Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Side 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984.
UTGERÐARMENN
HUMARBATA
Oskum eftir humarbátum í viöskipti á komandi humarvertíö.
Vinsamlegast leitiö upplýsinga hjá Gunnlaugi Ingvarssyni
f ramk væmdast j óra.
BÚLANDSTINDUR H.F.
Djúpavogi, sími 97-8880.
'ANTAR
/\ EfWtTALl
/ HVERFI
STIGAHLÍÐ
j Jf Verð aðeins 39.406,-
l/TZSSge&MLo***
EKKI AÐEINS MUN ÓDÝRARI HELDUR BETRI
Avenger IIILORAN C er bylting ílorantækjum fyrir
fiskiskip. Tækið er ekki nema 12 cm á dýpt, 18 á
breidd og 13 á hæð og vegur aðeins þrjú kíló, sér-
stak/ega raka- og vatnsvarið en búið öllum þeim
eiginleikum sem hingað til hafa einungis fundist í
lorantækjum sem kosta margfalt meira og eru
miklu fyrirferðarmeiri.
Spennujafnarí.Avenger III vinnur á hvaða spennu sem er á milli
6,5 og 48 volta.
Akkerísvakt. Þegar legið er við stjóra getur Avenger III séð um
eftiríitið, ákveðið er hve mikið má reka og fari skipið út fyrir
þann hring varar A venger III strax við. Á sama hátt má setja inn i
minni þann hring sem telst veiðislóð, strax og komið er inn á
hringinn lætur tækið vita um það með hljóðmerki.
Sendistyrksmæling. Avenger III er sérbyggður fyrir islenskar
aðstæður, með 142,5kHz noise-filter.
Greinilegur aflestur. Avenger III sýnir markaða stefnu, raun-
stefnu, hraða, fjaríægð ákvörðunarstaðar, stefnufrávik og segul-
skekkju svo eitthvað sé nefnt. Aflestur er auðveldur jafnt i
myrkrisem skærrisólarbirtu, allir takkar eru lýstir og auðlœsir.
Avenger III frá II Morrow Inc. er bandarísk hönnun og fram-
leiðsla sem stenst ströngustu kröfur. Hægt er að tengja tækið
sjálfstýringu, hliðtengdum kortrita og staðsetningarsendi fyrir
sjálfvirka tilkynningarskyldu þegar hún kemur.
I, ~ 100 minnisdeildir.
TVEGGJA ÁRA
Menning Menning
Munaðarfull
list
— um sýningu Gunnars Arnar
Nú stendur yfir í Gallerí Vesturgötu
17 sýning á vatnslitamyndum og mono-
týpum eftir Gunnar Orn Gunnarsson.
Sýningin stendur f ram til 1.4.
í Ijósi
reynslunnar....
Þaö er ekki nema tæpt ár síðan
Gunnar Öm hélt stóra einkasýningu í
Listmunahúsinu. Á þeirri sýningu
hafði listamaðurinn gert upp við fortíð-
ina og tileinkað sér nýja myndskrift í
anda nýja málverksins. Voru margir
til að setja spurningarmerki viö þetta
listræna rof Gunnars. En gerjunin
heldur áfram, listamaðurinn málar,
vinnur aftur og aftur úr möguleikum
þessa nýja myndmáls sem hefur nú
tekiö á sig mun persónulegri svip. Það
er því ljóst að listamaöurinn hefur
kunnað að endurmeta nýmálverkið í
ljósi eigin reynslu: Viö greinum aftur
gildi fyrri verka Gunnars en þó með
nýju eöli: teikninguna og óvenjumikla
næmni í útfærslunni.
Miðað við verkin sem listamaðurinn
sýndi í Listmunahúsinu á síðastliðnu
ári, virðast myndirnar nú gerðar af
dýpri hluttekningu listamannsins.
Hann virðist nýta alla sína menntun og
þekkingu og mála leikandi og næsta
ósjálfrátt. Sérhver mynd virðist votta
um fullnægingu listamannsins, sem
hann fær út úr athöfninni að mála.
Myndefniö er oftast ævintýrakennt og
goösögulegt en inntakið er þó ávallt
unaöurinn sem listamaðurinn upplifir í
gegnum efnið, línuna, litinn og við það
að sjá eigin myndsýn framkallast á
örkinni. Gunnar Öm er einn af fáum
málurum íslenskum sem viö getum
lýst sem munaðarfullum listamanni.
Lesið í gegnum
listamenn
Sýningin sem nú stendur yfir í
Gallerí íslensk list við Vesturgötu er
afar ánægjuleg og fróðleg í alla staði.
Hún vottar um fullkomna endurnýjun í
málverki listamannsins og það i
jákvæðum skilningi. Greinilegt er að
nýja málverkið hefur haft djúptæk
áhrif á myndhugsun listamannsins og
opnað nýjar víddir í myndverki hans.
