Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR22. DESEMBER 1984 3 Sambandið, Álafoss og Pólarprjón neita að hafa kært Dorette Skeyti frá lögfræðingunum i Chicago. Þeir segjast i þvi vera lögmenn Pólarprjóns, Sambandsins og Hildu hf. Málshöföun íslenskra ullarvöruút- flytjenda gegn The Icelander, fyrir- tæki Dorette Egilsson í Bandaríkjun- um, hefur nú fengiö á sig furðulega mynd. Þrjú fyrirtækjanna, sem sögð voru hafa höföaö mál, kannast nú ekki viö aö hafa gefið neinum aöila umboð til málaferla. „Viö erum alveg gáttaöir út af þessu. Þiö ættuö aö spyrja Utflutningsmiðstöð iönaöarins um þetta,” sagöi Zophonías Zophonías- son, stjórnarmaður og stærsti hlut- hafi Pólarprjóns á Blönduósi. „Þaö hefur ekki verið rætt á stjórnarfundi hjá Pólarprjóni aö setja þetta í málaferli,” sagöi Zophonías. Samband íslenskra samvinnufé- laga hefur einnig sent fjölmiðlum athugasemd. Þar er sagt aö Sam- bandið hafi ekki gefið neinum umboö til þess aö fara í málaferli við Dor- ette Egilsson eöa fyrirtæki hennar í Kaliforniu. Ennfremur tekur SlS fram aö Paul Johnson, lögfræöingur í Chicago, sé ekki lögfræðingur þess í Bandaríkjunum. DV var áöur búiö aö skýra frá yfir- lýsingu Alafoss þess efnis aö þaö fyrirtæki væri ekki aðili aö máls- sókninni. Lögfræðingarnir teija sig hafa umboð Bandarisku lögfræðingamir Paul Johnson og Leonard Nadeau viröast hins vegar standa í þeirri trú aö þeir séu að flytja mál fyrir Pólarprjón, Sambandiö og Hildu hf. Þaö kemur fram í skeyti, sem DV hefur undir höndum, frá lögfræðingunum. Hilda hf. er eina fyrirtækiö sem kannast viö aö eiga í málaferlum gegn Dorette. I fréttatilkynningu frá Hildu hf., sem birtist í blaðinu síöast- liðinn miðvikudag, segir: „Viöhorf Hildu hf. til þessa máls era í sama anda og viðhorf lögfræö- inga fyrirtækisins í Chicago, aö eina krafan, sem sett hefur verið fram í málinu sé sú að aðilar haldi sig innan ramma laganna. Tilgangur lög- sóknarinnar umfram þá sjálfsögöu kröfu er alls enginn.” Engin skýring á misræminu Flestir helstu fjölmiölar landsins, þar á meöal DV, Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, sögöu í fréttum sínum í síðustu viku aö fjögur fyrirtæki stæðu að málssókninni; Sambandiö, Álafoss, HUda og Pólarprjón. Þessar upplýsingar höfðu fjölmiðlamir frá Utflutningsmiöstöö iönaöarins. I fréttatilkynningu, sem Utflutningsmiðstöðin sendi frá sér í gær vegna máls þessa er ekki reynt aö skýra hvernig standi á þessu einkennilega misræmi. DV reyndi í gær aö fá skýringar frá Otflutnings- miðstööinni en fékk lítil svör. Þó var sagt aö Utflutningsmiðstöðin heföi verið beöin um að útvega lögfræöing Tekjur afsölu islenskra ullarvara i Bandarikjunum eru taldar munu nema átta milljónum dollara i ár. vegna innheimtuaðgerða Pólar- prjóns. I skeyti lögfræöinganna í Chicago kemur fram aö mál gegn Dorette Egilsson sé höföað af tveim ástæö- um. Annars vegar vegna óheiðar- legra viöskiptahátta. Hins vegar vegna viðskiptaskuldar hennar viö Pólarprjón sem sögð er nema meira en 200 þúsund Bandarík jadölum. Dorette sendi DV og fleiri islensk- um fjölmiðlum yfirlýsingu vegna málsins um síöustu helgi. Birtist hún í DV síöastliöinn mánudag. Þar segir Dorette meöal annars: „Það er enginn vafi á aö málaferli þessi eru einfaldlega gerö af þeirri ástæöu aö með f jölda verslana okkar og kynningarsölum telja Hilda, Sam- bandið og Álafoss okkur hættuleg sinni einokun á verölagningu og söluaðferðum á islenskum ullar- vörum.” Kveöst Dorette ætla aö höföa mál á móti, meðal annars vegna óleyfilegs samráðs um verðlagssetningu. Seg- ist hún geta fullvissað hlutaðeig- endur um aö sú kæra muni vekja mikla athygli í fjölmiðlum vestan- hafs enda sé um aö ræða brot á bandarískum lögum um hringa- myndun. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.