Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR l.'DESEMBER 1983.
Lögreglan var á
slóð ræningjanna
í tvær vikur
Kókaínbirgðimar í ferðatöskunum tveim sem lögreglan fann á Kastrap.
STÓRAR KÓKAÍN-
SENDINGAR FUND-
USTÁ KASTRUP
OGÍNEWYORK
Fíkniefnalögreglan í New York lagði
í gær hald á kókaín fyrir um 44 milljón-
ir dollara og handtók sjö Colombíu-
menn. Þar á meðal voru þrír frosk-
menn sem höfðu verið á svamli í New
York-höfn til þess að ná í smygl-
sendinguna.
Höfðu þeir synt út í skip sem var úti
á höfninni og náð í þrjá vaðsekki sem
þeir héldu að innihéldu kókaíniö. En
leynierindrekar höföu áður skipt á eit-
urlyfjunum og púðursykri og talkúmi.
Þetta er næststærsta kókaínsending
(200 kg) sem lögreglan í New York
kemst yfir. 277 kg náöust í fyrra í höfn-
inniáLong Island.
Fyrr í þessari viku lagði danska lög-
reglan hald á stóra kókaínsendingu
sem fannst í tveim ferðatöskum á
Kastrupflugvelli. Voru þaö 42,5 kg,
sem metin eru á 80—100 milljónir
danskra króna, minnst. 20 kg af
maríjúana fundust í þriðju ferðatösk-
unni.
Fyrrum yfirmaður Pósts og síma í
Brasilíu rej list aðalmaðurinn á bak
við smyglið, sem hann stundaöi í skjóli
ferðafélags.
FLUGVOLLURINN /
BEIRÚT LOKAÐUR
Hollenska lögreglan leitar þriggja
manna fyrir hlutdeild í ráninu á bjór-
forstjóranum Freddie Heineken og bíl-
stjóra hans. Þeir tveir fundust hand-
járnaðir við vegg í smáklefa í vöru-
skemmu einni í Amsterdam snemma í
Þeir Heineken og Doderer, einkabíl-
stjóri hans, fundust kaldir og illa til
reika, hlekkjaöir í klefa í vöru-
skemmu, þar sem þeir munu hafa
verið faldir þessar þrjár vikur síðan
þeim var rænt. Lögreglan hafði í
nokkra daga fylgst með vöru-
skemmunni en réðst til inngöngu í
hana í gærmorgun. Hún hefur verið á
slóð ræningjanna í tvær vikur, eftir aö
henni barst nafnlaust bréf með
ábendingu um ræningjana.
Stærstu réttarhöld sem sést hafa á
Italíu vegna hryðjuverka hófust núna í
vikunni í kjölfarið á miklu fjaðrafoki
sem mildur dómur yfir viðurkenndum
moröingja (kveöinn upp í sama
réttarsal) hafðivakið.
Á sakabekknum sitja samtals 210
manns undir 800 ákæruatriöum. Þar á
meðal eru níu morð, fjöldi rána og
gærmorgun.
Lögreglan hefur handtekið 24 menn
vegna ránsins og náð aftur um átta
milljón gyllinum (um 80 milljónir ísl.
kr.) af lausnargjaldinu, sem mun hafa
veriö innt af hendi á sunnudagskvöld.
Kvisast hefur aö lausnargjaldið hafi
veriö milli 32 og 35 milljón gyllini.
Meöal þessara 24 handteknu eru þrír
menn sem taldir eru aðalmennirnir í
ráninu en þriggja annarra forsprakka
er leitað. Eru myndir birtar af hinum
eftirlýstu í hollensku blööunum í dag.
— Allir hinna handteknu eru Hol-
lendingar.
Lögreglan segir aö ránið hafi verið
velskipulagt.
Þriðjungur þessara 8 milljón gyllina
fannst í bifreið sem tilheyrði einum
hinna handteknu en hitt fannst á
heimilum hinna, vítt og breitt um
Amsterdam.
Réttvísin á Ítalíu tekur hryðjuverkamennina
fyriríhópum
Iíkamsárásir eftir sex ára hryðju-
verkaöldu í Lombardy-héraði á síöasta
áratug.
Sakbomingar eru flestir úr „Prima
linea” (framlínu)-hryðjuverkasam-
tökunum eða „Byltingamefndum
kommúnista”, en báðir þessir hryðju-
verkaflokkar vom innan samtaka
„Rauðu herdeildanna”, sem stóö að
skálmöldinni á Italíu á síðasta áratug.
Meðal moröa sem rétturinn fjallar
um í þessum málaferlum er morðið á
Paolo Paolett, rekstrarstjóra efna-
verksmiðjunnar í Soveso (þar sem
eiturslysið varð 1976) og morðið á
Enrico Pedenovi, héraðsfulltrúa
nýfasista.
