Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Page 26
26 TORFÆRUTRUKKAR Fimm gerðir af bílum. Fylgihlutir: Steypuhrærivél, krani, færiband, kerra með sturtum og fleiri skemmtileg tæki sem vinna sín verk þegar þau hafa verið tengd við bílinn. Kaupmenn - innkaupastjórar, hafiö samband. Heildsölubirgðir. Mingvar helgason hf. VONARLANDI V/SOGAVEG, SIMI 37710 OMiarjata- skreytingW eru oðruvist "BIDM ^ÁVIXIIR Hatnarutrmti 3. VIÐ MIKLATORG DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. Eftirfarandi kafli er tekinn úr lýs- ingu Péturs á starfi sínu fyrir leyni- þjónustuna bresku á hernámsárunum hér á landi. Þá var honum meöal annars faliö þaö verkefni aö fylgjast meö feröum þýskra njósnara norður á Melrakkasléttu eins og hér er lýst. Mér hafði verið falið alveg sérstakt hlutverk. Norðurá Raufarhöfn var breski flug- herinn meö herbúöir og miöunarstöö á dálitlum ási skamt utanvið bygöina. Eg held aö stööin hafi verið í sambandi við eftirlitsflug kringum skipalestirnar til Múrmansk. Annars fékk ég aldrei aö vita nákvæmlega um starfsemi þeirra. Heiöblár flugliðabúningurinn var það eina sem ég átti sameiginlegt meö strákunum þama. Og bústaðurinn náttúrlega. Enda var þetta dulbúningur minn. Þrálátur orörómur haföi lengi gengiö um það að njósnari eöa jafnvel njósnarar þjóöverja heföust við þama í grendinni. Og þaö haföi víst heyrst í senditækjum. Hlutverk mitt var aö kanna þetta og helst aöfinna njósnara. Uppálagt var mér aö skoöa sem vendi- legast hvern bóndabæ í nágrenni Þórs- hafnar og Raufarhafnar. Sérstakur grunur lá þar á bæ sem ég man ekki lengur hvaö heitir. Þetta var gamall bær og f jarskalega mýrlent í kring. Dulbúinn sem liðþjálfi í flughernum fór ég nú að ráfa þessar endalausu freðmýrar í skafrenningi. Gekk um fjöll og firnindi líka. Heiöblár dulbún- ingur minn sást tugi kílómetra á fann- breiöunni ef skygni var gott. En þetta voru aö mörgu leyti skemtilegar gönguferðir. Veöurfarið mátulega ögr- andi fyrir þjálfaöan göngumaim. Einmanalegt gat þetta samt veriö. Bót í máli aö ég haföi veriö meö bréf til vélstjórans í síldai’verksmiðjunni á Raufarhöfn — kynningarbréf frá mági hans Sigurði Magnússyni, bróöur Guöríðar konu Róberts Abraham. Vél- stjórahjónin tóku mér kostum og kynjum, buðu mér heim, gáfu mér ávexti uppúr amerískum niöursuöu- dósum, kyutu mig líka fyrir sóknar- presti, hreppstjóra og mörgu ööru fólki sem ég óöar fór aö spurja spjörunum úr. Heimsótti þaö líka sérstaklega, drakk hjá því ókjör af kaffi og borðaði sætabrauð meö. Áöuren ég vissi af var ég orðinn sérfræöingur i framhjátök- um, launbarnaeign og margvíslegum söguburöi um þorpsbúa, vissi líka hvaöa húsmæður bjuggu til gott kaffi og hverjar nentu ekki á fætur á morgn- ana. En njósnarar þjóöverja létu hvergi á Ja- þessi heimur — kafli úrbókinni sér kræla i stansláusum oröaflaumi þessa ágætisfólks. Þó gat einhver þessara nýju vina minna komið mér í samband viö Njál póst sem náttúrlega var þaulkunnugur í sveitunum á nesinu öllu. Njáll var harðskeyttur görigumaöur þó smá- vaxinn væri. Hann reyndist fáanlegur til að hafa mig meö sér í póstferö til Þórshafnar. Viö fórum þetta í kafsnjó og þungu færi. Þaö var meö erfiöari gönguferðum sem ég hef fariö. En vel þess virði. Komum þá á flesta bæi á svæöinu sem mér hafði verið uppálagt aö kanna, fengum alstaðar góöan beina og gistum tvívegis. t annaö skiptiö hjá tveim bræöruin sem voru alveg sérlcga músikalskir, spiluöu einsog snillingar á harmóníku. Eg varð beinlínis agndofa. — Kunniöi nokkuð eftir Johan Strauss? spuröi ég. Þá hljómaði Dónárvalsinn strax einsog sólarljós í kapp viö nepjulegt veöuiýlfriö á lágri þekjunni. Þaö fanst mér alveg stórkostlegt undur. t þessari ferö læröi ég fyrst að boröa vanalegan íslenskan sveitamat einsog hann tíökaöist þá: súrt slátur, hrúts- punga, lundabagga, sviöasultu uppúr súr og fleira í þeim dúr. Það hefur mér síðan þótt herramannsmatur. Ætli ég hafi ekki stigið mín langstærstu skref í áttina til þess aö veröa íslendingur þessi fimm dægur sem viö Njáll vorum ,aö klofast gegnum mjöllina þarna norðurfrá, bæaf bæ. Þaö var eitthvaö alveg sérstakt viö þetta feröalag. Náttúrlega var ég stundum aö leiða taliö aö grunsamlegum