Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. Fólk er sáróánægt með afgreiðslutímann — segir bankastjóri íBreiðholti .Staöreyndin er sú að fólk er sáróánægt og kvartar mikið yfir þessum afgreiöslutíma. Það líður varla dagur án þess að viðskipta- vinir spyrji hvort eöa hvenær viö ætlum að breyta afgreiðslutímanum aftur,” sagði Guðrún Svafarsdóttir, útibússtjóri Utvegsbanka Islands í verslunarmiðstöðinni Hólagarði í Breiðholti. I júnímánuöi sl. opnaöi Utvegs- bankinn nýtt útibú þarna og var afgreiðslutíminn frábrugðinn samræmdum afgreiðslutíma ann- arra banka. Nýi bankinn var opnað- ur klukkan tólf á hádegi og var opinn til klukkan átján á kvöldin. I septem- ber var þessu breytt að tilmælum Starfsmannafélags Utvegsbankans og Sambands ísl. bankamanna. Samræmdur afgreiöslutími banka var tekinn upp fyrú- einum þremur árum og síðan hafa af og til heyrst háværar mótmælaraddir viðskipta- vina gegn samræmingunni. Þegar afgreiðslutíma Utvegsbank- ans í Hólagarði var breytt í septem- ber undirrituöu 154 einstaklingar mótmælabréf sem afhent var Sam- bandi ísl. bankamanna. Gunnar Snorrason, kaupmaður í Hólagarði, einn þeirra sem undirrit- aði bréfið og kom því til skila, segir að sífellt berist fyrirspumir um stöðu málsins f rá hverf isbúum. Túlkunaratriði Utibússtjórinn, Guðrún Svafars- dóttir, sagði að fullt samkomulag hefði verið gert við starfsfólkið um fyrri afgreiðslutímann. Kjara- samningana, sagöi hún, aö mætti túlka þannig að afgreiðslutími banka væri samkomulagsatriöi á milli starfsmanna og bankans. „f hverfisbönkum eins og hér nýtist þjónustan betur eins og fyrir- komulagið var,” sagði Guðrún og lýsti sig mjög áhugasama um að fá þessu breytt. „Það er sjálfsagt að ræða breyt- ingar og athuga allar röksemdir,” sagði Helgi Hólm, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra banka- manna, er máliö var boriö undir hann. „Við höfum lýst okkur fúsa til viðræðna um málið.” Bætti hann við að í nýafstöðnum kjarasamningum* bankamanna hefðu engar breytingar á afgreiöslutíma bankanna verið ræddar. Breyting í Sparisjóði vélstjóra Einn banki á Reykjavíkursvæðinu hefur breytt afgreiðslutíma sínum og það er Sparisjóður vélstjóra við Borgartún. I samræmda afgreiðslu- tímanum er síðdegisopnun á fimmtu- dögum frá klukkan 17—18. Spari- sjóður vélstjóra hefur opiö til klukk- an fjögur á fimmtudögum en opiö frá klukkan 9.15 (eins og aðrir bankar) til 18 á föstudagskvöldum. „Þetta fyrirkomulag var sam- þykkt samhljóða af starfsfólki bank- ans,” sagði Magnús Waage, af- greiðslustjóri Sparisjóðs vélstjóra. „Við breyttum afgreiöslutímanum í maí síöastliðnum og kemur þetta betur út fy rir viöskiptavini okkar.” -ÞG. Sören Sörenson afhendir Winston Hannesson, ekkju Jóhanns Hannessonar, fyrsta eintakið af ensk- islensku orðabókinni. Örlygur Hálfdánarson er til vinstri. DV-mynd GVA. Örn og Örlygur gefa út „stærstu og dýrustu bók sem unnin hefur veriö á Islandi”: Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafí „Hér er á ferðinni stærsta og dýr- asta bók sem unnin hefur verið á Islandi, aö því er ég best veit. Hún kostar í dag hátt í 40 milljónir króna,” sagði örlygur Hálfdánarson útgefandi er hann kynnti útkomu glæsilegrar ensk-íslenskrar oróa- bókar bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs. Ut úr búð kostar bókin 7.904 krón- ur. Hægt er að fá hana með af- borgunarkjörum. Greiða menn þá 2.504 krónur út en afganginn á fimm mánuðum. . Örlygur