En saknaö er af sakabekknum nokk-
urra foringja „Prima linea” sem bíða
dómsuppkvaðningar í Torino, eftir
fimm mánaða réttarhöld þar. I Torino-
réttarhöldunum lágu 135 hryöjuverka-
menn og vitorðsmenn undir ákærum.
Daginn áður en þessi fjöldaréttar-
höld hófust yfir hryðjuverkamönnun-
um í Mílanó hafði verið kveðinn upp
dómur yfir meira en 100 mönnum sem
fengu sumir allt aö 30 ára fangelsi.
Athyglin beindist þar mest að máls-
meðferðinni sem sex manna
morðingjasveit fékk. Hún myrti
Walter Tobagi, blaðamann við Mílanó-
blaðiö Corriere Della Sera. Einn sex-
menninganna haföi játað aö vera
annar tveggja manna sem skaut bana-
skotunum að blaðamanninum. En
játningar hans og samvinna við lög-
regluna leiddi til handtöku 50 félaga
hans og í staðinn fékk hann aðeins 81/2
árs fangelsisdóm. Var hann látinn laus
á meöan um áfrýjun hans verður
fjallað.
Tveir hryðjuverkamenn rauðu her-
deildanna forða sér á bifhjóli af vett-
vangi bankaráns en starfsmaöur, sem
reyndi að hefta þá liggur eftir, særður
skotsári.
Fangaskiptin valda
fiaðrafoki í ísrael
Ennryskingarí
prentara- deilunni
Breskir stjórnmálamenn bera hver
annan sökum vegna prentaradeilunn-
ar sem leiddi aftur til ryskinga milli
lögreglu og mótmælenda í gær.
Hundruö prentara og stuðningsmanna
buðu yfirvaldinu og nýju lögunum
birginn i gær og efndu til mótmælaað-
geröa með stööu viö blaðaprentsmiðj-
una í Warrington.
Lögreglan var fjölmenn á staðnum
og voru átta menn handteknir og færð-
ir á brott. Daginn áður höfðu um 4000
verkalýössinnar tekið þátt í mótmæla-
stöðunni við prentsmiðjuna en í þeim
róstum voru 86 handteknir. 43 lög-
reglumenn og mótmælendur hafa
meiðst í þessum átökum.
Flugvöllurinn við Beirút var lokaður
í gær vegna stórskotahríðar sem gekk
yfir höfuöborgina. Hafa hinir herskáu
drúsar hótaö að halda áfram stór-
skotahríöinni ef Líbanonher hörfar
ekki frá varðstöðvum sínum við flug-
völlinn.
Drúsar segjast vilja hefna stórskota-
árása sem stjómarherinn og bardaga-
sveitir kristinna hafi gert á fjallaþorp
þeirra suðvestur af Beirút að undan-
förnu. Segjast drúsar ekki munu hika,
jafnvel þótt hermennimir séu innan
um óbreitta borgara.
Um 1500 bandarískir landgönguliðar
halda uppi friðargæslu við flugvöllinn
en engan þeirra sakaði í árásunum í
gær.
Til átaka kom í f jöllunum suðaustur
af Beirút þar sem sömuleiðis áttust við
stjórnarhermenn og drúsar. Gekk þar
á eldflaugaskotum og stórskotahríð.
Mikiö fjaðrafok er nú í ísrael út af
fangaskiptunum á dögunum þegar nær
5000 PLO-föngum var sleppt í skiptum
fyrir 6 Israelsmenn. — Israelamir sex
komu til Tel Aviv í gær og var fagnað
við komuna sem hetjum nema af Rafa-
el Eitan, fyrrum yfirhershöfðingja,
sem sakar sexmenningana um að hafa
oröiö hemum til skammar og lagði til
aö þeir yrðu dregnir fyrir herrétt.
Segir hann, að þeir hafi í innrásinni í
Líbanon fyrir 14 mánuöum gefist upp
fyrir PLO, án þess að bera það við að
berjast eða svo mikið sem hleypa af
einuskoti.
Herzog, forseti Israels, hefur sam-
sinnt því sem Eitan segir, aö mennirn-
ir kunni aö hafa brugðist skyldu sinni í
innrásinni. Ýmsir eru á því, en telja að
sexmenningarnir hafi tekið út sína
refsingu meö 14 mánaða fangavist hjá
PLO.
Stjómarandstaðan er æf út af því aö
meöal PLO-fanganna sem sleppt var
voru 67 menn dæmdir fyrir hryðju-
verK..
Tafir á fjárhættuspilinu
Tvö hundmð fjárhættuspilarar
stungu spilapeningum sínum í
vasana og gengu út úr Golden
Nugget-spilavítinu fræga í Las
Vegas í gær, en það kom ekki til af
góðu. Gasleiðsla hafði rofnað og
varö aö rýma spilavítið. Tvístigu
þeir fyrir utan í tvær klukkustundir
uns öllu þótti óhætt aftur og snem
sér þá þegar í stað aö spilinu aftur.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
210 MANNS FYRIR
RÉni í EINU