Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Síða 36
36
DV. ‘FlMMfÚDÁGÚá'22. MÁRS1984.
Atli Þorbergsson skipstjóri lést 15.
mars sl. Hann var fæddur 4. október
1911 í Gerðum Garði, og voru foreldrar
hans Þorbergur Guðmundsson og Ingi-
björg Guömundsdóttir. Atli var tvígift-
ur. Meö fyrri konu sinni, Kristínu
Jóhannesdóttur, eignaðist hann tvær
dætur. Þau slitu samvistum. Seinni
kona Atla var Þórhildur B. Hallgríms-
dóttir og eignuðust þau þrjá syni. Otför
Atla verður gerð frá Fossvogskirkju
föstudaginn 23. mars kl. 15.
Guörún L. Sveinsdóttir, öldugötu 9,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 23. mars kl. 13.30.
Atli Þorbergsson skipstjóri, Hrafnistu
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 23. mars
kl. 15.
Karólína Á. Jósefsdóttir, sem andaðist
14. þessa mánaðar, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 23.
marskl. 13.30.
Hilmar Helgason lést 13 mars sl. Hann
var fæddur 14. febrúar 1941 í Reykja-
vík. Foreldrar hans voru Helgi Gísla-
son og Aðalbjörg Ásgeirsdóttir. Hilm-
ar kvæntist ungur Katrínu Thoraren-
sen og eignuðust þau þrjá syni. Hilmar
og Katrín slitu samvistum. Hilmar var
fyrsti formaöur SAA og einn aðal-
hvatamaður að stofnun þess. Utför
hans verður gerð frá Dómkirkjunni í
dagkl. 13.30.
Margrét Jónsdóttir, Víðivangi 20
Hafnarfiröi, verður jarðsungin í dag
fimmtudaginn 22. mars frá Hafnar-
f jarðarkirkju kl.13.30.
Hólmfríður Ásgrimsdóttir, Kirkju-
braut 21 Akranesi, verður jarðsungin
frá Akraneskirkju laugardaginn 24.
mars kl. 11.30.
Lárus Hafsteinn Pjetursson lést á
Landakotsspítala 18. mars. Jarðar-
förin fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 23. mars kl. 11.
Andlát
NÝKOMIÐ
Furu-sófasett
Furu-borðstofuhúsgögn
Hjónarúm í miklu úrvali
Opið virka daga til kl. 19, opið föstu-
daga til kl. 20, opið laugardaga til kl.
16.
JIS
Jón Loftsson hf.
A A A A. A A
~Cv'~Y
TTT
3 rj aucju
. r.. luuuijj j-J
JUUUl -
lli
II ill
Hringbraut 12! Sími 10600
í gærkvöldi í gærkvöldi
I gærkveldi áttu sér stað tímamót í
sögu sjónvarpsins. Síöasta þættinum
í Dallaspakkanum lauk. Hver verða
viðbrögö Dallas neytenda? Neita
þeir að borga afnotagjöldin eða
stofna þeir til undirskriftasöfnunar
sem er svo vinsælt nú til dags. I það
minnsta er víst að margir eru nú
spældir og sitja uppi með margar
ósvaraðar spumingar um Dallas
fólkið.
Spumingar sem líklega
verður aldrei svarað eða hvað? Svo
eru aðrir sem telja þetta vera hin
Tímamót
mestu þjóðþrif að losna við þessa
þætti. Nú verður loksins f undarfært á
miðvikudögum. En hvað með þá sem
auglýsa i sjónvarpinu. Hvar á nú aö
koma fyrir öllum auglýsingunum
sem sýndar vom á miðvikudags-
kvöldum áður en Dallasþættirnir
hófust. Eitt er víst að þessi tímamót
valda mörgum hugarangri. Að minu
mati er það skynsamlegt að hætta
sýningum á þessari froðu frá
Ameríku.
