Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Qupperneq 27
27
DV. FÍMMTUDÁGUR Í.DESEMBER 1983.'
Nýjar bækur
Drekar og
smáfuglar
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson
Hjá Máli og menningu er komin út ný
skáldsaga eftir Olaf Jóhann Sigurðs-
son. Ber hún nafniö Drekar og smá-
fuglar. Á bókarkápu segir m.a.:
„I þessari miklu skáldsögu leiðir
höfundur til lykta sagnabálk sinn af
Páli Jónssyni blaðamanni, sem hófst
með Gangvirkinu (1955) og hélt áfram
með Seiði og hélogum (1977). Einn ör-
lagaríkasti tími í sögu íslenskrar
þjóðar er hér magnaður fram í dags-
birtuna í andstæðum fortíðar og nútíð-
ar, þjóðhollustu og þjóðsvika. Nú fá
lesendur loks að vita full deili á Páli
Jónssyni og jafnframt er brugðið upp
margbrotinni mynd af íslensku þjóðlífi
á fimmta áratugnum þar sem kími-
legar persónur og atvik fléttast inn í
alvöruþrungna samfélagskrufningu.”
Drekar og smáfuglar er 599 bls. að
stærð, unnin að öllu leyti í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Kápu gerði Valgarður
Gunnarsson.
DREKAR
OG SMÁFUGLAR
gefum qóðar bœkur
og menning
Óbfur Haukur Símonarson
VfKMIUI
BRÁÐFYNDIN OG VÆGÐARLAUS SAMTÍMASAGA
í þessari spennandi skáldsögu er spurt um sex-
tíuogátta-kynslóðina-hvar og hvernig erhún nú?
Sagan segir frá hópi fólks sem komið er á
fertugsaldur en hefur haldið saman síðan á ungl-
ingsárunum. Flest voru saman við nám í Kaup-
mannahöfn á árunum glöðu um 1968 þegarframtíð-
in var augljós og hugsjónirnar stórar. Nú eru þau
ár liðin. Hver puðar við sitt, heima og heiman:
Arkitekt, leikkona, vefari, rithöfundur. . .
Hvað varð um allt það sem þau trúðu á? Hvert
hefur þau borið í leit að lífshamingju? Pétur,
rithöfundurinn í hópnum, raðar atvikum saman og
ekki einhlítt hvað er veruleiki.og hvað skáldskapur
hans. Eitt er þó víst: Sú mynd sem dregin er upp
af miðstéttarvíti þessa fyrrum róttæka fólks sprettur
beint úr kviku samtímans.
VÍK MILLI VINA-bókin sem verður aðal um-
ræðuefnið í ár.
Meðal rithöfunda af ungu kynslóðinni á íslandi eru
fáir vinsælli og þekktari en Olafur Haukur Símonar-
son. Ljóð hans, smásögur og leikrit vöktu strax
verðskuldaða athygli, en þekktastur er hann fyrir
skáldsögur sínar Vatn á myllu kölska, Galeiðuna
og Almanak jóðvinafélagsins.
ÞETTA ER MERKIÐ OKKAR
EFTIRTALIN SKART- 1
GRIPAFYRIRTÆKI ERU
MEÐLIMIR í DEMANTAKLÚBBI
FÉLAGS ÍSLENSKRA
GULLSMIÐA:
Árni Höskuldsson
Bergstaðastræti 5.
Guflmundur Andrésson
Laugavegi 50.
Guömundur Þorsteinsson
Skartgripaverslun
Bankastræti 12.
Gullhöllin
Laugavegi 72.
Gullkistan
Frakkastíg 10.
Gull og Silfur
Laugavegi 35.
Halldór Sigurðsson
Skólavörðustig 2.
Jens Guðjónsson
Laugavegi 60 og Suðurveri.
Jón og Óskar
Laugavegi 70.
Jón Sigmundsson
Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstig.
Kjartan Ásmundsson
Aðalstræti 8.
Módelskartgripir
Hverfisgötu 16A.
Silfurbúðin
Laugavegi 55.
Sigtryggur og Pétur
Brekkugötu 5 Akureyri.
Skart
Hafnarstræti 94 Akureyri.
Tímadjásn
Grimsbæ.
MUNDU EFTIR ÖLLUM DÝRMÆTU AUGNABLIKUNUM
- GEFÐU DEMANT -