Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Síða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 1984. Folaldið komið á sinn stað. DV-mynd S. Folald finn- ur móður Klyfjahryssan í Sogamýrinni hefur loksins kastað og eignast folald þaö sem lengi hefur verið beðiö eftir. Höggmynd Sigurjóns Olafssonar af klyfjahestinum, sem sett var upp í Sogamýrinni, milli Suöurlandsbrautar og Miklubrautar 1966, hefur síðan verið ófrágengin því frummynd Sigurjóns sýndi einnig folald sem gekk laust meö móðurinni. Vegna kostnaðar viö gerð bronsaf- steypu hefur dregist í átján ár að setja myndina aö fullu upp og var þaö ekki fyrr en stuttu fyrir dauöa Sigurjóns að lokiö var viö gerð afsteypunnar af folaldinu. Var myndin þá í vörslu listamannsins, og síðan ekkju hans, þar til nú aö hún var loks sett á sinn stað. Gissur hvíti: „Smábrotsjór” Línubáturinn Gissur hvíti SF-55 frá Hornafirði lenti í brotsjó þegar hann var á leið heim úr róðri í ýrrinótt. Megnið af tækjum skipsins v; ið þegar <P»óvirkt og neistaflugið stóö úr þeim. Ibúð skipsljórans fylltist af sjó þrátt fyrir að gluggar væru lokaöir. Báturinn fór aftur á veiöar síðdegis í gær. I samtali við DV sagði Jón Sveinsson, sem gerir út bátinn ásamt tveiinur öðrum, að þetta atvik þætti þeim lítið merkilegt þarna á Horna- firöi. Menn kipptu sér ekki upp við að bátur fengi smábrotsjó á rassgatið, eins og hann orðaöi það. -EH. Mlkið fyrir lítið ••• AUKLIG4RDUR LOKI Það er nóg að vera slíppur þótt maður sé ekki snauður líka! Vaxtagreiðslur íslendinga á næsta ári: U In n 51 n il Hj iai rða r i ti útl le n id in iga hálf skuldasúpan út af orkumálum Næstum fimm milljarðar króna fara á næsta ári til þess að borga er- lendum aðilum vexti af 55 milljarða lánum. Þetta eru langtímalán sem hið opinbera, lánastofnanir og einka- aðilar skulda. Rétt rúmur helming- urinn er eingöngu til orðinn vegna orkumála. I þessum gríðarlegu orkuskuldum eru talsverðar upphæðir vegna Kröfluvirkjunar, sem öll er í skuld ennþá, og vegna „félagslegra fram- kvæmda”. Þar má nefna byggðalín- urnar. Að öðru leyti eru meöal annars gefnar þær skýringar að líf- timi orkuframkvæmdanna sé langur. A móti kemur að orku- skuldirnar vaxa stöðugt ár frá ári. Hinn helmingur erlendra lang- tímalána skiptist í grófum dráttum þannig, að ríkissjóöur er meö um 12%, sveitarfélög um 1%, sjávarút- vegur um 16%, iðnaður rúm 8%, samgöngur rúm 10%, lánasjóðir rúmlega 0,5% og ýmsir aöilar með 2%. -HERB. Banaslys í Ölf usi Tveggja ára drengur lést í árekstri Banaslys varð á mótum Þrengsla- vegar og Þorlákshafnarvegar í ölfusi í gærmorgun um kl. 11.00. Þar ók fólks- bifreið í veg fyrir langferðabifreið með þeún afleiðingum að bifreiðamar skullu saman með miklum krafti. I fólksbifreiðinni var ung kona meö tvö börn sín, tveggja og þriggja ára gömul. Er talið aö hún hafi blindast af sólinni sem var lágt á lofti og ekki séð langferðabílinn fyrr en of seint. Sjúkrabifreiöar og læknir frá Selfossi komu fljótlega á slysstaðinn og síöan neyðarbifreið frá Borgarspít- alanum sem kom á móti bílunum austur. Var yngra barnið flutt yfir í hana en það mun þá hafa verið látið. Eldra barniö slapp ómeitt en móðir- in, sem er liölega tvítug, var flutt á slysadeildina þar sem gert var að sjáanlegum meiðslum hennar. Enginn sem í langferðabifreiðinni var mun hafa meiðst. -klp. Siglinga- tæki brotnuðu „Það brotnaði rúöa bakborðsmegin í stýrishúsinu og nokkur siglingatæki eyðilögöust,” sagði Hreiðar Valtýsson, útgerðarmaður á Akureyri, í morgun. Loðnuskipiö Þóröur Jónasson EA, er útgerðarfélagið Valtýr Þorsteinsson hf. á Akureyri gerir út, varð fyrir brot- sjó austur af Glettingi í gærmorgun. Sagði Hreiðar að búið væri að hreinsa upp í stýrishúsinu og ný tæki væru væntanleg að sunnan í dag, en skipið er á Neskaupstað. Skipverja um borö í Þórði Jónassyni sakaði ekki er brot- sjór gekk yfir skipið. -ÞG. Báturinn Simon Gíslason sem hefur verið / slipp i tíu ár. DV-mynd Heiðar Baldursson, Keflavík. Bátur, sem verið hefur í slipp í tíu ár, fékk loðnukvóta: Seldu kvótann og fóru í ferð til sólarlanda Báturinn Símon Gíslason, sem hefur verið í slipp sl. tíu ár, fékk út- hlutað 70 tonna þorskkvóta í haust. Eigendur bátsins seldu kvótann fyrir nokkur hundruð þúsund og brugöu sér í sólarlandaferð fyrir glaðning- inn. Báturinn var áður í eigu Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur en var í sumar seldur Helga Geirmundssyni og fleiri aðilum á Isafirði. Gert var ráð fyrir aö búið yrði aö standsetja bátinn í haust. Þaö hefur dregist á langinn og verður báturinn ekki tilbúinn til að fara á veiðar fyrr en í byrjun janúar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá Sjávarútvegsráðu- neytinu fengu nokkrir bátar sem ekki stunduðu veiðar úthlutaö kvóta. Þessi mistök uröu vegna nýrra aðferöa við stjórn fiskveiða. Eftir er aö sníða af ýmsa vankanta sem komið hafa í ljós með nýjum kvóta- reglum. Nú er búið að afturkalla kvóta nokkurra þeirra skipa sem ekki fara á veiðar. Það hafa hins vegar verið nokkur brögð að því að menn hafi notaö kvótann sem verslunarvöru eins og í ofangreindu tilfelli. Þar hafi átt sér staö kvótatil- færslur á röngum forsendum. -EH. | í 4 4 4 4 4 í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.