Sjónvarpið í gær var nokkuö
fróðleikssinnað. Seinast á dagskrá
var gamall þáttur um gamla
búskaparhætti til sveita. Þessir
þættir eru án efa mikilvægar
heimildir um starfshætti bænda hér
áður fyrr. Um leið og þeir eru
heimild um bændur eru þeir einnig
ágæt heimild um fomar starfsað-
ferðir hjá sjónvarpinu. Mér dettur í
hug hvort ekki væri hægt að nota
þennan tíma á miðvikudögum til að
endursýna þætti sem áhorfendur
hafa óskað eftir að verði endur-
sýndir.
Araar Páll Hauksson.
Guðjón Einarsson, Framnesvegi 63,
andaðist 20. mars.
Kveðjuathöfn um Halldóru J. Eyjólfs-
dóttur frá Þykkvabæ verður í Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 22. mars kl.
15. Jarðsungið verður í heimagrafreit í
Þykkvabæ í Landbroti laugardaginn
24.mars kl. 14.
Guðmundur Guðmundsson, fyrrver-
andi kaupmaður, Móabarði 24 Hafnar-
firði, lést á gjörgæsludeild Landakots-
spítala að morgni 21. mars.
Margrét E. Þorsteinsdóttir, Skildinga-
nesi 6, andaðist á Landakotsspítala 20.
mars.
Jóna Jóhannesdóttir frá Homi, Hlíðar-
veg 32 Isafirði, verður jarðsungin frá
Isafjarðarkirkju laugardaginn 24.
mars kl. 14.
Tónleikar
Tónleikar í Safari
í kvöld
1 kvöld verða tónleikar í Safari á vegum SATT
og leika þar þrjár hljómsveitir. Djelly systur
— Dúkkulísurnar og Dá. Tvær hinar fyrr-
nefndu eru eingöngu skipaöar kvenfólki og
eitthvað mun af þeim í þeirri þriðju. Verð að-
göngumiða er 200 kr. og rennur ágóðinn til
SATT.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur hjá Geðhjálp
Geðhjálp eru fimm ára gömul samtök sem
hafa innan sinna vébanda fólk með geðræn
vandamál, aöstandendur þeirra og aðra þá er
teija sig málefni þeirra einhverjú varða. Fé-
lagsskapurinn er öilum opinn.
Starfsemi Geðhjálpar hefur verið mjög öfl-
„Eg er sáttur við þessa niðurstööu
og ég fagna sérstaklega þessari miklu
þátttöku í atkvæðagreiðslunni,” sagði
Kristján Thorlacius, formaður BSRB,
eftir að ljóst var að félagsmenn höfðu
samþykkt nýgerðan kjarasamning í
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Talningu atkvæða lauk í gærkveldi.
Alls bárust 9.591 atkvæði eða frá um
80% félagsmanna. Fylgjandi
samningnum voru 5.336 eða 57,5% en
andvígir voru 3.710 eða 40%. Auðir
seðlar voru 210 og ógildir 21. Eftir voru
skilin rúmlega 300 atkvæði til að telja
með ef einhverjir atkvæðaseðlar
myndu berast í pósti næstu daga en
þau geta þó ekki breytt niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar.
Kristján sagðist hafa orðið þess var
á fundum að þaö væru aðstæðumar í
þjóðfélaginu sem væru þess valdandi
að fólk samþykkti þennan samning.
Hann kvaðst því leggja mikla áherslu
á að ríkisstjómin hætti þeim kjara-
skerðingum sem verið hafa og aðrir en
ug í vetur. I félagsmiðstöðinni er „opið hús”
þrisvar í viku og er það mjög vel sótt. Mánað-
arlegir fyrirlestrar um ýmsa þætti geöheil-
brígðismála eru haldnir á geðdeiid Land-
spítalans og sækja þá a.m.k. 100 manns í
hvertsinn.
Næsti fyrirlestur verður í dag, fimmtudag-
inn 22. mars, kl. 20 á geðdeild Landspítalans,
kennslustofu á m. hæö. Mun JónOttarRagn-
arsson dósent þá halda fyrirlestur er ber
nafnið „Næring og geðheilsa”. Fyrirspurnir
og umræður verða að loknum fyrirlestrinum
og er hann öllum opinn.
