Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983:n 9 f§| S pP' I j* mi Æ HVAÐA LEIÐIR? Gunnar Thoroddsen forsætís- ráðherra sleit þingi á mánu- dag og boðaði kosningar. Flokkarnir eru i óðaönn að hefja kosningabaráttu og gera tíllögur i efnahags- og atvinnumálum. Forsætisráðherra hefur slitið þingi. Kosningabaráttan er hafin í alvöru. Um hvaða leiöir verður deilt? Margir munu segja, að litlu skipti, hverju flokkamir lofa í kosningabaráttu. Menn benda á niðurtalningarstefnu Framsóknar og segja, að hún hafi fært þeim flokki kosningasigur 1979. Hún hafi mælzt betur fyrir en „leiftursókn” Sjálfstæðisflokksins. Margt er til í því, en hvað gerðu framsóknar- menn? Stóðu þeir við niðurtalningu verðbólgunnar? Það gerðu þeir ekki að undanskildu árinu 1981, þegar verðbólga minnkaði úr 60% í 40%. En síðan ekki söguna meir. Samt er það svo, að Tómas Ámason að minnsta kosti hefur alltaf virzt bera niðurtalningu fyrir brjósti. Hún fékk ekki stuðning Alþýðubandalagsins í ríkisstjóm. Hægt er að saka framsóknarmenn um að hafa ekki sótt fastar. I samsteypustjórnum gerist margt, sem ekki samræmist fyrirheitum stjórnarliða fyrir kosningar. Sumt felst í að samræma þarf hin ýmsu sjónarmið. Oft em stjórnmálamennirnir því þó fegnast- ir að svíkja kosningaloforöin og leita að tylliástæöum til þess. Oft hafa þeir aldrei meint, það sem þeir sögðu kjósendum. En hvernig standa mál nú? Afnám tekjuskatts Sjálfstæöisflokkurinn mun ætla að hafa niðurfellingu tekjuskatts á oddi. Þar er gott mál á ferð. Tekjuskattur- inn hefur, vegna leiða til skattsvika, orðið einna rariglátastur skatta. Hann leggst af ofurþunga á þræl- bundna launamenn. Hann leiðir ekki lengur til jöfnunar milli ríkra og snauðra. Engin leið er að lappa upp á tekjuskattinn. Hann verður einfald- lega aö afnema. Réttmætara er, að menn greiði andvirði hans i óbeinum sköttum, svo sem söluskatti, þá fer skattgreiðslan eftir eyðslu og þar með í aðalatriöum eftir efnum og ástæðumfólks. Á það mun reyna, hvort sjálfstæðismenn standa við svona kosningaloforð. Þeir hafa áöur, ásamt alþýöuflokksmönnum, sýnt lit í þessu máli, en ekki hefur á reynt, hvort þeir gætu komið því fram. Allir flokkar virðast nú áhuga- samir um að veita húsbyggjendum og þeim, sem kaupa íbúð í fyrsta sinn, betri lán. Lán húsnæðismála- stofnunar hafa dregizt ógeöslega aftur úr byggingarkostnaði. Ungt fólk rekst á vegg. Þessu þarf að breyta. Allir virðast flokkamir segja eitthvað slíkt, en hverjum má treysta? Stefna Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum hefur aö öðru leyti lítið verið birt þegar þetta er skrifað. Væntanlega verður ekki boðuð leiftursókn ööru sinni. Stefna sumra annarra flokka liggur að einhveru leyti fyrir. Væntanlega mun Sjálfstæðisflokkurinn boða aukið frjálsræði í ýmsum efnum án þess að ganga jafnlangt og viðskipta- þing Verzlunarráðs Islands gerði fyrir skömmu, sem síðar verður vikiö að. Menn standi við sitt Framsóknarmenn vilja, að niður- talning verðbólgunnar verði bundin í lögum um nokkum tima, t.d. tvö ár. Fyrirfram verði sett í lög, hver verð- bótahækkunin skuli verða á hverju verðbótatímabili. Ef til vill kæmi eitthvaö slíkt til greina, en gleymum ekki, að kjarasamningar renna út í sumar. Auðvitað er æskilegast það kerfi, að atvinnurekendur og launþegar semji um kauphækkanirn- ar án afekipta rikisvaldsins. Rflds- valdið á að hætta aö baktryggja semjendur. Það á að láta af þeim ósiö að lofa að hleypa út í verðlagið kauphækkunum, sem em umfram getu atvinnuveganna. Menn eiga að semja og standa svo hver við sitt, vel að merkja með frjálsræði í verðlagn- ingu. Höft? Hjá Framsókn og Alþýðubanda- lagi hafa menn gefið í skyn, að taka verði upp höft með einhver jum hætti. Sumir þeirra vilja alls ekki kannast við, að þeir boði höft, en orðalag á samþykktum þeirra virðist ekki þýða neitt annað. I raun eru takmarkanir á innflutningi af hinu illa. Fáeinir fulltrúar flokkanna eiga ekki að fá að úrskurða, hvaða vömr landsmenn eiga að fá aö flytja inn og hverjar ekki. Neytendur eiga sjálfir að ráða því, en verðlagningu á -■Laugardags- pistill Haukur Helgason aöstoöarritstjóri skrifar innflutningi ber að stýra meö gengis- skráningu almennt en ekki af skömmtunarstjórum hins opinbera. Aðstæður eru erfiðar, en við megum ekki gefast svo upp, að við fæmm vísi klukkunnar