Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. NEMENDUR HÚSMÆÐRASKÓLANS Á VARMALANDI VETURINN 1962-1963: Vegna 20 ára afmælis okkar vinsamlega hafið samband við eftirtaldar fyrir 1. apríl: Guðlaugu, sími 86684 Sigurrós, sími 72403 Sigríði, sími 74997. ÞRIGGJA HERBERGJA IBÚÐ ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega reglusömum hjónum með 18 ára dóttur sína þriggja herbergja íbúð á leigu. Reglusemi áskilin og skilvís greiðsla en ekki há fyrirfram- greiðsla. Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlega hafi samband viö mig í sima 74407. GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON. Útboð — gatnagerð Hafnarf jaröarbær leitar tilboða í: A. Malbikun gatna, nýlögn, yfirlögn og viðgerðir, samtals um 32000 m2. Gögn afhent 22. mars. Tilboð opnuö þriðjudaginn 29. mars kl. 14. B. Steyping gangstétta, um 72000 m2. Gögn afhent 21. mars. Tilboð opnuð þriðjudaginn 29. mars kl. 10. Afhending fer fram á skrifstofunni, Strandgötu 6, og opnun tilboða á sama stað. Skilatrygging er kr. 1000,- fyrir hvort útboð. BÆJAR VERKFRÆÐINGUR: AÐALFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn 22. mars 1983 k/. 20.30 að Hótel Esju, 2. hæð. DAGSKRÁ SAMKVÆMT FÉLAGSLÖGUM. k. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVfKUR. Yfirkjörstjórnin í Suðurlandskjördæmi tUkynnir: Framboösfrestur vegna alþingiskosninga 23. apríl nk. rennur út þriðjudaginn 22. mars nk. Framboðslistum ásamt samþykki frambjóðenda og listum með tilskildum fjölda meðmælenda ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Kristjáns Torfasonar, bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum, fyrir kl. 24.00 þann dag. Einnig má skila fram- boðum til Páls Hallgrímssonar, fyrrverandi sýslumanns í Ámesþingi, Selfossi, fyrir lok framboðsfrests. Framboöslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar, sem haldinn veröur á skrifstofu sýslumannsins í Arnesþingi að Hörðuvöllum 1, Selfossi, miðvikudaginn 23. mars nk., kl. 14.00. YFIRKJÖRSTJÓRNIN 1SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Kristján Torfason Páll Hallgrimsson Hjalti Þorvarðarson Jakob Havsteen Vigfús Jónsson Afmæli 60 ára verður sunnudaginn 20. mars frú Oddfríður Magnúsdóttir Skúlagötu 80, Reykjavík. Fundir Meiriháttar mánudagur í 46 löndum Mánudaginn 21. mars heldur Samhygð árstíöarfundi út um allan heim undir kjör- orðinu Samhygð gegn öllu ofbeldi, á íslandi í Sigtúni kl. 20.30. Tilgangur þessara funda er aö ungt fólk á öllum aldri komi og skemmti sér og öðrum fr jálslega og óþvingað. Allir eru velkomnir. Kynningarfundir hjá Samhygð eru í samskiptamiöstöðinni Skólavörðustíg 36, mánudaga, þriöjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 20.30. Kynningarfundir framsóknarmanna í Norðurlandi vestra Almennir kynningarfundir sérframboðs framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verða haldnir sem hér segir: Miðgarði þriöjudaginn 22. mars kl. 14, Félagsheimili Hvammstanga miðvikudaginn 23. mars kl. 21. Frambjóðendur listans mæta á fundinum. Fólk er hvatt tU að koma og kynna sér ástæöur fyrir sérframboði og fleira. Frambjóðendur. Alþýðusamband IMorðurlands Á fundi, sem haldinn var að tilhlutan Alþýöu- sambands Norðurlands með stjórnum verka- lýðsfélaga á á Akureyri, var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: Sameiginlegur fundur stjórna verkalýös- félaga á Akureyri, haldinn 17. febrúar 1983, að Hótel Varðborg, skorar á viðskiptaráðherra aö samþykkja nú þegar umsókn Alþýðubank- ans hf. um stofnun útibús frá bankanum á Akureyri. Að samþykktinni stóöu stjómir eftirtalinna verkalýðsfélaga: Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri Rafvirkjafélag Akureyrar Sjómannafélag Eyjafjarðar Trésmiöafélag Akureyrar Verkalýðsfélagið Eining Vörubílstjórafélagið Valur Landfræðifélagið Fræðslufundurinn sem vera átti 7. mars 1983 verður haldinn 21. mars kl. 20.30 í Amagarði við Suðurgötu. Theódór Theódórsson mun f/alla um: Skaftárelda árin 1783—1784. Byggð og búseturöskun í Vestur-Skaftafelissýslu austan