Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 9 Ævisögurúr öllum áttum Enn einu sinni hellast bækurnar yfir okkur, frumsamdar og þýddar, þunnar og þykkar, góöar og slæmar. Bjartsýni útgefenda er engu lik, ekk- ert lát á rithöfundum, engin hræðsla um lestrarleti almennings. Bókaflóð- ið er vísbending um að bókin standi enn sterk að vígi, þrátt fyrir mynd- bönd og tölvuspil. Því er lof og prís. Maður var satt að segja farinn að halda að bóklestur væri á undanhaldi og bókaþjóöin mikla sæti uppi með rykfallna bókaskápa sem fornminj- ar. Vissulega er það rétt að sjónvörp og video eru miklir tímaþjófar en þegar nýjabrumið fer af leitar fólk aftur til afþreyingar og miðlunar bókarinnar. Það kemur ekkert í staö- inn fyrir hana þótt fólk vilji skiljan- lega njóta tilbreytingar og fjöl- breytni sem ný tækni býður upp á. Það er gert án þess aö hafna eða kasta á glæ því sem fyrir er. Bókin er valkostur, rétt eins og myndbandið eh- valkostur. Enn einu sinni er að sannast aö menningin bíður ekki hnekki þótt tækninni fleygi fram. Þegar allt kemur til alls er unnt að treysta al- menningi fyrir menningunni vegna þess að dómgreind fólks og þroski skilar því ávallt heim sem upp úr stendur í gæöum og listrænum efnum. Islendingurinn horfir eða hlustar á rusl í eitt skipti, kannski tvisvar, vegna þess að hann vill sannfærast um það sjálfur að það sé rusl. En að því búnu sækist hann eftir þvi efni sem gefur eitthvað, miðlar fróðleik, skemmtir eöa er einhvers virði. Sannkristin í kúltúrnum Sú einkennilega árátta aö hafa vit fyrir öðrum hefur löngum loðað við Islendinga. Við heyrum menningar- vitana segja okkur hvaö sé list og hvað sé ekki list. Við lesum grafal- varlega pistla um hætturnar sem liggja í leyni fyrir menningunni og háaöallinn í listalífinu vill helst ein- angra þjóöina af ótta við að hún af- kristnist í kúltúrnum. Þannig var var- að við beinu sambandi við gervi- hnetti, rás tvö, myndböndunum og frjálsu útvarpsstöðvunum. Þaö er annars undarlegt hvað svokailaðir listamenn eru manna hræddastir viö að listin og menningin lúti í lægra haldi fyrir því sem þeir sjálfir telja hinum æðri gildum til trafala. Hafa mennirnir enga trú á sínum eigin smekk? Þjóðin hefur margsinnis afsannað þessa hræðslukenningu og virðist enn einu sinni ætla að gera það nú meö myndarlegum bókakaupum mitt í myndbandaæðinu og tölvuflóð- inu. Hún er nefnilega ekki eins vitlaus, þjóðin, og menn halda. Ein bók býður annarri heim Bækur eru auðvitað misjafnar að gæðum. Einu sinni var fussað yfir því hve vel Guörún frá Lundi seldist og nú á tímum renna þýddar bækur eftir Alistair MacLean út eins og heitar lummur. Vera má aö siíkar bókmenntir veröi aldrei metnar sem klassískar bókmenntir, en mestu máli skiptir þó að fólk lesi og hafi gaman af því — og gefi sér tima til þess. Ein bók býöur annarri heim. Unglingar læra að hlusta á músík með því að kaupa sér plötur og kass- ettur með popphljómsveitunum. Hitt kemur síðar. Það gleypir enginn við Beethoven á bamsaldri og Laxness hefur aldrei verið uppáhaldsrithöf- undur unglinganna. Fólk þroskar smekk sinn smám saman, lærir og gerir auknar kröfur með árunum. Slíkt er lífsins gangur. Og svo er lika hitt, þegar talaö er um bækur, aö fólk les ekki alltaf list- arinnar vegna. Margur höfundurinn kann stafrófið utan að í bókmennta- legum skilningi og semur sögur sínar af háþróaöri list. Hann er ekki endilega eftirsóttast- ur til lestrar. Hitt er aðalatriðið að sagan segi manni eitthvað, skilji eitt- hvað eftir. Það er kúnstin mesta. Ævisögur Augljóst er af bókamarkaðinum að ævisögur hvers konar færast í vöxt, ýmist þar sem höfundurinn færir lífs- reynslu sína í letur eöa aðrir taka sig til og rekja feril þess sem umer f jall- að. Auður Laxness segir frá samvist- um sínum við nóbelskáldið, Guð- mundur Kjæmested, Eystein.i Jóns- son, Alfreð Elíasson, Alli ríki og Jón G. Sólnes hafa allir látið rekja ævi- feril sinn í nýútkomnum bókum, svo einhverjir séu nefndir. Ellert B. Schram skrifar: Slíkar ævisögur virðast ætla að seljast best. Ekki vegna listaskrifa og bókmenntaafreka heldur vegna þess að almenningur