Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 18
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. GÓÐIDÁTINN SVEJK eftir Jaroslov Hasek í þýðingu Karls fsfelds er komin út í nýrri útgáfu. Það er með öllu óvíst að nokkur önnur þjóð en við íslendingar eigi jafnsnjalla þýðingu á þessu heimsfræga verki. Það er óþarfi að tíunda þetta snjalla skáldverk. Fyndnin er svo leiftrandi að það er dauð- ur maður, sem ekki tárast við lestur þókarinnar. ORÐ MILLI VINA eftir Gunnar Dal er nýjasta Ijóðabók skáldsins. Enginn, sem ann góðum skáld- skap lætur þessa bók framhjá sér fara. SPAMAÐURINN eftir Kahlil Gibran í þýðingu Gunnars Dal nýtur stöðugt aukinna vinsælda hér á landi. Þessi heimsfrægi Ijóða- flokkur er nýlega kominn út í sjöttu útgáfu. ÞARABLÖÐ ÞÆTTIR FRÁ BREIÐAFIRÐI eftir Bergsvein Skúlason flytur ýmsar frásagnir frá Breiða- firði. M.a. er að finna frásögn af breiöfirskum konum, sem öðrum fremur stunduðu sjóinn, bæði sem hásetar og formenn, en auk þess eru margvíslegir þættir og sögur og langur þáttur sem nefnist: Slætt upp af minnis- blöðum Jóns Kristins Jóhannes- sonar, gamansöm og fjörlega skrifuð frásögn. VÍKURÚTGÁFAN GRETTISGÖTU 29 - SÍMAR: 27714 36384 MAEWEST: FYRSTA KVEN- REMBU- SVÍNIÐ „Þegar ég er góð er ég góð. En þegar ég er slæm þá er ég betri,” sagði Mae West. Fraukan sem hefur sagt þaö mesta og dónalegasta. Og hvers vegna að vera að neita þér lesandi góöur um eitthvaö af því. ,,ELskaðu nágranna þinn. Ef hann er hár, glæsilegur og hættulegur getur þaö varla verið svo erfitt.” Eða: „Er þetta byssa sem þú ert með í vasanum eða ertu bara svona glaðuraðsjámig?” Mae West var ein mesta kyn- sprengja fyrir stríðiö. Ljóshærö mannæta. Ut hefur verið gefin lítil ævisaga hennar sem er með ýmsum hnyttni- orðum og setningum. Titillinn er: „Eg er enginn engill.” Dæmi um hnyttnina er: „I mörg ár skammaðist ég mín fyr- ir hvemig ég eyddi lífinu! ” — Þýöir það að þér hafið snúiö viö blaðinu, ungfrú West: „Nei, ég er hætt aðskammastmín.” Hve lengi lifði Mae West? Hratt, frjálslega og sjálfstætt þar til hún dó í nóvember 1980,87 ára. Hún hafði leikiö í 12 myndum og tekið þátt í 2 leikhús- uppfærslum. Skrifað sjö gamanleiki, sjö kvikmyndahandrit og fimm skáld- sögur. Auk þess hafa komið út 15 plötur með henni þar sem hún syngur meöal aiuiars eigin texta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.