Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Qupperneq 10
10 ( DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Notfærir Strauss sér mútumálið til að draga úr áhrifum frjálslyndra Á einskis manns færi aö öðlast áhrif Khomeinis Ur húsi einu og aðliggjandi mosku í útjaöri Theran stýrir Ruhollah Khomeini æösti klerkur byltingar- rikinu íran með fööurlegri hand- leiöslu og kjamyrtum skömmum á víxl sem hinir ótal valdakjamar islamska lýðveldisins verða aö sitja undir. Stjórnarskrá lýðveldisins, sem nú er oröin fjögurra ára, veitir æösta klerkinum eöa ayatollanum víötæk völd. Svo sem eins og umboö til aö lýsa yfir stríði, semja um friö eöa tilnefna háttsetta herforingja eöa dómara. Margar af mikilvægustu ákvörðunum eru teknar af honum einum og fáar tillögur minni spá- mannanna fá hljómgrunn ef hans blessun ekki fylgir þeim. Khomeini verður þó oftsinnis að láta sig smærri mál varöa og era þröngir stígarnir að húsi hans krökkir af gcstum sem til hans vilja leita meö erindi sín. Þar ægir saman áhrifamiklum stjórnmála- frömuöum, lágtsettum skrifstofu- blókum úr embættiskerfinu og syrgj- andi fjölskyldum sem eiga um sárt aö binda vegna stríðsins viö Irak. — I moskunni viö hliöina á húsi Khomeinis hitta margir hann aö máli. Þangaö slæöast gestirnir inn og setjast meö krosslagöa fætur á gólfiö. Veggir standa þarna berir aö undanskildum nokkram vegg- spjöldum meö byltingaráróöri. Mottur á gólfum era fábrotnar og ódýrar. Minni háttar embættismenn, verkamenn og jafnvel börn era þar innan um æöstu ráöamenn hers, ráöuneyta og trúarsöfnuöa. Á framhliðinni, sem snýr aö öng- strætinu, era steinsteyptar svalir í höfuöstærö. Tveim stundum eftir aö fyrstu gestir koma í moskuna birtist Khomeini jafnan á svölum þessum. Meö svartan vefjarhött á höfði og í svartri skikkju utan yfir gráan kufl gengur ayatollann fram hægum skrefum meö uppréttar hendur í kveöjuskyni og baðar sig í slag- oröahrópum fólksins sem veifar á móti krepptum hnefum í baráttu- kveöju. Khomeini sest í hægindastól sem komiö hefur veriö fyrir á svölur.um, og aöstoöarmaöur réttir honum hljóönema. Eftir aö hafa hlýtt á stutta ræðu forsvarsmanns gestanna tekur allsherjargoöinn sjálfurtilmáls. Hann predikar blaðalaust. I byrjun er röddin veik, eins og búast má við af 82 ára gamalmenni. En henni vex þróttur eftir því sem hann talar sig heitan, oft í skömmum yfir erlendu ríki sem styöur Irak í Persaflóa- stríðinu eöa aöfinnslum viö aöra klerka sem standa í flokkadráttum fyrir kosningar. Þegar Khomeini lýkur máli sínu upphefur múgurinn slagoröasönginn aö nýju en Khomeini rís upp, óstuddur af aöstoðarmönnunum og hverfur inn um gættina aö svala- baki. Hús Khomeinis er girt af frá strætinu fyrir framan þaö meö þriggja metra hárri jámgiröingu sem klædd hefur veriö dúkum í fána- litum lýöveldisins, rauðum, hvítum og grænum. Nágrannarnir segja aö þetta hafi áöur verið lúxusvilla auð- ugs sælgætisframleiöanda sem f lúöi í útlegð. Frá götunni sést þó lítið annað af húsinu en eitt homiö, með tveim gluggum, því að þaö liggur falið á bak viö laufþykkni hárra trjáa og bakhliöin liggur aö brattri hlíöElborz-fjalls. Að Allah og manna lögum í Iran er Khomeini eini maöurinn meö völd til þess aö segja fyrir verkum jafnt landstjóminni sem minni byltingar- mars síöasta fóru út um þúfur. En vilji Strauss nota sér Flick-mútu- hneykslið til meiri valda veröur Kohl kanslara töluveröur vandi á höndum. Strauss hafnaöi sárabótunum sem Kohl bauö honum í mars í staöinn fyrir utanríkisráöherrastól Hans- Dietrich Genscher. Það var varnar-; málaráöuneytiö og varakanslara- nafnbót. Strauss, sem hefur gegnt áöur embætti vamarmálaráöherra og fjármálaráöherra, gaf þá í skyn aö hann heföi áhuga á efnahags- málunum en honum buöust þau ekki. Leiötogar frjálslyndra demókrata standa á því fastara en fótunum að hvaö svo sem veröi um Lambs- dorff, sem er þeirra maður, þá muni flokkur þeirra halda efnahagsmála- ráðuneytinu. En máliö hefur ýft upp fyrri deilur úr stjórnarmyndunarviöræðunum milli kristilega sósíalbandalagsins (CSU) og frjálslyndra (FDP), þar sem Strauss þótti hlutur minnsta stjómarflokksins geröur of stór í ríkisstjóminni. Eftir aö frjálslyndir höföu hlaupist úr stjórn Helmuts Schmidts kanslara og þannig stuölaö aö því aö Kohl og hægri flokkarnir kæmust til