Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Page 6
V
6
Neytendur Neytendur Neytendur
Í.RRF P.BAM SS FHTOAQUTMMT'íT VQ
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984.
Neytendur
Fermingarveislurnar hef jast 1. apríl:
Hvað kostar að halda þessar veislur?
Nú fer senn að liða að fermingun-
um. I Reykjavík verður fyrst fermt
1. apríl. Uti á landi er algengast að
fermt sé á hvítasunnunni. Hún verð-
ur hins vegar ekki fyrr en 10. júní í
ár. En hvað sem því líður má búast
viö að prestamir muni eiga annríkt á
meðan þessar athafnir standa yfir.
Ekki vitum við nákvæmlega hversu
margir eru í þeim árgangi sem nú á
að ganga til altaris, en ekki er ólík-
legt að sá fjöldi sé á bilinu 4000—
4500.
Mönnum hefur oft orðið tíðrætt
um fermingarnar. Mörgum finnst að
umstangiö kringum þær sé helst til
mikið. Stórar gjafir og veglegar
veislur em haldnar en sjálft guðsorð-
ið og tilgangur fermingarinnar
gleymist eöa er gefinn lítill gaumur.
En fermingarveislur eru haldnar,
stórar og smáar, og verða líklega
haldnar í náustu framtíð. Þaö er
nokkuð algengt að hafður sé kaldur
eöa heitur matur fyrir veislugesti.
Þessi matur er í flestum tilvikum
pantaður frá aöilum sem bjóöa upp á
mat sem sérstaklega er framleiddur
fyrir fermingarveislur. Þaö eru fjöl-
margir aðilar sem sjá um slíka þjón-
ustu. Við höfðum samband við
nokkra slíka og könnuöum hvaö slíkt
kostar. Einnig könnuðum við hvers
konar matur er í boði og hvaöa þjón-
ustu aðra er boðið upp á fyrir utan
sjálfan matinn. Þeir aðilar sem við
höföum samband við eru ekki nema
hluti af þeim sem bjóða upp á þessa
þjónustu. Það yrði of langt mál að
geta þeirra allra. Þeir aðilar sem
getið er um hér á eftir voru valdir af
handahófi.
Þaö kom fram hjá þeim aö þegar
væru farnar aö berast pantanir og á
nokkrum stööum var að verða upp-
Það eru ekki bara prestarnir sem eiga annríkt á meðan fermingarnar standa
kaupmenn standa einnig í ströngu hvað viðkemur veisluhaldi og gjafaflóði.
pantaö. Þeir sem eiga eftir að panta
ættu því að fara að huga að þessum
málum sem fyrst.
Veitingamaðurinn,
sími 86880
Þar er boðið upp á sérstakt ferm-
ingarborð sem samanstendur af f jór-
um kjötréttum og laxarönd. Allir
réttirnir eru kaldir. Kjötréttirnir
eru: Roastbeef meö remúlaði,
sperglum og maískorni. Grill-
steiktir kjúklingar með strákartöfl-
um, rósakáli og gulrótum. Lamba-
kóróna með blómkáli, hrásalati og
rjómasósu. Lambakóróna er klofinn
lambshryggur sem myndar einskon-
ar kórónu og matreiddur á sérstakan
hátt. Síðan er það laxarönd skreytt
með rækjum, eggjum, aspasi og
sentilisósa meö. Það sem borga þarf
fyrir þennan mat er 390 kr. fyrir
manninn og matreiðslumaður kemur
á staðinn og útbýr veisluna. Hægt er
að fá allan borðbúnað ef þörf er á því
og þarf þá ekki að borga aukalega
fyrir hann. Sérstaklega þarf að
borga fyrir aksturinn heim með mat-
yfir. Foreldrar, matreiðslumenn og
inn. Þetta er hagkvæmasta tilboðiö
sem Veitingamaðurinn býður upp á
og sem sérstaklega er sniðið fyrir
fermingarveislur. Þá er að sjálf-
sögðu hægt að panta aðrar tegundir
af veislumat. Það er mögulegt að
panta minna borð, heitan mat, pott-
rétti og kabarettborð svo eitthvað sé
nefnt.
