Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1984, Qupperneq 38
38
DV. FIMMTUDAGUR 22. MARS1984.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
VORUM MJOG TAUGA
-7 Dansf lokkurinn Tke Mistakes varð
Islandsmeistari unglinga í hópdansi
með dansinn sinn, The Mistake
OSTYRK
Þess má geta aö þau tóku sig til
kvöldiö eftir sigurinn og fóru út aö
boröa á Pottinum og pönnunni.
„Fengum okkur góöar steikur í tilefni
sigursins.” -JGH
m >
Þau skipa „Mistökin”. Talið frá
vinstri: Eydis Eyjólfsdóttir, Haukur
Gíslason, Katrín Olafsdóttir og Guörún
Þórhannesdóttir. Þau sýndu geysilegt
öryggi í dansi sínum. Þrátt fyrir það
áttu þau í mikilli keppni við Who do-
dansflokkinn úr Mosfellssveit sem
lenti í öðru sæti.
DV-mynd: Einar Olason.
Stefán tekur sporið í Tónabæ síðastliðið f östudagskvöld. Hann dansaði svokallað-
an „Break-dans”, en það er dans sem mjög hefur rutt sér til rúms að undanfömu
á meðal unglinga. „Emm fimm strákar saman i danshópi sem viö köllum Break-
bræður.” DV-mynd: Einar Olason.
„Eg hef haft áhuga á dansi lengi en
staðreyndin er sú aö ég hef ekki lært
dans fyrr en í vetur og þá aðeins í stutt-
an tíma fyrir jól, ” sagði Stefán Baxter,
15 ára Reykvíkingur og Islandsmeist-
ari unglinga í diskódansi, eftir aö hann
tryggði sér titilinn í Tónabæ síöastliðið
föstudagskvöld.
Stefán er fæddur í Svíþjóð, en fluttist
til Islands 2 ára. Hann stundar nám í
æfingadeild Kennaraháskóla Islands.
I keppninni í Tónabæ dansaði Stefán
svokallaöan „break-dans” en sá dans
byggist mjög á látbragöi dansarans.
Fyrir um þremur vikum stofnaöi Stef-
án, ásamt fjórum öðrum strákum,
danshóp. Þeir kalla sig Break-bræöur.
„Við sýndum niöri á torgi á föstudegi
fyrir um hálfum mánuöi. Viö tókum
okkur til og mættum niöur á torg og
byrjuöum aö dansa.”
— Hvernigtókuvegfarendurþví?
„Ágætlega, aö því er virtist. Þaö
myndaöist strax heljarinnar hringur í
kringum okkur. Þarna voru bæði for-
vitið fullorðið fólk og unglingar.”
— Þiðhafiðfengiðklapp?
„Já, já.þaðvartalsvertklappaö.”
Stefán sagöi okkur aö „break-dans-
inn” hefði hafið innreiö sína hér á landi
fyrir um þremur mánuöum. Síðan
heföi dansinn fariö um eins og eldur í
sinu á meðal unglinga.
„Eg spái því aö þessi dans veröi sá
alvinsælasti hjá unglingum eftir svona
þrjá til f jóra mánuði.”
— Hvaöan er þessi dans?
„Break-dansinn er götulist sem
byrjaði í Bandaríkjunum. Fyrir
rúmum tveimur árum þróaöist dans-
inn inn á diskótekin.”
— Hvaö um gömlu dansana?
„Mig langar til að læra þá síðar
meir. Einhvem timann hættir maður
líka aö dansa diskó fyrst og fremst.”
-JGH
Viðar Ævarsson hlaut annaö sætið í
einstaklingskeppninni. Hann sýndi
mjög góð tilþrif. Við sjáum hér hvar
hann spennir upp regnhlíf scm hann
notaði í dansi sinum. Hann dansaði
„break-dans”.
Neistínn frá Garðabæ. Þrjár stúlkur
sem dönsuðu „hefðbundinn” dans.
Unglingar úr Garðabæ fjölmenntu i
Tónabæ á úrsiitakvöldið enda tveir
dansflokkar úr þcirra „höfuðstað”.
Mættum niöri á torgi
og dönsuðum
rætt við Stefán Baxter,
íslandsmeistara unglinga
ídiskódansi
„Viö erum mjög ánægö með sigur-
inn. Attum ekki von á honum því viö
vorum svo hræðilega taugaóstyrk.
Héldum aö Who do úr Mosfellssveit
myndu vinna.”
Þetta sögöu þau fjórmenningar í
dansflokknum The Mistakes eftir
sigurinn í Islandsmeistarakeppni ungl-
inga í diskódansi, hópdansi. Dansinn
þeirra hét The Mistake. En þrátt fyrir
öll „mistökin” þá geröu þau engin
mistök og ekki var aö sjá aö þau væru
taugaóstyrk á gólfinu.
Þaö skemmtilega viö þessa dans-
keppni er að unglingamir taka sig
saman og mynda danshópa. Þau í The
Mistakes voru í dansskólanum Dans-
nýjung um tima í vetur. Þannig
myndaöist hópurinn en áður þekktust
þau ekki. Em reyndar úr mismun-
andi borgarhverfum.
„Þaö var fyrir um þremur vikum
sem viö byrjuöum aö æfa sem hópur og
höfum æft á hverjum degi fram að
keppninni. Og þaö var ekki fyrr en á
fimmtudaginn, þegar undanúrslitin
voru, aö viö kláruðum aö semja dans-
inn.”
Búningar þeirra fjórmenninga em
hannaðir af þeim sjálfum. Þaö er
annars skemmtilegt aö sjá hve
unglingamir em hugmyndaríkir í gerö
dansbúninga. Margir búningamir
ótrúlega frumlegir.
— Ætliöiaöhaldahópinn?
„Já, það er meiningin.”
— Fengiðeinhvertilboö?
„Nei.ekki ennþá.”
Diskó-
dans
og skíða-
íþróttin
„Komiöi sælir, félagar og vinir
góðir.” Já, DvÖIin minnir enn á
gamla slagorðið nú þegar langt er
iiðið á marsmánuð. Við óskum ykk-
ur gleðilegs fimmtudags með von um
að allir séu í finu skapi.
Eins og nokkrum sinnum áður í
vetur fjöllum við að þessu sbini um
fjaUaíþrótt. Og dansinn, auðvitað.
Ekki má gleyma honum. Semsé
diskódans og skíöaíþróttina.
Það er með nokkuð óvenjulegum
hætti sem við tökum á skíðaíþrótt-
inni. Næstu tvo mánuðina er reiknað
með miklum fjölda skíöamanna í
skíðalöndin i nágrenni Reykjavíkur.
Bláfjöllin eru vinsæl og því birtum
við kort af skíðasvæöinu þar.
Islandsmeistarakeppni unglinga í
diskódansi, frjáisri aöferð, fær svo
athygU okkar. Þar hafa félagsmið-
stöðvarnar i Reykjavik unnið gott
starf með því að halda keppnina.
Keppnin tókst með afbrigðum vel að
þessu slnni. Þátttakendur margir og
áhugi unglinga mikUl. Keppnin fór
fram íTónabæ.
Við skeUum punktinum hér með á
fóninn.
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Einar Óiason