Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Side 13
DV. MÁNUDAGUR 21. NÖVEMBER1983.
13
tonnum frá Grænlandi og jafnvel
kannski úr suöurátt frá Færeyjamið-
um. Þaögeturlíkafariöá annan veg
og aö við náum því ekki að fiska
þessi 200 þús. tonn. Þaö getur aftur
farið eins og í ár aö ekki veröi náð
þeim afla sem viö ætlum okkur eöa
teljum æskilegt að veiöa. Þótt svo
færi fengjum viö aö vísu skell, en þaö
væri skellur sem viö ættum aö vera
menn til aö taka á okkur ef allt væri
meö felldu. I áratugi var Noröur-
landssíldin aöalfiskstofninn og veiði
hennar undirstaöa bátaútgeröar á
Islandi. Ár eftir ár og áratímabil
eftir tímabil hvarf þessi silfurfiskur
af miðunum. Stundum gerðist þorsk-
urinn okkar einnig tregur sömu afla-
leysisár. Þessi aflaleysisár stóö
sjávarútvegurinn af sér og þjóöarbú-
iðlíka.
Fleirí fiskstofnar
Utgerö á þessum árum var miklu
einhæfari en nú, nýtanlegar fiskteg-
undir voru þá fyrst og fremst þorsk-
ur og síld. Þótt nú sé um stund nokk-
uö dökkt i álinn í sambandi við þorsk-
stofninn og karfastofninn reyndar
líka, skulum við hafa þaö i huga og
viðurkenna þaö aö viö sliku má alltaf
búast og viö slíkar lægðir í aflabrögö-
um höfum við búiö. En sem betur fer
höfum við nú í fleiri fiskstofna aö-
sækja en áöur. Síldin er nú vaxandi
fiskstofn, þaö er jafnvel gefið undir
fótinn um það aö Norðurlandssíldin
komi brátt á miðin aftur. Humar og
hörpudiskur skila drjúgu í þjóðarbú-
iö, rækjan hefur komiö af staö nýju
ævintýri fyrir noröan, líku síldar-
ævintýrinu í gamla daga. Sótt er í
loönuna á ný, verksmiðjur og skip
sem verið hafa stopp undanfariö eru
nú komin á miöin á ný og verk-
smiöjur eru famar aö snúast. Verö á
fiskilýsi og mjöli er mjög hækkandi,
sú þróun getur gert kolmunnaveiðar
í bræöslu vel arðbærar og einnig
spærlingsveiðar.
En þetta er ekki nóg. Ástandiöhjá
íslenskum sjávarútvegi er þannig að
þaö er ekki nóg aö koma meö afla að
landi þótt það sé metafli. Þrátt fyrir
það er tap á aö gera út fiskiskip á ís-
landi. Þeir sem tala um þaö aö
sjávarútvegur sé styrkþegi á þjóö-
inni ráöa allt of miklu hjá okkur í
dag. Þaö er ekki allt meö felldu i
sambandi viö þaö hvernig búiö er aö
þessum undirstöðuatvinnuvegi okk-
ar. Fjármagnskostnaöur er það
mikill aö þótt allt afiaverömæti ný-
legs skips sé notað til þess aö greiða
þann kostnað dugar þaö ekki. Upp-
lýsingar um þann þátt komu greini-
lega fram í sjónvarpsviðtali fyrir
nokkm, þegar rætt var viö útgerðar-
mann togarans Úskars Magnússon-
ar áAkranesi. Skipinhafa veriölát-
in standa ábyrg fyrir greiðslu doll-
aralána meö allt aö 22% vöxtum og á
meðan dollarinn hefur hækkað yfir
100% hefur fiskverö ekki hækkaö
nema um hluta þeirrar upphæðar.
Með sliku fyrirkomulagi hefur verið
skipulögö millifærsla frá sjávarút-
vegi til banka og milliliða. Sjávarút-
vegur og launþegar í landinu látnir
standa undir óskapnaöareyðslukerfi
banka og verslunar, allt of stórs
fragtskipaflota sem ekki nýtir nema
rúmlega helming flutningsgetu
sinnar, þriggja olíufélaga, trygg-
ingafélaga og annarra illa stjórn-
aöra milliliöaþátta.
Afætustofnanir
Þótt svarta skýrslan sé ábending
um aukna erfiöleika í íslenskum
sjávarútvegi þá eru þeir erfiðleikar
sem þar blasa við yfirstíganlegir ef
afætustofnunum þjóöfélagsins verö-
ur gert erfitt um vik aö draga til sín
allt of stóran hluta af aflahlut sjávar-
útvegsins og þeim um leið gert að
skila aftur til þessa undirstöðuat-
vinnuvegar þeim fjármunum sem
þessir aöilar hafa á undanfömum
mánuöum og árum ranglega tekið til
sinnar eyöslu frá sjávarútveginum.
