Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Side 10
rr
LR0 f PffA.W <*(* ctt T n A rrr T'I'> /f* /rt'cr ^ rrr
10
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Fyrsta kosninga-
prófraun Kohl-
stjómarinnar
Samstarfsflokkamir í ríkisstjórn
Helmuts Kohls kanslara Vestur-
Þýskalands ganga nú undir sitt
fyrsta kosningapróf, síöan þeir
mynduðu stjóm. Þaö verða kosning-
arnar til ríkisþings Baden-Wiirttem-
berg núna á sunnudaginn. Aörar
kosningar hafa ekki veriö haldnar í
Vestur-Þýskalandi síöan haustiö
1983, þegar kosiö var til sambands-
þingsins í Bonn, sem leiddi til þess aö
sósíaldemókratar fóm frá en kristi-
legir demókratar, kristilega sam-
bandiö og frjálslyndir demókratar
gengu saman í stjórnarsængina.
Niðurstööur kosninganna í Baden-
Wiirttemberg á sunnudaginn munu
auövitaö engin áhrif hafa á skiptingu
þingsæta í sambandsþinginu. En
athyglin beinist að þeim þar sem þær
veröa fyrsta vísbendingin fengin í
almennum kosningum um fylgi
flokkanna að fenginni þetta langri
setu þeirraístjóm.
Þessi vetur hefur veríö stjórn
Kohls kanslara mjög erfiöur meö
miklu pólitísku fjaörafoki. Þaö var
hin umdeilda kjarnaeldflauga-
áætlun NATO sem kom til fram-
kvæmda í vetur þegar fyrstu eld-
flaugamar í þeirri áætlun komu til
Vestur-Þýskalands frá Bandaríkjun-
um undir árslok þrátt fyrir mót-
mælaaðgerðir kjarnorkuvopnaand-
stæðinga. Þar til viðbótar vom tvö
hneykslismál sem mikið vora á milli
tannanna á f jölmiðlunum. Annaö var
aö varnarmálaráðherrann þótti
hlaupa á sig þegar hann vék úr starfi
hjá yfirstjórn NATO-herja einum af
virtari hershöfðingjum Þjóðverja á
grundvelli handahófsfenginna
upplýsinga um aö hann væri kynvillt-
ur og hugsanlegt fórnarlamb fjár-
kúgara svo aö öryggisleyndarmálum
væri ekki óhætt í hans höndum. Hers-
höfðinginn fékk leiðréttingu sinna
mála en Kohl kanslari mátti hafa sig
allan viö til að aftra því að málið
leiddi til uppstokkunar í ríkisstjórn-
inni og mannaskipta. Hitt hneyksliö
lýtur aö meintri mútugreiöslu fyrir-
tækjasamsteypu í kosningasjóði
flokkanna sem ráðherrar frjáls-
lyndra hafi endurgoldiö meö því að
stuðla aö því aö samsteypan fengi
stórkostlega skattaívilnun. Þaö mál
er enn í rannsókn og þykir vanta
töluvert á aö öll kurl séu komin þar
tilgrafar.
En þrátt fyrir þennan andbyr og
fleira er ekki búist við því aö
stjómarflokkamir bíði mikið fylgis-
tap í Baden-Wurttemberg um helg-
ina.
Kristilegir demókratar sem lúta
þar forystu Lothar Spaeth, forsætis-
ráöherra Baden-Wurttembergríkis,
njóta þar algers meirihluta í ríkis-
þinginu eins og stendur. — Baden-
Wurttemberg er þriöja stærsta ríkið
í sambandsríkinu Vestur-Þýska-
landi. Þaö liggur aö landamærum
Frakklands, Sviss og Austurríkis og
búa í þessum iandshluta um níu
milljónir manna. Þar hefur þrifist
hrnn margbreytilegasti iðnaöur og
fyrir þá sök hafa efnahagsþrenging-
ar síðustu ára haft minni áhrif á af-
komu fólks. Þar er atvinnuleysi
minnst í V-Þýskalandi, meðaltekjur
hæstar á einstakling, framleiöni
mest og skuldir þess opinbera
minnstar. Hlutur Baden-Wurttem-
bergs í heildarútflutningi V-Þýska-
lands er sá stærsti, sem eitt ríki get-
ur státaö af, enda á þriðji hver maö-
ur þar atvinnu sína undir eftirspurn-
inni á eriendum mörkuöum.
