Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Side 8
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kveikt í skjölum UNESCO —þegar endurskoða átti bókhald og skjöl völt Þaö er talið aö mjótt verði á munun- um í atkvæðagreiöslu á þingi Israels í dag um frumvarp sem stjómarand- staðan hefur borið upp og felur í sér að til þingkosninga verði efnt svo fljótt semauðiðer. Um tíma þóttust menn sjá fram á vísan ósigur stjórnarliðs Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra og Líkud- flokkasamsteypunnar þegar þrír þing- liðar lýstu því yfir að þeir mundu greiða því atkvæði að þingkosningar yrðu í maí. En Shamir kvaddi heim frá Argentínu nefnd israelskra þingmanna til þess að leggja stjóminni lið í at- kvæðagreiðslunni. Ef Begin, sem hef ur verið í sjúkraleyfi, mætir til atkvæða- greiðslunnar fellur frumvarpið hugsanlega á jöfnum atkvæðum. Lögreglan leitaöi í alla nótt í bruna- rústum UNESCO-byggingarinnar í París að vísbendingu um eldsupptökin en sterkur grunur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu að yfirlögðu ráöi. Eldurinn kom upp í þeim hluta byggingarinnar þar sem skjala- geymslur stofnunarinnar eru og breiddist þaðan út til tveggja annarra hæða. Urðu mikil spjöll á innanstokks- munum og skjalageymslunni þar sem geymd vom trúnaðarskjöl. Slökkviliöið telur sig hafa fundið verksummerki þess að eldar hafi verið kveiktir víðar í byggingunni þótt þeir hafi ekki náö aö breiðast út. — Einn slíkur olli spjöllum í prentsmiðjuhluta hennar. Einnig hafði verið kveikt í kjallaranum og í lyftihúsi. Ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna var í þann veginn að hefja rannsókn á skjölum UNESCO í kjölfar ályktunar Bandaríkjaþings þar um eftir að Reaganstjórnin ákvað aö Bandaríkin hættu aðild að UNESCO. Bandarikja- stjórn hefur sakað þessa menntastofn- un Sameinuðu þjóðanna fyrir slælega fjármálastjórn og sukk, auk pólitískr- ar hlutdrægni með þeim sem andstæðir væru Vesturlöndum. Ekki lá ljóst fýrir í morgun hvort eyðilögst hefðu í brunanum skjöl sem mikilvæg væru endurskoðuninni en Amadou Mahtar M’Bow, forstöðu- maður menntastofnunarinnar, hafði samþykkthana. Mitterrand heimsækir Bandaríkin Shamir Hárgreidslusýning á Hótel Sögu sunnudaginn 25. mars nk. Nýlega voru 16 hárgreiðslusveinar og meistarar á viku nám- skeiði hjá STUHR í Kaupmannahöfn. Á námskeiðinu voru sýndar og kenndar nýjustu línurnar í klippingu, glansskoli, litun og permanenti. Aðalkennari á námskeiðinu var Þorbjörg (Doddý). Umræddir aðilar hafa nú stofnað með sér samtök, Klúpp 84, og munu efna til hárgreiðslusýningarinnar. Kgnnir á sýningunni verður Heiðar Jónsson. Húsið opnað kl. 20.00. Sýningin hefstkl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Mitterrand á heimleiö af þjóðsáttar- viðræðunum í Sviss. Með Bandaríkjaheimsókninni sýnist Mitterrand vera í mun að bæta samskipti Frakklands og Bandarikj- anna, sem kólnuðu mjög í stjórnartíð De Gaulle, Pompidou og D’Estaings, en þau þykja þegar hafa færst til betri vegar í stjórnartíð Mitterrands. Öflugur jarð- skjálfti í Sovét- ríkjunum Öflugur jarðskjálfti varð í Mið-Asíu- hluta Sovétríkjanna í gær og olh mikilli eyðileggingu í nokkrum borgum. Greindi Tass-fréttastofan frá því að öflugasti kippurinn hefði mælst 9 stig á 12 stiga mælikvarða Rússa. Embættismenn í Moskvu og Tashkent (höfuðstað Uzbekistan) neit- uðu að láta nokkuö uppi um tjón á mönnum eða mannvirkjum en níu stiga jarðskjálfti er talinn til meiri háttar náttúruhamfara. I bænum Gazli mældist jaröskjálftinn átta til níu stig en þar urðu 10 þúsund heimilislausir eftir jarðskjálfta 1976. Stióin Sovéskur kafbátur strandaður í skerjagarðinum (1982) en síðan hafa Svíar leitað slíkra gesta án nokkurs árangurs. Yfirmaður sænska hersins segir engar „sannanir" fyrir hendi um tilvist kafbátsins við Karlskrona: Vaxandi efasemdir um kafbátaleit Svfa Francois Mitterrand Frakklandsfœ-- seti byrjar í dag heimsókn sína til Bandaríkjanna en hún mun standa í heila viku. Mun hann í heimsókninni eiga við- ræður við Ronald Reagan Bandaríkja- forseta og fleiri ráöamenn en fyrsti fundur forsetanna verður í dag. — Meðal alþjóðamála sem þar mun bera á góma verður Líbanonmálið, en Frakkar halda enn úti friðargæsluliði í Beirút. Mitterrand hefur að undanfömu lát- ið meira að sér kveða á vettvangi al- þjóöamála og átti viðræður við ráða- menn fjölda ríkja. T.d. hafði Gemayel, forseti Líbanon, viðkomu í gær hjá Lennart Ljung, yfirmaöur sænska hersins, hefur lýst því yfir að ekki séu fyrir því sannanir aö kafbátur sé í skerjagarðinum við Karlskrona. En innan sjóhersins telja menn sig hafa fengið fullnægjandi sannanir og telja yfirlýsingar Ljungs og Palme forsætis- ráðherra allt annað en uppörvandi fyrir sjóherinn. Palme hafði áður látiö í ljósi efasemdir sínar um að unnt væri að fullyrða að útlendur kafbátur héldi sig inni í skerjagaröinum við flotastöð sænska hersins í Karlskrona. Lennart Ljung sagöi í sjónvarps- viðtali að ýmislegt benti sterklega til þess að útlendur kafbátur hefði verið þarna á ferðinni. ,,En við höfum ekki sagt aö viö höfum lagt fram sannanir,” sagði Ljung. Skömmu áður hafði And- ers Thunborg varnarmálaráðherra Svíþjóðar sagt við fréttamenn að ekki væru fyrír hendi hundrað prósent öraggar sannanir um kafbát viö Karls- krona. „Það er líka til fólk sem telur sig hafa séð skrýmslið í Loch Ness,” sagði hann. Palme sagði einnig í sjónvarpsviðtali að „annað hvort væri ekkert þaraa eða að það væri óhemju erfittviðaðeiga.” Þessar yfirlýsingar koma allar eftir að sænski sjóherinn hafði lagt fram það sem hann taldi vera fullgildar sannanir fyrir því að útlendur kaf- bátur hefði verið þama á f erðinni. „Við teljum okkur hafa hundrað prósent örugga vissu um að þaraa sé kafbátur á ferðinni,” sagði Sven Carls- son, yfirmaður sænska sjóhersins, í samtali við Dagens Nyheter. Leitinni að kafbátnum við Karlskrona sem staðið hefur í nokkrar vikur er enn haldið áfram en vaxandi efasemda virðist nú gæta um aö hún muni nokkru sinni skila árangri. Lennart Ljung, yflrmaður sænska herslns: „Engar sannanlr eru fyrir hendl.” Sven Carlsson, yfirmaður sjóhersins: „Hundrað prósent örugg vlssa.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.