Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Side 24
24 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund......" - svo f remi reiðverin slitni ekki undan honum Allt frá landnámsöld hefur leöur- iöja og söölasmíöi verið meö mikil- vægustu iöngreinum landsmanna. Þetta byggöist fyrst og fremst á mikilvægi íslenska hestsins í þjóðlífinu. Fram aö síðustu alda- mótum var ekkert feröast hér innan- lands nema á hestbaki eöa þá fót- gangandi. Hesturinn þurfti þó reiö- ver: hnakka og sööla ásamt beisli. Seinna aktygi, þegar mikilvægi hans tii dráttar jókst. Sjálfsagt hefur söölasmíöi og leðuriðja hverskonar blundaö meö hinni listhögu íslensku þjóö og fallið eins og annað í hinn almenna ramma heimilisiönaöarins þar sem reynt var aö leysa öll verkefni af hendi þótt sérkunnáttu þyrfti til í öðrum löndum. En í þessu sem ööru uröu sumir öörum fremri og söðlasmiðir hafa alltaf verið í miklu áliti meöal þjóöarinnar. Þar kom fyrst og fremst til aö dómur reynslunnar um handbrögö þessara manna gat orðið all svaka- fenginn á stundum og lífsspursmál aö vel dygði. Þjóö sem sundreið jökulföll mátti ekki við því aö strengur brysti eöa gjörö slitnaöi. Tvímenningarnir í þjóöarsögunni, landinn og hesturinn sem hvesstu sjónir fram á veginn, hvort sem var í iðukastinu eöa í hamslausum veörum uppi á öræfum, áttu góöan bandamann í dverghögum sööla- smiöum sem skiluðu meistara- verkinu sem nýju eftir hverja þraut og svaöilför. Meö hinni miklu atvinnubyltingu á þessari öld leit út fyrir aö þáttur söölasmiöanna, aö skila íslenskri þjóð fram á veginn, væri liöinn. En endurreisn stéttarinnar hófst meö auknum áhuga þjóðarinnar á íslenska hestinum, félaganum góöa í faömi náttúrunnar. Styrkur hestsins og göfgi á nefnilega enn erindi við þjóðina viö ysta haf og um ókomna framtíð munu þeir teyga loftsins laug í sameiningu. Á meöan svo er eiga söölasmiöirnir sama erindi viö þjóöina og áöur. Þorvaldarhnakkar Á engan er hallaö þótt nafn Þorvaldar Guðjónssonar söðla- smíðameistara beri hátt í íslenskri söölasmíði. Hann er fæddur skömmu eftir aldamótin og hefur því lifað mestu umbreytingartíma stéttar- innar fyrr og síöar, auk þess sem hnakkar hans eru landsfrægir undir nafninu Þorvaldarhnakkar. Viö tókum hann tali: „Ég er fæddur 16. febrúar 1908 að Litlu-Brekku í Geiradal í Austur- Baröarstrandarsýslu. Fimmtán ára gamall fór ég suöur í Dalasýslu aö Kýrunnarstööum í Hvammssveit til Guðjóns Ásgeirssonar bónda þar, en hann var lærður söölasmiöur. Hann haföi skrifað vestur í Geira- dal aö fá ungling til snúninga og þaö fylgdi meö aö kenna honum sööla- smíöi ef áhugi væri á því. Ég vann sem vinnumaður á sumrum og læröi söölasmíöi á veturna. Þá voru nú aðrir tímar en nú. T.d. voru virkin í hnakkinn unninn úr svokölluðu brenni, sverum trjábútum, og var gífurleg vinna aö saga og vinna bútinn í mörg virki, allt að átta til tíu úr hverjum bút. Ekki bitu nú verk- færin vel og svo þegar búiö var aö sarga þetta, þá var farið í smiöju og sett á járn. Verkfæri voru flest sem til féll, sagir, hófjárn og