Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Side 9
muhp.ham Rt- HUOAfniTMMi'í .va
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984.
Útlönd Útlönd
„Leitt meö jafn hugsjónaríkan og hæfileikamikinn mann,” sagði Andreas
Papandreou, forsætisráöherra Grikkja, nýlega í bresku sjónvarpsviðtali um
flokksbróður hans, jafnaðarmanninn Arne Treholt, sem sést hér á mynd með
Papandreou (t.v.) og grisku leikkonunni Melinu Mercouri.
Peningar i
stað
hugsjóna
Spenna, stjórnmál og peningar. —
Astæðumar fyrir hinum ótrúlega
njósnaferli Ame Treholts. Hingaö til
hafa stjórnmálalegar ástæður verið
taldar liggja að baki njósnum Treholts
fyrir KGB. En þá ástæöu er ekki aö
finna í tengslum hans við Iraka. Það
eru það fyrst og fremst peningamir
sem hafa lokkað og svo spennan af því
að vera í hringiðu stjómmálanna.
Treholt hefur skýrt frá því í yfir-
heyrslum að hann hafi fengið um það
bil 50 þúsund dollara í greiðslur frá
Irökum. Peningamir em, eins og vera
ber þegar stórnjósnarar eiga í hlut,
varðveittir í svissneskum bönkum.
Hann hefur sagt að frá KGB hafi
hann aðeins þegið greiðslur upp í
ferðakostnað.
KGB undrandi?
Samkvæmt öllum sólarmerkjum hef-
ur hvorki Irak eða KGB vitað um að
Arne Treholt var á snærum hins.
Sennilega kom fréttin um Iraknjósnir
Treholts jafnmikið á óvart í höfuð-
stöðvum KGB í Moskvu sem hér í
Noregi.
Fólk sem þekkir til starfsemi
sovésku leyniþjónustunnar segir að á
þeim bæ leyfist ekki þeirra njósnurum
að vinna fyrir aðrar leyniþjónustur.
Allra síst toppmönnum eins og Treholt
hefur verið. Það er rétt að benda á að
stjómvöld í Irak hafa síðan 1970 reynt
af fremsta megni að losna við þá
kommúnista sem hafa verið í landinu.
Annaðhvort sent þá af landi brott eða
hreinlega drepið þá. Sambúð Iraks og
Sovétríkjanna hefur farið mjög
versnandi. — Síðustu 5 árin hefur Irak
snúið sér meir að Vesturlöndum.
Spennufíkn
Rikissaksóknari segir í fréttatil-
kynningu að ástæðan fyrir njósnum
Treholts hafi hreinlega veriö sú að
græða peninga. En því er ekki að neita
aö löngunin eftir því að vera þar sem
hlutimir gerast, inni í miðri hringiðu
alþjóðlegra stjómmála, getur hafa
valdið einhverju um.
Þegar Ame Treholt tókst mjög vel
n jósnimar fyrir KGB, allar götur síðan
1973, sá hann að hann gæti sem hægast
bætt á sig verkefnum og grætt góðan
skilding. — En þar með dofnar myndin
af hugsjónamanninum Ame Treholt.
Það vom ekki lengur hugsjónir sem
ráku hann áfram heldur beinharðir
dollarar.
Jón Einar í Osló
Margar leyniþjón-
ustur hjálpuðu við
að veiða Treholt
Þaö hefur ekki verið auðvelt að veiöa
Arne Treholt. Það voru leyniþjónustur
fleiri vestrænna landa sem unnu
saman að afhjúpuninni. En allan tím-
ann var aðgerðunum stjómað frá
höfuðstöðvum norsku leyni-
þjónustunnar hér í miðborg Oslóar.
Norðmenn hafa leyst þetta mál í
samvinnu við meðal annars frönsku
leyniþjónustuna, CIA í Bandaríkjunum
og FBI. Aðeins nokkrum dögum áður
en Arne Treholt var handtekinn á
Fomebu komu menn frá frönsku leyni-
þjónustunni skilaboðum áleiðis til
Radhi Mohammad: „Búið spil með
starfsemi þína hér í Frakklandi.” —
Síðan hefur ekki spurst til þessa
njósnaerindreka Iraks sem hefur haft
aðsetur í París.
Það er ekki undarlegt að Frakkar
séu dregnir inn i þetta mál. Þeir hafa
ætíð fylgst náið með framvindu mála
fyrir botni Miðjarðarhafsins og þá ekki
minnst með því sem gerist bak við
tjöldin.
Norska ríkisútvarpið skýrði frá því í
fyrradag að leyniþjónusta Noregs
hefði fengið hjálp frá ísraelsku leyni-
þjónustunni Mossad til að bera kennsl
á Radhi Mohammed en Norðmennimir
höfðu ekki hugmynd um hver hann var
þegar þeir sáu hann í fyrsta sinni.
Heimildarmenn norska dagblaðsins
telja vafasamt að ísraelska leym-
þjónustan hafi verið dregin inn í þetta
mál. Telja þeir að Frakkarnir hafi
þekkt Radhi fyrir Norðmenn.
Þegar Trehoit var í New York var
það FBI sem tók að sér að fylgjast með
Treholt. Það er hins vegar vafamál
hvort gríska leyniþjónustan KYP hafi
verið beöin um aðstoð í þessu máli.
Jón Einar í Osló.
FISKVERKENDUR
ÚTGERÐARMENN
Er hægt að tvöfalda verðmæti þess tak-
markaða afla sem að landi kemur með
nýjum framleiðsluaðferðum?
Og hvað ef hægt væri að framkvæma
slíka verðmætaaukningu á ótrúlega hag-
kvæman hátt?
Hafið þið athugað möguleikana með
gámafrystingu?
Væri hugsanlegt að hægt væri að fjár-
magna fjárfestinguna með framleiðslu?
Við höfum frystigámana, geymslugám-
ana og flutningagámana.
Hafið samband og ræðum þessar
spurningar, það getur borgað sig.
UPPGERÐIR GAMAR FYRIR KÆLI-
og frystivörur LEIGA EÐA SALA
FRYSTI-OG KÆLIGÁMAR hf. SKÚLAGÖTU 63RVK. S.25880
KYNNIÐ YKKUR VERÐ OG
GREIÐSLUSKILMÁLA.
SENDUM UM ALLT LAND.
A. GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100
VIÐ FLYTJUM UM SET
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
og
höfum
opnað
glæsi-
lega
sér-
verslun
með