En þessi endumýjun hefur ekki átt sér
stað átakalaust. Gunnar öm hefur
greinilega lesið í gegnum marga lista-
menn og kannaö ólíkar myndskriftir
og myndmál. Þá sést það nú einkar vel
að ormurinn í myndverkum lista-
mannsins, sem var ríkjandi á síðustu
sýningu, hefur veriö afgerandi mynd-
rænt séð. I gegnum orminn gat lista-
maöurinn fjarlægst hina hefðbundnu
myndsýn sem myndlist hans byggðist
á og gert sér grein fyrir því að
málverkið meö stóru m-i, er ekki
aöeins að finna í hinni venjubundnu
skólasýn. Og að til væra möguleikar í
hinum f jölmörgu og ólíku myndmálum
sem liggja utan við okkar tíma og
Menning
Næturdrottningin.
Myndlist
GunnarB. Kvaran
menningarsvæði. Ljóst er aö lista-
maðurinn hefur skoðað og velt fyrir
sér primitífri list og oft komist að
niðurstööum sem minna á þær lausnir
sem listamenn í byrjun aldarinnar
komust niður á þegar list frá f jariæg-
um menningarsvæðum hafði hrært upp
í myndmálinu og listinni.
Andleg
upplyfting
Þessi sýning er í senn safarík og and-
leg upplyfting fyrir listunnendur sem
sjá orðið allt of lítið af raunverulegri
sköpun í sýningarsölum á Reykja-
víkursvæðinu. GBK
Fimmtíu og sjö skrif
Jóhannesar Helga
Jóhannes Helgi:
Heyrt og sóð.
Fimmtíu og sjö skrif.
Arnartak, Reykjavík 1983, 227 bls.
Fyrir síðustu jól vora gefnar út í
bók fimmtíu og sjö stuttar greinar,
sem Jóhannes Helgi rithöfundur
hafði birt í blöðum á áranum 1975—
1983. Þetta eru fjörlegar greinar, en
ómjúklegar mjög — höfundurinn
vægir hvergi neinum, síst þeim ís-
lensku menntamönnum, sem eiga
sinn bólstað, gamian eða nýjan, íSví-
þjóð.
Jóhannes Helgi kann svo sannar-
lega að fara meö málið. Hann segir
um bókstafstrúarmenn: „Þeirmenn
era til, sem eiga heima í fingurbjörg-
um alla ævi sína og deyja sælir í
þeirri trú, að þær séu öll veröldin.
Þeir skríöa venjulega þarna inn á
unga aldri, fara í baklás sem enginn
dírkari fær unnið á, telja sig hafa
höndlað í eitt skipti fyrir öll óbrigð-
ula mælistiku á mannlífið og menn-
ina, þótt allt í kringum þá standi í
ljósum logum dæmin ftn, að það sem
þeir ætli að mæla breytist frá degi til
dags, og skekkjan verður því meiri
sem lengra líður á ævina.”
Hann er heimsborgari fremur en
smáborgari, leggur þetta til, þegar
hann örvæntir um Islendinga:
„Kannski fylgir því sársaukaminnst
röskun að flytja inn fólk skipulega —
í þeim mæli árlega að innflutningur-
inn yrði okkur ekki menningarlega
banvænn. Við tileinkum okkur þá
þaö nýtilega í fari útlendinganna —
og í staöinn hlöðum við þá gjöfum
þeirrar frjálshuga einstaklings-
hyggju, sem ekki á sinn líka á
byggðu bóli og fyrir hana og íslensk-
una mega þeir sem koma úr
þrengslunum og af hrognamála-
svæðunum úti í heimi prísa sig
sæla.”
Hann er frjálslyndur íhaldsmaður,
en umfram allt einstaklingshyggju-
maður, ekki meö ósvipaðar skoðanir
og Guðmundur Friðjónsson og Ind-
riði G. Þorsteinsson. Hann skilur
ekki, hvers vegna mönnum er
meinað að drekka bjór, og ágæt
grein er í bókinni um þá einkennilegu
ástríðu manna eins og Halldórs á
Kirkjubóli aö reyna aö neita öörum
um það, sem þá langar sjálfa ekki í.
Og hann krefst þess, aö menn beri
ábyrgð á gerðum sínum, þannig að
þeim sé refsað, brjóti þeir af sér,
fremur en reynt sé að „lækna” þá að
sænskum sið. Ég get ekki sagt annaö
en ég sé sammála honum.
Það er að vonum, aö slikum manni
geöjist ekki að samlífsháttum í Svi-
þjóö, þar sem „félagsleg meðferð”
hefur tekiö við af refsingum, þar sem
bamaverndarnefndir ráða yfir
börnunum, en ekki foreldrar, þar
sem reynt er að uppræta
einstaklingseðlið, þar sem „félags-
leg vitund” hefur komið í stað sam-
visku einstaklingsins, þar sem ríkið
hefur smám saman verið að breytast
í barnfóstru, þar sem borgararnir
eru að missa allt samband við sögu
þjóðarinnar, þar sem skattalögregl-
an ræðst inn á heimilin og nágrannar
hafa gætur á eyðslu hver annars.
Jóhannes Helgi segir um valdið: