Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. DsAGBLAÐIÐ-VÍSIR Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMl 86411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblaö 18 kr. Rallið á rétt á sér Rallakstur nefnist íþrótt, sem mjög hefur rutt sér til rúms á seinni árum og notið vaxandi vinsælda. Um þessa íþrótt gildir það sama og um aðra tómstundaiðju að áhuginn verður ástríða, sem öðrum gengur illa að skilja, nema þeim sem aksturinn stunda. Ekki eru akstursíþrótt- ir verri fyrir það, og raunar allt gott um það að segja ef ungir og gamlir geta skemmt sér og spreytt sig við með- ferð ökutækja viö erfiðar aðstæður. Bifreiðar og bifhjól eru orðin svo snar þáttur í lífi nútímamannsins að leikni við notkun þeirra, tilfinning fyrir þoli þeirra og takmörk- unum, kemur sér vel í allri almennri umferð. Þannig flétta menn saman í rallakstri skemmtilega tómstunda- iðju og æfingu, sem hefur hagnýtt gildi. Almenningur, hversu mikið eöa lítið álit, sem hann kann að hafa á rallakstri, á ekki og þarf ekki aö amast út í þann hóp áhugafólks, sem þetta sport stundar. Stjórnvöld þaðan af síður. Því er þetta skrifað að Islendingum stendur nú til boða að fram fari hér á landi í sumar alþjóðleg rallkeppni. Sá misskilningur veður uppi, að aka eigi tryllitækjum um holt og hæðir í brjálæðislegum kappakstri. Náttúru- verndarmenn hafa málað skrattann á vegginn og varað við þessari keppni. Ástæða er til að vísa slíkum fordómum á bug. Löng reynsla hefur fengist af rallkeppnum af þessu tagi. Á þessu ári einu fara fram um 300 rallkeppnir víða um heim í rúmlega 50 þjóðlöndum. Þær eru allar þrautskipulagðar og undir ströngu eftirliti. Ef af verður, mun dómsmála- ráðuneytið íslenska, samgönguyfirvöld, Vegagerð, Ferðaskrifstofa ríkisins, náttúruverndarsamtök og sam- tök akstursíþróttafélaga hafa það algjörlega á valdi sínu hvar og hvernig keppnin fer fram. Akstursleiöir, hámarkshraði og umferð verður samkvæmt skilyrðum og reglum opinberra aðila. Spjöll á náttúru eða árekstrar af öðrum .toga má auðveldlega fyrirbyggja. Ljóst er að alþjóðleg rallkeppni hér á landi skapaði um- talsverðar gjaldeyristekjur. Auk þátttakenda kæmi hing- að fjöldi manns, starfsmenn og áhorfendur. Giskað er á að beinar gjaldeyristekjur geti orðið 8 til 10 milljónir króna. Vegna vinsælda slíkrar keppni er enginn vafi á að erlendar sjónvarpsstöðvar fylgdust með henni af áhuga og íslendingar fengju þannig ókeypis góða auglýsingu sem næði til milljóna manna í Evrópu. Landkynning getur orðið mikil og góð af alþjóðlegri aksturskeppni, enda hafa yfirvöld ferðamála hér á landi verið hlynnt því að keppnin fari fram. Öhætt er að fullyrða að hér verður um að ræöa stærstu og best skipulögðu hópferðina, sem farin hefur verið um hálendi Islands. Ef við Islendingar meinum yfirleitt eitthvað með áhuga okkar um eflingu ferðaþjónustu, hljótum viö að bjóða erlenda ferðamenn velkomna til landsins og þá ekki síst þann hópinn, sem fyrirfram er vitað aö mun lúta stjórn og eftirliti íslenskra yfirvalda. Ölíkt er það viturlegra, á sama tíma og auglýstar eru ferðir til Islands í Evrópu, þar sem þátttakendum er boðið far með tíu hjóla trukkum, sem hingað eru ferjaðir með skipum og böðlast skipulagslaust um óbyggðir lands- ins. I rauninni er það með ólíkindum hvernig blásin hefur verið upp andstaða gegn fyrirhugaðri rallkeppni. Einstakir ráðherrar hafa jafnvel haft um hana pólitískar meiningar. Virða ber hverja viðleitni til náttúruverndar, en hún má ekki ganga út í öfgar frekar en annaö. ebs Tvelr kostir og hvorugur gódur x Hann kom í heimsókn um miönætti á mánudagskvöld og sýndi ekki af sér ýkja mikla kæti. Ég leiddi hann til stofu, bar fram kaffi og tóman öskubakka, tók þann fulla og fór með hann fram í eldhús og skenkti síðan í bollana. Meðan ég var þannig önnum kafinn, sat hann grafkyrr í sófanum, með húfuna enn á höföinu, og virtist alveg hafa gleymt því að fara úr frakkanum. Hann var dálítiö þreytu- legur aö sjá, blessaður, sat hokinn og neðri vörin teygð fram eins og hann væri að því kominn að beygja af. Þegar ég spurði hann hvort hann vildi mjólk í kaffið eða ekki, hikaði hann viö aö svara, eins og hann gæti ekki munað, hvort hann notaöi mjólk yfirleitt eða ekki. Hann starði ein- beittur fram fyrir sig, muldraði eitt- hvaö ógreinilegt, lyfti kaffibollanum og starði ofan í hann, áður en hann tilkynnti að hann notaði líklega mjólk út í kaffi, venjulega. „Annars held ég að það sé best að hætta því,” bætti hann við, dapur. — Af hverju? — Mér er sagt að í Ameríku drekki menn kaffi yfirleitt