Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. „Efefeí innantóm slagorð99 — rætt vid Samhygðarmenn- Ina Jónas Ingimarsson og iHíri Gunnarsson Burt meö rugl og neikvæðni! Fíl- um framtíöina í botn! Gerum jörðina mennska! Þetta eru ein örfárra slag- oröa sem félagar Samhygöar hafa haldið aö almenningi síöustu miss- eri. Þau hafa hljómaö í eyrum víös- vegar um borgir og bæi og fariö um velli sem nýr fagnaöarboöskapur. En er hreyfingin eitthvaö meira en innantómslagorð? „Vissulega rista kenningar okkar dýpra en slagoröin. Þau notum viö einungis til aö vekja athygli á okkur og þeim leiöum sem viö viljum fara til aö bæta manninn og umhverfiö semhann býrí.” — Hverjar eru þessar kenningar Samhygöar? „Viö setjum okkur lífsreglur og sú helsta þeirra er; komdu fram viö náungann eins og þú vilt aö hann komi fram viö þig. Markmiðiö er svo aö gera jöröina mennska eins og eitt slagorð okkar gefur til kynna. Til þess teljum viö frumskilyröi aö auka og bæta samskipti, einlæg mannleg samskipti á milli manna, þjóöa og þjóðarbrota. Með því teljum viö aö hægt sé aö kveöa niður ofbeldi og óvild. Viö álítum sem sagt aö sam- skiptaleysið sé höfuöorsök ofbeldis og þar af leiöandi styrjalda þjóöa í milli.” Betri heimur — Þessar kenningar virðast tengj- ast mjög því sem kirkjan um víöa veröld hefur veriö aö berjast fyrir í nokkrar aldir án verulegs árangurs. Búist þiö við frekari árangri? „Við blöndum ekki trúarbrögöum saman viö kenningar okkar. Viö byggjum skoöanir okkar á öörum forsendum. Að okkar mati hefur trú- in, trúarbrögðin í heiminum, sundr- aö fólki fremur en sameinaö þaö. , Markmiö okkar er aö sameina fólk og til þess viljum við nota aörar leiö- ir en kirkjan hefur fariö. Markmið okkar er betri heimur. Okkar mark- mið er aö sameina fólkiö til virks starfs er miöast aö því aö bæta heim- inn. Það átak má ekki taka tillit til trúar, litarháttar eöa lífsskoðana fólks. Þeir hlutir eiga ekki að skipta máli, enda einkamál fólks. Helsta Þórir Gunnarsson og Jónas Ingi- marsson: „Við erum ekki aö boða útópíu. En með nokkrum sanni má kalla kenningar okkar nýtt fagnaðarerindi...” baráttumál allra og þaö sem þeim er sameiginlegt hlýtur aö vera viljinn fyrir betri heimi. Og viö viljum leggja okkar lóö á vogarskálina um aösvogetioröið.” Enginn sér- trúarhópur — Þiö eruð þá ekki enn einn sér- trúarhópurinn til? „Nei, alls ekki, skoöanir okkar snúast ekki um trúna sem slíka. Samhygð er félagsleg hreyfing, sem metur lífsskoöanir hvers og eins, tek- ur tillit til þeirra, notar þær jafnvel í kenningar sínar sem eru í stööugri endumýjun. Samhygö er opin fyrir nýjum hugmyndum. Að því leyti erum við enginn sértrúarhópur.” — Enþessarkenningarykkar, eru þær nokkuö annaö en nýr fagnaöar- boöskapur, ný draumsýn, semá ekki möguleika á aö verða að veruleika í döprumheimi? „Viö erum ekki að boöa útópíu. En meö nokkrum sanni má kalla kenningar okkar nýtt fagnaðarer- indi. Þetta er nýr og þarfur draum- ur, sem á aö geta oröið að veruleika, ef svo mun fara,sem viö vonum.aö mennirnir sameinist í virku starfi gegn hinu neikvæða í sjálfum sér og heiminum, gegn ofbeldi og fordóm- um hvor í annars garö. Vinni sem jafningjar hlið viö hliö meö þaö aö markmiöi aö gera umhverfi sitt feg- urra.” Sameinaö fóik — Þó svo aö þessar kenningar ykkar séu allra góöra gjalda verðar, nást þær þó nokkuö fram? Ná þær nokkum tíma til allra og er ekki von- lítið að þær sameini frekar en fyrri kenningar sem settar hafa veriö fram í sama augnamiði? „Virkilega mennsk samskipti verða aö koma til ef hægt á aö vera að sameina fólkið. Til þess veröur aö virkja hiö góöa í fólkinu, leggja rækt viö jákvæöa þætti lífsins og stuöla aö eölilegum tengslum milli manna. Viö erum aö reyna að beina fólki inn á þessarbrautir.” — En tekst það þrátt fyrir góöan vilja? „Viö reynum auðvitaö þaö sem viö getum aö fá fólk til liðs viö málstað okkar, fá fólk til þátttöku. Þaö geng- ur hægt en sígandi og hefst fyrr en síðar.” — Hvaöa leiðir notið þið til að vinna lýðhylli? „Við höldum af og til kynningar- fundi. Einnig stundum við persónu- lega boðun, göngum um meöal fólks og kynnum því málstað okkar. Loks