Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Side 25
24
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983.
DV. MANUDAGUR 21. NOVEMBER1983.
íþróttir__________________íþróttir __________íþróttir__________________íþróttir_________________íþróttir íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir
Sváfu á
hurðunum
— KR-ingar
ífélagsmiðstöð
íLúxemborg
Þegar leikmenn Brcchem frá 1 úxem-
borg voru hér á ferö fyrir skömmu og léku
fyrri leikinn gegn KR í Evrópukeppni
bikarmeistara í handknaUleik létu KR-
ingar andstæðinga sína lúra á Hótel Esju
sem hingað til hefur þótt boðiegnr
gististaður.
Það kom því KR-ingum talsvert á óvart
' þegar þcir léku síöari leikinn ytra um helg-
ina að þeim hafði veriö komið fyrir á
félagsmiöstöð emni og voru dýnur þær er
undir þeim áttu aö vera um nóttina í
mýkra lagi. Varð uppi fótur og fit í herbúð-
um þeirra röndóttu þegar ganga átti til
náða. Leystu þeir vandamáliö þanuig að
þeir tóku skápahurðirnar sem á herbcrgj-
unum voru af hjörunum og lögðu þær undir
dýnurnar. Og á hurðunum sváfu þeir allir
sætt og rótt og mættu eldhressir í leikinn
daginn eftir og unnu góðan sigur.
-SK.
35 þúsund
fögnuðu
Wallace
áIbrox!
— Aberdeen með þriggja
stiga forustu í skosku
úrvalsdeildinni
Yfir 35 þúsund áhorfendur mættu á
Ibrox Park, leikvöll Rangers í Glasgow, til
að fagna endurkomu Joek Wallace sem
framkvæmdastjóra Rangers en þrisvar
hcfur Rangers unniö þrennuna miklu í
skosku knattspyrnunni undir stjórn Wall-
ace. Á laugardag gerði liðið markalaust
jafntefli við meistara Dundee Utd. sem
gefur til kynna að betri timar séu í
vændum á Ibrox. Fyrir leikinn hafði Rang-
ers tapað fimm lcikjum í röð. Liðiö í
fallhættu.
Urslit í skosku úrvalsdeildinni á laugar-
daguröuþessi:
Aberdeen-Hearts 2-0
Dundee-Motherwell 2-0
Hibernian-St. Johnst. 4-1
Rangers-Dundee Utd. 0-0
St. Mirren-Celtic 4-2
Mest komu úrslitin á Love Street í
Paisley á óvart. Celtie skoraði tvívegis á
fyrstu 19 minútunum, Tommy Bums og
Roy Aitken en leikmenn St. Mirren gáfust
ekki upp. Þeim tókst að sigra í leiknum.
Komust í 3—2 í fyrri hálfleik með mörkum
fan Clark, John McCormack og Frank
McDougall. I siðari hálfleik reyndi Celtic
mjög aö jafna en það fór á aðra leið. Ian
Scanlon, fyrrum kantmaður Aberdeen,
skoraði f jórða mark Paisley-liðsins.
Aberdeen hefur nú þriggja stiga forustu
og vann auðveldan sigur á Hearts með
mörkum Dough Rougvie og Neal Simpson.
Staðan ernú þannig:
Aberdeen 13 10 1 2 36- -7 21
DundeeUtd. 12 8 2 2 29- -9 18
Celtic 13 8 2 3 35- -18 18
Hearts 13 6 3 4 15- -14 15
Hibernian 13 6 1 6 21- -24 13
Dundee 13 6 1 6 20- -24 13
St. Mirren 12 3 5 4 15- -18 11
Rangers 13 3 2 8 16- -24 8
Motherwell 13 1 5 7 8- -24 7
St. Johnstone 13 2 0 11 11- -44 4
-hsím.
Úrslit
íborðtennis
Keppni hélt áfram í svcitakcppni Borð-
tennissambands íslands i gær. Urslit.
1. dcild karla
ÖminnA—KRB 6—4
Vikingur B—KR A 3-6
1. dcUd kvenna
öminn A—Örninn B 3—0
öminn B—UMSB B 3-0
Víkingur—UMSBB 0-3
örninn A—UMSB A 2—3
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Singer skapar meiri saumagleði.
Singer 7184
Einfbld saumavél; Blindsaumur,
íjölspora Zig-Zag og teygjanlegur
saumur, sjálfvirkur hnappagata-
saumur og fríarmur.
