Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Page 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984.
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÖLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö 25 kr.
Nýr hlekkur átthagafjötra
Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp um breytingu á
lausaskuldum bænda í föst lán. Þar sem þetta er stjórn-
arfrumvarp, má reikna meö, að þaö verði senn að lögum.
Enda eru báðir stjórnarflokkarnir hlynntir því, að sem
mest sé af kúm og kindum í landinu.
Þetta veröur þá í fimmta sinn á tveimur áratugum, að
lausaskuldum er létt af landbúnaði. Reglan er orðin sú,
að á fjögurra ára fresti kemst kinda- og kúabúskapur í
þrot, þrátt fyrir árlega styrki, uppbætur og niðurgreiösl-
ur upp á hálfan annan milljarð á núverandi verðlagi.
Kaupfélagsstjórar verða kátir á fjögurra ára fresti.
Þá losna þeir við reikningsskuldir bænda. I staðinn fá
kaupfélagsstjórarnir skuldabréf, sem innlánsdeildir
kaupfélaganna mega senda Seðlabankanum upp í bindi-
skyldu eins og um reiðufé væri að ræða.
Með þessum hætti fá sumir ungir menn og bændasynir
þá flugu í höfuðið, að unnt sé aö hefja búskap með kýr og
kindur hér norður við heimskautsbaug. Þeir byrja á
lausaskuldum í kaupfélaginu og sökkva síðan í skulda-
bréfahaug, sem reyrir þá fasta í viðjar búskapar.
Margt fleira er gert hér á landi til að halda bændum við
orfið og gabba nýja menn út í fenið. Raunar er 8,4% fjár-
laga ríkisins varið til að stuðla að fjárfestingu og fram-
leiðslu í hinum heföbundna landbúnaði kinda og kúa.
Þetta er hálfur annar milljarður í ár.
Sérstök búalög banna, að bændur selji jarðir sínar á
markaðsvirði aðilum í þéttbýlinu, svo sem samtökum og
fyrirtækjum, er vilja fá sumarbústaðaland. Er þar flagg-
aö þeirri hugsjón, að ríkisbubbar úr Reykjavík skuli ekki
eignast landið.
I staöinn verða bændur að sæta því, að góðbændur í
héraði meti verömæti jarða þeirra á hálfu markaðsvirði
eða fjórðungi þess og að góöbændur í héraði hafi for-
kaupsrétt að jörðunum á því tilbúna verði. Þetta er ein
leiðin til að halda bændum við orfið.
Komið hefur verið upp flóknu og hrikalega dýru verð-
jöfnunarkerfi, svo að mjólk sé fremur framleidd við
Lómagnúp en í Mosfellssveit. Þannig er mönnum talin
trú um, að byggileg séu héruð, sem eru langt frá markaði
þéttbýlisins. Þannig er þeim haldið við orfið.
Hinn heföbundni landbúnaður kinda og kúa á ekki neitt
skylt við atvinnuvegi. Hann er viðamikið kerfi, sem eink-
um miðar að því að vernda veltu vinnslustöðva og sölufé-
laga og helzt að auka hana, svo að reisa megi grautar-
hallir í Borgamesi og mjólkurhallir í Árbæjarhverfi.
Einnig miðar hinn hefðbundni landbúnaður kinda og
kúa að því að efla í Reykjavík gengi manna, sem hafa at-
vinnu af að stjóma landbúnaði í Búnaðarfélaginu, Stétt-
arsambandinu, Framleiðsluráðinu og öllum hinum stofn-
ununum, er þeir hafa reist í kringum sig.
Á prenti mælir ekki þessu kerfi bót nokkur maður, sem
ekki hefur beinlínis atvinnu af því að mæla því bót.
Stundum eru þó dregnir á flot raunverulegir bændur til að
vitna um, að þrældómur þeirra og átthagaf jötrar séu und-
irstaða íslenzkrar menningar.
Vinir bænda eru samt þeir, sem vara þá við skuld-
breytingum og búalögum og öðrum átthagafjötrum, sem
falsvinir bænda hafa komið upp til að halda þeim í þræl-
dómi vinnslustöðva, sölufélaga, kaupfélaga og fínna
manna í Reykjavík.
Fyrirhuguð skuldbreyting er nýr hlekkur í þessum átt-
hagafjötrum.
Jónas Kristjánsson.
LÆRUMVtÐ
EITTHVAÐ?