stöndum við fyrir reglulegum kynningarfundum fyrir nýja félaga og reynum með því móti að fá til liðs viö okkur nýtt fólk.” Féiagsdeyfð — En er Samhygð ekki aðeins loft- bóla hérlendis sem springur eftir fá- ein ár, jafnvel mánuöi? „Þaö er fráleitt. Viö tökum eftir því að fólk er mjög jákvætt í okkar garð og er sammála því sem viö erum aö gera. En þaö er erfitt að fá fólk til virks starfs. Sem kunnugt er ríkir félagsdeyfð í landinu, fólk hefur jafnan góöa afsökun ef þaö er kallað til þátttöku. Hvað sem því líður þá koma æ fleiri 01 samstarfs við okkur og fé- lagsskapur okkar á Islandi fer jafnt ogþéttstækkandi.” — En nú er það staðreynd að ný fé- lög eiga mjög erfitt uppdráttar, þau gefast upp eftir fárra ára starf, þeg- ar aðeins fáir eru eftir sem vilja starfa aö einhverju marki. Hvaö hamlar því aö svo veröi ekki um Samhygð? „Þau félög og hreyfingar, sem hafa veriö aö koma og fara á undan- förnum árum, hafa verið ranglega upp byggö, aö okkar mati. Þaö hefur vantaö trúna á starfið og þá hluti sem verið er að glima við. Einnig hafa þessi félög, beint eða óbeint, réttlætt með sér einhverskonar of- beldi, og slíkt gengur ekki ef hópur fólks á aö geta náð saman í gjöfulu starfi. Við höfum varað okkur á þessu og teljum því að félag okkar sé lifvænlegt.” Póiitik? — Eitt í ykkar kenningum snertir að nokkru pólitik. Þið eruð á móti of- beldi, þar af leiðandi styrjöldum og hljótið því að hafa skoríð upp herör gegn herstöövum og hermennsku, vígbúnaðarframleiðslu og ógnar,- jafnvæginu milli stórveldanna. Er ekkisvo? „Þetta er rétt. Við erum á móti herjum í heild og þar af leiöir stríös- rekstri og framleiðslu vopna. En andstaöa okkar gegn þessu ristir dýpraenþessi orð. Viðviljumkomaí veg fyrir orsök hermennskunnar og hún er sambandsleysið milli fólks, þjóða og þjóðarbrota. Við reynum aö komast aö rótum vandans í staö þess aðplástrahann.” — I framhaldi af þessu hljótið þiö aö vilja bandaríska herinn á Miðnes- heiði úr landi — og eruð þá komin harla nálægt pólitíkinni? Herlaust iand! „Já, viö tökum undir herlaust land. Annað væri aö ganga aö baki frumkenninga okkar sem em á rrúti hvers konar ofbeldi. En við teljum ekki nóg aö fara í Keflavíkurgöngur og friðargöngur. Fólkið sjálft sem fer í þessar göngur verður jafnhliða að vinna gegn ofbeldi í sjálfu sér um leið og það leggur út í baráttuna gegn því. Þá fyrst er hægt að berj- ast gegn stríði og fyrir friði. Þessa forsendu fyrir ofbeldisandstöðu leggjum viö mikla áherslu á. ” — Félagar Samhygðar hér á landi eru um tvö hundruð, flest ungmenni á aldrinum átján til þrjátíu ára. Lítið þið á ykkur sem fyrirmynd annarra ungmenna? „Nei, við lítum engan veginn á okkur sem fullkomin. En við reynum aö bæta okkur dag hvern, og ekki síst lífsskoðanir okkar og markmiö. Svo reynum við að fara eftir þessum lífs- reglum, í staö þess að hafa þau sem orðin tóm. Með því reynum viö af fremsta megni að vinna gegn öllu of- beldi í okkur s jálfum og öörum. ’ ’ -SER. Starf og stefna hreyfmgarhmar HVAÐ ER SAMHYGÐ? I Samhygð er fólk, sem trúir að breyting sé möguleg hjá því sjálfu og þjóðinni í heild og vinnur markvisst aö slíkri breyt- ingu. HVERJU VILJUM VIÐ BREYTA? Við viljum breyta hugmyndum neysluþjóðfélagsins, sem gera ráð fyrir að fólk taki stöðugt við því sem borið er á borð fyrir það. Við viljum að einstaklingurinn verði virkur þátttakandi í lífinu og fái aukin tækifæri til að sinna þeirri frumþörf sinni að gefa af sjálfum sér án þess aö vænta einhvers í staðinn. ERUM VIÐ HAMINGJUSÖM? ÖIl viljum viö vera hamingjusöm, en hvers vegna erum við þaðekki? Vegna þess að viö höfum takmarkaða trú á okkur sjálfum; vegna þess að við gefum ekki nóg af okkur sjálfum, og vegna þess að við höfum ekki skýra stefnu gagnvart framtíð- inni. HVERNIG STARFAR SAMHYGÐ? Samhygö starfar með vikulegum einnar klukkustundar fund- um, þar sem unnið er með hugaræfingum. Markmið þessara æfinga er að sættast við okkur sjálf, skapa möguleikann til að gefa það besta af okkur tU annarra og finna tilgang í lífinu. Frá útífundi Samhygðar sem haldinn var á síðasta sumri úti í Viðey..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.