Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 6
6 ' TDV. LAUGARTSÍGUR'Í97mÁRS 1983. Ferðalög Ferðalög Ferðalög Þaö færist stööugt í vöxt aö landinn bregöi fyrir sig bensínfætinum í út- löndum og aki vítt og breitt um borg- ir sem sveitir. Bilaleigubílar eru yfirleitt mjög ódýrir og þaö eru margir sem nota þá til lengri eöa skemmri feröa meðan dvalið er á er- lendri grund. Aðrir kjósa að fara meö eigin bíl til annarra landa og nota hann fyrir sig og sína. En hvom háttinn sem menn hafa á í þessum efnum þá er gott aö hafa nokkur atriöi í huga þegar ekiö er í útlöndum. Reglur um hámarkshraða eru mjög mismunandi í Evrópulöndum og ekki gilda alls staöar sömu akstursvenjur. I Frakklandi og á Italíu eru reglur um hámarkshraða auk þess mismunandi eftir mótor- stærö og veöurfari. Hér á eftir fara reglur um hámarkshraöa í nokkrum Evrópulöndum. Miöað er viö km en ekki mílur. Fyrsta talan gildir fyrir umferð í borgum og bæjum, önnur fyrir þjóövegi og sú þriöja fyrir akstur á hraöbrautum. Belgia: Austurriki: Frakkland: Þýskland Holland: Sviss: Noregur: Svíþjóð: Danmörk: Italía Bílar með vél upp að 600 ccm 900 ccm 1300 ccm yfir 1200 ccm Akstursvenjur Akstur og áfengi fara ekki saman i útlöndum frekar en hér heima. Aö vísu eru Frakkar og Italir ekki eins strangir á þessu sviöi og Norður- landabúar en ef eitthvað kemurfyrir ökumenn í þessum löndum og þeir reynast hafa smakkað vín er engin miskunn hjá Magnúsi. Bíöiö því meö aö neyta áfengis þar til akstri dagsinserlokið. I Frakklandi er þaö illa séö ef ekið er meö ljósum um bjartan dag. Franskir ökumenn bregöa viö hart ef þeir s já menn aka meö 1 jósum í dags- birtu og reyna allt hvaö þeir geta aö vekja athygli viökomandi á aö gleymst hafi aö slökkva ljósin. Hætta til hægri er meginregla í umferðinni í Frakklandi. Þar er þess vendilega gætt aö víkja fyrir umferö sem kemur frá hægri. Þótt ör skapgerö Frakkanna komi oft fram í aksturs- lagi, þá eru þeir mjög tillitssamir gagnvart þeim sem vilja skipta um akrein og gefa yfirleitt strax sjens- inn þegar gefið er merki með stefnu- 60-90-120 50-100-130 60 - 90130 (írigningu 110) 50—100—Ekkert hámark 50 - 80-100 50-100-130 50 - 80 - 90 50 - 70-110 60 - 80-100 50 - 80-90 50 - 90100 50-100-130 50-110-140 ljósum. Svo aftur sé vikið að ljósa- notkun aö degi til er rétt aö hafa í huga, aö í Svíþjóð er skylda aö aka meö ljósum allan sólarhringinn. Þegar bensín er tekið á stöövum við hraöbrautir í Þýskalandi er rétt Ferðamál Sæmundur Guðvinsson að muna, aö ekki er til siös að borga afgreiðslumanninum sem fyllir tank- inn. Hann afhendir hins vegar seðil sem ökumaöur fer meö inn í af- greiðsluna og borgar þar. I Þýska- landi, eins og í mörgum öörum Evrópulöndum, er tekiö smávægi- legt gjald fyrir afnot af snyrtingu. Þaö er vissara aö fylgjast vel með bensínmælinum þegar ekiö er á hraö- brautum og tefla ekki á tæpasta vaö því slæmt er aö verða uppiskroppa meö bensín á miðri hraðbraut. Sjálf- sögö varúöarráöstöfun er aö hafa varaperur fyrir ljósin meöferðis. Vegatollur er víöa innheimtur á hraöbrautum í Frakklandi og á