Staðgreiðsluverð Kr. 8.730.-
Singer 7110
Alhliða saumavél; Styrktur teygju-
saumur, blindsaumur fyrir falda,
fjölspora Zig-Zag, sjálfvirkur
hnappagatasaumur, nokkur
munstur fyrir útsaum og fríarmur.
Staðgreiðsluverð Kr. 9.962,-
Singer 2010
Fullkomin saumavél; Rafeindastýring,
með minni fyrir 29 munstur, þræðari,
stillanlegur blindsaumsfótur auk
alls sem prýðir hinar þrjár.
Staðgreiðsluverð Kr. 23.243,-
Singer 7146
Fjölhæf saumvél; Rafeindastýring,
auk alls sem prýðir Singer 7184
og 7110.
Staðgreiðsluverð K r. 11.510.-
Rafeindastýring þýðir í raun
aðeins eitt: Áreiðanleika.
Góðir greiðsluskilmálar
nmqnwp
ntu u á ú
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38902
Stórskotahríð í Firðinum
síðari leik liðanna í gærkvöldi
Leikurinn í sjálfu sér var hrein
endaleysa og villumar margar og þaö
á báöa bóga. FH komst ekki virkilega í
gang, en var þó strax eftir 15. mín. leik
komið með yfirburðastööu, 10—3.
Áfram héldu þeir svo að auka forskotiö
og þrettán mörk skildu liöin í hálfleik.
Allir leikmenn FH komu við sögu í
markaskoruninni og meira að segja
markveröirnir, Sverrir Kristinsson og
Magnús Árnason létu sitt ekki eftir
liggja meö því skora úr vítaköstum í
seinni hálfleik.
Mörkin skoruðu: Þorgils Ottar 10,
Hans 9/2, Kristján 5/1, Pálmi 5/1, Guð-
mundur Magnússon 4/1, Atli 3, Eggert
3, Jón E. Ragnarsson 1, Sveinn 1,
Finnur Árnason 1, Magnús 1/1 og
Sverrirl/1.
-AA.
Borg vann
Björn Borg sýndi gamla takta í
tennisnum þegar hann sigraði Vitas
Gerulaites, einn besta tennisleikara
USA, 4—6, 6—2, 6—3, 3—6 og 6-2 í
Bahrain olíuríkinu á laugardag. Fyrir
það fékk hann 50 þúsund dollara en
Kaninn 25 þúsund. Eftir leikinn sagði
Bjöni að hann ætlaði alls ekki að fara
að keppa i tennis á ný.
-hsim.
— FH sigraði Maccaby, 44-16, í
Það var heldur létt verk hjá FH að
Ijúka síðari leik sínum gegn ísraelska
liðinu Maccaby í IHF
Evrópukeppninni. FH vann með 28
marka mun, 44—16, eftir að hafa leitt
20—7 í hálflcik.
Önnur eins flugeldasýning hefur ekki
sést hér á landi í Evrópukeppni.
Israelska liðiö er svo slakt aö það
myndi varla sóma sér í 2. deildinni hér
á landi. Reyndar var þessi leikur í
Alfreð skoraði
6mörk
íþróttahúsi Hafnarfjaröar fyrir fullu
húsi áhorfenda eingöngu formsatriði
fyrir FH að ljúka leiknum. FH hafði
unnið með 16 marka mun í fyrri leikn-
um og þar með hafði liöið tryggt sér
sætií8-liðaúrslitum.
Miklar breytingar voru gerðar á liöi
FH miðaö viö síðustu leiki þess og
nokkrir ungir piltar fengu aö spreyta
sig. Allir leikmenn FH komu undan-
tekningalaust vel frá leiknum enda
allar flóðgáttir opnar upp á gátt hjá
Maccaby og nóg aö gera viö að raöa á
þá mörkurn. Maccaby hefur ekki yfir
neinni skyttu að búa og var auðvelt
viðfangs fyrir stóra og stæðilega pilta í
FH-vörninni.
Stórsigur HSK og Is-
landsmet fyrirliðans!
— Héraðssambandið Skarphéðinn vann yfirburðasigur í bikarkeppninni í sundi
Sundfólk Héraössambandsins
Skarphéðins vann yfirburðasigur í
bikarkeppninni í sundi, 1. deild, sem
lauk í sundlaug Hafnarfjarðar í gær.
Það hlaut 158 stig. í þriðja sæti komu
Akurnesingar — sigurvegarar í fyrra
— með 100 stig. Sundfélag Hafnar-
fjarðar hlaut 91 stig og UMFN
Njarðvíkur rak lcstina með 65 stig.