I slikri aögerö þarf pennastrikið,
sem fjármálaráðherra hefur boöað
aö koma skuli, að felast. Væntanlega
heyrum viö meira af því á næstu dög-
um.
Sjómönnum og fiskifræðingum er
nú kennt um hvernig komið er fyrir
þorskstofninum. Þessum aöilum var
einnig kennt um minnkun loðnu-
stofnsins, um hrun Norðurlandssíld-
arinnar. I öllum þessurn tilfellum
bendir flest til að um náttúrufræði-
legar sveiflur hafi veriö aö ræöa.
Frávik frá áætlun fiskifræðinga hafi
fyrst og fremst verið af slíkum toga.
Viö slikum sveiflum megum við
alltaf búast, en sem betur fer eru
slíkar sveiflur ekki alltaf á verri veg-
inn, stundum eykst afli umfram það
sem búist er viö. Það er sjálfsagt aö
ræöa um æskilega stærö fiskiskipa-
flotans, skipulagningu veiöa og
vinnslu og þó fyrst og fremst bætta
meðferð og verömætisaukningu á
afla og gera þar eitthvað raunhæft.
Sú umræöa og aðgeröir henni tengd-
ar breyta ekki því að sjávarútvegur-
inn er best rekna atvinnugreinin á Is-
’landi og íslenskur sjávarútvegur er
trúlega best rekni sjávarútvegur í
heimi. Islenskir sjómenn skila
margföldum afköstum á við starfs-
bræður þeirra í nálægum löndum og
úthald íslenskra fiskiskipa, úthalds-
dagar á ári, er miklu meira hjá
okkur en hjá fiskiskipum nágranna-
þjóöa.
Hin neikvæöa umræða um sjávar-
útveginn og sú afstaða og þau kjör,
sem sjávarútveginum eru nú búin af
stjómvöldum, breyta heldur ekki því
að það er sjávarútvegurinn sem hef-
ur búið okkur þau lífskjör sem viö höf-
um og búum nú viö. Þegar sjávarút-
vegurinn er rekinn meö tapi í met-
aflaárum eins og 1981 og 1982 og enn
hrikalegra tapi nú, þegar dregur úr
afla, þá er þaö vegna þess aö þeir
sem eiga aö verja hagsmuni hans
hafaekkistaöiösig. Afætuöflunum í
þjóðfélaginu hefur ekki veriö haldiö í
skefjum. Ef undanhaldi fyrir þeim
öflum veröur snúiö í sókn þurfum við
ekki mjög aö óttast afleiðingar
svörtu skýrslunnar né horfa fram á
versnandi afkomu almennings.
Skúli Alexandersson
alþingismaður.
ái| „Það er sjálfsagt að ræða um æskilega
w stærð fiskiskipaflotans, skipulagningu
veiða og vinnslu og þó fyrst og fremst bætta
meðferð og verðmætaaukningu á afla og gera
þar eitthvað raunhæft.”
samstaöa í flokknum — á meðan sér-
framboö var i fullum gangi fýrir
vestan, — þá lýsti hinsvegar 1. þing-
maður Vestf jarða þeirri skoðun sinni
— á öðrum fundi vestur á Isafiröi, —
aö ef sérframboð sjálfstæöismanna á
Vestfjörðum fengi aö bjóða fram
DD-lista þá myndu 6—7 sérframboð
koma fram í Reykjavík einni. —
Þarna rákust fullyrðingar forystu-
manna á meö heldur hlálegum hætti.
Leiðir til pólitískrar for-
pokunar
Nei, góðir sjálfstæöismenn, — ef
okkar flokkseining er ekki þving-
unarlaus, byggð á heilindum og
gagnkvæmu trausti flokksforystu og
almennra flokksmanna, — ef hún
þolir ekki dagsljósið, þá er sú eining
ekki túskildingsvirði, leiöir fyrr eða
síðar til pólitiskrar forpokunar, múg-
mennsku, — hugsjónadauöa og er
heiðvirðum stjórnmálaflokki
ósamboöin.
Það var annars ekki ætlun mín að
hafa hér uppi klögumál og því síður
nein skriftamál vegna þeirrar
flokkslegu uppákomu sem sérfram-
boöið fyrir vestan óneitanlega var.
Eg tel mig ekki þurfa að biöjast
afsökunar á neinu. Eg tók þátt í sér-
framboðinu af heilum hug í sátt við
eigin samvizku, sem ég mat einfald-
lega meira en nauðungarsátt viö
flokkinn og þá pólitísku samherja,
sem létu sér sæma aö kalla okkur
sérframboðsmenn flokkssvikara og
öðrum illum nöfnum í vöm fyrir sitt
eigiö pólitíska og persónulega skinn
— og voru ekkert sérlega vandir að
meðulum.
