Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Side 8
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 Utgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri. SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstiórar: HAUKUR HELGASON og ELIAS SNÆLAND JONSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastiórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SIÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Askriftarverð á mánuði 310 kr. Verð i lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Jól alvöruleysingja Islendingar eru sagðir trúaöastir manna, en gefum samt lítið fyrir Krist eða guö biblíunnar. Við erum sagðir manna hrifnastir af hjónabandinu, en erum samt sérstak- lega afstæðir í viöhorfum til framhjáhalds. Viö erum sagðir bera virðingu fyrir Alþingi, en vantreystum stjórnmálamönnum. Islendingar eru sagöir ekki trúa neinu, sem stendur í blöðunum, en eru samt manna ákafastir blaðalesendur. Við segjum okkur hamingjusamasta fólk í heimi, en get- um þó viörað fjárhagsvandræði okkar við spyrla frá virt- um stofnunum, sem reyna að skyggnast inn í sálartötrið. Þannig var nýlega búin til mynd af okkur. Hún sýnir einstaklega þrjóska þjóð, sem aldrei gefst upp. Hún sýnir heimsins mestu tækifærissinna, sem svara því, er hentar hverju sinni. Við virðumst vera laus við einlægnina, sem gerir slíkar kannanir kleifar úti í heimi. Islendingurinn er það, sem hann er. Eða það, sem hann þarf að vera. Eða þaö, sem hann ætti að vera. Alténd höf- um við Gallup fyrir því, að við getum brugðið okkur í allra kvikinda líki eftir aöstæðum hverju sinni. Við þurf- um ekki leikhús, af því aö við erum leikhús. Alvöruleysi okkar kemur fram í ótal myndum. Við velt- um okkur til dæmis upp úr gamansögum um laxveiði landsbankastjóra, en gerum samt ekkert í því. Okkur þykir miöur að þurfa að fjárfesta heilan milljarð í kúm og kindum á næsta ári, en gerum samt ekkert í því. Við vitum, að framferði Sovétríkjanna í Afganistan og leppa þeirra í Eþíópíu er ekki tilviljun, heldur kerfislægur þáttur krabbameins, sem ógnar okkur. Samt sofum við á veröinum og veltum okkur upp úr alls kyns friðarrugli nytsamra sakleysingja á borð við þjóðkirkjuna. Allt eru þetta þó smámunir í samanburði við tillitsleysi okkar gagnvart lítilmagnanum heima fyrir. Við veltum okkur í vellystingum praktuglega, en gleymum því, að til er fólk, sem ekki á hlutabréf í þeirri hamingju, sem mölur og ryð fá að vísu grandað. Mikill meirihluti Islendinga er ríkur. Við erum það ým- ist vegna menntunar eða ábyrgöar, aðstöðu eða áhættu, yfirvinnu eða uppmælingar eða þá að hjónin vinna bæði úti. Meö einhverjum slíkum hætti verðum viö okkur úti um þau lífskjör, sem við teljum okkur þurfa. Tnnan um þessa velsæld er fólk, sem hefur orðið útund- an. Það hefur ekki menntun eða aðstöðu, ekki ábyrgð eða áhættu í starfi, ekki yfirvinnu eða uppmælingu. Fjöl- mennastar í þessum hópi eru einstæðar mæður og börn þeirra, einnig aldraö fólk og öryrkjar. Jafnvel samtök launþega sinna ekki hagsmunum ein- stæðra mæöra. Þessi samtök hafa stundum hátt og stunda jafnvel hópefli í verkfallsvörzlu. En niðurstaöan er jafnan sú, að uppmælingarfólk og annar slíkur aðall fær hagnaðinn, en láglaunafólkið minna en ekki neitt. Meðan nokkur þúsund íslenzk börn eru ekki þátttakend- ur í allsnægtum þjóðarinnar, getum við ekki sagt, að við séum stéttlaust þjóðfélag, þótt við séum sífellt að gorta af því. Viö vitum, að okkur er skylt aö búa til stéttlaust þjóö- félag, en gerum lítið í því. Viö okkur blasir langt jólafrí og væntanlega nægur tími til að hugsa málin. Við gætum notað hátíð kærleikans til að gera upp reikningana við tækifærishneigðina og al- vöruleysið. I von um það óskar DV öllum landsmönnum gleðilegra jóla. Jónas Kristjánsson. BÚIÐMEÐ JÓLIN? „Delisíuseplin komin.” Um árabil var þessi auglýsing, frá þeim félög- um Silla og Valda, fyrsta merkiö um komu jólanna. Þegar útvarpsþul- irnir fóru aö lofsyngja Delisíuseplin í auglýsingatimunum, vissi þaö hvert barn í landinu, aö fór aö stytt- ast í jólagjafir, og mál til komið aö setjaskóíglugga. Nú minnist enginn á Delisíuseplin lengur í útvarpi (ath. Delisíus- er borið fram meö þungri áherslu á fyrsta atkvæöi). Viö lifum á tíma- skeiöi örra breytinga og heyrum aldrei sama jólaboðberann tvö ár í röö. Fyrirtveimeöaþremárum var jólaboðinn ljúfi t.d. fótanuddtæki, og í fyrra var hann pínulampi, svo full- oröiö fólk gæti stolist til þess aö lesa i rúminu. I ár mun það svo vera nudd- tæki, eins og áöur hefur