Meö slíka einkunn að baki frá
stjóm sinni á þessu ríki þurfa kristi-
legir demókratar varla miklu aö
kvíöa um helgina þegar gengiö verö-
ur að kjörborðinu. Og enn síöur þeg-
ar tekið er miö af því að jafnvel
stjórnarandstaðan viðurkennir aö
hinn 46 ára gamli Lothars Spaeth er
einn vinsælasti stjómmálamaðurinn
í Baden-Wúrttemberg svo aö enginn
ber brigöur á persónufylgi hans.
Spaeth er um leiö náinn vinur og
ráögjafi Kohls kanslara sem aö
undanförnu hefur veriö tíöur gestur í
Baden-Wurttemberg og flutt þar
margar kosningaræöur. Hefur hon-
umveriðvel tekiö.
Stjómarandstaöan í Baden-
Wiirttemberg geröi sér helst vonir
um að rýra mætti fylgi kristilegra
demókrata með því aö ala á eld-
flaugamálinu. Flestar bandarísku
kjamaeldflaugamar sem komu til V-
Þýskalands fyrr í vetur voru stað-
settar í þessu ríki. A kosningafund-
um þar sem Kohl flutti ræöur í
Bietigheim, heimabæ Spaeths
(skammt frá Stuttgart) og í Crails-
heim, sem er skammt frá Nutlangen,
þar sem fyrstu Pershing-2 eldflaug-
unum var komiö fyrir, reyndu ungir
andstæöingar kjarnorkuvopna aö
vekja athygli á málstað sínum og
höföu sig töluvert í frammi en án
þess að hafa erindi sem erfiði eöa
mikil áhrif á annaö fundarfólk. —
Það var troöiö út úr dyrum í íþrótta-
höllinni, þar sem fundurinn var hald-
rnn, og mest var klappað fyrir Kohl
kanslara þegar hann lauk lofsoröi á
hlutdeild bandaríska varnarliösms í
V-Þýskalandi og þýskra landvama í
varöveislu friöar og frelsis.
Síðan kjarnaeldflaugamar komu til
V-Þýskalands undir lok síöasta árs
hefur raunar veriö mikiö hljóöara
um andstöðuna við eldflaugaáætlun
NATO í álfunni allri og áberandi svo
í V-Þýskalandi. — „Þaö er búiö og
gert. Eldflaugamar eru komnar
hingað og hvaö getum viö svo sem
gert?”sagði einn ungur kjósandi í
Baden-Wúrttemberg, þegar blaöa-
menn þar tóku hann og fleiri ung-
menni tali á kosningafundi Kohls og
Spaeths.
Raunar tók stjóm Kohls eld-
flaugamáliö í arf eftir stjórn
Helmuts Schmidts kanslara sósíal-
demókrata, því að Schmidtstjórnin
haföi haft forgöngu um aö sam-
þykkja NATO-áætlunina (og þá
studd af kristúegum demókrötum í
þeirri stefnu) þótt sósíaldemókratar
heföu síöar sinnaskipti í málinu og
snerust gegn staösetningu eldflaug-
anna í landinu. Spáöu sósíaldemó-
kratar því aö ný ísöld mundi ganga í
garö í sambúö austurs og vesturs
þegar Pershingeldflaugarnar væru
komnar til V-Þýskaiands.
Á kosningafundum sínum í Baden-
Wúrttemberg hefur Kohl hamraö
mjög á því aö tengslin milli Vestur-
og Austur-Þýskalands hafi þróast
mikið til þess betra síðan hann tók
Stjórnarandstaeöingum hefur ekki tekist að gera e/df/augamálið að kosningamáli iBaden- Wiirttemberg.
He/mut Kohl kanslari á kosningafundi.
