Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. 21 Izuml er löngu þjóðkunnur í Japan, enda aldursforseti þar í landi og þótt víðar sé leitað. Hann hefur um nokk- urra ára skeið komið fram í auglýsing- um þar í landi þar sem gæði hrísgrjónavínsins eru lofuð í hástert. Elsti maðnr veraldar er 117 ára Ef þig langar til að hitta elsta mann heims, verður þú að bregða undir þig betri fætinum og fara til Japans. Rétt fyrir sunnan Tokýo, býr elsti maður heims, Shigechiyo Izumi og er orðinn 117 ára gamall. Daglega heimsækja hann um fimmtíu manns. Fyrir nokkur yen fá túrhestarnir að koma inn til hans og skála og spjalla við þenn- an virta Japana. Og auðvitað spyrja allir, hvemig hægt sé að ná svona háum aldri. Izumisvararaöbragði: „Með því að lifa rólegu og reglu- bundnu lífi, getur maður hæglega orðið jafngamall og ég og eldri. Þar koma engin lyf til enda hef ég aldrei nokkurn tíma sett eina ein- ustu pillu inn fyrir mínar varir. Ég vakna á hverjum morgni klukkan hálfsjö. Ég fæ mér morgunverð en það er mjög mikil- vægt að gefa sér nægan tíma í þessa fyrstu máltíð dagsins. Það er leynivopnið að útiloka allt stress og allan flýti. Annars borða ég þrjár máltíðir á dag. Eftirlætisréttir mínir eru kjúklingar og baunasúpa og svo grænmeti af öllu tagi, vel að merkja: það veröur að vera soðið. Á kvöldin sest ég svo í stólinn minn og eyði þar kvöldinu í mestu rólegheitum og fæ mér nokkur glös af hrísgrjónavíni. Þá hitnar manni um hjartarætumar og frið- ur og r ó færist yf ir mann.” Þrátt fyrir háan aldur, ber Izumi sig býsna vel. Fyrir utan að tennurnar em famir að láta sig, sér hann eins og fálki og er nokkuð vel á sig kominn. Hann fer dag- lega í langar gönguferðir, en úti- veran hefur mjög góð áhrif, segir hann. Og bætir við: „Ég á mörg ár eftirenn!” Og þá er bara að taka lífinu með ró og borða meira af grænmeti! Allur akstur krefst varkárni Ýtum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæöur sem þessar \____ax™_______ Fyrirpáska ferNóí í hörku samkeppní við hænurnar! Páskaeggín frá Nóa og Síríus, - eggín hans Nóa, hafa ýmíslegt fram yfir þau „páskaegg“ sem hænumar eru að kreista úr sér þessa dagana. Eggín hans Nóa fást í 6 stærðum, þau eru fagurlega skreytt og búin tíl úr hreinu súkkulaðí. Þau hafa líka mun fjölbreyttara innihald en egg keppinautarins, t.d. btjóstsykur, karamellur, konfekt, súkkulaðirúsínur og kropp, að ógleymdum málshættinum. Þrátt fyrir þessa kostí mælum við ekki með eggjunum hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni! Eggín hans Nóa eru gómsæt, - og úr hreínu súkkulaðí! r§3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.