Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Page 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985.
FRAMTIÐ REYKJAVIKURFLUGVALLAR
Vindmyllutal að færa
flugið til Keflavíkur
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
„Aö tala um þaö aö innanlandsflugið
veröi rekið frá Keflavík þannig að þaö
nýtist borginni og borgarbúum er
gjörsamlega út í bláinn, — ófram-
kvæmanlegt,” sagöi Davíö Oddsson
borgarstjóri.
„Staöa höfuöborgarinnar er þess
eðlis aö þaö er ekki hægt aö reka flugið
í svo mikilli fjarlægö frá Reykjavík.
Mjög margir þurfa að sækja þjónustu
hingaö og viö veitum hana. Aö þessu
leyti er nálægð flugvallarins
nauösynleg.
Hins vegar er það annaö mál aö ef
þarna heföi ekki verið settur niöur
flugvöllur í stríðinu þá heföi honum
kannski ekki verið komiö fyrir ná-
kvæmlega þar sem hann er. En þarna
er hann. Og þaö er algjörlega
óraunhæft aö gera ráö fyrir því — þaö
er bara vindmyllutal — að tala um þaö
að hann hverfi á einu, tveimur, þrem-
ur, fjórum eöa fimm árum. Þaö hlýtur
hver maðuraðsjá.
Menn verða aö gera sér grein fyrir
þessum veruleika og meðan flug-
völlurinn er þarna aö reyna þá aö
vinna skipulega aö því aö koma fyrir
þeim mannvirkjum, sem þarna þurfa
aö vera, en ekki aö drita þeim niöur
skipulagslaust meira og minna, eins og
gert hefur veriö á undanförnum ára-
tugum. Slíkt dæmi gengur ekki upp.”
— Hvemig líst þér á tillögur þær
sem nú hafa verið settar fram?
„Ég held að þær séu í meginatriðum
ágætar. Eg held aö þær leysi málefni
flugvallarins farsællega og mildi hann
íumhverfisínu.”
Davíð Oddsson sagði að mikla fjár-
muni, hugsanlega sjö til tíu milljarða,
myndi kosta aö flytja flugvöllinn. Þeir
fjármunir lægju ekki á lausu.
Rannsakaö heföi verið hvort byggja
mætti flugvöll í nágrenni borgarinnar
á stööum eins og Kapelluhrauni. Þaö
dæmi gengur ekki upp tæknilega.
„Þannig aö þaö er bara einn
möguleiki, aö flytja innanlandsflugiö
til Keflavíkur. Þeir sem hafa feröast út
á land eöa utan af landi hingaö, — þar
sem maður er kallaður fram og til
baka á hálftíma fresti út af veöri á Isa-
firði eöa veöri á Egilsstöðum og svo
framvegis — þeir vita það glöggt að
flugvöllurinn veröur að vera nær
heldur en í klukkutíma keyrslu,” sagði
borgarstjóri. -KMU.
Flugstöð á að risa sunnan við flugturninn, samkvæmt hugmyndunum.
Einnig er gert ráð fyrir að flugturninn verði stækkaður, eins og teiknað
hefur verið inn á Ijósmyndina. DV-myndGVA.
FRAMTÍÐARFLUGS
Reykjavíkurflugvöllur samkvæmt skipulagshugmyndum Flugmálastjórnar
og Borgarskipulags. Gert er ráð fyrir að flugbrautin 14/32 verði lengd um
300 metra til vesturs og að Suðurgata liggi i göngum undir brautina. Við
lenginguna ætti að draga úr notkun á norður-suður brautinni og flugum-
ferð yfir miðborgina því að minnka.
DV-mynd S.
NAUÐSYNLEGUR TIL
— segir Sigfús Erlingsson, yfirmaður
innanlandsflugs Flugleiða
„Viö teljum aö Reykjavíkurflugvöll-
ur sé oröinn nauðsynlegur til framtíö-
arflugs og eigi og veröi aö vera
áfram,” sagöi Sigfús Erlingsson,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiöa. Innanlandsflug félagsins
heyrir undir hann.