Neyðin kennir naktri konu að
spinna, segir máltækiö. Það er
gömul saga og ný að þegar á bjátar
reyna menn að bjarga sér sem best
gengur, og telja þá ýmislegt ekki
eftir sér sem þeir á velmektardögum
komu ekki nærri. Þetta á bæði við
einstaklinga og þjóðir. Oþarft er að
vitna þar til hörmunga af völdum
heimsstyrjalda eða stórfelldra
náttúruhamfara, smærri atvik eru
næg til vitnis. Eitt gleggsta og
þýðingarmesta dæmið úr nýlegri
sögu okkar er þegar Bretar ætluðu
aö svelta okkur til hlýðni er við
fórum fyrst að færa út fiskveiðiland-
helgi okkar eftir síðari heims-
styrjöldina og settu löndunarbann á
ísfiskinn okkar. Þá efldum viö hrað-
frystiiðnað okkar, sem hefur veriö
ein af gildustu undirstööunum undir
velferð okkar æ síðan.
Lærum við eitthvað nú?
Nú stöndum við frammi fyrir
mestu erfiðleikum í efnahagsmálum
okkar frá því við urðum sjálfstæð
þjóð. Ekki stafar það af ofbeldi
annarra þjóöa, ekki heldur vegna
þess að vörur okkar séu óseljanleg-
ar, heldur öðrum þræði vegna óhag-
stæðra náttúruskilyrða, en þó fyrst
og fremst vegna heimtufrekju okkar
og græðgi á umliðnum árum og
vegna þess að við höfum ekki verið
menn til að nýta skynsamlega þær
náttúruauölindir sem viö lögðum
mikið á okkur að öðlast yfirráð yfir.
Fyrst og fremst eru þaö auðlindir
sjávarins sem við höfum gengiö
miskunnarlaust í af lítilli fyrir-
hyggju. Þar er langt í frá við þá eina
að sakast sem sjóinn hafa sótt eöa
haft beina atvinnu af sjávarafla,
þjóðin hefur bókstaflega krafist þess
að æ meira væri fært á land svo unnt
væri að halda lífsgæðunum i há-
marki. Við sjávarútveg og fiskiönaö
hafa peningamál þjóðarinnar líka ÖH
miöast. Þrátt fyrir fagurgala á há-
tíðlegum stundum hefur lítið fariö
fyrir aöstoö ríkisvalds við aðrar at-
vinnugreinar að landbúnaði undan-
skildum. Loforð hafa jafnvel veriö
margsvikin, samanber fyrirheitin
við iðnaðinn þegar Islendingar
gengu í EFTA á sínum tíma.
En nú hafa menn vaknað viö vond-
an draum. Sjávarafli hefur brugðist
og við blasir gífurlegur atvinnusam-
dráttur, því það hefur verið vanrækt
aö byggja upp aðrar atvinnugreinar.
A stöðum þar sem það hefur þótt
jaðra við guðlast að tala um aðrar
atvinnugreinar en sjávarútveg
hrópa menn nú á iðnað sér til
hjálpar, rétt eins og unnt sé að koma
honum á með dags fyrirvara. En því
miður er langt frá því að svo sé.
Samtímasaga greinir okkur frá
ýmsum misheppnuðum dæmum er-
lendis frá, þegar skyndilega hefur
átt að iönvæða þjóðir og gjörbreyta
lifsháttum þeirra. Líklega hafa
slíkar tilraunir oftar mistekist en
heppnast. Þar kemur vafalaust
margt til en ætli að ein meginorsökin
sé ekki sú að við iðnað gildir allt ann-
ar hugsunarháttur en til dæmis í
veiöimannaþjóðfélögum, eins og
okkar þjóðfélag hefur fyrst og fremst
verið, bæði 'í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Þar eru þaö jafnvægi og
vandvirkni sem fyrst og fremst gera
gæfumuninn en ekki göslaraháttur
og sífelld von um stóra happdrættis-
vinninga.
Viðveröumekkiiðnvætt þjóöfélag
á einu ári, til þess höfum við hvorki
fjármagn né skapferli. En sú stóra
spuming hlýtur aö gerast áleitin,
hvort þeir erfiöleikar sem að okkur
steðja nú í sjávarútvegi og vonandi
eru tímabundnir, ná því að opna
augu okkar, kenna okkur að spinna,
verða til þess að við viðurkennum
bæði í orði og verki aö það er ekkert
vit í því að treysta endalaust á einn
atvinnuveg.
Tækifærin bíða alls staðar
I raun og veru bíða tækifærin
okkar alls staðar, ef við náum því að
fá jafnvægi í fjármál okkar og önnur
efnahagsmál. Vonandi tekst nú að ná
hafi verið undir þá menn sem lagt
hafa út í slík ævintýri hin síðari ár.