Matstofa Miðfells,
sími 84939
Þar er í boði sérstakt fermingar-
tilboð sem inniheldur sex rétti. Létt-
steiktan nautahrygg með remúlaði,
steiktum lauk og grænmeti. Reykt
grísalæri með rauövínssósu, ananas
og grænmeti. Grillsteiktan kjúkling
meö kartöfluflögum og grænmeti.
Laxarönd með rækjum, eggjum og
sentilisósu. Fisk í hlaupi með tilheyr-
andi meðlæti. Pottrétt með krydd-
uöum hrísgrjónum, brauði og salati.
Með þessu fylgir síðan eftirréttur.
Matur fyrir hvern veislugest kostar
385 krónur. I því gjaldi er innifalið,
auk matarins, heimkeyrsla og þá eru
matarílátin sótt aftur veisluhaldara
að kostnaðarlausu. Matreiðslu-
maður kemur með matinn og fram-
reiðir hann á staðnum. Ef þörf er á
auka borðbúnaði er hægt að fá hann
lánaðan.
Múlakaffi,
sími 37737
Þar er boðiö upp á kalt fermingar-
borð sem inniheldur 7 kjötrétti og
lax. Kjötréttimir eru hamborgar-
hryggur, kjúklingar, roastbeef, nýr
svínahryggur, lambalæri, lamba-
hryggur og pottréttur. Laxinn er soð-
inn og skreyttur meö majónsósu.
Með kjötréttunum fylgir að sjálf-
sögðu allt hugsanlegt meðlæti sem er
of langt mál að f jalla um hér. Fyrir
þetta kalda borð þarf síðan að greiða
400 krónur fyrir manninn.
Þá er einnig mögulegt að panta
einrétta fermingarborð. Nauta-
stroganoff með steiktum kartöflum,
hrísgrjónum, snittubrauði og hrá-
salati kostar 220 krónur á mann.
Lambapottréttur með tilheyrandi
meðlæti kostar 200 krónur. Lamba-
læri með bearnisesósu og tilheyrandi
meölæti kostar 275 krónur. London-
SKIPPER
411 - TRILLUMÆLAR.
2ja ára ábyrgð.
Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar
Friörik A. Jónsson h.f.
Skiphoiti 7, Reykjavik,
Simar 14135 — 14340.
1
BILALEIGUBÍLAR
HÉRLENDIS OG ERLENDIS
Akureyri:
Borgarnes:
Víðigerði V-Hún.
Blönduós:
Sauðárkrókur:
Siglufjörður:
Húsavík:
Vopnafjörður:
Egilsstaðir:
Seyðisfjörður:
96-21715/23515
93-7618
: 95-1591
95-4136
95- 5175/5337
96- 71489
96- 41940/41229
97- 3145/3121
97-1550
97-2312/2204
Höfn Hornafirði: 97-8303
interRentl.
RÓSASTILKA - PÖNTUNARLISTI
UTI - INNI -
fíobert — rauð
Criterion — bleik
Mimi Coertese — bleik
Queen offíoses — rauð
Peace — gulmeð b/eiku
Queen Elizabeth — bleik
Ena Harkness — dumbrauð
Garnette — b/árauð
fíumba — gulmeð rauðu
Diorama — orange
Diamond Jubilee — gul
Ernest H. Morse — dökkrauð
Dame de Coeur — dökkrauð
Gold Crown — gul
GROÐURHUS
Monte Carlo — gul
Mount Shasta — hvít
Tropicana — orange
Blue Girl — blá
Dama Bianca — hvít
Whisky — brúngu/
Europeana — rauð
KLIFURRÚSIR
Pau/'s Scarlet Climber — rauð
Go/den Showers — gu/
F/ammentanz — rauð
New Dawn — bleik
RUNNARÓSIR
fíosa fíugosa Hansa — bleik
fíosa RubrifoHa — rauðblaðarós
fíosa Gallica Scar/et Fire — rauð
fíosa Lutea Persian Yellow — gu/
SENDUM
UM LAND
ALLT.
ALLIR STILKAR ERU SÉRPAKKAÐIR MEÐ MYND.
Sími22822
Mikiatorgi
!