón að reka fyrirtæki í svona smáum húsum? „Ætli ég verði ekki að teljast mjög nægjusamur, frekar en mikill hug- sjónamaður. Ég er ákaflega ihalds- samur á gamla og góöa hluti, vil helst ekki breytingar í kringum mig. Þess vegna er ég ekkert að stækka við mig eða auka á flottheitin sem raunar era lítil fyrir. Og ég vil frekar geta stært mig af góðri og samvisku- samri bilasölu en stóru og viðamiklu húsnæði utan um starfsemina.” — Sjálfur bílasalinn Halldór Snorrason ekur um á eldgömlum bíl, Humber Hawk árgerð ’58. Einnig á því sviði viltu halda þig við gamla og látlausa stílinn? „Já, já, gamli Hawkinn stendur fyrir sínu. Ég hef nú raunar átt ærið i marga bíla um ævina, eins og kannski starf mitt býður upp á. En nær allir mínir bílar hafa verið gaml- ir í hettunni. Einu sinni átti ég gamlan Packard sem ég keypti af forsetaembættinu. Það var viss unun að aka þeim bíl um bæi og sveitir. Krakkar komu i hlaupandi á móti mér, og þó kannski i aðallega bilnum þvi hann sagði þeim að sjálfur forsetinn væri á ferð. Það var að því leyti ansi gaman að sitja undir stýri á þeim bíl. Annað sinn festi ég kaup á Rolls Royce ’31 árgerð. Það var í London. I Ég ætlaði mér að aka honum til Glas- gow og ferja hann þaðan með Gull- fossi til Islands. En einmitt um það leyti brast á vonskuveður um allar Bretlandseyjar, mikil snjókoma, ■ leiöindafærð og snjóflóð féllu víða. Af þeim sökum hætti ég við að taka bíl- í inn með mér heim, treysti honum ekki, þetta öldruðum, að jagast í ófærð upp til Skotlands. Ég seldi hann því — og átti þennan Rolls, því miður, ekki nema í tvo daga. Fyrir andvirðið skrapp ég til Parísar og eyddi peningunum í munað yfir eina helgi. .. þannig fóru þeir peningar.” Aldreierað vita hvaða fiskur biturá — Halldór, þú ert ekki alveg laus við að vera dellukarl. S jóstangaveið- in greip þig föstum tökum eitt sinn, og á þeim vettvangi gekkstu fyrir stofnun Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, 1961.. . Já, já, og ég man að égstóð fyrir miklum mótum á þessum tíma sem í tók þátt fjöldi útlendinga. Einkum var gert út frá Vestmannaeyjum, Keflavík og Reykjavík. Þetta vora mikil alheimsmót, mikið um að vera. Einu sinni komu yfir áttatíu útlend- ingar til þátttöku, menn allt frá Jó- hannesarborg í Suður-Afríku, víðs- vegar úr Evrópu, Ameríku og víðar. Og þessi mót vora afskaplega skemmtileg og mikil reynsla að hafa tekiðbáttíþeim.. — Hvað gerir sjóstangaveiðina svo heillandi að fást við hana ? „Öll veiði er mjög ánægjuleg og spennandi. Veiði er margskonar. Menn geta veitt sinn lax í ám, einir með sjálfum sér meðfram bökkum á hlaupum. Það er skemmtilegt út af fyrir sig. Sjóstangaveiðin er öðruvísi og veitir manni annarskonar ánægju en laxveiöin. Þar er kominn saman hópur, kannski tíu til fimmtán manns á einum báti með sama mark- mið í huga; að láta bíta á. Sjóstanga- veiðin er slabb, meiri ævintýra- mennska en stangveiðin. Það getur allt gerst út á sjó og aldrei er að vita hvaða fiskur bítur á. I sjóstangaveiði er hægt að fiska nær allar tegundir sjávardýra og það gerir hana mjög heillandi. Eitt sinn var með mér á báti næturklúbbaeigandi frá London og honum til óblandinnar ánægju veiddi hann tvær stórar lúður í ein- um drætti í Reykjanesröstinni. Hann pakkaði þessum afla sinum saman hróöugur og hafði hann með sér morguninn eftir til London. Og lúðumar tvær vora á matseðlinum hjá honum i næturklúbbnum sólar- hring eftir að hann veiddi þær við Is- landsstrendur.. .” Sumir þeirra halda okkur íslendinga vera huldumenn — Eina dellu áttu til og það er leik- listin. Þegar þú kvæntist konu þinni, Kristínu G. Magnús leikkonu, settir þú á stofn eitt stykki leikhús. Það nefnist Ferðaleikhúsið sem Islend- ingar ættu að kannast við sem sum- arleikhús fyrir útlendinga, og Light Nights hafið þið sýnt í þrettán ár. Hvemig er efnisvalið byggtupp? „Við erum með sýningamar i kvöldvökuformi. Kristín er á sviðinu allan timann, er sögumaður og segir tröllasögur, álfa-, víkinga- og huldu- sögur. Sumt af þessu leikur hún einn- ig. Þessar sögur era smáþættir, sem tengdir eru saman með þjóölögmn og skyggnum er við sýnumá tjaldi. Son- ur okkar, Magnús, sér svo um ljós og hljóð, en mitt hlutverk er miðasala og stúss í kringum sviðið og uppsetn- ing leiktjalda og þvíumlíkt. Þetta er sem sagt fjölskyldufyrirtæki hjá okkur. Við hugsuðum þetta semeinskonar kvöldvöku eins og hún var fyrr á öldum hjá forfeðram okkar. Það er að segja sögur og halda fólkinu vak- andi með léttum og skemmtandi þáttum.. .” — Og haldið þið útlendingunum vakandi? „Já, alveg glaðvakandi. Þeir era afskaplega hamingjusamir með þetta framlag okkar og þakka okkur heilshugar. Við eram alltaf að fá þakkarbréf frá þessu fólki að utan. Sumt segir jafnvel að þessar sýning- ar hafi verið það eftirminnilegasta frá dvöl þess hér á landi.” — Hvernig taka útlendingar þessum íslensku sögum, hlæja þeir aðþeim? „Nei. Þeir taka þær mjög alvar- lega, enda er mjög mikil dulúð yfir þessu öllu saman og þeir lifa sig mikið inn í mystíkina. Þeir taka þessum sögum sem einum af sjarma landsins; þetta mikilúölega land með stór fjöll og stóra kletta, og þessar sögur falla mjög að þeim hug- myndum sem útlendingar gera sér af landi og þjóð. Nokkrir af þeim trúa því meira að segja að til séu álf- ar og huldufólk í þessu landi, jafnvel er að nokkrir haldi því fram að viö Islendingar sjálfir séum huldu- menn!” — Leiklistarstarfsemi og bílasala hljóta að teljast andstæður, er ekki svo? „Já, þetta er algjörlega tvennt ólíkt, svo sannarlega. Og ef þetta væru ekki andstæður þá væri ég sennilega ekki að vasast í þessu hvoru tveggja jafnt. Það gefur lífinu gildi að geta skipt um hlutverk þegar manni hentar.. .” -SER „Ég er ákaflega ihaldssamur á gamla hluti, vil helst ekki breytingar í kringum mig.. Textl: Sigmundur Ernlr Rúnarsson Myndlr: Gunnar V. Andrésson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.