mannaferöum. — Jú. Einhver haföi víst. séö kynleg- an mann suörá holti nýveriö! Eöa þá neöanundir kletti í fjörunni. Þar var líka huldufólksbygð. Engir njósnarar sem betur fór. Nógu var þaö nú skammarlegt aö gruna þessa frábæru gestgjafa alla breint um landráð og skima njósnar- augum um híbýli þeirra viö hvert tæki- færi þó maöur hefði nú ekki farið aö finna hjá þeim sönnunargögn. En svona hef ég altaf veriöheppinn. Ogþó. Kanski hefndist mér einmitt fyrir tvöfeldnina gagnvait þessu fólki. Þó hún væri mér uppálögð aö þessu sinni. Seinasta spölinn til Þórshafnar fórum viö NjáU ríöandi. Þaö var í fyrsta skipti sem ég kom á hestbak og gekk aö óskum. Á Þórshöfn fréttum viö af norskum fiskibáti sem var í transporti fyrir bandaríska herinn. Skipshöfnin haföi flúiö með bátinn úr Noregi til aö þjóna bandamönnum einsogfleirigeröu. Mig langaði hvorki til aö kafa snjó- inn til baka né heldur aö snuöra neitt meir í híbýlum gestgjafa minna svo ég ákvaö að taka þennan bát til Akur- ey rar og vera þar um jólin. N jáll fy lgdi mér gangandi útaö Skálum þarsem ég komst um boröí norska bátinn. Sem aldrei skyldi veriö hafa. Þar um borö lá ungur norömaöur í bettusótt. Ferðin til Akureyrar gekk bærilega og ég var þar um jólin hjá góöum vini mínum. Peter Góol úr Þjónustunni, sem þar var þá enn. Fór svo meö gömlu Esjunni til Raufar- hafnar aftur. Þá var klöngrast niðrí árabát til aö komast þar í land. Þaö heföi ég naumast getaö nema aö hafa þjálfuninaaf Hafnarvaktinniaöbaki. Ekki hafði ég lengi dvalið á Raufar- böfn þegar ég fárveiktist af torkenni- legum sjúkdómi. Enginn læknir á staönum. Flugliöi sem þóttist kunna eitthvaö fyrir sér i apótekarafræðum var meö grunsemdir um hettusótt. Fullvissan um þetta kom svo þegar pestin „hljóp niöur” einsog þaö er vist kallaö. Þá fyrst uröu njósnarar þjóöverja á Melrakkasléttunni óhultir. Starfaði í bresku leyniþjónustunni Pétur Karlsson Kidson er Breti, fæddur á Noröur-Englandi 1919.1 árs- lok 1940 kom hann fyrst til Islands á vegum breska setuliösins sem fáum mánuðum fyrr hafði hernumiö landiö. — I þessari bók rekur Pétur ævintýra- legt lífshlaup sitt. Segir hann fyrst af uppvexti sínum, dvöl í Þýskalandi 1938 og því er hann var kvaddur í herinn viö byrjun stríösins. Um langt skeið starf- aöi hann síöan í bresku leyniþjónust- unni, haföi þaö hlutverk aö afla upplýs- inga sem utanríkisráöuneytinu komu vel en lágu ekki alténd á lausu. Þetta var starf hans hér á landi á hernáms- árunum, en frá Islandi fór hann skömmu eftir aö Bandaríkjamenn tóku viö vörnum landsins og barst þá víða um lönd. Súes, Jerúsalem, Kaíró, Róm, — þetta eru fáeinir áningarstað- ir. Hann var líka í Noregi þegar upp- gjör viö þýsku nasistana fór þar fram eftir stríö. Síöan dvaldist hann um skeið í Rússlandi og haföi margháttuð kynni af ofurveldi sovéska kerfisins. Pétur kom aftur til Islands á örlaga- tímum þegar útfærsla landhelginnar í tólf mílur stóö fyrir dyrum. I bókinni segir hann margt af hinni dipló- matísku refskák sem þá var leikin og vegna kynna sinna af Islendingum átt- aöi hann sig betur á viðbrögöum þeirra en aðrir breskir sendimenn. Enda fór svo aö þegar hann sneri baki viö leyni- þjónustunni nokkru síðar settist hann að hér á landi og geröist islenskur rík- isborgari. Hann lærði þá starf loft- skeytamanns og sigldi enn víöa og kynntist löndum og lýöum. Um bókina er svo komist að orði í kynningu forlagsins: „Ja, þessi heim- ur er viöburðarík saga og forvitnileg um margt. Sögumaöur var þar tíðum nærstaddur er dramatískir atburöir geröust, en hann átti auðvelt með aö halda jafnvægi og allsgáðum hug og Þorgeir Þorgeirsson skrifaði ver- aldarsögu og reisubók Póturs Karis- sonar Kidson. hefur líklega veriö of mikill húmanisti fyrir hinn kaldrifjaöa þankagang diplómatíunnar. — Þorgeir Þorgeirs- son hefur skráð sögu Péturs. I bókaauka er birt ítarleg skýrsla frá 1945, rituð af Kurt Singer, þar sem gerö er grein fyrir njósnum Þjóöverja á Islandi og Grænlandi fyrir stríö og koma þar fram upplýsingar sem hing- aö til hafa veriö á fárra vitorði. — Bók- in er prentuð í Odda. Pótur Karlsson Kidson á sér ævin- týraiegt lífshlaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.