Þetta var mér persónulega og póli-
tískt stórkostleg reynsla. Eg
kynntist fjölda af kjarkmiklu og
heiðarlegu fólki, sem ekki lét ógna
sér til hlýöni af stóra miöstjómar-
valdinu fyrir sunnan né litla mið-
stjórnarvaldinu fyrir vestan, — en
fór sínu fram í krafti eigin sannfær-
ingar. Ég kynntist því lika, að betri
eru opinberir óvinir en falskir vinir.
Af hálfu sérframboðsins var
hvergi fiskað í gmggugu vatni og það
verða ekki stuðningsmenn þess, sem
af hefndarhug og heiftrækni ala, aö
leikslokum, á erjum og ósætti meðal
sjálfstæðismanna vestra, — hvernig
svo sem hinir láta. Og því er á þetta
mál minnst, hér og nú, að ég tel það
ná langt út fyrir mína eigin persónu.
Að sjálfsögöu varðarþaðallan flokk-
inn, sem erfið reynsla, er sitthvaö
má læra af, og hlýtur að vekja ýmsar
spumingar, sem þyrfti að fást svar-
aö.
Þannig er sú spurning mér enn
ofarlega í huga í þessu sambandi
hvemig það má vera að sérframboð
óánægöra flokksmanna í nafni
flokksins — DD-lista, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn á í hlut — sem
Bjami heitinn Benediktsson kom inn
í kosningalög á sínum tíma — fyrir
20—30 árum og ungir sjálfstæðis-
menn börðust kröftuglega fyrir, —
hvemig þaö má vera, aö slíkt sér-
framboð virðist nú teljast pólitískt
ódæði í augum forystusveitar Sjálf-
stæðisflokksins.
Hvað merkir hin breytta
afstaða?
Skyldi Bjarni Benediktsson hafa
séð þaö fýrir, er hann átti hlut að því
síðar að færa úrskurðarvald í slíku
máli til flokksstjórnar, að Sjálf-
stæðisflokkurinn geröi þaö aö
,,prinsip”-máli að samþykkja aldrei
slíkt framboö. — Er þessi breytta af-
staða merki um aukna festu og var-
fæmi og sem slík til góðs fyrir flokk-
inn? Eða ber hún vitni þverrandi
frjálslyndi og vaxandi flokksræði,
pólitískum eintrjáningshætti og
virðingarleysi fyrir rétti minnihlut-
ans?
Og ungir sjálfstæðismenn, — eru
þeir ekki ungir lengur? Nær samúö
Kjallarinn
Sigurlaug Bjarnadóttir
þeirra, í baráttunni milli frelsis og
valds, ekki lengra en til hinna óbeizl-
uðu markaösafla í efnahags — og
viðskiptalífi? Og er frjálshyggja,
sem mælir með klámi og okurstarf-
semi í nafni frelsis og mannréttinda
— á réttri leiö? Sbr. greinaskrif eins
aðaltalsmanns ungra frjálshyggju-
manna að undanfömu?
Höfundur „Frelsisins”, John Stu-
'art Mill, talar einhvers staðar um
hættuna af „fastasvefni fastra skoð-
ana”. Er suma ungu mennina okkar
strax farið að syf ja ?
Og enn spyr ég — spurningar, sem
hefir vakaö í huga mér frá því er ég
fyrst leiddi hugann að stjórnmálum:
Hver er hinn góði flokksmaður? Er
þaö sá sem bergmálar nógu dyggi-
lega og gagnrýnilaust boðorð flokks-
stjómarinnar, gætir sín að tala nógu
varlega, styggja engan, þegja frem-
ur en segja það sem spiÚt gæti fyrir
honum á pólitískri framabraut —
jafnvel sjálfum ráðherrastólnum.?
Er það sá, sem lúrir á sannfæringu
sinni fremur en láta hana koma fram
— beint frá hjartanu, hugsanlega í
óþökk fyrirmanna í flokknum sem
halda um valdataumana?
Skoðanaf relsi
Þetta eru spurningar, sem að sjálf-
sögðu snerta alla stjórnmálaflokka
en eru settar hér fram með sérstakri
skírskotun til Sjálfstæðisflokksins.
Þær fela í sér um leið þá samvizku-
spumingu hvort sjálft skoöanafrels-
iö, hin helgu mannréttindi, er í raun
jafnhátt skrifaö í íslenzku stjóm-
málastarfi og látiö er í veöri vaka í
stefnuyfirlýsingum, sem eiga að
ganga í augun á háttvirtum kjósend-
um — ekki sízt unga fólkinu?