öxi. Guöjón útskrifaði mig síðan í söölasmíöinni 12. september 1926, þannig aö það fer aö styttast í sextugsafmæliö í greininni. Þor- steinn heitinn sýslumaður Dala- manna handskrifaöi svo sveinsbréfið og kostaöi kr. 5 stimpilgjaldiö. Ekki geta allir státaö af handskrifuðu sveinsbréfi og þaö eftir sjálfan Þor- stein sýslumann Dalamanna. Síðan lá leiöin til Reykjavíkur og byrjaöi ég söölasmíöi hjá Samúel heitnum Olafssyni, söölasmið og fátæktarfulltrúa Reykjavíkurborg- ar. Þar vann ég um veturinn, en var tilsjósásumrin. Á þessum árum tíðkuöust svokallaðar lestarferðir til Reykja- víkur, vor og haust. Viö smíðuöum á lager yfir veturinn, en á vorin komu bændurnir með ullina af fénu og fleiri afurðir að selja og keyptu þá gjaman smíöisgripi okkar og tóku meðsér. Mikil nýsmíði áður fyrr Þá voru margir söðlasmiðir hér í borginni. Eg nefni t.d. Samúel og Jón Þorsteinsson á Laugaveginum og þá Eggert Kristjánsson og Gísla Sigur- björnsson fyrir innan Vitastíg. Isleikur Þorsteinsson var niöri á Hverfisgötu og Olafur Eiríksson á Vesturgötu 23. Síðast en ekki síst nefni ég svo Baldvin Einarsson söðla- og aktygjasmiö sem seinne vará Laugavegi67. Baldvin og ég tókum síðar upp samstarf. Skíröum verkstæðið okkar Baldvin og Þorvaldur og starfaöi þaö lengst af á Laugavegi 53 og seinna hinum megin viö götuna að 54. Upp- haflega byrjaöi ég að vinna hjá honum í stríðinu eöa 1943, en þá sá Erlendur sonur hans um verkstæðiö. Seinna tók ég svo alfarið viö rekstrinum eöa um 1955 og seldi þaö svo um 20 árum seinna. Á þessum tímum var allt aö breytast. Sérstaklega var gjör- bylting í atvinnuháttum. Áöur var allt unniö meö hestum og þá þurfti svo sannarlega góöa söðlasmiði. öll aktygi á dráttarhestana voru smíðuð, auk hnakkanna og söðlanna á reiðhestana. Þá var aö sjálfsögöu mikil nýsmíöi á beislum, klyfja- og hnakktöskum, auk hverskonar óla og gjarða. Þá voru allar pósttöskur úr leöri og gerðum viö söölasmiöirnir þær, auk hverskonar viögeröa á skólatöskum sem þá voru allar úr leðri, einnig svokölluöum ráptöskum,- innkaupa- töskum,- kventöskum og feröa- töskum sem voru allar úr leðri. Islenski hnakkurinn sérstakur Hnakkasmíðin hér á Islandi er afar merkilegt fyrirbrigöi. Islenski hesturinn er ákaflega sérstæöur og öll reiðtygi á honum þurfa að vera miöuö viö stærö hans og einstaka hæfileika. Þurfa sem sagt fyrst og fremst aö passa honum sérstaklega. Islenski hnakkurinn, eins og við lærðum aö smíða hann, er árangur þróunar í aldanna rás með íslenska hestinum. Miklu skiptir aö hnakkurinn sé af réttri stærð og aö hann liggi rétt á hestinum. Ef hnakkar eru of langir eins og oft vill veröa meö erlenda hnakka, smíðaöa fyrir þarlenda hesta, þá geta þeir stórtruflaö hestinn í gangi og sérstakir hæfileikar eins og tölt og skeið fariö forgöröum. Dýnan þarf einnig aö vera þannig smíöuð aö hún lokist ekki á hryggnum, heldur leyfi frjálsan loftstraum svo hesturinn svitni ekki undan hnakknum. Hnakkurinn getur líka meitt ef hann lokast yfir hryggnum og svo verður hann aö vera hæfilega þungur. Nóg er nú stundum lagt á gæöinginn þótt óþarfa þyngsli séu ekki í hnakknum líka. Svo þarf hnakkurinn auðvitaö aö vera þægilegur fyrir manninn sem situr á honum, ekki síður en hestinn. Hann má alls ekki vera of krappur fyrir ísetu, heldur þaö rúmur aö maöurinn sé nokkum veginn frjáls í honum. Aö sjálfsögöu er svo mjög mikil- vægt fyrir endingu hnakksins aö leðrið sé gott, sérstaklega í sæti, löfum og yfirleitt því sem reynir mikiðá. Einnig er mikið atriöi að beisli passi vel á hestinn og sé úr góöu efni. Mélin hæfilega stór og aö stangir meiði alls ekki. Þaö atriöi sem stundum vill gleymast meö hnakka, en er mikiö atriði uppá endingu, er auðvitaö aö gott sé aö komast aö öllum hlutum til þess að hreinsa og bera á leöurfeiti. Hægt þarf að vera aö taka hnakkinn í sundur. Sé vel farið meö reiötygin, þau hreinsuö og smurð reglulega, margfaldar það endingu þeirra. Nú er þetta allt til gamans Þaö hefur óneitanlega ýmislegt á daga þessarar iðngreinar drifiö og ekki síst á þessari öld. Þaö leit ekki vel út meö hana um miðbik aldarinnar þegar bíllinn og traktorinn voru teknir við og nokkrir sérvitringar nutu þarfasta þjónsins. Þetta hefur breyst og söölasmíðin er aftur orðin mikilvæg iöngrein. Núna starfa ég í Einholti 2, hjá syni mínum, Jóhanni, sem læröi hjá mér á sínum tíma. Gömlu kunningjamir rekast hingaö inn og óneitanlega er alltaf jafngaman aö sjá þá og rabba viö þá. Þaö rifjar upp gamla og góöa daga og svo færa þeir mér líka fréttir utan af landsbyggö- inni sem ég þjónaöi svo lengi. Hin gífurlega aukning hesta- mennskunnar meðal þjóöarinnar síðustu ár orsakar þaö einnig aö mikið kemur hingaö af ungu fólki, og ekki vantar áhugann. Þaö tengist nú aftur aldagamalli iðn þótt meö breyttum hætti sé. Þrældómurinn er úr sögunni, nú er þetta allt til gamans gert og það er mín hamingja. Hrossin hafa þó í sjálfu sér ekkert breyst. Sterkustu skepnur landsins gera kröfur um góöa smíöi ef vel á að fara. Nóg er nú annað samt sem upp getur komið. Þaö er mín heitasta ósk aö hesta- mennskan veröi þessu unga fólki til jafnmikillar gleöi og viö Islendingar höföum af gæöingum okkar hér áöur fyrr. Þáttur í því er sú viöleitni okkar söölasmiöanna að reiötygin hæfi vel skaparans meistaramynd, íslenska hestinum. I þaö setjum við stolt okkar og gleði. Þaö hefur verið aöal okkar allt frá því aö land byggöist og landnámsmennirnir komu meö hina sérstöku hesta sína til landsins. Þegar fer saman glæstur hestur og góö reiötygi, þá getur knapinn svo sannarlega oröiö kóngur um stund eins og oft vill verða meöal okkar Islendinga. Allavega verður honum ekki velt úr sessi meö því aö slitni undan honum reiöverin, ef ég fæ því ráðiö,” sagði ÞorvaldurGuðjónsson. G.T.K. " Bændurnir lögðu inn ullina á vorin og keyptu smiðisgripi okkar eftir veturinn. Á sumrin fór ég tilsjós." ,, íslenski knakkurinn er ávöxtur alda þróunar með islenska hestinum ". Þorvaldur og Jóhann skoða einn nýsmiðaðan. Rætt við Þorvald Guðjónsson söðlasmíðameistara sem stundað hef ur iðnina í yf ir 60 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.