Fyrirliöi Skarphéðins, Tryggvi
Helgason, Selfossi, vann mesta afrekiö
í gær, þegar hann setti nýtt Islandsmet
í 200 m bringusundi. Synti vegalengd-
ina á 2:26.0 mín. Eldra Islandsmetiö
átti hann sjálfur, 2:27.09 mín. Urslit í
einstökum greinum í gær uröu þessi en
frásögn af bikarkeppninni er einnig á
bls.27.
200 m f jórsund karla
1. TryggviHelgason,HSK, 2:15,6
2. EðvarðEðvarðsson, UMFN, 2:18,6
3. Kristinn Magnússon,SHH, 2:32,2
200 m flugsund kvenna.
1. Anna Gunnarsd. Ægi, 2:36,2
2. Sigurlaug Guðmundsd. lA 2:53,1
3. Guðrún Pálsdóttir, HSK, 3:00,5
100 m skriðsund karla
1. Ingi Þór Jónsson, IA. 54,6
2. MagnúsOlafsson.HSK, 57,0
3. Þröstur Ingvarsson, HSK, 58,4
100 m baksund kvenna
1. Ragnh. Runólfsdóttir, IA, 1:13,4
2. Bryndís Ölafsdóttir, HSK, 1:17,8
3. Elín Viðarsdóttir, lÁ, 1:19,1
200 m bringusund karla
1. TryggviHelgason,HSK, 2:26,0
2. Arnþór Ragnarsson, SH, 2:39,3
3. ÞórðurÖskarsson,UMFN, 2:44,0
100 m bringusund kvenna
1. GuörúnFemaÁgústsd., Ægi 1:17,3
2. Ragnh. Runólfsdóttir, IÁ 1:18,2
3. MaríaÖladóttir, HSK, 1:23,1
100 m flugsund karla
l.IngiÞór Jónsson.lA, 1:00,9
2. Magnús Olafsson, HSK, 1:03,8
3. Þröstur Ingvarsson, HSK, 1:06,5
200 m skriðsund kvenna
1. BryndísOlafsdóttir.HSK, , 2:16,5
2. Guðrún Fema Ágústsd, Ægi, 2:16,7
3. Guðbjörg Bjarnadóttir, HSK, 2:18,4
200 m baksund karla
1. EðvarðEðvarðsson,UMFN, 2:19,7
DapuHegir ÍR-ingar
töpuðu gegn KR-ingum
KR-ingar sigruðu IR-inga í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi
með 85 stigum gegn 78. iR-ingar voru á
köflum afspyrnulélegir og með þessu
áframhaldi blasir fallið við þeim.
Er skemmst frá því að segja að KR-
ingar gengu ákveðnir til leiks og voru
öryggið uppmálað meðan iR-ingar
virtust algjörlega úti að aka. Það var
ekki fyrr en ein mínúta var til hálfleiks
að iR-ingar komust yfir í fyrsta sinn.
Þá gerðist það óhapp að Benedikt
Ingþórsson meiddist illa í baki. Þurfti
að styðja hann út af við illan leik því
ekki reyndust til sjúkrabörur í húsinu.
Staöan í hálfleik var 44—42 fyrir KR. I
seinni hálfleik náöu KR-ingar fljótlega
góðu forskoti og með góðri baráttu
héldu þeir því allt til leiksloka og var
sigur þeirra aldrei í hættu. Lokatölur
urðu 85—78 fyrir KR.
Hjá KR-ingum var Guðni Guðnason
bestur og Jón Sigurðsson seigur að
vanda.
Hjá IR bar Gylfi Þorkelsson af, sér-
staklega í fyrri hálfleik, þar sem hann
skoraði 21 stig eða helming stiga liðs-
ins í hálfleik. Hann reif einnig niður á
annan tug frákasta og gerði fá mistök í
leiknum. Kristján Oddsson stóð sig
einnig vel og er furðulegt hversu fá
tækifæri hann hefur fengið til aö
spreyta sig. Aðrir voru fremur daprir
en það sem viröist hrjá suma iR-inga
mest er hversu þeir láta dómarana
fara í skapið á sér þegar þeim væri nær
að einbeita sér aö leiknum.
Stigin: KR: Guöni Guðnason 24, Jón
Sigurðsson 21. Páll Kolbeinsson 12,
aðrir minna.