svart. Það er best að fara aö venja sig viö. — Ætlaröu að flytja úr landi? Þetta kom mér vægast sagt á óvart. Hann var að visu ekki til- takanlega þjóðernissinnaður í sér, blessaður aulinn, en hafði þó fengið gott uppeldi og ekkert verið til sparað að veita honum þá menntun sem var við hæfi. Hann hafði aldrei áöur minnst á það einu orði að hann hugleiddi landflótta. — Hvers vegna ætlarðu að flytja úr iandi? — Hvers vegna? Horfirðu ekki á sjónvarpið? — Jú. —Fannst þér þaö ekki hroðalegt? — Hefði getað verið verra. Það var engin atkvæðagreiðsla. Otiltekinn Vestf jarðaþingmaður fékk ekki tæki- færi til þess að gera grein fyrir atkvæði sínu. — Þetta var köld kveöja sem við fengum. Ogfyrir neðan beltisstað! — Ekki var þetta allt jafnnotalegt, skal ég viðurkenna. En varla tilefni tillandflótta. Hann starði á mig hneykslaöur. Til skýringar skal þess gctið að hann er vesturbæingur, fæddur inn í kaup- mannastétt og alinn upp til þess aö verða „maðurinn hennar Jónínu hans Jóns”. Því miður hafði hann orðið fyrir óþægiiegri lífsreynslu á viðkvæmu aldursskeiði, sem ger- breytti öllu lífsviðhorfi hans og kom honum til að efast um tilgang lífsins og framtiöarmöguleika hins bland- aða hagkerfis. I örvæntingu, sem líkja má við skelfingu drukknandi manns, hafði hann gengið í Fram- sóknarflokkinn. Þetta kann að virðast ólíklegt bjargráð, en aöspurður bar hann fram þá skýringu á framferði sínu að fram- sóknarstefnan krefðist þess ekki aö menn hugsuðu mikið um pólitík. „Og læknirinn minn hafði bannað mér að hugsa um pólitík,” bætti hann gjama við. ÓlafurB. Guðnason Þessi kúr hreif. Hann hresstist allur við, útlitiö varð hraustlegra og litarhátturinn batnaði, um leið og hann fór að sækja spilakvöld af miklum ákafa. Seinna var hann fenginn til þess að stjórna bingó- kvöldum og þótti takast það svo vel að menn voru jafnvel farnir að ræða um hann sem líklegt þingmannsefni. En svo sló honum niður aftur, þegar hann var neyddur til þess í sam- kvænú að ræða pólitík, og sérlega vegna þess aö þá kom þaö í hans hlut að verja stefnu Framsóknarflokks- ins í menntamálum. Honum vafðist tunga um tönn og skömmu síðar lauk samkvæminu. Daginn eftir fann gestgjafinn hann úti í garði, þar sem hann hristi birkihríslu um leið og hann orgaði: „Uppstokkun á verk- námskerfinu gæti haft afdrifaríkar afleiöingar, sem gætu dregið dilk á eftir sér í þokkabót.” Hann var fluttur á afvikinn stað þar sem hann jarmaði í friði um stund. En nú var hann klæddur og kominn á ról og sat í sófanum í stofunni minni og vildi flytjast úr landi. Og honum var fyrirmunað að skilja þann Islending, sem gat setið rólegur yfir kaffi og kleinum eftir eldhús- dagsumræðumar sjónvörpuðu, án þess að leiða hugann að landf lótta. — Heyrðirðu ekki í þessum mönnum? Skildirðu ekki hvaö var að gerast? — Jú, jú, það gerði ég. Ég haföi nokkuö gaman af þessu öllu saman. Þeim kom þó saman um eitt, þessum elskum. — Kom saman um eitt? Og hvað um það? Þó þeim komi saman um allt! Því verr gefast heimskra manna ráð sem þeir koma fleiri saman! Kaffiö var nú farið að leka niður eftir hökunni hans og mér fannst tími til kominn að færa umræðurnar niður á lægra plan og reyna að sjá, hvort hann væri ekki tilbúinn að taka glensi. — Þeim kom þó saman um það, sjálfstæðismönnum, framsóknar- mönnum, alþýðuflokksmönnum og alþýðubandalagsmönnum að Vimmi væri vondur strákur. — Huh, sagði gesturinn og var óhuggandi. — Kjósið okkur, sögðu þeir allir. En ef þið getið ekki hugsað ykkur að kjósa okkur, kjósið þiö þá alla lista nema listann hans Vimma. Birgir Isleifur ætlar að skrifa bók! Hún á aö heita „Vimmi og Weimar-lýð- veldið”! — Huh, sagði félaginn aftur og þverneitaði að taka gleði sína aö nýju þó að ég reyndi að troða henni upp á hann. — Mér er alveg sama hvað þú segir. Þetta var hroðalegt. Eg veit bara ekkert hvern ég á að kjósa! — Hva, þá sleppirðu því! Eða skilarauðu! — Skilaauðu! Hann leit á mig, móðgaður. Fyrir venjulegan Islending er það auðvitað engin lausn að skila auðu. Það verður að taka afstöðu. Ekki endi- lega með, enda eru Islendingar ekki svo mjög fylgjandi málum. En þeir eru undantekningarlítið á móti ein- hverju. Þess vegna verður að greiða atkvæði. Gesturinn héltáfram. — Það er ekki hægt að skila auðu. En það er ekki hægt að kjósa þessa andskota eftir þessa uppákomu. Það er ekkert að gera annað en að fara úr landi. Það er ekkert annaö að gera. Eg gafst upp og gaf honum meira kaffi. Hann fór seinna um nóttina og ég hef ekki séð hann síðan. Kannski hann hafi farið úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.