Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. 11 Hin unga og faiiega leikkona Cicely Tyson. Svona .. . en svona ieit hún útþegarupp var staðið. leit hún út þegar hún mætti i stúdíóið um morgun- inn.. . Sannur listamaður á sínu sviöi: FÓLK ELDIST Á ALGABRAGÐI Ung og falleg leikkona hefurkomið sér þægilega fyrir í þægilegum stól inni í kvikmyndastúdíóinu. Mörgum klukkutímum síðar stendur hún upp og nú lítur hún út fyrir að vera ekki árinu yngri en níræð! Andlit hennar er orðið hrukkótt af elli, háriö grátt og gleraugun á sínum stað. Og hún er orðin klár í næstu töku! Þaö er verið að taka upp fram- haldsmyndaflokk fyrir sjónvarp á vegum amerískrar sjónvarpsstöðv- ar. Flokkurinn fjallar um löngu kunnugt efni: baráttu þeldökks fólks fyrir borgararéttindumsínum. Leikkonan, sem á nokkrum klukkustundum eltist um fjölmörg ár, er Cicely Tyson, og það var einn sá kunnasti í sínu fagi í Hollywood, Stan Winston, er verkið gerði. Hann hefur margoft hlotið viðurkenningu fyrir starf sitt, meöal annars verið sæmdur Emmy-verðlaununum, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur á sviöi sjónvarpsþátta. Þeim má líkja við óskars-verðlaun kvikmyndanna. „Það er tímafrekt og strembiö verk að breyta þrítugri konu í níræða, eins og nærrimá geta,” segir Stan Winston. ,Ég byrja ætíð á því að gera skissur af andliti þess sem ég er að fást við hverju sinni. Ég geri margar, margar skissur, svona til að fá tilfinningu fyrir andlitsdráttum viðkomandi. Síðan þreifa ég mig áfram. Ég geri brjóstmyndir úr gúmmíi. Fyrst pínu- lítiö, en svo stækka ég þær smátt og smátt um leið og ég reyni að gera mér grein fyrir hvernig tímans tönn Stan Winston að starfi. Og auðvitað er það Tyson sem situr i stólnum og þarna strax má sjá mikla breytingu. komi til meö aö vinna á þessari persónu. Þegar síðustu brjóstmynd- inni er lokið klippi ég hana sundur: kinnarnar eru sér, hakan, nefið og enniö og þetta set ég á andlit persón- unnar semégeraðfástvið. Það mikilvægasta í þessu Starfi er að andlitsfallið virki sannfærandi. Gúmmíið má fyrir alla muni ekki líta út eins og því sé klístrað á andlitið. Sjónvarpsáhorfendur eru fljótir að átta sig á ef eitthvað er eins og þaö á ekki aö vera. En sem betur fer höfum við náö svo langt með allri okkar tækni að við höfum gúmmí sem er mjög meðfærilegt og fellur vel að andlitinu og fylgir öllum hreyfingum þess mjög eölilega.” Stan Winston fæst þó ekki eingöngu við að gera fólk eldra. Hann hefur búið til mörg gervin þar sem „aðeins” þarf að breyta andlitsfall- inu. Meðal frægra leikara, sem sest hafa í stólinn hjá honum, eru Rod Steiger, Diana Ross og Danny Kaye. Stan Winston er sannur listamaður á sínu sviði. -KÞ I I ! Verð frá kr. 6.040.- fyrir flug og gistingu á hótel Aerogolf. Pessar ferðir bjóðast fram til 1. apríl n.k. í 1 VIKCl? Verð frá kr. 10.625.- fyrir flug og gistingu. Síðasta brottför 27. mars n.k. I 3 VIKCIR? LONDON, vikuferðir. KANARÍEYJAR, sólarferðir. Verð frá kr. 17.022.- fýrir flug og gistingu. Síðasta brottför 20. apríl n.k. Verð frá kr. 8.308.- fyrir flug, gistingu og morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til 30. apríl n.k. Ath. Nú er útsölutíminn framundan. KAUPMANNAHÖFN, vikuferðir. Verð frá kr. 8.877,- fyrir flug, gistingu og morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til 30. apríl n.k. Þú ræður ferðinni FERDASKRIFSTOFA Á nýjum stað: Borgartúni 33 Sími 29999 - við aðstoðum. tSTUÐI TILAÐ SKREPPA UR LANDIA NÆSTUNNI 1 1/2 VIKG? LUXEMBORG, helgarferðir. I 2 VIKCIR? AUSTURRIKI, skíðaferðir. FIBFIB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.