Hálfdánarson sagði aö miklum erfiðleikum heföi verið háö að standa straum af útgáfukostnaöi og væri reyndar ekki séð fyrir end- ann á því dæmi. Ensk-íslenska oröabókin er 1.241 blaösíöa að stærð með hátt á annað hundraö þúsund orðskýringum. Enn- fremur eru í henni tæplega tvö þúsund skýringarmyndir, töflur og kort. I frétt frá forlaginu segir að bókin eigi að vera svo nákvæm að hún gagnist nemendum á öllum stigum náms og fræðimönnum í starfi og ÖU- um öðrum er þurfa aö vinna meö enskan texta. „Það sem greinir þessa orðabók þó helst frá öðrum íslenskum oröabók- um er að í henni eru upplýsingar alfræðilegs eölis. Sá sem flettir upp í henni ensku orði fær ekki einungis upp gefið íslenskt orð, sem hann skilur ef til enn síður en hið enska, heldur og útlistun á merkingu orösins. Auk þess er í bókinni að finna fróðleik um lönd og þjóöir, kon- unga, páfa og keisara, forseta og forsætisráðherra, fremstu menn á sviöi lista og vísinda, til dæmis nóbelsverölaunahafa og nánast flest sem segja má að tilheyri almennri engilsaxneskri menningu. Bókin á að vera handbók allra þeirra sem lesa þurfa texta á enskri tungu, hvort sem sá texti er fagurfræðilegs eðlis eða fagbókmenntir,” segir í frétt Amarogörlygs. Mikil vinna fjölda manna liggur á bak við verkið. Sören Sörenson hóf þaö fyrir ellefu árum. Eftir sjö ára vinnu afhenti Sören verkiö örlygi Hálfdánarsyni til útgáfu. örlygur fékk Jóhann S. Hannesson til að stjóma endurskoöun og frekari mótun. Jóhann féll frá fyrir ári. Tíu vísindamenn höfðu umsjón með afmörkuöum sviðum bókar- innar og fjöldi annarra veitti aöstoð. Bókin er sett og prentuð hjá Prent- stofu G. Benediktssonar. -KMU. Saga Reykjavíkurskóla Fjórða og síðasta bindi Sögu Reykja- víkurskóla er nú komið út. Saga Reykjavíkurskóla fjallar um skóla þann sem fyrst var nefndur Hinn lærði skóli í Reykjavík (Latínuskólinn), síöar Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík og loks Menntaskólinn í Reykjavík. I f jóröa bindi Sögu Reykjavíkurskóla er lýst skólalífi frá hausti 1946 til vors 1980. Gert er grein fyrir merkustu við- buröum hvers árs í eins konar ár- bókarformi. Er árbókunum skipt í kafla eftir rektorsárum þeirra fjög- urra rektora sem við skólann hafa starfaö þessi ár. Þá er fjallaö um leik' listariðkanir nemenda. Þá er í bókinni rektoratal, forsetatal Framtíðarinnar og dúxatal. Ritstjóri Sögu Reykjavíkurskóla er Heimir Þorleifsson. Bækumar voru allar settar og bundnar í Prentsmiðj- unni Hólum en prentaöar í Prentsmiðj- unniGrafík. Saga Reykjavíkurskóla er alls uin 1100 blaösíður í stóru broti. Utgefandi er Sögusjóður Menntaskólans 1 Reykjavík sem stofnaður var 1974 af 25 ára stúdentum. Heimir Þorleifsson, ritstjóri Sögu Reykjavíkurskóla, og Guðni Guðmunds- son rektor með fjórða bindi ritverksins. DV-mynd GVA■ Æviogstarf íslenskra kvenna Hjá forlaginu Bókrún í Reykjavík er komið út ritverkið Ur ævi og starfi íslenskra kvenna eftir Björgu Einars- dóttur. Er það fyrsti hluti erindaflokks sem höfundur hefur flutt í Ríkisút- varpiðfrá haustinu 1983. Bókin er yfir 400 síður og prýdd rúm- lega 200 myndum, sumum sjaldséðum, og töluvert af myndum var sérstak- lega tekið vegna þessarar útgáfu. I bókinni, sem er hin vandaöasta að allri gerð, er sagt frá 21 konu sem uppi vom á tímabilinu frá 1770 til 1982 og margar brautryðjendur á sínu sviði í þjóð- félaginu. ÚRÆVl 0 G STARFI ISLENSKRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.