IR: Gylfi Þorkelsson 28, Kristján
Oddsson 13. Hreinn Þorkelsson 10, aðr-
irminna.
Dómarar: Gunnar Valgeirsson og
Kristinn Albertsson voru lélegir og var
hreint ótrúlegt hvaö þeim tókst að sjá,
og hvað ekki. Það var því ekki furða
þótt sumum hitnaði í hamsi en það
gerir alltaf illt verra aö deila við
dómarann.
Maður ieiksins: Gylfi Þorkelsson IR.
Sökum plássleysis verður staðan í
deildinni svo og stigahæstu menn aö
bíða betri tíma.
Þ.S.
2. OlafurEinarsson,Ægi, 2:27,0
3. HugiHarðarsson,HSK, 2:27,4
4 x 100 m f jórsund kvenna
1. SveitÆgis 4:52,5
2. SveitHSK 5:03,7
3. SveitlA 5:07,3
4 x 100 m skriðsund karla
1. SveitHSK 3:50,8
2. SveitÆgis 4:00,3
3. SveitSH 4:02,8.
-hsím.
Alfreð Gíslason og félagar hjá Essen
áttu ekki í neinum vandræðum með
Dimitri Sofia í Evrópukeppni bikar-
hafa í seinni leik liöanna sem fram fór í
Essen í gær. Essen vann 27—12 en fyrri
. leikinn vann Sofia 20—18. Þannig er
Essen komið í 8-liða úrslitin eins og KR
eftir sigurinn í Lúxemborg.
Liekenbrock var markahæstur hjg
Essen með 7 mörk og næstu honum
kom Alfreð með 6 mörk. Fjölmörg
mörk Essen voru skoruð með
hraðaupphlaupum.
-AA.
Siggi Sveins
með 7 mörk
í góðum
sigri Lemgo
Sigurður Sveinsson átti skínandi
góðan leik með liði sínu Lemgo í v-
þýsku Bundesligunni í handbolta.
Sigurður skoraði 7 mörk í 25—20 sigri
Lemgo gegn Bergkamen. Önnur úrslit
urðu þessi.
Schwsbing-Göppingen 26—25
Niirnberg-Hiittenberg 24—23
Dankersen-Grosswallstadt 14—17
Grosswallstadt og Schwabing eru nú
efst í deildinni með 19 stig hvort lið.
Essen hefur náð 12 stigum og er í 5.
sæti og Kiel, lið Jóhanns Inga
Gunnarssonar, er meö 10 stig og er í 6.
sæti. Lið Sigurðar, Lemgo, er
neðarlega í deildinni með 4 stig.
Haukarunnu
meistarana
M jög óvænt úrslit er Haukar unnu Val, 74-69
„Varnarleikur okkar var frábær í
þessum leik. Það var fyrst og fremst
hann sem skóp sigur okkar,” sagöi
Einar Bollason, þjálfari Hauka, eftir
að nýiiðarnir í úrvalsdeildinni höfðu
gert sér lítið fyrir og sigrað tslands-
meistara Vals í Iþróttahúsi Hafnar-
fjarðar á laugardag. Lokatölur uröu
74—69 eftir að staðan í leikhléi hafði
verið 40—43 Haukum í hag.
„Það var greinilegt strax í byrjun að
barátta okkar kom Valsmönnum í
opna skjöldu. En baráttan er mikill
þáttur í leik okkar og körfuknattleik al-
mennt. Þeir reyndu allt til að stööva
Pálmar en hann lét þaö ekki fara í
skapiö á sér heldur lék félaga sína frá-
bærlega uppi,” sagði Einar Bollason
eftir leikinn og var greinilegt aö ánægj-
an var mikil með þennan dýrmæta
sigur.
Um gang leiksins er það helst að
segja að hann var lengst af jafn og
skemmtilegur. Munurinnoftastþrjútil
fimm stig og á annan hvorn veginn.
Haukar sjö stig yfir í leikhléi en í síöari
hluta síðari hálfleiks komust Vals-
menn þremur stigum yfir. Ungu strák-
arnir hans Einars Bollasonar létu mót-
lætið ekki aftra sér að sýna góðan og
öruggan leik síöustu mín. leiksins
og sigur nýliöanna var aldrei í hættu
lokamínúturnar.
Hálfdán Markússon var frábær í liði
Hauka og einnig áttu þeir Olafur
Rafnsson og Pálmar Sigurðsson góðan
dag. Það er alveg greinilegt, að
Haukar geta unnið hvaða lið sem er í
úrvalsdeildinni í dag og það má mikiö
vera ef liðið fellur í 1. deild.