telur þessa menn hafa frá einhverju merkilegu aösegja. Þær em sögulegur fróðleik- ur. Þær eru Islandssaga, hver með sínum hætti. Þessar bækur em liður í þjóðlífs-, atvinnu- og stjórnmála- sögu landsins. Þær eru framlag til menningarinnar sem aldrei getur eða á aö rof na úr tengslum við mann- lífiö sjálft. Vegna þess að mannlífið er menningin, með öllum sínum kost- um og gæðum, með öllum sínum duttlungum og brestum. Sieggjudómar Sumir þeirra, sem em til frásagn- ar um ævi sína og störf, kveða upp sleggjudóma um samborgara og samferðamenn. Þar er víst ekki skafið af hlutunum eða kveðjurnar vandaðar. Fyrir nokkrum árum komu út æviminningar Steingríms Steinþórssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra, skráðar eftir dagbók- um hans. Þar mátti lesa miður vin- gjamleg ummæli um ýmsa þá sem samtíða voru Steingrími. Þau hnjóðsyröi voru þeim ágæta manni ekki til framdráttar og menn efuöust jafnvel um að Steingrímur hefði nokkurn tíma ljáð máls á útgáfu þessara bóka ef honum heföi enst aldur til að lesa þær y fir. Ingólfur á Hellu valdi þann kostinn að hallmæla ekki nokkrum manni í ævisögu sinni sem út kom á árunum áður en hann féll frá. Fyrir vikið voru bækumar honum og höfundin- um til sóma og báðum til framdrátt- ar. Auðvitaö er ekkert viö því aö segja ef menn vilja nota elliárin til að hreyta níði í allar áttir, en það verð- ur enginn meiri maöur af því upp- gjöri. Það hittir þann verst sem til frásagnar er en ekki þann sem fyrir aðkastinu verður. Enginn er eins Ævisögur endurspegla mann- eskjumar í öllum sínum margbreyti- leik. Þess vegna eru þær spennandi. Enginn er eins. Öll erum við upptek- in af eigin persónu, sjáum hlutina með eigin augum, erum miðpunktur alheimsins. Jafnvel blessuð börnin í Eþíópíu, sem bíða hungurdauða síns, sjá tilveruna út frá eigin sjálfi. Þau eru líka miöpunktur lifsins, rétt eins og hvert okkar telur það mest um vert sem að okkur sjálfum snýr. Maður á stundum erfitt með að átta sig á þessu sem sjónarvottur að alls- iausum og þúsundum starandi bamsaugna. En samt er það svo að á bak við hvert andlit, hverja einustu angist, býr persóna, hugsun og sjálf- stæður einstaklingur. Þau koma ekki til með að færa ævi- sögu sína í letur, bömin í Eþíópíu, fá ekki einu sinni tækifæri til að tala illa um örlög sín, þótt enginn hafi meiri ástæöu til þess. En þau skynja, skilja og finna til með nákvæmlega sama hætti og ég og þú. Nafli alheimsins er þeirra litli sjóndeildarhringur — og skammvinni. En einmitt af því að liver sér lífið og umheimmn með sínum augum er það fróðlegt fyrir okkur hin aö kynn- ast þeim heimi. Iifið er sífellt að koma manni á óvart og í hvert skipti áttar maður sig á hversu vandasamt er aö fordæma og álykta og alhæfa. Enginn getur sagt með sanni aö hann sjái hlutina í réttu ljósi því við hlið þér stendur annar sem leggur sitt mat á atburðarásina, allt, allt öðm- visi. Og hefur fullan rétt til þess. Manneskjan heldur ekki Manneskjumar í kringum okkur, persónuleikamir, einstaklingamir, eru ekki sviplausar vofur á gangi. Þær eru meira að segja sjálfstæð veröld, hver um sig, uppteknar af eigin hugsunum, hvötum og hreyf- ingum. Allar uppteknar af sjálfum sér því heimurinn skiptist í tvennt: mig og svo alla hina. Þetta er skrítið, ekki satt, þegar maður gefur sér tíma til að hugsa um þaö. Sínum augum litur hver á silfriö. Einnig menninguna og bækumar. Hver um sig vill fá aö ráða því sjálf- ur, og á aö ráða því sjálfur, hvað hon- um er fyrir bestu. Er ekki mest um vert að hvert okk- ar um sig nái þeim þroska aö geta valið og hafnað, öðlast smekk og dómgreind? Er þaö ekki mest um vert að hver og einn finni það sjálfur að hann eigi að rétta bágstöddum hjálparhönd, leita kærleika jólaboð- skaparins og sýna náunganum tillits- semi? Það gerist ekki með því að leggja vísindalegt mat á menninguna. Það kemur af sjálf u sér ef við virðum rétt hvers og eins til að eiga sjálfan sig í friði. Þá mun manneskjan halda velli, menningin, bækumar og allt heila hafurtaskiö. Hún er nefnilega ekki eins vitlaus, þjóðin, og menn halda. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.