aftur um áratugi. Alþýðuflokkurinn virðist boöa „þjóðarsátt” og kjarasáttmála. Með því er talað um, að samið verði í allar áttir um að koma verðbólgu niður og minnka viöskiptahallann. Brezki Verkamannaflokkurinn náði um tíma nokkrum árangri með þeim hætti. Eftir stendur þó, að réttast er, að svonefndir aðilar vinnumarkaðar- ins semji og beri síðan ábyrgð á samningunum. Sumir alþýðuflokks- menn virðast í fljótu bragði vera inn á því, ásamt mörgum sjálfstæðis- mönnum. Ennfremur er líklegt, að Bandalag jafnaðarmanna gæti reynzt svipaðrar skoöunar. Þannig er í gangi nokkur hreyfing í shka átt, en hver um sig verður að spá í hið óræða, að hve miklu leyti viö slíkt verði staðið. Verður staðið við hækkun lána til húsbyggjenda, þótt allir tali um það? Verður kerfinu breytt, þannig að semjendur á hinum ýmsu sviðum beri meiri ábyrgð og ríkisvaldið hætti að baktryggja samninga með meiri verðhækkunum og gengislækkunum? Um það er erfitt að slá neinu föstu aö sinni. Kannski verður næsta ríkisstjórn bara eftirmynd þeirra, sem veriö hafa síðustu árin og kerf ið blífur. Nýtilegir stefnupunktar Nokkuð hefur verið rætt í blöðum um svonefnt viðskiptaþing Verzlunarráðs, sem haldið var fyrir síðustu mánaðamót. Þar var samþykkt ákveðin stefna, sem hefur yfirleitt verið afflutt. Rétt er, aö stefnan er í ýmsu róttækari en menn gætu sætt sig við í fljótheitum. En þar kennir margra grasa, sem geta orðið bæði kjósendum og flokkunum sjálfum að gagni, þegar þeir gera upp hug sinn. Sama gildir um næstu ríkisstjórn. Hún gæti lært af viðskiptaþinginu. Viðskiptaþing setti sér að leita leiða til að koma hraða verðbólgunnar niöur fyrir 25% fyrir árslok 1983, úr þeim 70%, sem nú er. Dregið skyldi úr útgjöldum hins opinbera og skattar lækkaðir. Spamaður skyldi efldur og almenningi opnuð leið til fjár- festingar í fyrirtækjum. Lagt var til, aö útgjöld ríkissjóðs yrðu strax í ár skorin niður um 2000 milljónir króna frá tölum fjárlaga. Framlög til ýmissa sjóða skyldu skert um 700 milljónir. Niður- greiðslur skyldu felldar niður frá 1. júní næstkomandi og útflutnings- bætur á landbúnaðarafurðir felldar niður á 5 árum, 1983—1987. Þá segir viðskiptaþing, aö núverandi sjóðir skuli sameinaðir í þrjá sjóði í hluta- félagsformi í eigu þeirra sem til þeirra hafa greitt. Það fé, sem enginn eigandi er að eða ríkissjóöur á, verði selt sem hlutafé á almennum markaði. Lagt er til, að lækkun á óbeinum sköttum komi á móti niðurskurði ríkisútgjalda. Æskilegra væri, að tekjuskatturinn yrði felldur niöur í áföngum, eins og að framan var greint. Afnám landbúnaðarstyrkjanna er brýnt hagsmunamál þjóðarinnar. Ekki gengur, að offramleiðslu sé viðhaldið með þeim hætti, sem er. Sjóðafarganið er meðal verstu meinsemda okkar. Þar sækja full- trúar flokkanna aö og úthluta til gæðinga. Yfirleitt skiptir arðsemi þar litlu. Skrefið, sem viðskiptaþing leggur til, er kannski fullróttækt að sinni en getur verið vegvísir í framtíðinni. Lagt er til, að sjálfkrafa tenging launa við verðlagsvísitölu verði afnumin í maí næstkomandi. Fjáls verðmyndun taki jafnframt gildi. Hugmyndin er, að aðilar vinnumarkaðarins semji um kaup og kjör og beri ábyrgðina. Oheimilt verði að binda kjarasamninga sjálf- virkt við gengi eða vísitölur verðlags eða lánskjara. Þama er róttækt á málum tekið. Raunhæfara væri vafa- laust að gefa aðilum vinnumarkað- arins færi á að semja um einhverja vísitölubindingu, sem þá yrði alfarið á þeirra ábyrgð. Þá leggur viðskiptaþing til, að ríkisvaldið geti ekki með lögum ógilt löglega kjarasamninga eða einstök ákvæði þeirra. Verzlunarráö leggur til, aö úr- eldingarsjóður verði efldur og vinni að því markmiði að minnka sóknar- getu fiskiskipaflotans um 20% á næslu fimm árum með kaupum á úr- eltum skipum og skipum eldri en sjö ára. Þegar í stað verði hafinn undir- búningur að sölufyrirkomulagi á veiöileyfum, sem komi almennt til framkvæmda á árinu 1985. Margt fleira athyglisvert má finna í þessum tillögum, svo sem hvernig auka megi spamaö meö skattaívilnunum. Að öllu saman- lögðu er hér að finna tillögur, sem gætu veriö til hliðsjónar í náinni framtíð, þegar flokkar og ríkis- stjómir meta, hvað gera skuli. Hráar em sumar tillögumar fullrót- tækar í einni lotu, en þar er mikinn sannleik að hafa á ýmsum sviðum. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.