Stig Haukar: Hálfdán Markússon 22,
Olafur Rafnsson 14, Kristinn Kristins-
son 11, Pálmar 8, Eyþór 7,Reynir 6.
Henning 4 og Sveinn Sigurbergs 2 stig.
Stig Vals: Kristján Ágústsson 18, Jón
Steingríms 16, Torfi 13, Tómas 12, Leif-
ur 6 og Einar Olafsson skoraði tvær
körfur.
Maður leiksins Hálfdán Markússon,
Haukum. -SK.
Hin stórskemmtilega handknattleikskona
Erla Rafnsdóttir skorar fyrir tsland gegn
Bandaríkjamönnum.
DV-ljósmynd Óskar Örn Jónsson.
Úthaldið búið
íþriðja leiknum
— Bandaríkin sigruðu
ísland, 21-14, á Selfossi
á laugardag
„Eftir þessa leiki við Bandaríkjamenn
hcfur komið í ljós að þaö sem íslenskan
kvennahandknattleik fyrst og fremst vant-
ar er úthald, snerpa og kraftur. Þær stúlk-
ur sem léku alla leikina þrjá voru gjör-
samlega útkeyrðar í síðasta leiknum og
það var ástæðan fyrir þessu tapi,” sagði
Viðar Símonarson. þjálfari islenska
kvennalandsliðsins, eftir þriðja leik Is-
lands gegn Bandaríkjamönnum sem
tapaöist 21—14 og leikinn var á Selfossi.
Obreytt lið var fyrstu tvo leikina en
fimm breytingar voru gerðar i þeim
þriðja. Liöiö náði ekki nógu vel saman og
sprakk á limminu í seinni hálfleiknum.
Staöan í hálfleik var 8—8 og haföi Kol-
brún Jóhannsdóttir í markinu varið mjög
vel. Alls varði hún 14 skot i leiknum sem er
ágætt. Bandarísku stúlkurnar nýttu hraða-
upphlaupin injög vel og skoruðu grimmt
úr þeim í seinni hálfleik.
Markahæstar í liöi Isiands voru Ingunn
Bemódusdóttir með 5 mörk og Guöríður
Guðjónsdóttir sem skoraöi 4 mörk.
-AA.
Bjami skoraði
sigurmarkið
Það voru aðeins nokkrar sekímdur eftir
af leiknum Wannc-Eickel-Nettelstedt
þcgar Bjarni Guðmundsson braust inn úr
horninu og skoraði sigurmark Wanne-
Eickel 23—22 gcgn sínum fyrri félögum í
Nettclstedt.
Þctta var fjórða mark Bjarna í leiknum
og frammistaða hans var mjög góð.
Wanne-Eiekel er nú eitt af efstu liðum í 2.
deildinni í v-þýska handboltaiium.
Fram sigraði
Fram sigraði Vikhig með þrcmur
hriuitm gcgn tveimur í 1. dcild karla á Is-
landsmótinu i blaki í Hagaskóla i gær-
kvöldi. Hrinurnar fóru: 15—9, 8—15, 15—
11,10-15 og 15—12.
Hjá Fram átti Haukur Magnússon góðan
leik. Þorvaldur Sigurðsson sýndi og mikil
tilþrif. Sterkastur Víkinga var Bjanii Þór-
hallsson. Arngrímur Þorgrímsson var að
vcnju traustur.
I 1. deild kvenna kom Völsungur enn á
óvart með öruggum sigri á IS í Ydölum á
föstudag. Leikurinn fór 3—0: 15—2, 15—4
og 15—6.
IS lék einnig á Akureyri og vann þar KA-
stúlkur í gær 3—0:15—8,15—8 og 16—14.
Þróttur rétt marði kvennaliö Vikings í
gærkvöldi 3-2: 15-4,15-3,11-15,13-15
og 15—9.
I 2. deild karla fóru tveir leikir fram í
Norðurlandsriðli. Á Akureyri vann A-lið
KA liö Skautafélagsins 3—0: 15—9, 16—14
og 16—14. A Dalvík hakkaði Reynivík B-lið
KA 3-0: 15-2, 15-5 og 15-0. I lokahrin-
unni gaf aðeins einn maður upp, Bjöm
Víkingsson skíðakappi. Björn þurfti sex
mínútur til að skora stigin fimmtán. Allur
leikurinn varö 29 minútna langur. -KMU.