„I meginatriöum er búiö aö útiloka
þann möguleika aö úthluta landsvæði
undir flugvöll í næsta nágrenni viö
Reykjavík. Það var gert með þeirri
ákvöröun félagsmálaráðherra aö leyfa
ibúöabyggingar á Álftanesi sem áöur
var búiö aö taka til hliðar.”
— Teljið þið aö innanlandsflugiö geti
verið rekiö frá Keflavíkurflugvelli?
„Tæknilega er þaö hægt. En við þaö
myndu samgöngur viö höfuðborgina
versna verulega. Ferðatími frá og til
hinna ýmsu staða á landinu myndi í
meginatriðum lengjast um helming.
Ferðalagiö yrði óöruggara og ven-a.
Viö búum því miöur viö erfiö veöurskil-
yröi stóran hluta ársins sem gerir
mikla fjarlægt flugvallar frá borginni
ákaflega erfiða,” sagöi Sigfús Erlings-
son.
-KMU.
ALDREIVERIÐ LEITAÐ í ALVÖRU "S.S”"'””
AÐ NÝJU FLUGVALLARSTÆÐI
„Viö höfum viljaö skoöa þaö mjög
vandlega hvort ekki væri mögulegt aö
flytja flugvöllinn,” sagði Sigurjón Pét-
ursson, oddviti Alþýöubandalagsins í
borgarstjórn.
„Við teljum aö flugvöllurinn sé á
svæöi sem er dýrmætt og mikilvægt
byggingarland. Meö ákveönum hætti
kljúfi hann borgina í sundur.
Viö höfum bent á ákveöna hættu sem
er samfara því að vera meö flugvöll
staðsettan inni í miðri borginni. Ef til
þess kæmi, sem vonandi veröur ekki,
aö slys yrði mundu þær kröfur vaxa
hratt að f lugvöllurinn yrði fluttur.
Eg tel aö þaö hafi í raun aldrei veriö
gerö nein alvarleg tilraun til að skoöa
aðra möguleika, meöal annars vegna
þess aö aðstandendur flugvallarins og
flugmála vilja vera í miöri borginni.
Þess vegna hafa þeir aldrei leitaö í al-
vöru, eöa neinn aðili, aö nýju flugvall-
arstæði.
Ég þekki málið ekki nógu vel til aö
leggja til tiltekna aðra staðsetningu.
Þaö veröur aö byggjast á viðamiklum
rannsóknum. Það hefur verið bent á
nokkur svæöi; svo sem Kapelluhraun.
Eg hef leitt hugann aö því hvort þaö
væri möguleiki á heiöinni hér fyrir
ofan, til dæmis Sandskeiöi eöa þar í
kring. Geldinganesið er auövitaö hugs-
anlegur staður.
Þó aö menn geti hugsað sér-.að
Reykjavíkurflugvöllur verði áfram um
einhvem tíma þá er mjög erfitt aö sjá
hann um alla framtíð festan niöur á
þessusvæði.”
— Gætir þú sætt þig við aö flugstöð
yröi byggð þar á næstu árum?
„Það er alveg ljóst aö allar fram-
kvæmdir, sem verið er aö hugleiða
þarna núna, eru til aö festa flugvöllinn
í sessi á þessum staö. Því meira sem
gert er af varanlegum byggingum,
sem beint tengjast flugvellinum og
hans starfsemi, þess dýrara veröur að
flytja hann. Dæmiö getur endaö þannig
að þaö sé betra aö búa viö þá land-
skerðingu sem flugvöllurinn er, og þá
áhættu sem honum fylgir, heldur en
aö leggja í þann gríöarlega kostnaö aö
flytja hann.