valda hafði FDP tapaö miklu fylgi. Þingmannatala þeirra lækkaði úr 54 sætum niöur í 35 í mars- kosningunum. Þar með varö CSU næststærsti flokkurinn í samsteypu- stjórninni en FDP tókst þó að halda í mikilvæg ráöuneyti. Síöan hafa Strauss og flokksbræð- umir stööugt kvartaö undan þvi að ráöherrar FDP fylgi illa stjórnar- stefnunni samkvæmt stjómar- myndunarsáttmálanum og þá sér í lagi Hans-Dietrich Genscher. Meö lítið áberandi stuðningi Kohls, sem jafnan hefur vara á sér gagnvart stjórnmálakænsku Strauss, hefur Genscher staðið af sér tilburöi CSU til aö sveigja utanríkisstefnu Bonn meir til hægri. Um leiö hefur komiö fram mikill skoöanamunur í innanríkismálum, þar sem hinn harölínusinnaði Fried- rich Zimmermann innanrikis- ráöherra hefur deilt viö Hans Engel- hard dómsmálaráðherra (FDP) um hvernig taka eigi á pólitískum mótmælaaðgerðum. Zimmermann (CSU) hefur viljaö ganga þar miklu haröar fram. Jafnframt hefur Afstaöa Franz-Josef Strauss, leiðtoga hægrimanna í Vestur- Þýskalandi, mun valda miklu um hverjum breytingum sam- steypustjórn Helmuts Kohls kansl- ara kann aö taka eftir mútuákæram- ar á hendur Otto Lambsdorff efnahagsmálaráöherra. Þar sem ríkisstjómin nýtur 60, þingsæta meirihluta þykir lítil hætta á því aö málið velti henni úr sessi en þess var beðið meö mikilli eftir- væntingu í gær hvernig Strauss brygöist viö. Á því gætu oltið hugs- anlegar breytingar á sjálfri stjómar- stefnunni. Stuöningsmenn Strauss, sem er forsætisráðherra Bæjaralands og leiötogi kristilega sósíalsambands- ins, sem er systurflokkur kristilegra demókrata Kohls kanslara, hafa enn á ný vakið upp kröfur sínar um að Strauss fái áhrifaembætti í ríkis- stjórninni. Strauss hefur sjálfur ver- iö þögull um þaö mál síðan tilraunir hans til þess aö fá utanríkisráöherra- embættiö eöa f jármálaráöherraemb- ættiö viö myndun stjómarinnar í Kohi kanslorl hefur haft vara á sár gagnvart stjórnmálakænsku Strauss.. Zimmermann viljað takmarka meir f jölda innflyt jenda. Búast má við tiðum fundum leiðtoga þessara þriggja flokka vegna mútumálsins og spuming- arinnar hvort Lambsdorff verði aö víkja og hver skuli þá koma í staðinn. Er haft fyrir satt aö Kohl hafi svo gott sem gengist inn á kröfu FDP um aö halda ráöuneyti Lambs- dorff ef hann segöi af sér. Þótt Strauss kynni aö láta þaö eftir þykir hitt möguleiki aö hann fengi í staðinn fram komið ýmsum breytingum á stjómarstefnunni í átt til flokksstefnu hans sjálfs. Svo sem eins og á utanríkismálasviðinu, þar sem hann hefur krafist haröari af- stööu gegn stjóm sandinista í Nicaragua og meiri stuönings við herforingjastjómina i E1 Salvador. Strauss hafur látið sár illa llka túlkun Genschers á utanríkis- stefnu samsteypustjórnarinnar. Khomeini nýtur persónulegra áhrifa auk viðtœkra valda sem stjórnar- skrá islamska byltingarlýðveldisins felur honum á hendur. ráðum er spruttu upp um allt land í félagslegu og efnahagslegu umrótinu þegar keisaranum haföi verið velt úr stóli. Khomeini hefur til dæmis um- boö til þess aö skipa yfirmann mikil- vægasta byltingarapparatsins, sem er byltingarvaröliðiö. Þaö er oröiö aö umfangi jafnt hernum. Þaö berst á vígstöðvunum í stríðinu gegn Irak og ber sérstaka ábyrgö á öryggis- málum innanlands. Byltingar- varöliöiö leggur til ungu mennina sem gæta aðliggjandi gatna og stíga viö hús Khomeinis. Khomeini á einnig sína fulltrúa í öllum byltingamefndum og stjórnar- nefndum og í yfirstjóm hersins og í framkvæmdanefndum byggingar- áætlunar og í ritstjórn dagblaðanna fjögurra, svo aö eitthvað sé nefnt. Hann hefur lokaorðið í vali bænaþul- anna sem á föstudögum messa yfir íbúum bæja og þorpa. Þeirra hlut- verk er einatt aö kunngera lýönum í landinu boöskap valdhafanna. Enginn annar í Iran ræöur yfir slíku valdaneti. Forsetinn er til dæmis aðeins meö valdaumboö yfir ríkisstjórninni og réttur og sléttur meölimur í ráöinu sem mótar stefn- una í stríðinu gegn Irak. Stjómarskráin gerir ráö fyrir því aö kjöriö þing velji eftirmann Khomeinis eöa jafnvel heilt ráö til þess aö taka viö þegar hann fellur frá. En völd hans eru aö miklu leyti reist á persónulegum áhrifum sem Khomeini öölaðist fyrir byltinguna 1979 og á meöan hún stóö yfir. Þykir vafamál aö nokkur einn maöur fái öölast þau þegar Khomeini er allur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.