Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Síða 17
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur HUSQUARNA ELDHUSLINAN I dag er hvíta Husquarna-eldhúslínan vinsælust. Eigum einnig eldhúslínuna í cameé, avocado og lion litum. Kynn- iö ykkur Husquarna lánakjörin. Gunnar Asgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 Um bjórmálið Akureyringur skrifar: Þriöjudaginn 13. mars sl. leiddu saman hesta sína í sjónvarpssal þeir Jón Ottar Ragnarsson og Páll V. Daníelsson og skiptust á skoðunum um bjórmáliö. Páll, sem er andvígur sölu á bjór hér á landi, rökstuddi sitt mál meö því að vitna í reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Jón Ottar, sem er meðmæltur sölu á bjór hér á landi, taldi þetta ekki vera nokkur rök hjá Páli. En lítum þá aðeins á þann rök- stuðning sem Jón Ottar hafði fram að færa um þessi mál. Hann sagði efnis- lega m.a. i áöurnefndum þætti aö nán- ast engin fræðsla væri um áfengismál hér á landi og væri það Islendingum til skammar. Ennfremur upplýsti hann að þaö væri sín skoðun aö hann væri hlynntur þjóðaratkvæðagreiöslu um bjórinn og spurði jafnframt Pál með hæðnistón að því hvort hann treysti ekki þjóöinni fyrír atkvæöagreiðslu um málið. Hvemig ætlast Jón Ottar til að þjóö, sem er eins og hann sagði rétti- lega mjög illa upplýst í þessum efn- um, sé í stakk búin til að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu um svo flókið og erfitt mál? I svona umræðuþáttum kemur oft margt furðulegt fram í máli manna en ekki minnist ég þess að hafa heyrt aðra eins rökleysu og mótsögn eins og kom fram í máli Jóns Ottars í þessum þætti. Aftur á móti rökstuddi Páll sitt mál vel með því að vitna í reynslu annarra þjóða í þessum efn- um. Hvort heldur sem er á þessu sviði eða öðru er það reynslan sem er besta viðmiðunin þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir. Enda erum viö Islendingar alltaf að miða og styðjast við reynslu annarra þjóða á ýmsum sviðum, s.s. í fiskveiði- málum, iðnaðarmálum, félags- og menningarmálum, efnahagsmálum, íþróttamálumo.s.frv.,o.s.frv. Enþeg- ar bent er á reynslu annarra þjóða í áfengismálum er því haldið fram að það sé ekki marktækur samanburður. — Já, margt er skrýtið í kýrhausnum. Dire Straits: Bestu hljóðfæra- leikarar heims Ástæðan fyrir því að ég skrifa er sú að í DV þann 13. mars síðastliöinn rakst ég á grein sem lesandi hafði skrifaö um Dire Straits og að fá þá á listahátíð og vildi ég þakka honum fyr- ir gott bréf og góð orö. Síðast í bréfinu bað hann um að við, Dire Straits aðdá- endur, létum í okkur heyra og er ætlun mín aö láta ósk hans rætast meö því aðskrifa. I sex ár hef ég verið einlægur aðdá- andi Dire Straits. Ef ég ætti að velja á milli Dire Straits og Duran Duran þá yrði svariö strax Dire Straits. Eg hef að vísu aldrei verið á móti Duran Dur- an og hlusta oft á þá og finnst tónlist þeirra ágæt. En málið er bara það að þótt plötumar þeirra séu góðar þá ef- ast ég mjög um ágæti Duran Duran uppi á sviði. Um Dire Straits gegnir allt öðru máli, því hljómsveitin er skip- uð nokkrum bestu hljóðfæraleikurum heims og er ég síður en svo sá eini sem heldur því fram. Af öllum þeim plötum sem ég hef hlustað á með Dire Straits hef ég enn ekki fundiö eitt einasta lag sem er leiöinlegt. Ef þeir i stjórn lista- hátíðar ætla að halda góöa tónleika og fylla Höllina þá kemur aðeins eitt til greina: DireStraits. Að lokum vil ég svo biðja Dire Straits aðdáendur um að taka undir og skrifa (þeir sem kunna). Við viljum Dire Straits. Skiptar skoðanir eru um bjórinn. Það fer víst ekki á milli mála hvor- um megin hún er. Einstæð móðir í Vesturbænum skrifar: Eg hef fylgst með blaðagreinum um hárgreiðslunema og kaup þeirra. Eg er innilega sammála þessu fólki: Hver getur lifað af þessum launum á mánuði? Eg er sjálf einstæð móðir og hef varla ofan í okkur að borða og er þó næstum helmingi hærra kaupið sem égfæámánuði. Hvemig er það, eru meistarar svona harðbrjósta að geta horft fram- an í nemann þegar hann fær launin sín og er jafnvel búinn að safna skuldum fram að útborgun, svo sem húsaleigu, matarreikningi, hita, rafmagni og barnapössun? Hver einasta mann- eskja ætti að vita að ekki er auðvelt að lifa í dag. Hvemig er það, var ekki verið að semja um kauphækkun fyrir þá lægstlaunuðu? Er þetta fólk ekki það lægstlaunaða í landinu? Eða em þetta ekki manneskjur? Einbeitingin skin útúr þessu andliti hvað sem öllum deilum liður. Hárgreiöslunemar: Lægstlaunaðir f landinu Olympla Rafeindaritvélar í takt við tímann Hraði, nókvœmni og nýjasta tœkni við skrifstofustörfm. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst, hagkvœmni og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án þess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturþétting og ýmsar leturgerðir. Reþort 18.500,- Comþact 20.900,- KJARAIM ÁRMULl 22 - REYKJAVÍK - SiMI 83022 Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Borgartúni 18 laugardaginn 24. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum eöa umboðsmönnum þeirra í dag, föstudag, í afgreiðslu sparisjóðsins og á fundarstað. STJÖRNIN. - og umræðu- þáttinn umþað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.