verið, en aö þessu sinni tæki, sem nuddar heilann. Þannig sannast þaö á Delisíusepl- unum og nuddtækjunum, að öll þróun beinist til aukinnar óreiöu. Ég var að berjast á móti rokinu og slyddunni, eftir Lækjargötunni í vikunni, þegar maöur nokkur stööv- aöi mig og tilkynnti mér meö brosi sem lýsti ótrúlegri meinfýsi, að jólin ættu sér enga efnahagslega eöa félagslega framtíð. — Þaö er búiö með jólin, sagöi hann og greip í hentugan ljósastaur um leið og kröftug vindhviða gekk yfir okkur. Eg hallaöi mér framáviö, upp í vindinn og vissi ekki hverju svara skyldi. I æsku voru þaö foreldrarnir, sem gáfu börnunum peninga, svo þau gætu keypt jólagjafir. En á unglings- árunum rann þaö upp fyrir mér, eins og fyrir öörum, aö jólin kosta peningaútlát, því flestir véröa aö borga úr eigin vasa fyrir þær gjafir, sem þeir gefa. En ég hef samt aldrei litið á jólin sem efnahagslegt fyrir- bæri. Ballansinn á tékkheftinu mínu er spuming um fjárráö! En efna- hagsmál eru spuming um skuldir, eins og allir vita sem hlusta á póli- tískar umræöur í sjónvarpi. En mannkertiö í Lækjargötunni vildi semsagt blanda efnahags- málum inn í umræöuna um hátíö ljóssins. Eg vissi ekki alveg hvernig ég ætti aö svara þessum fullyröingum, og varö það fyrst fyrir aö biöja manninn Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason aö kíkja inn á næsta kaffihús, þar sem viö gætum rætt málin í skjóli. Hann setti fram kröfur um að ég borgaöi fyrir kaffið og ég gekk aö þeim eftir nokkurt þóf. Viö fundum okkur síöan kaffihús, og þegar inn kom, fundum viö meira aö segja sæti á góöum staö og pöntuðum okkur kaffi, sem reyndist alveg hræðilega vont. Meðan hann var enn aö hósta og bölva drykknum, hélt ég ró minni og lét mér nægja aö geta þess, að ekki væri ég viss um gildi kerininga hans um jólin, en hitt væri fjallvíst, aö löguöu kaffihúsahaldarar ekki betra kaffi en þetta, væri tími kaffihús- anna liöinn, bæöi félagslega og efna- hagslega séö. — Þaö er staðreynd, aö eins og jólahaldið hefur breyst á síðustu árum, er það orðiö nánast óþekkjan- legt, og aö þaö kostar svo mikil útlát, framleiöslutap, gjaldeyrisútstreymi og rask á daglegu lífi fólks, að viö þaö verður ekki unað til lengdar. Þaö hlýtur aö reka aö því, aö jólin veröi lögðniður. Þetta var greinilega undirbúin ræöa hjá manninum, og hann virtist mjög hreykinn af henni. Eg hóf gagn- sókn og spuröi hann hvort hann vildi snúa aftur til fortíðarinnar og halda baöstofujól, í köldum og rökum moldarkofum. Hann neitaði því, sagöist vera framfarasinnaöur maður og engum grillum haldinn um fortíö okkar. — Líttu á félagslegu hliöina á mál- unum, sagöi hann hróöugur. — Hvernig fjölskyldulíf er eiginlega hugsanlegt í auglýsingaflóöinu, sem gengur helst út á þaö að gera börnin brjáluö úr græögi og foreldrana óöa af heimtufrekju barnanna? Þetta hlýtur aö leiöa til þess aö fjöl- skyldan, sem félagsleg stofnun, liöast í sundur undan átökunum. Eg faldi þögn mína meö því aö kveikja mér í sígarettu (þaö fer hver aö veröa síðastur að gera slíkt á almannafæri) og vera lengi aö því. Og hann brást viö eins og sannur nútímamaöur og fyllti hina óþolandi þögn meömálæðisínu. — I hittiöfyrra var það fótanudd- tæki. I fyrra var þaö pínulampi. I ár er þaö heilanuddtæki! Hugsaöu þér bara. Nú er það gamaldags og úrelt aö nudda gagnaugun, ef maöur fær hausverk. Nú dugar ekki minna en að nudda heilann sjálfan! Og allt meörafmagni, auövitað. Eg þagöi enn og sýndi þess ekki nokkur merki aö ég ætlaði aö taka til máls. Hann þoldi þögnina ekki betur en í fyrra skiptiö og tók til máls að nýju. — Imynd síöustu þrennra jóla er útjöskuö húsmóöir, sem hírist inni í koldimmu svefnherbergi, með fæt- urna og hausinn í nuddi og er aö skemma í sér sjónina við að reyna aö lesa forheimskandi eldhúsróman viö alltof lítið ljós! Næstu jól veröur eflaust einhver innflytjandinn kominn með umboð fyrir elektrónískum nefbor, meö inn- byggðum kveikjara! Eg brosti góðlátlega og spuröi hann hvaö hann væri annars að gera í bænum. — Eg er aö leita aö gjöf handa mömmu! Ég varð aö viðurkenna aö ég væri í gjafaleit líka, og það leið drjúg stund í bróöerni milli okkar, meðan viö vorum aö veröa sammála um hvaö þaö væri nú þreytandi og ergilegt að finna almennilegar jólagjafir í öllu þessu framboösfargani. — Maöur fær bara dúndrandi hausverk af því aö hugsa um þetta, sagöi hann um leið og viö kvöddumst utan viö kaffihúsið. Mér flaug auö- vitaö í hug aö ráöleggja honum aö kaupa sér nuddtæki, en lét þaö vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.