Mýrdalssands. Fyrir Skaftárelda, árið 1783, voru byggð 116 býli í „Sveitunum milli Sanda”, þar af 20 hjáleigur. Ibúar það árið voru um 1300 talsins. Árið eftir, síðsumars 1784, voru aðeins 55 býli í ábúð, þar af 6 hjáleigur. Ibúum hafði fækkað niður í um 520 manns, um 780 manns höfðu dáið eða flutt brott. Ibúum hafði fækkað enn frekar árið 1785, eða niður í um 480. Alls eyðilögöust 55 býli í eitt ár eöa lengur, þar af 21 býli í 10 ár eða lengur. Iveruhús á 19 jörðum fóru undir hraun, 15 þeirra byggðust á ný. Gjóska lagði sjö bæi í eyði um lengri eða skemmri tima í austanveröu héraðinu. Aðalfundir Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn i Bjarkarási við Stjörnugróf laugardaginn 26. marsnk. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Sigríður Thor- laeius: Minningar frá fyrstu starfsárum. Kaffiveitingar. Stjómin. Aðalfundur Húsmæðra- félags Reykjavíkur verður í félagsheimilinu að Baldursgötu 9 þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar. Félagskonur fjölmennið. Sýningar Menningarmiðstöðin Gerðubergi Þar stendur yfir sýning 16 listamanna úr Breiðholtinu og er hún opin daglega frá kl. 16—22 og um helgar frá kl. 12—20. Sýningin stendur til 26. mars. Veitingabúðin og ljósrit- unarþjónusta er opið á sama tíma. Graf ík í bókasafni Kópavogs 19. mars til 16. apríl Ingiberg Magnússon, f. 1944, stundaði nám við Myndlista- og handiöaskóla Islands 1965— 1970. Þetta er 7. einkasýning hans og enn- fremur hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga hérlendis og erlendis. Myndir eftir hann em m.a. í Listasafni Isiands, Listasafni Alþýðu, Norræna húsinu, Lista- og menningarsjóði Kópavogs, Lista- og menn- ingarsjóði Neskaupstaðar, Hvammstanga- kaupstað, Listasafni Sönderborgar og Norrænu menningarmiðstöðinni Sveaborg í Finnlandi. Hann er formaður félagsins Islensk grafik. Fimmtudaginn 24. mars nk., kl. 19.30— 21.00, verður Ustamaðurinn með kynningu á grafík og grafiskum vinnuaðferðum í bóka- safninu. Sýningin er opin á sama tíma og safniö, mánud.—föstud. kl. 11—21, laugardag kl. 14—17. Félag tölvufræðinema með sýningu um helgina Um helgina veröur félag tölvufræöinema meö sýningu í Tónabæ sem nefnist „Tölvur og hug- búnaöur”. öll helstu tölvufyrirtæki landsins sýna þann tölvubúnaö sem þau hafa upp á aö bjóöa. Sýningin veröur opin á föstudag kl. 16—22 og laugardag og sunnudag kl. 13—22. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Mánudagskvöldið 21. mars kl. 20 munu Alexander Marks fiðluleikari, Sarah Boulton Smith lágfiðluleikari og Anna Norman píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu. A efnisskrá verður meðal annars sónata fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Milhavd, sónata fyrir fiðlu og píanó k. 498 eftir Mozart. Eins og áður sagði hefjast tónleikarnirkl. 20. Tónleikar í Útskálakirkju Tónlistarfélag Gerðahrepps heldur tónleika í Otskálakirkju sunnudaginn 20. mars kl. 16. Flytjendur verða 4 nemendur úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík sem ljúka einleikara- prófi frá skólanum í vor. Þau cru: Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Gréta Guðna- dóttir fiðluleikari, Sigurður Flosason saxófón- leikari og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari. Allir velkomnir. Ferðalög Ferðir Ferðafélagsins um páskana 1. 31. mars—4. apríl, kl. 8, Hlöðuvellir — skíðagönguferð (5dagar). 2. 31. mars—4. apríl, kl. 8, Landmannalaugar — skíðagönguferð (5 dagar). 3. 31. mars—4. apríl, kl. 8, Snæfellsnes—Snæ- fellsjökull (4 dagar). 4. 31. mars—4. apríi, kl. 8, Þórsmörk (5 dag- ar). 5.2. april—4. apríl, kl. 8, Þórsmörk (3 dagar). Látið skrá ykkur tímanlega í ferðirnar. Allar upplýsingar og farmiðasala á skrifstof- unni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Dagsferðir sunnudaginn 20. mars. 1. Kl. 10, Hengill — göngu-skiðaferð. Verð kr. 150,-. 2. Kl. 13, Innstidalur — göngu-skíðaferð. Verð kr. 150,-. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Lækjargötu 6, sími 14606 simsvari utan skrifstofutíma. Páskaferðir Utivistar Nú er páskafríið framundan. Utivist býður upp á fimm stórkostlegar ferðir. Hverja kýst þú? Brottför kl. 09.00,31. mars — 5 dagar 1. Snæfellsncs. Gist á Lýsuhóli, ölkeldusund- laug og hitapottur. Gönguleiðir t.d.: Snæfellsjökull, Dritvík—Djúpalónssandur, Amarstapi—Hellnar, Búðaklettur—Búða- hellir o.m.fl. Fararstj. Kristján M. Baldursson. 2. Öræfasveit. Gist á Hofi. Gönguleiðir Ld.: Skeiðarárjökull—Bæjarstaðaskógur — Morsárdalur, Kristínartindar, Jökullónið o.m.fl. Fararstjórar Ingibjörg Ásgeirsdðtt- ir og Styrkár Sveinbjamarson. Biðlisti. 3. Þórsmörk. Gist í skála Utivistar í Básum. Gönguleiðir t.d.: Morinsheiði og upp að Heljarkambi og ýmsar leiðir út frá Goða- landi. Fararstj. Agúst Björnsson. 4. Fimmvörðuháls. Gist í skáia á Hálsinum. Gönguleiðir, EyjafjallajökuU, Mýrdalsjök- ull. SkUyrði: gönguskiði með. Fararstjóri Hermann V alsson. 5. Brottförkl. 09.00,2. apríl — 3dagar. Þórsmörk. Tilkynningar Leikklúbbur Fjölbrauta- skólans í Breiðholti MánudaBinn 21. mars nk., kl. 21 frumsýnir Aristófanes leikklúbbur Fjölbrautaskólans í Breiðholti leikritið Jakob og hlýðnin eftir Eugene Ionesco í þýðingu Karis Guðmunds- sonar. LeUtstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Sýnt verður í nývígðri félags- og menningar miðstöð borgarinnar viö Geröuberg 3—5 i Hólahverfi. Næstu sýningar verða miðviku- daginn 23. mars og föstudaginn 25. mars. Allar sýningamar hefjast kl. 21. Ionesco er talinn i hópi fremstu leikskálda þessarar aldar og vakti verulega athygli með fyrsta verki sinu SköUóttu söngkonunni sem hann samdi ’48. Jakob og hlýðnina skrifaði hann 1950, og skömmu síðar annað verk um sömu persónur, Framtíðin býr í eggjunum. Jakob og hlýðnin fjaUar m.a. um baráttu ein- staklingsins viö viöteknar skoðanir, settar reglur og siðalögmál. Um firringuna í mannlegum samskiptum, mátt og vanmátt orðanna. Og baráttu skynseminnar við óbeislaðar hvatir og ástríður. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, en stærstu hlutverkin em í höndum Rafns Rafnssonar og EUenar Freydísar Martin. Alls munu 15 manns standa að sýningunni. Leikhópur Ungmenna- félagsins Mána í Nesjum, Hornafirði, sýnir í kvöld, laugardagskvöld, leikritið DeUríum búbónis í Hafnarbíói. DeUríum búbónis er fyrsta verkefnið hjá þessum nýja leikhópi Mána. Frá Menningarsamtökum Fljótsdalshéraðs: Jónas Árnason heimsækir Austurland Menningarsamtökin hafa gengist fyrir því að fá Jónas Áraason rithöfund í heimsókn á timabiUnu 19.—26. þessa mánaðar. Jónas mun koma fram á skemmtunum sem haldnar verða í Hjaltalundi i, dag, þann 19. kl. 21, og Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá standa að og á svipaðri samkomu sem haldin verður á Brúarási af Tungu-, HUðar og Jökuldals- mönnum laugardaginn þar á eftir, þann 26. mars. Þess í mUli verða settar upp skemmtanir í anda „Þið munið hann Jónas” þar sem kennarar og nemendur Mennlaskólans ásamt Jónasi munu flytja verk hans í formi upplesturs, samlesturs, leiks og söngs. Þessar „ Jónasarvökur” verða semhérsegir: í Menntaskólanum, sérsaklega ætlaö eldra fólki, sunnudag 20. mars kl. 16. á Norðfirði (í Egiisbúð) miðvikudag. 23. mars kl. 21. á Eskifiröi i félagsheimiUnu VaUiöll föstudaginn 24. mars kl. 21. á IðavöUum með aðstoð leikfél. þar og breyttri dagskrá laugardaginn 25. mars kl. 14. Með skemmtanahaldi þessu em Menningarsamtökin að fara inn á nýjar brautir í starfsemi sinni og vonast er til að þetta efU félagsUf úti í sveitunum jafnframt því sem nágrönnunum er leyft að njóta þess sem samtökin hafa á boðstólum. Það er von Menningarsamtakanna að þctta verði upphaf heimsókna landsfrægra manna sem vegna fjarlægðar og kostnaðar sjást sjaldan hér eystra. Menningarsamtök Héraðsbúa. Sagan af Nala Ut er komin Sagan af Nala, sem er fom- indverskt söguljóð á sanskrítarletri, umritað á latinuletri. I bókrnni er orðasafn sanskrít—íslenska með yfir fjögur þúsund uppsláttarorðum. Höfundur er Sigrún Laxdal en útgefandi er HáskóU íslands. Bókin er 365 blaösíður og prentuð í Leiftri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.