ttalíu. Algengt er að greitt sé í sjálf- sala og því áríðandi aö hafa alltaf Akstur í íltlöndum: Reglur um hámarhshraða ehki alls staðar eins smápeninga í mynt viökomandi lands til reiöu þegar ekiö er á þessumleiðum. Að öðru leyti er um að gera aö fylgjast vel með aksturslagi inn- fæddra í hverju landi og haga sér samkvæmt þvi. Hafiö beltin spennt og leggiö bílnum alls ekki nema þar sem þaö er löglegt. Ekki borgar sig aö hugsa um þaö eitt aö komast sem lengst á degi hverjum. Sumarleyfi í bílsætum daginn út og daginn inn er ekki eftirsóknarvert. Góða ferö. -SG Á sama tima og minnst er tveggja alda friðarsamninga Breta og Ameríkana eru liðin hundrað ár frá því að hin fræga Brooklynbrú var tekin í notkun. Það var hinn 24. maí árið 1883, sem umferð hófst um brúna, en hún hafði þá verið 13 ár í byggingu. Brúin tengir Brooklyn og Manhattan og verður mikið um dýröir í kringum afmæliö. Bretar hertaka New York í fjóra mánuöi Bretar eru nú í óöa önn viö undir- búning að mikilli innrás í New York í tilefni þess aö liöin eru 200 ár frá því aö skrifað var undir friöarsamninga. eftir sjálfstæöisbaráttu Kananna. Karl prins og Nancy Reagan verða viöstödd þegar lætin byrja þann 13. apríl en síöan ætla Bretar að halda áfram brauki og bramli í New York í f jóra mánuöi. Orval breskra listamanna mun koma fram vestanhafs, bæöi á sviöi og í sjónvarpi. Þar er um að ræöa leikara, dansara og hljómlistar- menn. Auk þess veröa höggmynda- sýningar, málverka- og Ijósmynda- sýningar frá Bretlandi, keppt í krikket og golfi, Sotheby mun verða meö ekta ensk uppboð og annaö eftir því. Þaö er talið að þetta New York ævintýri Breta muni kosta þá um tvær milljónir sterlingspunda og þykir sumum mikið. Hins vegar telja ferðafrömuöir í Bretlandi þessum peningum vel varið og aö þessi hátíðahöld muni vekja veröskuldaða athygli á Englandi og enskri fram- leiðslu. Auk þess þýði ekkert að vera meö neitt lítiö þegar New York er annars vegar. Stórborgina þurfi aö taka meö slíku áhlaupi aö undir taki í skýjakljúfunum. _sg Það er betra að fylgjast vel með bensínmælinum því sá sem verður bensínlaus á miðri braðbraut erlendis er ekki öf unds verður. Samfelld hátíð í Glasgow Glasgowbúar ætla aldeilis aö taka á honum stóra sínum hvaö varöar feröaþjónustu á þessu ári. Þetta verður mesta átak sem gert hefur verið í þessum efnum í 808 ára sögu borgarinnar og samtals veröa um 600 viöburöir skipulagöir í borginni. Þaö má því búast viö að líf og fjör ein- kenni Glasgow í sumar og haust, enda hafa Skotamir ekkert til sparaö við allan undirbúning. Fyrir utan alls konar húllum hæ af léttari geröinni veröa miklar listaverkasýningar, hljómleikar, ballett og hver veit hvað. Búiö er aö gefa út sérstakt „vegabréf” fyrir ferðamenn sem heimsækja Glasgow. I því er aö finna mikiö af gagnlegum upplýsingum um borgina en auk þess veitir það afslátt á hótelum, veitingastöðum, og verslunum. Þeir í Glasgow segjast búast viö miklum fjölda feröamanna á þessu ári og viö skulum bara vona aö þeim verði að ósk sinni. -SG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.