Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Side 13
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 13 Hér er nær tvö hundruð ára gömul mynd af matseld á hvera- svæði. Fremst á henni hefur þri- fæti verið komið fyrir yfir einum smáhvernum. Pottur hangir i bandi ofan úr þrifætinum, og bull- andi vatnið leikur um pottinn neðanverðan. Til vinstri við pott- inn situr kona með ausu í hendi, en börn og fullorðnir hafa ýmist fengið ausið úr pottinum i skálar sínar, aska og nóa eða biða eftir þvi. Einn hverinn er miklu mestur, enda stendur Geyser undir henni, sem þó gæti eins átt að vera sam- heiti fyrir goshveri. í baksýn eru eldfjöll spúandi logum og reyk- mekki. Höfuðföt karla og kvenna eru heldur forneskjuleg og gætu verið dregin eftir teikningum i handritum frá 15. og 16. öld. Hér virðist þó fremur vera um hugsýn að ræða en raunverulega atvikslýsingu úr leiðangri ferða- manna. Þvi er likast, að reynt sé að þjappa nokkrum helstu ein- kennum íslands saman á einni mynd og hún eigi að sýna um- heiminum daglegan lifsmáta á þessu undarlega landi. Og raunar hefur vitneskja almennings um Ís- land sjaldnast náð miklu lengra i hinni viðu veröld en sem jvarar einni þessháttar mynd. Smalastúlka á Þingvöllum árið 1862. Höfundur myndarinnar segir svo frá fundi þeirra: í þann mund sem óg stakk ófull- kominni rissmyndinni niður hjá mór og tók að rölta heim á leið tíl hibýla prestsins, gestgjafa mins, kom mannvera i Ijós fram á milli kletta, og ég stóð andspænis is- lenskri hjarðmey. Nú jæja, það þýðir ekkert að verða skáldlegur vegna þessa at- viks. Reyndar vorum við alein útí i auðninni og hún var mjög falleg og hrifandi i bláum upphlut með skotthúfu og i stuttu pilsi, að ekki só minnst á fagurskapaða fótieggi, en ég gat ekki sagt eitt einasta orð á íslensku og þótt svo hefði verið, hvað gat ég, ráðsettur maðurinn, sagt við unga hjarð- mey? Ég gat i mesta lagi sagt henni, að hún væri einstaklega heillandi og að hún liktist engu fremur en rós i eyðimörkinni, er blómgast fjarri augum allra manna o.s.frv. Þegar hún skoppaði feimin burt frá mór yfir urðina, hlaut ég að dást að fjörlegum yndisþokka hennar og furða mig á að ein- göngu heimskar sauðkindur skyldu fá að njóta slikrar fegurðar, á meðan heimurinn væri fullur af ungum myndarmönnum, sem yrðu bálskotnir í henni, ef þeir aðeins fengju að sjá hana. Þessimynd af hrörlegum burstabæ er úr Seyðisfirðiárið 1882. Við kofaveggina má greina tunnur, staura og leifar af einhverjum áhöldum. Til hægri virðast menn vera að búa sig tíi ferðar á hestum. Góð greiðslukjör. Sérstakt desembertilboð ,, Við bjóðum aðeinsþað besta” Opiðíkvöld tilkllO HÚSGAGNASÝNING SUNNUDAG KL. 14-17. LEYSUM HVERS MANNS VANDA VIO HÚSGAGNAVALIÐ, HVORT HELDUR ER FYRIR NÝJA HEIMILIÐ EÐA ENDURNÝJUN Á ÞVÍ GAMLA. TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30 sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.