Otto Lambsdorff fjármálaráðherra .... og flokksbróðir hans Manfred
er miðdepill i hneykslismáli út at Wörner varnarmálaráðherra, sem
Flick-mútunum.... er frá Baden-Wiirttemberg, hefur
legið undir gagnrýni út af öðru
hneykslismáli.
viö stjóm. Hefur það meðal annars
komið fram i því aö miklu fleiri
Austur-Þjóðverjum hefur verið leyft
að fara vestur yfir en nokkra sinni á
jafnskömmum tíma áöur.
Heimakjördæmi Manfreds Wöm-
ers varnarmálaráöherra erí Baden-
Wurttemberg en hann var undir mik-
illi gagnrýni í vetur vegna hneykslis-
ins út af brottvikningu Giinter
Kiesslings hershöfðingja. Kohl
kanslari aftók þó meö öllu aö láta
Wömer víkja úr ríkisstjóminni og
þótt öldur þess máls hafi um bil risiö
hátt — og það jafnvel inni á sjálfu
stjórnarheimilinu — hefur þær lægt
aftur og moldviöriö er gengiö hjá.
Hefur það ekkert veriö dregiö inn í
kosningaumræöumar í Baden-
Wurttemberg síöustu vikurnar.
Hitt hneykslismálið snýr meir aö
Ottó Lambsdorff fjármálaráðherra
og flokksbróður Wömers hjá frjáls-
lyndum demókrötum (sem eru litli
bróðir í þriggja flokka sambands-
stjórn Kohls). Það mál lýtur nú meö-
ferö dómstólanna þar sem reynt er
aö grafla upp hvort Flickfyrirtækja-
samsteypan hafi fengið stórgróöa
sinn af sölu hlutabréfa í Daimler-
verksmiöjunum undanþeginn skatti
vegna framlaga sinna í kosninga-
sjóði flokkanna. Skattaívilnun var af
fyrirtækinu tekin í vetur eftir aö
hneykslismáliö komst í algleyming
en fyrirtækiö leitast viö aö fá þeirri
ákvörðun aftur breytt af dómstólum.
Þaö liggur ljóst fyrir aö Flicksam-
steypan lét fé af hendi rakna í kosn-
ingasjóði fleiri stjómarflokka (í tíö
Schmidts kanslara og sósíaldemó-
krata), þar sem Lambsdorff var
einnig fjármálaráöherra). Lambs-
dorff hefur gengist viö því aö hafa
komið greiöslum fyrirtækisins til
kosningasjóðs frjálslyndra þannig
fyrir (með því aö dreifa henni í fleiri
staöi) aö ekki þyrfti að gera hana
opinbera eins og lögskylt er þó viö
stærri fjárframlög. Heldur Lambs-
dorff því fram aö slík undanbrögð séu
viötekinn háttur í öllum flokkum.
Hugsanlegt þykir að Lambsdorff
neyöist til aö segja af sér út af þessu
máli þegar fram líða tímar og dóms-
rannsókn hefur leitt eitthvað frekar í
%ljós.
Þetta mál er þó líklegra til þess aö
hafa meiri áhrif á fylgi frjálslyndra
demókrata fremur en kristilegra
demókrata í Baden-Wurttemberg.
Þar eiga kristilegir demókratar 68
fulltrúa í ríkisþinginu, sósíaldemó-
kratar 40, frjálslyndir demókratar 10
og græningjar, samtök umhverfis-
verndarsinna 6.
I síðustu ríkisþingkosningum í
Baden-Wúrttemberg 1980 fengu
kristilegir demókratar 53% atkvæða
og sósíaldemókratar 32,5% en frjáls-
lyndir rúm 8%. Þá áttu sósíaldemó-
kratar viö sérstakan mótbyr aö
stríða og þótti ekki raunhæft að ætla
annaö en aö þeir endurheimti eitt-
hvaö af sínu fylgistapi þá í kosning-
unum um helgina. Kristilegir demó-
kratar eru þó sigurvissir og hefur
Spaeth afþakkaö boö frjálslyndra
um samstarf eftir kosningar ef
kristilegir skyldu missa sinn hreina
meirihluta. Enda hafa niðurstöður
síöustu skoðanakannana bent til þess
aö fylgi frjálslyndra hrynji af þeim
um þessar mundir. Kristilegir demó-
kratar gera sér vonir um aö eitthvað
af því fylgi renni til þeirra.
Umsjón: Guðmundur Pétursson