I siðastliðnum mánuði var haldið helgar-
námskeið fyrir aðstandendur þeirra er eiga
við geðræn vandamál að stríða. Var þar m.a.
f jallað um viðbrögð við tilfinningalegu áfalli,
fjölskyldutengsl, sjálfsvirðingu, heiðarleg
tjáskipti og þær tilfinningar er fylgja því að
eiga sjúkan ástvin og þau viðbrögð er af því
leiða. Einnig er skoðað hvað hægt er að gera
til að breyta ríkjandi ástandi og láta sér líða
betur frá degi til dags. Næsta námskeið af
þessu tagi verður haldið helgina 24. og 25.
mars nk., frá kl. 10—18 báða dagana í félags-
miðstöð Geðhjálpar að Bárugötu 11. Leið-
beinandi er Sigríður Þorsteinsdóttir. Þátt-
taka tilkynnist í síma 25990 föstudaginn 23.
mars kl. 17.30—19. Frekari upplýsingar fást í
símum 73734 og 53627 á kvöldin.
Happdrætti
Drætti í ferðahappdrætti
Arsenalklúbbsins á íslandi
hefur verið frestað um eina viku, eða til
laugardagsins 24. mars 1984, og eru þeir
kiúbbfélagar, sem eru ákveðnir að vera með,
beðnir um að drífa sig með gíróseðlana á
næsta pósthús.
Tilkynningar
Ályktun
Fundur kennara í Hinu íslenska kennarafé-
lagi við Fjölbrautaskólann á Akranesi hald-
inn 15.03.1984 lýsir yfir eindregnum stuðningi
við samþykkt baráttufundar kennara sem
haldinn var í Sigtúni í Reykjavík 13.03.1984.
launafólk tækju á sig hluta af byrðun-
um. Sagðist hann þó ekki bjartsýnn í
þessum efnum míðað við umræður á
Alþingi um skattamál síðustu daga.
„Ef ríkisstjómin breytir ekki um
stefnu þá verður friöurinn á vinnu-
markaðnum skammvinnari en gert
hefur verið ráð fyrir af hálfu stjórn-
valda,” sagði Kristján Thorlacius.
„Það er ljóst að meirihluti opinberra
starfsmanna innan BSRB hefur greitt
atkvæði á annan hátt en ég og mínir
félagar og því verðum við að hlíta,”
sagði Valgeir Gestsson, formaður
Kennarasamtakanna, sem var einn
talsmanna þess að samningurinn yrði
felldur. Valgeir benti þó á að
samningurinn væri uppsegjanlegur 1.
september og 1. janúar og menn
myndu skoöa möguleika á uppsögn í
ljósi þess hver kaupmátturinn yrði.
„Það lítur ekki vel út að hækka nú
skattana til að ná upp í kauphækkun-
ina okkar,” sagði ValgeirGestsson.
ÖEF
Fundurinn leggur sérstaka áherslu á að
samtök kennara verði sameinuð í ein heildar-
samtök utan BSRB og BHM og haö hin nýju
samtök sjálfstæðan samningsrétt.
Alyktun þessi sendist stjóm HIK, málgagni
HIK sem og öðrum helstu fjölmiðlum lands-
ins. Auk þess verður hún send stjóm Kenn-
arasambands Islands.
Afmæli
80 ára er í dag, fimmtudaginn 22.
mars, Simon Teitsson járnsmíðameist-
ari, Þórólfsgötu 12 Borgarnesi. Hann
dvelur nú ásamt eiginkonu sinni á
Heilsuhælinu Hveragerði.
70 ára afmæli á í dag, fimmtudag 22.
þ.m., frú Rakel Loftsdóttir frá Gröf í
Miðdölum, Hátúni 12 hér í Vík. Hún
tekur á móti gestum sínum eftir kl. 15 í
dag á heimili dóttur sinnar í Asgarði 6
hér í bænum.
Hvernig stendur á því að við
eigum alltaf heilmikið eftir að
gera þegar við erum búnar meö
alla heimilispeningana?
Félagsmenn BSRB
samþykktu samninginn