Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Qupperneq 24
24 DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. wmáimáá Kötaeiwje (þróttir Iþróttir Iþróttir (þróttir Lovfsa Einarsdóttir — endurkjörin formaður. Valdimar fékk fyrsta kökubitann en síðan tóku konurnar við st jórninni Lovísa Einarsdóttir var endurkjörin for- maður Fimleikasambandsins á ársþingi sambandsins sem fór fram um sl. helgi. Það er óhætt að segja að konur hafi „yfir- tekið” sambandiö því að stjórnina skipa nú eingöngu konur. Birna Björnsdóttir var endurkosin í stjórnina og þær Rannveig Björnsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Þórunn Isfeld tóku einnig sæti í stjórninni. í varastjórn voru kosnar þær Hildur G. Gunnarsdóttir, Björk Ölafsdóttir og Dröfn Guðbjörnsdóttir. • Fimleikasambandiö varö 15 ára á' þessu ári og af því tilefni var boðið upp ál stóra og veglega rjómatertu á þinginu. Þaö var Valdimar Örnólfsson, fyrsti for- maður sambandsins, sem fékk fyrsta bit- ann af tertunni. • Það verður haldið hér á landi næsta ár alþjóðlegt fimleikanámskeiö. Alþjóðlega ólympíunefndin hefur veitt Fimleikasam- bandinu fjögur þús. dollara styrk í sam- bandi við námskeiðið. • Þá hefur verið ákveðiö að efna til norrænnar fimleikahátíöar hér á landi 1985. -sos. Kaupa Úlfarnir Danny Crainie? Danny Crainie, sem var hetja Ulfanna á laugardaginn, skoraði tvÖ mörk þegar þeir unnu WBA, er í láni frá Celtic. Þessi 21 árs leikmaður, sem var lengi talinn arftaki Charlie Nicholas hjá skoska félaginu, hefur verið í láni hjá Olfunum í nær einn mánuð og er lánstími hans að renna út. Það er víst að Ulfarnir vilja halda í hann eftir fyrsta sigur þeirra í vetur. David Hay, framkvæmdasatjóri Celtic, hefur sagt aö ef Ulfamir vilji fá Crainie keyptan þá sé hann til viöræöna — fyrir rétta peningaupphæð. • Ulfamir fengu 250 þús. pund frá Everton fyrir Andy Gray á dögunum. Það má reikna með að þeir noti stóran hluta af þeirri upphæð til að kaupa Crainie. -SOS. Aðeins einn heimasigur - íAllsvenskaní handknattleik um helgina Lugi heldur áfram sigurgöngu sinni í Allsvenskan í Svíþjóð í handknattleikn- um. Sigraði GUIF 22—20 á útivelli um helgina. Andrés Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir GUIF, Lars Carlsson markhæstur með 4 en Sten Sjögren hjá Lugi með 8/5. Drott sigraöi Redbergs- lid 21—18 á útivelli, Vstad vann Kropps- kultur 25—23 á útivelii, H43 vann Vif/Gute 19—18 í Lundi, Frölunda vann 21—19 í Karlskrona og Heim vann Warta á útivelli 26—24. Aðeins cinn heimasigur í leikjunum sex. Alan Curtis fór til Southampton allt gengur á afturfótunum hjá Swansea „Spútniklið” Swansea, sem John Toshack stjórnaði á svo eftirminnilegan hátt, tilheyr- ir nú fortíðinni — félagið situr nú eitt og yfirgefiö á botnin- um í 2. deild. Búið er að reka Toshack og aö undanfömu hefur hver leikmaðurinn á fætur öörum tekið pokann sinn og haldið frá Vetch Field. Alan Curtis. Robbie James er nú orðinn leikmaður með Stoke sem borgaði 125 þús. pund fyrir hann. Tveir leikmenn yfir- gáfu welska liöiö í gær — Jeremy Charles, hinn fjöl- hæfi leikmaður, gekk til liðs við Lundúnaliðiö QPR sem borgaöi 80 þús. pund fyrir hann og Alan Curtis gekk til liös við Dýrlingana frá Southampton sem borgaði Swansea 70 þús. pund. Allt eru þetta landsliðs- menn Wales og hafa verið lykilmenn Swansea undan- farin ár. Söfnunin gengur vel Þær fréttir bárust frá Nottingham í gærkvöldi aö áhangendur Notts County væm búnir að safna 30.100 sterlingspundum upp í upp- hæö þá sem Notts County þarf að borga QPR fyrir Glenn Roeder. Aldrei hefur svo víð- tæk söfnun farið fram hjá nokkru félagi í Englandi. Enska deildabikarkeppnin: Sjö bókaðir og ein brottvísun þegar Aston Villa lagði WBA að velli 2-1 í hörðum leik — Heppnin var með Mancester United Dómarinn kunni, Clive Thomas, var heldur betur í sviðsljósinu á The Hawthom í gærkvöldi, þar sem WBA og Aston Villa áttust viö í ensku deilda- bikarkeppninni. Thomas bókaði sjö leikmenn vegna grófs leiks og hann rak einn leikmann af velli — Gary Owen hjá Aibion. Leikmenn Albion léku aöeins níu undir lok leiksins því að fyrirliðinn, Clive Whitehead, varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. 