Aö mínu áliti ætti næsta skrefið aö
vera þaö aö í virkilegri alvöru veröi
fengnir til sérfræðingar aö rannsaka
önnur flugvallarstæði. Síöan yrði tíma-
sett hversu lengi flugvöllurinn ætti aö
vera þama. Byggingu allra mann-
virkja yröi hagað í samræmi við þaö.
Jafnframt yrði hafin uppbygging á
nýju flugvallarstæöi, ef til þess kemur,
eöa, ef niöurstaðan yröi sú aö flytja
starfsemina til Keflavíkur, þá yröi
gengið þannig frá samgöngumálum aö
þaö væri hægt aö komast á milli á eins
skömmum tíma og mögulegt er. Þaö er
alveg ljóst, sérstaklega gagnvart inn-
anlandsflugi, aö þegar stööugt er verið
að seinka og fresta heföi þaö mikil
óþægindi í för með sér fyrir aðila ef þaö
væri langur vegur að flugvelli,” sagði
Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi.
-KMU.
Einvfgið Margeir-Agdestein
Margeir tapaði einvíginu
Norömaöurinn ungi Simen Agde-
stein geröi sér lítið fyrir í gærkvöldi
og vann þriðju skákina í einvígi sínu
við Margeir Pétursson um rétt til
þátttöku á millisvæðamóti.
Margeir lagði allt í sölurnar til
þess aö bera sigurorð af Norðmann-
inum og reyndi eftir mætti að foröast
þau uppskipti sem hann átti kost á.
Til þessa þurfti hann aö taka á sig
heldur þrengra tafl í byrjuninni en
náöi þó í framhaldinu aö rétta úr
kútnum eftir ónákvæmni hjá
Norðmanninum.
Um tíma leit út fyrir aö Margeiri
tækist aö vinna skákina en þá var
hann kominn meö gott grip á
miðborðinu.
I miklu tímahraki undir lokin sneri
Simen Agdestein hinsvegar á Mar-
geir, náöi aö skipta upp í endatafl og
hafði peði yfir. Þegar skákin átti að
fara í bið sá Margeir fram á
vonlausa baráttu viö tvö samstæö
frípeö andstæöingsins á drottn-
ingarvæng í annarri setu. Hann tók
því þann kostinn sem vænstur var:
að gefast upp og óskaði Simen
jafnframt til haming ju meö sigurinn.
Einvíginu lauk því með öruggum
sigri Simens en hann vann tvær
skákir og geröi eitt jafntefli án þess
aö okkar manni tækist að svara fyrir
sig.
3. einvígisskákin:
Drottningarindversk vörn.
Hvítt: Simen Agdestein (Noregi).
Svart: Margeir Pétursson.
1. d4 Rf6 2. c4e6S. Rf3b64. a3
Petrosijan afbrigöiö sem mjög var
í tísku fyrir 2—3 árum þegar
Kasparov beitti því í mörgum
skákum meö frábærum árangri.
4. —Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7.
Da4+
Nýjasti leikurinn í þessari stööu er 7.
e4! ? Rxc3 8. bxc3 Bxe4 9. Re5 og
hvítur hefur mikiö spil fyrir peðiö.
Norðmaðurinn tekur hins vegar að
sjálfsögðu ekki þá áhættu í þessari
skák að gefa peö enda nægir honum
jefntefli til þess aö tryggja sér far-
seðil á millisvæðamót.
7. — Rd7 8. Rxd5 Bxd5 9. Bg5!
Góöur leikur vegna þess sem á
undan er sagt um jafnteflisþörf
Norðmannsins! Nú er best fyrir
svartan aö leika 9. — Be7 en eftir 10.
Bxe7 Dxe7 blasir jafntefli fljótt viö.
Margeir neyöist því til þess aö leika
næstbesta leiknum.
9. - Dc810. Hcl Bd611. Rd2 c5
Hvítur hótaöi að ná fram e4 meö leik-
vinningi og neyðist svartur því til
þess að láta þegar i staö til skarar
skríða.
12. dxc5bxc5?!