Samt hafa margir þeirra þráast
viö og haldið sínu striki. Þeir hafa
getað skrimt af í kolvitlausu verð-
bólg uþjóöfélagi, meö vöxtum og
opinberum gjöldum sem hvergi
þekkjast í samkeppnislöndum okkar,
og þeir hafa því öðlast dýrmæta og
dýrkeypta reynslu. I mörgum þess-
um litlu fyrirtækjum hafa nýjungar
litið dagsins ljós, nýjungar sem í
stórum þjóðfélögum hefðu nægt til aö
gera höfunda þeirra að iðnjöfrum.
Hér hafa menn hins vegar orðið að
bíta í það súra epli að geta hagnýtt
þær til vinnu fyrir tvo til þrjá menn
„Sjavarafli betar braglM H vtt blasir gffurlegur atvinnusamdráttur, því
þab httar verM vaarakt að byggja app aðrar atvinnugreinar. ”
og láta svo útlendinga stela þeim viö
neflö á sér, hafi þeir reynt að kynna
þær.
Þetta gerist jafnt á litlum verk-
stæðum og tilraunastofum há-
skólans. Fjárskortur og skilnings-
leysi þeirra sem fjármagni stýra,
hafa valdið okkur skaða sem aldrei
verður metinn til fjár. Ef við lærum
okkar lexíu nú, þegar harönar í ári,
getum við lagt grunninn að því að
auðgast á íslensku hugviti og verk-
þekkingu á komandi árum.
Þá má ekki gleyma öllum þeim
gífurlegu tækifærum sem felast í
betri úrvinnslu þeirra matvæla sem
viö annaðhvort flytjum út sem hrá-
efni, eða nýtum alls ekki heldur
fleygjum. Mér er það ljóst að viö
verðum að halda áfram að fullnægja
þýðingarmiklum mörkuðutn okkar
fyrir þorsk í vestri og austri á
svipaðan hátt og hingað til, en fleira
ermaturenhann.
A síðustu árum hefur orðið gífur-
leg bylting í matargerð okkar
Islendinga. I henni höfum við kynnst
matarvenjum fjölmargra þjóöa og
við ættum að geta skilið það nú að til
þess að geta selt þessum þjóöum
matvæli verðum við að útbúa þau
þannig að þær vilji kaupa þau og
neyta þeirra. Er þá ótalið allt það
sem fleygt hefur verið en nú er ljóst
að úr má skapa gífurleg verðmæti.
En ekki er nóg að framleiða vöru,
hana þarf líka að selja. Satt best að
segja höfum viö Islendingar verið
óskaplegir ratar á markaðssviðinu,
þótt vissulega hafi á sumum sviöum
vel til tekist. Við höfum ekki verið
nægilega gagnrýnir á margt það sem
við höfum boðið erlendis og við
höfum ekki kunnaö þá miklu kúnst
sem markaðssetning erlendis er.
Hér tengjast verslun og fleiri
þjónustugreinar iðnaðinum og það er
engin ástæða til þess að ætla annaö
en við getum náð langt á því sviði ef
við leggjum okkur fram. Kannski er
góð markaðssetning og sölumennska
erlendis raunhæfasta byggðastefna
sem um er hægt aö tala, þegar öllu er
ábotninnhvolft!
En eitt frumskilyrði þarf að
uppfylla áður en svona draumórar
geta orðið aö veruleika: Við þurfum
aö gera okkar eigið þjóðféiag
„normalt”aðnýju.
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
okkar mesta bölvaldi, verðbólgunni,
niður í viðráðanlegt horf, þótt
nokkrir ógæfumenn reyni að hindra
þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru
til þess. Vonandi tekst þeim ætlunar-
verk sitt ekki svo vel að þjóðin þurfi
að draga þá til ábyrgðar fyrir
skemmdarverk þeirra.
Stóriðja er í margra augum alls-
herjarlausn á efnahagsvanda okkar.
Því fer fjarri að ég amist við stór-
iðju, einkum þeirri sem útlendingar
eiga og bera ábyrgð á en gjalda okkur
fast gjald fyrir, en ég held að það sé
alrangt að veðja á hana eina. Þá
erum við aö lenda í nýju fiski-
ævintýri og getum staöið vamarlitlir
uppi ef þýðingarmiklir, einhæfir
markaðir bregðast.
En við megum ekki gleyma því að
margt smátt gerir eitt stórt — í
iðnaði ekki síður en öta-u. Um allt land
hafa á síðari árum risið upp iðnfyrir-
tæki í hinum ýmsu greinum, bæði
svokölluðum framleiðsluiðnaði og
þjónustuiðnaði. Flest eru fyrirtæki
þessi smá, enda langt í frá að mulið
A „í raun og veru bíða tækifærin okkar alls
^ staðar ef við náum því að fá jafnvægi í
f jármál okkar og önnur efnahagsmál.”
Kjallari
á fimmtudegi