41 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem þótti mjög haröur. Eru það 10 þús. fléiri áhorfendur en hafa komið mest á leik Albion í 1. deildarkeppninni í vetur. Aston Villa fór með sigur af hólmi 2—1 en það munaði þó ekki miklu að níu leikmönnum Albion tækist að jafna metin undir lokin — þar var Gary Thompson óheppinn með skot. Mark Walker, sem lék aö nýju með Villa, skoraöi fyrsta mark leiksins á 6. mín. en síðan náði Cyrille Regis, sem lék aö nýju með Albion eftir fjögurra vikna fjarveru vegna meiðsla, að jafna metin 1—1 á 30. mín. Þaö var svo gamla brýnið Dennis Mortimer sem tryggði Villa sigurinn á 70. mín. og rétt á eftir átti Ormsby skalla í stöng á marki WBA. Leikur liðanna var góður og f jörugur en óþarflega mikii harka í honum. Heppnin ekki með Oxford Oxford fékk Manchester United í heimsókn á Manor Ground og er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með 3. deildarfélaginu, sem varð aö sætta sig við jafntefli 1—1. United varð á undan aö skora og var þaö nýliðinn Mark Hughes (20 ára) sem skoraöi markiö á 10. mín. eftir fyrirgjöf frá Mike Duxbury. Hughes, sem er lands- liðsmaður frá Wales, tók stöðu Arthur Graham, sem er meiddur. Gamla kempan Bobby McDonald, fyrrum leikmaður Manchester City, jafnaði 1—1 á 34. mín. eftir hornspyrnu. Dennis Mortimer - mark Villa. - skoraði sigur- þó tvisvar við skotum frá Frank Stapleton. • 13.711 áhorfendur sáu leikinn sem gaf Oxford 41 þús. pund í kassann. • Kostnaður við leikmenn Manchest- er United er 4 milljónir punda en við leikmenn Oxford aöeins 200 þús. pund. Oxford lék mjög vel í fyrri hálfleik og Gary Bailey varði þá meistaralega skot frá Mark Jones. Síðan fór Vinter illa með gullið tækifæri. Bailey varði vel þrumufleyg frá McDonald af 35 m færi og undir lok leiksins mjög glæsi- lega skot frá Vinter. Steve Hardwick, markvörður Oxford, þurfti aldrei aö taka á honum stóra sínum en hann sá West Ham heppið Leikmenn West Ham voru heppnir að ná jafntefli 2—2 gegn Everton á Upton Park í London. Það var Geoff Pike sem skoraöi jöfnunarmark „Hammers” þegar 5 mín. voru til leiksloka. Everton, sem lék númeö alla sína bestu leikmenn, lék vel og eftir aö- eins 120 sek. lá knötturinn í netinu hjá West Ham. Adrian Heath sendi knött- inn þá til Peter Reid, sem skoraði 0—1. Trevor Brooking skoraði síöan heppnismark með hjálp varnarmanns Everton, 1—1, á 34. mín. Kevin Sheedy kom Everton aftur yfir (1—2) á 56. mín. en Pike skoraöi síðan jöfnunar- mark West Ham — 2—2. • Mike Channon tryggði Norwich sig- ur 1—0 yfir Ipswich á Portman Road. • Stoke mátti sætta sig viö tap 0—1 fyrir Sheffield Wednesday á Viktoriu Ground. Það var Gery Bannister sem skoraði sigurmarkið á 58. mín. Gary Megson brunaði þá upp kantinn og átti í höggi við Peter Hampton, bakvörð Stoke, sem náði að sparka í knöttinn — fyrir mark sitt, þar sem Banniser var á réttum stað og skoraöi fram hjá Peter Fox. Rétt á eftir fékk Robbie James tækifæri til aö jafna fyrir Stoke en Martin Hodge, markvörður Sheff. Wed., varði meistaralega. Eftir þaö átti Imri Varadi skot í stöngina á Marki Stoke. -SOS Heimir komst ekki tilSviss — Þar sem ég komst ekki til Sviss í gærmorgun hefur verið ákveðið að ég fari ekki þangað fyrr en eftir áramót þegar vetrarfríið er búið hjá knatt- spyrnufélögunum í Sviss, sagði Heimir Karlsson, landsliðsmaður úr Víkingi. Hann átti að halda til Sviss í gær og taka þátt í æf ingaleik með 2. deildarliði í Basel, sem hefur hug á að fá Heimi til að ieika með sér seinni hluta keppnis- tímabilsins í Sviss, sem hefst í byrjun febrúar 1984. -SOS. segir Asgeir Sigurvins Ásgeir Sigurvinsson hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu í V-Þýska- landi — hann hefur skorað glæsileg mörk í þremur síðustu leikjum Stutt- gart, sem er nú á toppnum í Bundeslig- unni. Það er mikill hugur í herbúðum Stuttgart og margir hafa spáð félaginu V-Þýskalandsmeistaratitiinum en Stuttgart hefur ekki orðið meistari síðan 1952. — Möguleikar okkar eru óneitan- lega góöir þar sem Bundesligan er nú miklu jafnari heldur en undanfarin ár. Utsala hjá Real Sociedad Tl I I I I allir leikmenn félagsins á sölulista Mörg þekkt féiög í Evrópu hafa nú opin augu fyrir Spáni — eða rétt- ara sagt því hvað er aö gerast hjá Real Socicdad, fyrrum meisturum Spánar. Allir leikmenn félagsins eru nú komnir á sölulista, þar sem félagið á í miklum fjárhags- erfiðleikum. Real Sociedad gekk illa í spönsku 1. deildarkeppninni sl. keppnis- tímabil og það náði ekki að tryggja sér Evrópusæti. Eftir sl. keppnis- tímabil voru skuldir félagsins 400 þús. sterlingspund og skuldahalinn hefur lengstsíðan. Þrír spánskir landsliðsmenn eru á sölulista — markvörðurinn snjalii Luis Arconada, sem er metinn á 1,1 milljón punda, Jesus Zamora, sem er metinn á 670 þús. pund og Lopez Ufarte, sem er metinn á 900 þús. pund. Reiknað er með að stóru félögin á Spáni — Real Madrid og Barce- lona, verði fyrstu félögin til að bjóða í þessa leikmenn. -SOS íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.