Vafasamur leikur. Hiö staka peö
svarts á c5 veröur honum nú höfuð-
verkur. Sennilega var betra aö leika
12. 0—0 vegna þess aö hvíta peðið á
c5 er leppur og biskup svarts því
friöhelgur.
13. e4 Bc614. Dc2Dc7!
Sýnilegt er aö Margeir hyggst tefla
til vinnings. Þrátt fyrir að peöastaöa
hans sé veikari en sú hvíta. Nú hefur
hann e.v.t. í hyggju aö ræna hvíta
peðinu á h2 og hleypa þannig taflinu
upp.
15. Bh4 0—016. Bg3 Hab8
Hér áttu menn heldur von á fram-
rásinni 17. — f5! ? en óvist er aö hún
standist allar gæðakröfur. Þess í
staö hyggst svartur þrýsta á b2
peðiö.
17.Be2a5?!
Svörtu peöin veröa nú bæði veik á a5
og c5. Enn var vert að gefa gaum aö ■
framrásinni 17. — f5! ?. Nú má t.d.
ekki drepa það peð, með því aö g2
Ásgeir Þ. Árnason
peðiö er óvaldaö.18. b3 Hd8 19. 0—0
Bxg3 20. hxg3 Db7 21. Hdl h6
Rökrétt er aö eignast holu fyrir
framan kónginn þegar ekki finnast
aörir góðir leikir. Meö öörum oröum:
Nú bíður Margeir átekta.
22. Dc3 Da8 23. a4?
Ljótur leikur. Biðleikur svarts 21. —
h6 hefur komiö Norðmanninum úr
jafnvægi. Hvítu peöin veikjast nú
fremur en styrkjast á drottningar-
væng.
23. — Hb4 24. Bc4 Rf6! 25. f3?!
Enn teflir hvítur veikt. Svörtu
reitirnir á kóngsvæng bjóöa nú
hættunni heim.
25. —Db826.g4?!
26. Rfl er sjálfsagður varnarleikur.
Svartur tekur nú gott frumkvæði.
26. — Hd4 27. Be2.
Hótar peöinu á c5. Ekki gekk 27. Rfl
vegna 27 — Bxa4 og vinnur peö.
27. — Rd7 28. De3 Da7 29. Kf2 Re5 30.
Hc3 Hb8 31. Hdcl Hbd8 32. Rc4
Afleikur væri: 32. Hxc5? vegna
Rd3+. Keppendur, og þó sérstaklega
Margeir, voru hér mjög tímanaumir.
32. — Rd7 33. Ra3 Db6 34. Hlc2 Rf6
Margeir grípur til tvíeggjaös ridd-
araleiks í tímahrakinu. Hann tapar
valdi á c5 peðinu en vill svara á
taktískan hátt. Ogjörningur hefur
veriö fyrir hann aö sjá fyrir alla leiki
andstæöingsins.
35. Hxc5 Bxe4
abcdefgh
36. H2c4!
Stórkostlegur varnarleikur. Margeir
missirnúþráöinn.
36. — Hxc4??
36. — H4d5 var nauðsynlegt. Fram-
haldið hefði þá oröið: 37. Hc8 (Ekki
37. fxe4? Hxc5 38. Hxc5 Dxc5! 39.
Dxc5 Rxe4+ og vinnur) — Dxe3+ 38.
Kxe3 Bg6 og svartur hefur ekki verra
tafl.
37. Rxc4 Da7
Svörtum hefur yfirsést að eftir 37. —
Db4 leikur hvítur 38. Hb5 og foröar
hróknum frá hættu . Þaö gerir hann
einnig eftir textaleikinn.
38. Hxa5 Dxe3+ 39. Rxe3 Bbl 40. Kel
Hb8 41. Hb5
Hér átti skákin aö fara í bið en eftir
nokkra umhugsun ákvaö Margeir aö
gefast upp. Hann ræöur ekki viö
hvítufrípeðin. -Á.Þ.Á.