Sem sjálfstæðismaður geri ég
hærri kröfur til Sjálfstæðisflokksins
en annarra flokka lun starfshætti og
framgöngu alla í íslenzkum þjóðmál-
um. I mínum huga stendur hann
fyrir fleiru en einkaframtaki í at-
vinnulífinu, svo heilshugar sem ég
aöhyllist þaö sjónarmið. Hann
verður — ekki bara í oröi heldur líka
á borði, aö standa yfir hugsjóninni
um heiðarleik og drengskap í öllum
mannlegum samskiptum, — líka í
pólitíkinni, undir kjöroröinu „Gjör
rétt, þol ei órétt”, í kröftugri and-
stöðu við hvers konar óheilindi,
bitlingasnap og metorðakapphlaup,
sem illu heilli hefir komið óoröi á Is-
lenzk stjórnmál í augum almennings
og valdið trúnaðarbresti mitli
þjóðarinnar og ráðamanna hennar.
Hollusta og tryggð við flokkinn,
sem sannarlega ber aö viröa, mega
ekki gera ímynd hans i augum
flokksmanna að goöi á stalli eða
postulinskú á stássstofuborði, sem
eitt óvitaspark geti brotið mélinu
smærra. Flokkurinn okkar er ekkert
annað en við sjálf, lifandi fólk, sem
aöhyllist svipuð lífsviðhorf og hug-
sjónir, er við teljum horfa til f arsæld-
ar fyrireinstaklinga og þjóðarheild.
Sjálfstæðisflokkurinn verður aö vera
sívakandi og sívirkt þjóðfélagsafl,
sem lagar sig að íslenzkum aðstæð-
um og hraðfleygum þjóðlífs-
breytingum, afl sem þolir gagnrýni
og ágjöf í órólegum sjó, afl, sem ekki
má hefta í fræðilegum erlendum
kennisetningum, klíkuskap og inn-
byrðis deilum.
Faðirvorið — Hayek og
Friedmann
Viö — sjálfstæðismenn, sem ekki
höfum enn snúið faðirvorinu upp á
Hayek og Friedmann, viljum, að í
Sjálfstæðisflokknum sé hátt til lofts
og vítt til veggja, þar sem lífsviöhorf
fólks úr öllum stéttum í sveit og við
sjó finni hljómgrunn og mannleg
verömæti metin sem skyldi.
Ég er orðin langoröari en ég ætlaöi
í upphafi. Drep því aðeins hér í lokin
á það atriði, sem hæst ber í almennri
umræðu á Islandi um þessar
mundir: Er ríkisstjórnin okkar á
réttri leið? Raunar er því slegið föstu
af stuöningsmönnum hennar, að svo
sé. Sjálf hef ég þegar á opinberum
vettvangi lýst þeirri skoðun minni,
að þaö hafi verið nauösynlegt — út úr
neyð, að grípa til jafnharkalegra
ráðstafana og raun ber vitni. — En,
ég hef jafnframt talið — og tel — að
þær ráðstaf anir hefðu átt að markast
af meiri sanngirni og hyggindum —
meiri skilningi á högum þeirra, sem
búa við rýrustu kjörin og mega því
síst við kjaraskerðingu. En gamla
sagan endurtók sig því miður nú sem
fyrr — það var byrjað á öfugum
enda.
Ég vil einfaldlega ekki trúa því, að
ríkisstjómin hefði ekki getað, ef hún
hefði viljað, tryggt betur í bráða-
birgðalögum sinum hag þess
tiltölulega fámenna hóps — að ég tel,
sem nú sannanlega kemst engan
veginn af. Eg hafna þeim rökum sem
hreinni uppgjöf, að háiaunahóparnir
í þjóðfélaginu hefðu aldrei liðið, að
harðar væri að þeim gengið en þeim
launalægstu. Eöa eru ekki allir
landsmenn jafnir fyrir lögum?
, Og þaö er engin furða þótt upp rísi
hneykslunaralda út af fríöindafarg-
ani — og í sömu andrá sultarólar-
söng ráðherranna okkar — ekki bara
Steingríms Hermannssonar, sem í
engu slá af í kröfum sér til handa — á
neyðartímum aö þeirra eigin sögn.
Það er alveg rétt, að ráðamenn mega
ekki hlaupa eftir hverjum goluþyt al-
menningsálitsins en bein lítilsvirðing
á þvi sama almenningsáliti er aðeins
ein hliðin á valdahroka.
Sigurlaug Bjamadóttir,
fyrrv. alþingismaöur.
^ „Ein eining, sem byggð er á valdboði og
nauðung — og óskhyggju þar á ofan,
samrýmist ekki þeim hugsjónum Sjálfstæðis-
flokksins um frjálsa hugsun og sjálfstæða ein-
staklinga, sem við viljum helst í heiðri hafa
99