Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 2
2
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983.
„Er ekki of mikið um svona helgarfundi?” Þessari spumingu varpaði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
fram þegar hann sat fyrir svörum h já Lífi og landi á laugardag. DV-mynd Bj. Bj.
„A tvinnuleysi fylgja meirí kvillar
en oflöngum matartíma"
— sagði Steingrímur Hermannsson á ráðstefnunni
„Er ekki of mikiö um svona helg-
arfundi? Ég tek aö minnsta kosti
þátt í allt of mörgum.”
Þetta voru upphafsorö Steingríms
Hermannssonar forsætisráöherra er
hann sat fyrir svörum á ráöstefnu
Lífs og lands um „þjóö í kreppu” á
laugardag. Steingrímur bætti því viö
aö hann vildi miklu fremur axla
byssu sína og halda til veiöa í góöa
veðrinu.
Meöal þeirra spurninga sem beint
var til forsætisráöherra var sú hvort
ekki væri nauösyn á einhverju at-
vinnuleysi hér til þess aö auka sam-
keppnina á vinnumarkaöinum og á
þaö bent að vinnuástundun heföi
hrakað sem kæmi m.a. fram í óhóf-
lega löngum matartímum launþega.
I svari forsætisráöherra kom fram
aö einstaklingunum heföi ekki tekist
aö aðlaga sig þjóðfélagsbreytingum
og þetta væri angi af streitu og verö-
bólgukapphlaupinu.
„En atvinnuleysi fylgja meiri
kvillar en of löngum matartíma,”
sagöi Steingrímur Hermannsson for-
sætisráöherra.
Steingrímur var einnig spuröur
hvort hiö opinbera ætti ekki aö hætta
aö skipta sér af ákvöröun fiskverös
og hvort aldrei heföi verið hugleitt aö
koma á fót hér frjálsum fiskmark-
aöi. Fyrirspyrjandi benti á aö fyrir
kíló af karfa fengjust 5 krónur hér en
um 30 krónur erlendis.
Steingrímur sagöi aö oft heföi ver-
iö rætt um frjálsan fiskmarkað, en
þaö heföi ekki veriö taliö fært, m.a.
vegna þess aö stór hluti skipaflotans
væri í eigu framleiðslustöðvanna.
-GB
husi
þessu
I
... er Slippbúðin
I Slippbúinni eru sérhæfðir afgreiðslumenn.
^HEMPEIÍS
^CUPRINOL
| VITRETEX
Þeir bera þínn ha§ fyrir
brjósti, þess vegna bjóöa þeir
aöeins úrvalsmálningu.
LIPPBÚÐIN
VIÐ HÖFNINA s/mi 10123
Ráöstefna Lífs og lands:
Kreppa alls
staðar?
Kreppudýr, gunga. Þessar tvær skil-
greiningar á manninum komu fram á
ráöstefnu samtakanna Lífs og lands
um „þjóð í kreppu” á Hótel Borg á
laugardag.
Tuttugu erindi voru flutt á ráöstefn-
unni og fjölluöu þau um kreppuna eins
og hún birtist á ýmsum sviöum þjóö-
lífsins. Þar má nefna efnahagskreppu,
vistkreppu, listkreppu, hugmynda-
kreppu, trúarkreppu, kreppu í stjórn-
málum og innan fjölskyldunnar.
Aö loknum erindunum fluttu Stein-
grímur Hermannsson forsætisráö-
herra og Albert Guömundsson fjár-
málaráðherra stutt ávörp og sátu síö-
an fyrir svörum.
Ráðstefnunni lauk meöpallborösum-
ræöum, og þar kom m.a. fram aö
mannkynið ætti nú meiri möguleika en
áöur á því aö ráöa fram úr vandamál-
um sínum og krepputal væri því ekki
viö hæfi. Skilningur á efnahagskerfinu
væri meiri en áöur og viö ættum meiri
möguleika á aö skipuleggja framtíö
okkar.
Þaö kom einnig fram í pallborösum-
ræöunum aö viö hefðum lagt mikið í
sölumar til aö öölast þaö sem viö höf-
um. -GB
New York vill
Sauðárkróksvatn
„New York borg er tilbúin til aö
kaupa 20 þúsund tonn af vatni frá
ferskvatnsverksmiðjunni á Sauöár-
króki, ef framleiösla kemst í gang, og
vatniö er búið aö fá „Good Housekeep-
ing” stimpil frá Ameríku,” sagöi
Albert Guömundsson fjármálaráö-
herra m.a. er hann sat fyrir svörum á
ráöstefnu Lífs og lands á laugardag.
Albert var þó nokkuð spuröur um
menningarmálin og fjárstyrki ríkisins
til þeirra og það kom fram h já ráöherr-
anum aö bæði Sinfóníuhljómsveitin og
Þjóðleikhúsiö myndu leggjast niöur ef
ríkiö hætti aö styöja þau. Ráðherrann
lagði áherslu á aö fólk yröi aö taka
meiri þátt í aðgöngumiðaverðinu.
Fjármálaráöherra og forsætisráö-
herra eru ekki á einu máli um hvort
selja eigi Sinfóníuhljómsveitina, og
bauöst Albert þá til aö gefa Steingrími
hana.
„Viltuhana?”spuröi Albert.
Og Steingrímur svaraöi: „Ekki ef ég
þarf aö borga meö henni. ”
-GB
Frá æfirtgu íslenska dansfíokksins á afmælissýningunni.
Afmælissýning
íslenska dansflokksins
íslenski dansflokkurinn er tíu ára
um þessar mundir og veröur afmælis-
ins minnst meö sýningu á þremur nýj-
um íslenskum ballettum. Frumsýning-
in veröur fimmtudaginn 24. nóvember
kl. 20 í Þjóðleikhúsinu, önnur sýning
veröur laugardaginn 26. nóvember kl.
15 (ath. óvenjulegan sýningartíma) og
þriöja sýningin verður þriöjudaginn
29. nóvember kl. 20. Sýningar verða
ekki fleiri en þessar þrjár.
Dansararnir í sýningunni eru Asdís
Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir,
Auöur Bjarnadóttir, en hún dansar nú
aftur hér á landi eftir aö hafa starfaö
erlendis sl. fimm ár, Birgitta Heide,
Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir,
Helena Jóhannsdóttir, Katrín Hall,
Olafía Bjamleifsdóttir, Sigrún
Guömundsdóttir, Einar Sveinn
Þóröarson, Jóhannes Pálsson og Örn
Guömundsson. Einar Sveinn dansar
sem gestur í sýningunni, en hann hefur
dvalist í Bandaríkjunum undanfarin
ár viö balletnám og sem fastráöinn
dansari. Einar kom hingað heim fyrir
tveimui' árum og vakti þá mikla
, athygli í Giselle hér í Þjóöleikhúsinu.
Höfundar ballettanna sem sýndir
veröa eru Nanna Olafsdóttir, Ingibjörg
Bjömsdóttir og dansflokkurinn. Leik-
myndir eru eftir Sigurjón Jóhannsson,
en lýsingu annast Árni Baldvinsson.
-ÖM